Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003
Þ
EGAR kvennablaðið Cosmopolit-
an kom á markaðinn 1965 í
Bandaríkjunum og 1972 í Bret-
landi varð nokkurs konar bylting
í kvennablaðaheiminum, konan í
Cosmopolitan mátti stunda kyn-
líf án þess að vera gift og sjálf-
sagt þótti að hún væri útivinn-
andi. Í þau tæplega 300 ár sem kvennablöð
höfðu verið gefin út í Bretlandi hafði kven-
ímyndin sem birtist í kvennablöðum yfirleitt
verið afar hefðbundin þótt nokkur tímabil væru
þar undantekning. Samkvæmt hinni æskilegu
kvenímynd hafði kona yfirleitt átt að vera
hæversk og hreinlynd og gefa sig alfarið að eig-
inmanni sínum, tíska, útlit og heimilið voru
nánast einu viðfangsefni kvennablaða. Með
Cosmopolitan náði kynlífsbylting sjöunda ára-
tugarins inn í kvennablöðin. Hér var í fyrsta
sinn gert ráð fyrir þeim möguleika að lesendur
kvennablaðs, sem fyrst og fremst var ætlað
ungum einhleypum konum, stunduðu kynlíf. Í
öðrum kvennablöðum hafði alltaf verið gert ráð
fyrir því að slíkt gerðu einungis giftar konur,
einhleypar konur væru allar óspjallaðar meyj-
ar. Hin opinskáa umræða vakti blendin við-
brögð. Gagnrýnendur töldu blaðið ýta undir
lauslæti hjá ungum konum, en lesendur tóku
því hins vegar opnum örmum, það varð strax
feikivinsælt. Hið nýja blað hafði geysimikil
áhrif, nú var hin viðurkennda kona í heimi
kvennablaðanna ekki einungis gift eða hrein
mey og allt í einu gat hún verið og átti helst að
vera á framabraut. Í Cosmopolitan var hvergi
minnst á heimili eða fjölskyldulíf sem fram að
þessu hafði yfirleitt verið aðalviðfangsefni
kvennablaða. Hin nýja kvenímynd var þó að
ýmsu leyti afar hefðbundin. Eins og áður var
hér verið að segja konum hvernig þær ættu að
vera, mikil áhersla var lögð á fegurra útlit og
leitin að draumaprinsinum hélt áfram sem fyrr.
Kenna hvernig á að
gera karlmanninn viljugri
Kynlíf er enn afar mikilvægur þáttur í
Cosmopolitan. Lesendur þess eru óspart hvatt-
ir til að lifa kynlífi, og það er gert mjög eft-
irsóknarvert og eðlilegt fyrir ungar konur.
Finna má opinskáar greinar um kynlíf og ráð-
leggingar um hvernig lesendur geta bætt kynlíf
sitt og aukið ánægju sjálfra sín en ekki síður
rekkjunauta sinna. Athygli vekur að tilgang-
urinn virðist stundum vera að ná tökum á karl-
manninum, jafnvel er sagt berum orðum að ár-
angurinn af hinum ýmsu unaðslistum verði til
þess að karlmaðurinn verði mjög hrifinn af
þeim ef þær framkvæmi þær. Í grein, sem ber
titilinn: „Hvernig þú átt að færa honum kynlíf
sem gjöf“, segir til dæmis: „Og þótt kynlíf sem
gjöf eigi auðvitað eingöngu að vera gjöf án allra
skuldbindinga og gefin eingöngu af tærri gjaf-
mildi þá muntu komast að því að hann verður
miklu viljugri til verks næst þegar þú þarft
axlanudd: og meiri líkur eru á að hann birtist
einn daginn med hringaöskju úr skartgripabúð-
inni …“ Þetta verður að teljast frekar gamal-
dags hugsun og aðferð hinna valdalausu.
Greinar um heilsu og lífsstíl eru alltaf aft-
arlega í blaðinu og hinna síðarnefndu er sjaldn-
ast getið á forsíðu. Lífsstílsgreinar fjalla um
húsbúnað og heimili, ferðalög og uppskriftir en
alltaf er ein af hverju í blaðinu. Í heilsuhlut-
anum er lögð áhersla á heilsusamlegt líferni og
varað við heilsuspillandi hlutum. Þó vekur at-
hygli að aldrei er minnst á reykingar eða varað
við þeim en þær verða þó að teljast eitthvert
stærsta heilsufarsvandamál ungra kvenna nú á
dögum. Hins vegar eru tíundaðir ákaflega
sjaldgæfir sjúkdómar á borð við blóðtappa af
völdum getnaðarvarnapillu. Þarna koma að
sjálfsögðu áhrif auglýsenda til sögunnar en
kvennablöð hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir
tvískinnung sinn í þeim efnum.
