Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 3
Listasafnið
á tímum fjölhyggjunnar nefnist grein sem
Ólafur Gíslason skrifar í tilefni af fundi sem
Menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til
um sýningarstefnu listasafns borgarinnar.
Á fundinum komu fram kvartanir um að
safnið sinnti ekki þjónustuhlutverki sínu.
Ólafur fjallar um hlutverk listasafna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
7 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
M
argt er sér til gamans
gert á myrkum vetr-
arkvöldum. Ég hugði
gott til glóðarinnar,
þegar ég komst á
snoðir um leik-
húsmálfund í Borg-
arleikhúsinu um dag-
inn. Þetta var enginn sellufundur:
samkoman var auglýst í blöðunum. Fund-
arefnið var þýðingar fyrir leiksvið. Frum-
mælendur voru þrír og báru hver af öðrum,
og mætti hafa langt mál um það. Einn þeirra
var Hallgrímur Helgason, elzti rithöfundur
Íslands af yngri kynslóðinni. Hann flutti
langa og innihaldsríka ræðu og fjallaði þar
auk annars um nýja þýðingu sína á Rómeó
og Júlíu, sem nú er á fjölunum og hefur vak-
ið nokkra athygli. Hallgrímur lýsti því í
ræðu sinni, hversu honum hefði komið það á
óvart að komast að því, hversu klámfengið
verk þetta væri innst inni, og hvernig þessi
viðureign hans við frumtextann hefði leitt
hann að þeirri niðurstöðu, að William
Shakespeare væri mesti klámhundur heims-
bókmenntanna – og hefði þess vegna meðal
annars reynzt svo langlífur á leiksviði sem
raun bæri vitni um: 400 ár í bransanum og
ennþá ekkert lát á aðsókninni. Nú er Lesbók
Morgunblaðsins ef til vill ekki viðeigandi
vettvangur fyrir fundargerðir um sam-
komur sem þessar, enda vakir það ekki fyrir
mér að misnota Morgunblaðið í því skyni.
Nei, ég ætla bara að nota tækifærið til að
rabba svolítið um Shakespeare – og Gore
Vidal.
Þegar Shakespeare skrifaði handa leik-
húsi, þá skrifaði hann stundum handa tveim
hópum áhorfenda í senn. Fína fólkið var
niðri á gólfi, fátæka fólkið var uppi á svölum,
og þessir tveir hópar eru taldir hafa haft
svolítið ólíkan bókmenntasmekk: þolmörkin
voru mishá. Fína fólkið þoldi ekki klám, eða
þóttist ekki þola það, en fólkið uppi á svölum
byrjaði aftur á móti að klæja, nema það
fengi að heyra nóg af klámi – eða svo er sagt.
Af alþekktri snilld hagaði Shakespeare orð-
um sínum þá þannig, að textinn væri til-
hlýðilega fágaður handa fína fólkinu og samt
nógu óheflaður handa hinum. Tvíræðnin í
texta Shakespeares hefur reynzt mörgum
þýðandanum erfið viðfangs eins og eðlilegt
er. Mér hefur sýnzt, að Helgi Hálfdanarson
hafi fylgt þeirri reglu, komist tvíræðnin í
frumtextanum ekki til skila í þýðingum
hans, að leyfa þá fólkinu niðri á gólfi að ráða
ferðinni. Hallgrímur snýr reglunni við og
þýðir handa fólkinu uppi undir rjáfri. Þar að
auki sagðist hann hafa komizt að því með
vandlegri eftirgrennslan – mig minnti, að
hann hefði borið fyrir sig írskan Shake-
speare-fræðing, sem sat við hliðina á honum
í stætisvagni, en það reyndist hafa verið í
leikhúsi í London – að ýmis hversdagsorð
eins og plómur og perur hafi einnig verið
höfð um ákveðna líkamsparta á dögum
Shakespeares, og þá blasir það náttúrlega
við, hversu fara ber með þýðingu þvílíkra
orða í verkum Shakespeares. Einn fremsti
leikari landsins hafði orð á því í umræðum
eftir framsöguræðurnar, að Shakespeare
væri að sjálfsögðu leikskáld frá hvirfli til ilja
og þá kæmi það skiljanlega ekki að fullum
notum að þýða verk hans svo, að textinn
skilaði sér aðeins frá höku og upp. Það kom
einnig fram í máli leikarans, að í leikhúsinu
væri Shakespeare iðulega kallaður Villi
pera. Aðrir tóku í sama streng. Hvenær ætli
þau haldi næsta fund, hugsaði ég.
