Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 Á FUNDI í heimspekideild Háskóla Íslands hinn 26. apríl 2001 var samþykkt til- laga um nafnbreytingu á Stofnun í erlendum tungu- málum í Stofnun Vig- dísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumál- um. Nafnbreytingin tengdist annars vegar 90 ára afmæli Há- skóla Íslands og hins vegar Evr- ópska tungumálaárinu og var til- gangur nafnbreytingarinnar að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur fyrir mikilvægt framlag hennar í þágu tungumála og styrkja rann- sóknir og þróunarstarf í erlendum tungumálum. Í greinargerð með tillögunni stendur m.a. „Frú Vig- dís Finnbogadóttir hefur sem kunnugt er verið öflugur talsmað- ur mikilvægis tungumálakunn- áttu, jafnt erlendra mála sem móð- urmálsins og hefur lagt drjúgan skerf til þessa málaflokks í störfum sínum sem kennari, forseti Íslands og nú síðast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna … Með því að kenna stofnunina við frú Vigdísi Finnbogadóttur sýnir heimspekideild hug sinn í verki til merkilegs framlags hennar á þessu sviði. Jafnframt mun það verða Stofnun í erlendum tungumálum mikil lyftistöng að tengjast nafni og störfum frú Vigdísar“. Nafnbreytingin átti sér formlega stað í afmælisviku Háskólans í hátíðardagskrá sem fram fór í Hátíðarsalnum hinn 1. október 2001 að viðstöddu fjölmenni. Hlutverk Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum er rannsóknastofnun og starfar inn- an Hugvísindastofnunar. Hún er rannsóknavettvangur þeirra kennara heimspekideildar sem fást við erlend tungumál, en við deildina er sem stendur boðið upp á nám í dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, ítölsku, latínu, norsku, rússnesku, spænsku, sænsku og þýsku, en japönsku- kennsla hefst við Háskóla Íslands í haust. Fastir fræðimenn stofn- unarinnar eru 28 talsins. Stofnun- in leggur ríka áherslu á að efla tungumálakennslu jafnt innan háskólans sem utan. Auk náms á BA-stigi og náms í Tungu- málamiðstöð HÍ er sérstök áhersla lögð á að efla framhaldsnám í tungumálum við heim- spekideild í samstarfi við erlenda háskóla. Helstu rannsóknasvið í erlendum tungumál- um, sem til stofnunarinnar heyra, eru: bók- menntir, kennslufræði erlendra mála og mál- taka, málfræði, málvísindi, menningarfræði, táknfræði, þýðingafræði og notagildi tungu- mála í atvinnulífinu. Stofnunin er vettvangur fræðilegrar umræðu um erlend tungumál og hún er til ráðuneytis um þróunarstarf og rann- sóknir sem snerta tungumálakennslu. Hlutverk sitt rækir stofnunin með því að stuðla að öfl- ugum rannsóknum í tungumálum og með því að gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum og mál- stofum og standa að útgáfu fræðirita. Áhersla er lögð á samvinnu við aðrar háskólastofnanir jafnt innan lands sem utan. Stjórn stofnunar- innar skipa Auður Hauksdóttir, forstöðumaður og dósent í dönsku, og Oddný G. Sverrisdóttir, varaforstöðumaður og dósent í þýsku. Auk þeirra sitja í fagráði Gauti Kristmannsson, að- junkt í þýðingafræðum, Matthew Whelpton, lektor í ensku, og Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku. Gróskumikil starfsemi Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur vill auka upplýsta umræðu um tungumál og gildi tungu- málakunnáttu og menningarlæsis á öllum svið- um þjóðlífsins. Fastur liður í starfseminni er að skipuleggja röð fyrirlestra, þar sem innlendir og erlendir fræðimenn fjalla um tungumála- rannsóknir eða varpa með öðrum hætti ljósi á fræðasviðið. Á síðasta ári voru haldnir 13 fyr- irlestrar á vegum stofnunarinnar um bók- menntir, menningarfræði, þýðingar, málvísindi og tungumálakennslu. Þess má geta að nú í vik- unni var dagskrá vormisseris kynnt, sjá nánar heimasíðu stofnunarinnar: http://www.vigd- is.hi.is. Með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni var sl. vetur haldin ráðstefna um mál og menn- ingu Færeyinga í samvinnu við Íslenska mál- fræðifélagið, Nafnfræðifélagið, Félag móður- málskennara og Rannsóknarstofnun KHÍ og í september sl. gekkst stofnunin fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um notkun tungutækni og tölva í málakennslu, málarannsóknum og þýðingum. Ráðstefnan var styrkt af NorFA. Reglulega eru haldnar ráðstefnur um tungumál og atvinnulíf. Nefna má ráðstefnu um hugbúnaðarþýðingar á íslensku og ráðstefnu um þýðingar, sem dr. Gauti Kristmannsson aðjunkt hafði umsjón með. Á kennslutíma Háskólans gengst stofn- TUNGUMÁL LYKILL AÐ MENN- INGU, AUÐI OG VÖLDUM Morgunblaðið/Sverrir Frá fagráðsfundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Matt- hew Whelpton, Auður Hauksdóttir, Gauti Kristmannsson og Oddný G. Sverrisdóttir. 22. janúar var settur á stofn Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. AUÐUR HAUKSDÓTTIR fjallar af því tilefni um hlutverk stofnunarinnar og kynningarferð til Japans. Einnig er sagt frá störfum þriggja fræðimanna við stofnunina. E F T I R A U Ð I H A U K S D Ó T T U R Vigdís Finnbogadóttir D AGANA 9.