Í almennum greinum er fjallað um margvís-
leg málefni sem talin eru koma konum við, þær
eru oft pólitískar og eru sá hluti blaðsins þar
sem breyttar hugmyndir um hlutverk kvenna
koma helst fram. Í hverju bresku Cosmopolitan
er yfirleitt að a.m.k. ein grein sem snertir jafn-
réttismál, sem dæmi má nefna umfjöllun um
réttarkerfið og nauðganir, heimilisofbeldi, og
hvaða áhrif kvenréttindabaráttan hefur haft á
stöðu karla. Þá eru gjarnan fjölbreyttar greinar
um ýmis málefni allt frá umfjöllun um lýtaað-
gerðir til rannsóknarblaðamennsku er tekur á
því hve veikir bandarískir þingmenn eru fyrir
ungum kvenkynslærlingum í Hvíta húsinu.
Með ljóta fætur og of stórt nef
Þá má finna viðtöl af ýmsum gerðum, oft stór
forsíðuviðtöl við frægar leikkonur eða popp-
stjörnur. Þar fær lesandinn að komast að því að
stjarnan er bara venjuleg kona rétt eins og hún
sjálf, þarf að glíma við sömu vandamálin og er
jafn óánægð með sig. Í viðtali við poppstjörn-
una Britney Spears í febrúarblaðinu 2002 er
hún til dæmis spurð hvaða líkamshluta á sjálfri
sér hún sé óánægðust með og hún svarar sam-
viskusamlega að það séu fæturnir sem séu
virkilega ljótir, nefið sem sé of stórt auk þess
sem hún vildi óska þess að rassinn á sér væri
aðeins minni. Hún er ekki spurð hvort hún sé
óánægð með eitthvað heldur hljóti hún, eins og
gert er ráð fyrir að lesandinn geri einnig, að
vera óörugg og þjást af vanmetakennd yfir
ákveðnum líkamshlutum.
Sjálfshjálp af ýmsu tagi er líka mikilvægur
þáttur í blaðinu, t.d. leiðbeiningar um hvernig á
að komast áfram í starfi og einskonar ösku-
buskusögur af lesendum sem hafa skyndilega
auðgast eða gifst milljónamæringi. Í hverju
blaði eru líka undantekningarlaust nokkrar
hrikalegar lífsreynslusögur um lesendur sem
lent hafa í miklum erfiðleikum en komist í gegn-
um þá og orðið sterkari á eftir: „Slysið sem
breytti lífi mínu – hvernig hræðilegur harm-
leikur færði mér hina sönnu ást“ er fyrirsögn
einnar slíkrar sögu í febrúarblaði Cosmopolitan
2002. Þegar lífsreynslan hefur komið fram
kemur alltaf fram bjartsýni og jákvæðni sögu-
hetjunnar í lokin. Sögurnar eiga að sýna hversu
sterkar konur geta í raun verið og að þær kom-
ist í gegnum hvað sem er. Vandamálasíðurnar
eru síðan ómissandi en á þeim má lesa bréf les-
enda þar sem þeir segja frá erfiðleikum sem
þeir standa frammi fyrir og biðja um stuðning
og ráð. Fegrunarvandamál, heilsa og fjármála-
erfiðleikar eru tekin fyrir á nokkrum síðum en
stærstur hluti vandamálasíðnanna tekur á sam-
skiptaerfiðleikum og þá ekki síst hvað varðar
samskipti við hitt kynið. Er þar fremstur í
flokki kvörtunardálkur Irmu Kurtz sem hefur
verið fastur liður í Cosmopolitan í 26 ár en sam-
bandserfiðleikar, lítið sjálfstraust og afbrýðis-
semi eru algengustu umfjöllunarefni bréfanna
sem henni berast. Vandamálasíðurnar eru per-
sónulegasti hluti blaðsins og vitað er að þær eru
afar vinsælar hjá lesendum. Þær skemmta les-
endum um leið og þær veita ákveðinn sálrænan
og samfélagslegan stuðning. Í svörunum er vin-
konutónn en þau sýna hversu margþætt hlut-
verk blaðamannanna er.