Var klámið þá hryggjarstykkið í verkum
Shakespeares og forsenda langlífis þeirra á
leiksviði? Það finnst mér einhvern veginn
heldur ósennilegt, áhugamanni, þótt klám-
hneigð sé að sönnu eitt helzta kennimark
ýmissa nútímabókmennta. Ég veit, hvað
hann ætlar að segja næst, hugsar nú Hall-
grímur: hann ætlar að fara að tala um Ís-
lendingasögurnar. Já, því ekki það? Höf-
undar Íslendingasagna komust af án þess að
klæmast að neinu ráði, og ekki hafa þeir
þurft að kvarta undan skammlífi sagnanna,
ekki enn að minnsta kosti. Og hvað um Hall-
dór Laxness? Ekki var hann klámhundur,
öðru nær; mig rámar með erfiðismunum í
sögnina að serða á einum stað í einhverri af
fimmtíu bókum Halldórs, gott ef ekki var í
lýsingarhætti þátíðar. Og ekki eru allir
hættir að lesa bækurnar hans; ég held þvert
á móti, að menn muni lengi enn halda áfram
að lesa þær sér til fróðleiks og upplyftingar,
einkum ritgerðirnar og minningarnar. Og
lesa og syngja Passíusálmana; þennan lista
mætti hafa miklu lengri.
Ég er samt ekki að andmæla Hallgrími
Helgasyni, að minnsta kosti ekki harkalega.
Það er alveg rétt hjá honum, að ýmis leikrit
Shakespeares eiga greiðari aðgang að klám-
fúsu fólki en til að mynda Fjalla-Eyvindur
og Skugga-Sveinn. Þetta stafar meðal ann-
ars af því, að leikrit Shakespeares eru svo
margræð og lagskipt og leyfa því fjölbreytta
túlkun, sem fellur að ólíkum smekk hverrar
kynslóðar. Þetta er einn munurinn á klass-
ískum verkum og öðrum: það er auðveldara
að klámvæða klassísku verkin, af því að
burðarþol þeirra og þanþol er svo mikið. Jó-
hann Sigurjónsson og séra Matthías hefðu
sennilega ekki átt auðvelt með að skrifa leik-
rit handa ruddum, og þeir teygðu sig samt
út á yztu nöf með því að fjalla um – ham-
ingjan sanna! – útilegumenn. Síðast, þegar
ég sá Skugga-Svein í Þjóðleikhúsinu, þá
fannst mér einsýnt, að það verk færi ég
naumast að sjá eina ferðina enn, nema
Sveinki væri þá að minnsta kosti settur á
mótorhjól eða Ketill í kvenmannsföt, eða
Mercedes-Benz, eða bara eitthvað – og
þætti mér það þó líkast til þunnur þrettándi
eins og síðast.
Höldum áfram. Svo vill til, að einn helzti
bókmenntajöfur Bandaríkjanna á okkar
dögum er einnig mesti klámkjafturinn í
þeim hópi. ,,Ég hef sorðið þúsundir,“ skrifar
hann svo áreynslulaust um sjálfan sig sem
aðrir segjast drekka kampavín og vatn með
morgunverðinum, þegar vel liggur á þeim.
Maðurinn heitir Gore Vidal og hefur skrifað
fimmtíu bækur, nema þær séu nú orðnar
sextíu, þar á meðal nokkrar sögulegar
skáldsögur, eina til dæmis um Abraham
Lincoln, mörg leikrit og ritgerðir í stríðum
straumum. Mér þykir það líklegt, að hann sé
á stutta listanum hjá þeim í Nóbels-
verðlaunanefndinni í Stokkhólmi. Hann
fæddist með silfurskeið í munni – milli tann-
anna, myndu sumir segja – árið 1925, afi
hans var öldungadeildarþingmaður frá
Tennessee, frægur demókrati, blindur.