–17. nóvember sl. fór fram viðamikil kynning í Japan á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Í tengslum við kynninguna styrktu ís- lensk stjórnvöld stofnunina með einnar milljónar króna framlagi. Þátttakendur í Jap- ansförinni voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, og Auður Hauks- dóttir, forstöðumaður stofnunarinnar. Við skipulagningu og framkvæmd kynning- arinnar naut stofnunin ómetanlegrar að- stoðar Ingimundar Sigfússonar, sendiherra Íslands, sem var í fylgd Vigdísar við nær alla dagskrárliði heimsóknarinnar. Sendiherra og kona hans, frú Valgerður Valsdóttir, efndu til glæsilegrar móttöku í sendiráðinu til heiðurs Vigdísi. Einnig naut stofnunin aðstoðar Mi- noru Okazaki, chargé d́affaires við sendiráð Japana á Íslandi og dr. Eyþórs Eyjólfssonar kjörræðismanns Íslands í Japan. Í tilefni af Japansferðinni var gefið út kynningarefni á japönsku um hlutverk og starfsemi stofnunar- innar og var því dreift til a.m.k. 250 aðila, m.a. háskólastofnana, ráðamanna, menning- arstofnana og forsvarsmanna fyrirtækja. Kynningin í Japan tókst í alla staði frábær- lega vel, enda nýtur Vigdís fádæma virðingar og vinsælda þar í landi. Heimsóknir í japanska háskóla Í Japanskynningunni voru heimsóttir þrír háskólar auk Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þeir eru Wasedaháskóli, Tokaiháskóli og Gakushuinháskóli. Gakushuinháskóli er rík- isháskóli og mjög þekktur í Japan, ekki síst vegna tengsla við keisarafjölskylduna. Árið 1991 var Vigdís Finnbogadóttir sæmd heið- ursdoktorsnafnbót við skólann. Íslensku gest- irnir áttu fundi með stjórnendum háskólanna, þar sem m.a. voru rædd nemenda- og kenn- araskipti og hugsanlegt rannsóknasamstarf. Alls staðar kom fram mikill áhugi á að efla samstarf við Háskóla Íslands. Heimsókn í Wasedaháskóla Árið 2000 gerðu Háskóli Íslands og Wase- daháskóli með sér samstarfssamning um nemenda- og kennaraskipti. Wasedaháskóli er einkaháskóli og einn virtasti háskólinn í Japan. Hann hefur sýnt mikinn áhuga á ís- lenskum málefnum og þar var kennd íslenska um árabil. Í október sl. heimsótti Páll Skúla- son rektor Wasedaháskóla og þess má geta, að einn af fyrrverandi vararektorum Waseda, prófessor Norio Okazawa, hefur tvívegis heimsótt Háskóla Íslands. Mikill áhugi er á því að hefja íslenskukennslu á ný við skólann. Nýverið kom út hjá Waseda University Press japönsk þýðing á bókinni „A brief history of Iceland“ eftir Gunnar Karlsson prófessor. Í boði Wasedaháskóla héldu Vigdís Finn- bogadóttir og Auður Hauksdóttir opinbera fyrirlestra við skólann. Fyrirlestur Vigdísar, „A Message from Iceland in 1980“, fjallaði um aðdraganda forsetakosninganna árið 1980, þátttöku kvenna í stjórnmálum og viðbrögð umheimsins við því er hún var kjörin forseti, fyrst kvenna í heiminum. Fyrirlestur Auðar bar heitið „Language Education in Iceland“ og fjallaði um viðhorf Íslendinga til tungu- mála og inntak og skipulagningu tungumála- kennslu í íslenskum skólum. Fyrirlestrarnir voru fjölsóttir. Heimsókn í Tokaiháskóla Í Tokaiháskóla, sem einnig er einkaskóli, er lögð mikil áhersla á kennslu og rannsóknir norrænna mála, þ.m.t. íslensku. Skólinn hefur staðið fyrir útgáfu rita um íslenskar bók- menntir á japönsku og út hefur komið lítil japönsk-íslensk orðabók eftir Nobuyoshi Mori, dósent við Tokaiháskóla. Heimsóknin í Tokaiháskóla tengdist upp- hafi norrænnar viku. Vigdís Finnbogadóttir flutti setningarávarp og auk þess fluttu Vig- dís og Ingimundur Sigfússon sendiherra fyr- irlestra um íslensk málefni. Fyrirlestur Ingi- mundar fjallaði um vetni og orkumál Íslendinga og bar yfirskriftina „Ísland, orkan og samfélagið“, en erindi Vigdísar, sem bar yfirskriftina „Íslensk þjóð og menning“, fjallaði um tengsl Íslands og Japans, jafnrétt- ismál og gildi tungumálakunnáttu. Óskað hafði verið eftir því að fyrirlestrarnir yrðu fluttir á íslensku, en túlkaðir jafnharðan á japönsku. Heimsókn í Háskóla Sameinuðu þjóðanna Hjá Háskóla Sameinuðu þjóðanna áttu fulltrúar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fund með Max Bond, aðstoðarmanni rektors, og dr. Birgit Poniatowski. Á fundinum var m.a. rætt um sívaxandi áhrif ensku á al- þjóðavettvangi og þá menningarlegu eins- leitni sem þeim er samfara. Í máli Max Bond kom fram, að margir telja að þjóðtungum stafi ógn af yfirburðastöðu enskunnar. Sú stefna sem lengi hefur tíðkast á Íslandi, að leggja hvort tveggja í senn áherslu á að varð- HALDIÐ Í AUSTURVEG Shinako Tsuchiya formaður utanríkismálanefndar japanska þingsins, Ingimundur Sigfússon sendiherra, Vigdís Finnbogadóttir og Yuko Obuchi þingkona, en hún er dóttir Obuchi fyrrverandi forsætisráðherra Japans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.