Spegill, spegill …
Tísku- og fegrunarþættir skipa stóran sess í
hverju blaði og hefur hlutur þeirra ekki farið
minnkandi með árunum, en samkvæmt athug-
un minni á þremur tölublöðum Cosmopolitan
frá 2002 voru rétt tæplega 40% af ritstjórn-
arefni hvers tölublaðs lögð undir tísku og fegr-
un. Í hverju tölublaði eru „nýjar“ leiðbeiningar
og ráð um förðun, nýjustu vörur fata- og snyrti-
vöruframleiðenda kynntar, glæsilegir mynda-
þættir með fyrirsætum klæddum, greiddum og
förðuðum samkvæmt nýjustu tísku, auk greina
með fjölbreyttu efni er tengist fegurra útliti og
bera heiti eins og „Cosmo og appelsínuhúð –
hvað virkar og hvað ekki.“ Þá ber að athuga að
yfir helmingur hvers blaðs er lagður undir aug-
lýsingar og er langstærstur hluti þeirra frá fyr-
irtækjum í fegurðarbransanum, þ.e. snyrti-
vöru- og fataframleiðendum og þær fjalla því
nánast allar um fegrun og útlit. Hinar miklu
auglýsingatekjur úr fegurðarbransanum skýra
síðan auðvitað hina gífurlegu áherslu sem lögð
er á greinar um fegurð og útlit í kvennablöðum.
Hér er gert ráð fyrir að allar konur hafi hæfi-
leika til að verða fallegri en þær eru og talið er
sjálfsagt og eðlilegt að þær þrái það allar.
„Ókei. við vitum hvað þú ert að hugsa – „ég get
aldrei litið svona glæsilega út á þessum tíma
árs.“ En trúðu okkur þú getur það vel. Þótt fyr-
irsætan Molly Sims sé auðvitað falleg frá nátt-
úrunnar hendi þá getum við allar öðlast útlit
hennar,“ segir í janúarhefti Cosmopolitan frá
2002. Fegrun er og hefur frá öndverðu verið
forréttindi – og skylda kvenna, þær einar mega
og eiga að hafa áhuga á að gera sig fallegri.
Simone de Beauvoir telur að í fegrun kvenna og
skreytingu líkamans felist ákveðin tjáning hins
valdalausa. Með fegruninni geti konan, sem fær
ekki að ráða neinu eða hafa áhrif, tjáð sjálfa sig.
Hún bendir á að fegrun kvenna skipti þær svo
miklu máli vegna þess að í samfélaginu séu þær
metnar eftir fegurð, hún skipi þeim í ákveðna
stöðu og feli í sér vald fyrir þær. Þótt Beauvoir
hafi skrifað þetta fyrir meira en fimmtíu árum á
þetta allt eins við í dag en skýrasta táknmynd
valdsins nú á dögum er ef til vill fegurðarsam-
keppnirnar. Sú útvalda sem vinnur verður
drottning, fær veldissprota og kórónu og ber
titil eins og Ungfrú Ísland, Ungfrú heimur eða
Drottning heimsins. Beauvoir bendir hins veg-
ar á að fegrunin gangi ekki eingöngu út á að
uppfylla væntingar annarra, fyrir konuna sjálfa
felist ákveðin nautn í því að skreyta sig – rétt
eins og karlinn finnur fyrir ilmvatni, silki og
blúndum finnur konan líka fyrir þessum hlutum
og nýtur þeirra.
Í tískuþáttum og fegurðarleiðbeiningum
kvennablaða er ósýnilegur karl mjög oft nálæg-
ur. Eftirfarandi setning er ein af mörgum þar
sem berlega kemur fram að karlinn er áhorf-
andi sem þarf að taka tillit til: „Samkvæmt skil-
greiningu karlmanna er náttúrulega útlítandi
hár glansandi, heilbrigt og einhvern veginn
töfrandi úfið. En sannar fegurðardísir vita bet-
ur – það er sko ekki nóg einfaldlega að hrista
hárið þegar maður vaknar á morgnana. Lykill-
inn að glæsilegu, kynæsandi og karlavænu hári
er þó að halda sig við
einfaldleikann – svo
forðastu að nota stíft
hárgel og hart hár-
lakk.“ Fegrunin gengur
þannig ennþá út á að ná
athygli karlmanns og
þótt megintilgangurinn
sé ef til vill ekki lengur
að lokka til sín vænleg-
an tilvonandi eigin-
mann eru augngotur og
augnabliks velþóknun-
arsvipur frá karlmönn-
um í umhverfinu ennþá
eftirsóknarverð fyrir
konuna.