Rösklega tvítugur skrifaði Vidal þriðju
skáldsögu sína, nú með sjálfsævisögulegu
ívafi, fyrstu tvær voru þegar komnar á
þrykk. Þriðja sagan var í reyndinni sakleys-
ið sjálft af sjónarhóli nútímans, þroskasaga
samkynhneigðs manns, en vinir höfundarins
vöruðu hann við því að gefa hana út, þar eð
hann ætti þá útskúfun samfélagsins yfir
höfði sér. Þetta var árið 1948. Vidal lét eigi
að síður slag standa, birti bókina og varð
þjóðkunnur á einni nóttu. Vinir hans reynd-
ust forspáir, því að New York Times birti
ekki umsögn um bókina og ekki heldur um
aðrar bækur hans í mörg ár eftir þetta. Vi-
dal skrifaði þá nauðbeygður nokkrar skáld-
sögur undir dulnefni, og þær fengu lofsam-
lega dóma í blöðum, einnig í New York
Times. Síðan eyddi hann heilum áratug í
Hollywood og skrifaði þá handrit að ýmsum
heimsfrægum kvikmyndum (t.d. Ben Hur)
til að koma undir sig fótunum og einnig leik-
rit handa sjónvarpi og leikhúsum á Broad-
way, þar á meðal eitt um Nixon forseta (það
féll), og þurfti ekki að hafa fjárhagsáhyggjur
eftir það. Hann bauð sig tvisvar fram til
þings, fékk fleiri atkvæði í kjördæmi sínu í
New York haustið 1960 en John F. Kennedy
forsetaframbjóðandi, vinur hans, for-
setafrúin var fóstursystir hans, og hreppti
þriðja sætið í prófkjöri demókrata í Kali-
forníu til öldungadeildarframboðs árið 1968.
Hann býr nú ýmist í Los Angeles eða fyrir
utan Róm og skrifar og skrifar.
Vidal hefur safnað úrvali ritgerða sinna
saman í tvær þykkar bækur, hin fyrri er
bókstaflega þverhandarþykk. Ritgerðirnar
fjalla flestar um skáldskap og stjórnmál og
lýsa sjaldgæfri og hlífðarlausri skarp-
skyggni hans á hvort tveggja. Nýtt safn, þar
sem hann sakar Bandaríkjastjórn beinlínis
um að kalla hryðjuverk yfir landið, fékk
hann ekki birt í Bandaríkjunum, heldur á
Ítalíu. Ritgerðir hans eru einnig óvenjulegar
fyrir þá sök, hversu feimnislaust hann fjallar
þar um eigið kynlíf og annarra og einnig í
sjálfsævisögunni (Palimpsest, 1995). Það er
nú bók, sem segir sex. Mæli með henni.
KLÁMHUNDAR OG
HEIMSBÓKMENNTIR
RABB
Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N
gylfason@hi.is
STEINN STEINARR
Í KIRKJUGARÐI
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
Steinn Steinarr (1908–1958) birti ljóðið í Ferð án fyrirheits sem kom út árið
1942.FORSÍÐUMYNDINer af nýlegri forsíðu breska kvennablaðsins Cosmopolitan.
Kynlíf, tíska og pólitík
er inntak kvennablaða á borð við Cos-
mopolitan að mati Bryndísar Sveins-
dóttur sem greinir efni þeirra og ætlun.
Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum er rannsóknavett-
vangur þeirra kennara heimspekideildar
Háskóla Íslands sem fást við erlend tungu-
mál. Auður Hauksdóttir segir frá hlutverki
og verkefnum stofnunarinnar og lýst er
þremur rannsóknarverkefnum styrkþega
hennar.
Napóleon og útivist
nefnist önnur grein Ólafar Pétursdóttur um
sögu og menningu Bretaníuskaga.