Athygli vekur hversu
gríðarlega mikið vægi
fegrunarhlutinn hefur í
hverju blaði. Kröfurnar
sem konur eiga að upp-
fylla um fullkomið útlit
virðast vera orðnar
mjög strangar og þá
hljóta að vakna spurn-
ingar um hvort kven-
ímyndin sem blöðin
birta sé jákvæð. Efast
má um að þessi áhersla
endurspegli endilega
áhugasvið allra lesenda
en eins og ég gat áður
um koma langmestu
auglýsingatekjurnar úr
fegurðarbransanum og
því er líklegt að áhrif þeirra ráði meiru um efn-
isval en áhugi lesenda.
Hvernig á að …
Kvennablöð eru tímarit um kvenleika – sem
ákveðið lífsviðhorf, kunnáttu og eins konar list.
Þau eru sérfræðitímarit en fyrir mjög almenn-
an hóp – allar konur. Sameiginleg skilgreining
kvennablaða á kvenleika er nokkuð mismun-
andi eftir tímabilum en þó eiga þau það öll sam-
eiginlegt að kvenleiki er eitthvað sérstakt, eig-
inleiki sem allar konur hafa eða geta eignast og
aðgreinir þær frá hinu kyninu. Í samfélagi okk-
ar hefur konan alltaf verið hitt kynið, hið ósýni-
lega og óþekkta. Hún hefur verið í felum á bak
við órjúfanlega samfélagslega og menningar-
lega grímu kvenleikans, sem á síðustu árum
hefur að einhverju leyti smátt og smátt verið að
breytast. Fræðimenn hafa deilt um hvað það er
sem hún hylur. Hjá póstmódernistum er sú
skoðun ríkjandi að einungis tóm sé á bak við
grímuna, kvenleiki sé ekki til í sjálfum sér og
þegar gríman sé tekin frá sé ekkert kvenlegt
eðli, engin líffræðileg áhrif sem geri konu kven-
lega. Kvenleiki sé tilkominn vegna hefða og
mótunar samfélagsins.
Sú grundvallarhugmynd sem birtist í
kvennablöðum er sú þversögn að „náttúruleg-
um“ kvenleika verði einungis náð með mikilli og
erfiðri vinnu. Til marks um þetta er t.d. hinn
klassíski „fyrir og eftir“ myndaþáttur sem sýn-
ir annars vegar mynd af óbreyttum lesanda
eins og hann er dags daglega og hins vegar
hvernig hann verður eftir að tískufrömuðir,
hárgreiðslu- förðunarmeistarar hafa tekið hann
í gegn. Þá sést hversu flott hver kona getur orð-
ið ef hún bara leggur sig fram. Kvennablöðin
hvetja konur til að vera kvenlegar. Huggulega,
hamingjusama konan á forsíðunni með sitt ei-
lífa bros sýnir okkur hvað er í raun gott að vera
kona, kvenleiki er eftirsóknarverður. Í þjóð-
félaginu virðist vera mikið kappsmál að halda
tilbúinni, samfélagslegri kvenleikaímynd að
konum. Kvennablöð gefa skref fyrir skref leið-
beiningar um hvernig á að vera góð í að vera
kona, ekki bara uppskriftir að spennandi rétt-
um, heldur bókstaflega leiðbeiningar um allt,
hvernig á að vera góð í rúminu, hvernig á að
klæða sig til að ná langt á framabrautinni og
hvernig á að senda karlmönnum dulin skilaboð
um að þú viljir að þeir sýni þér áhuga – setn-
ingin sem byrjar á „hvernig á að …“ segir í
hnotskurn hvað kvennablöð standa fyrir. Til
marks um þetta er t.d. sú staðreynd að boðhátt-
ur er afar mikið notað form í tímaritunum:
„Gerðu rassinn stinnan“ og „Ekki nota of mik-
inn kinnalit“ er afar dæmigert setningarform í
Cosmopolitan.
Kvennablöð eru sérstakur heimur sem hver
einasta kona hefur aðgang að. Þar er stærsta
KYNLÍF, TÍSKA
Kvennablöð eru eitt þeirra fyrirbæra í menningunni
sem gera út á og lofsyngja kvenleika. Útbreiddasta
kvennablað samtímans er Cosmopolitan en það veitir
nútímakonum víðsvegar um heiminn leiðsögn um það
hvernig á að vera góð í að vera kona.
E F T I R B RY N D Í S I S V E I N S D Ó T T U R
„Hér er gert ráð fyrir að allar konur hafi hæfileika til að verða fallegri en
þær eru og talið er sjálfsagt og eðlilegt að þær þrái það allar.“