Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 15 MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Ósk Vilhjálms- dóttir. Til 2.3. Gallerí Skuggi: Ingimar Waage. Til 16.2. Gerðarsafn: Franskar og belgískar teiknimyndir. Til 23.2. Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau- haus. Til 23.2. Hafnarborg: Akvarell Ísland 2003. Til 17.2. Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs- dóttir. Til 1.3. Hús málaranna, Eiðistorgi: Samsýning sjö málara. Til 2.3. i8, Klapparstíg 33: Haraldur Jónsson. Undir stiganum: Jón Sæmundur. Til 8.3. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Anna G. Torfadóttir. Til 2.3. Listasafn Akureyrar: Aftökur og út- rýmingar. Til 9.3. Listasafn ASÍ: Alþjóðleg samsýning sex listamanna. Til 16.2. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Ragna Róbertsdóttir, Mike Bidlo og Claude Rutault. Anna Líndal. Til 16.3. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn: Sýningaröðin Kúlan – Tumi Magnússon. Til 16.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Diane Neumaier og Christos Chrisso- poulos. Til 16.3. Lýsir – Jón bóndi Bjarnason. Til 9.3. Myndbönd og gjörn- ingar, 1. hluti. Til 24.2. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: then.hluti 4 – minni form. Til 2.3. Listas. Sigurjóns Ólafssonar: Andlitsm. og afstraksjónir. Til 30.3. Mokkakaffi: Friðrik Tryggvason. Til 15.2. Norræna húsið: Norrænir hönnuðir. Til 2.3. Thue Christiansen – Grænlensk list. Til 16.3. Nýlistasafnið: Hlynur Hallsson, Finnur Arnar Arnarson og Jessica Jackson Hutchins. Til 23.2. Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í mótun. Til 8.8. Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Þórarinn Eldjárn. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Myrkir músíkdagar: Kammertónleikar – Sjálfsmynd með Stelkur. Kl. 15. Salurinn Tíbrá: Fágæti. Kl. 16. Sunnudagur Borgarleikhúsið: Myrkir músíkdagar. Íslenski flautukórinn. Kl. 15. Langholtskirkja: Fóstbræður og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna ásamt ein- söngvurum. Kl. 17. Kjarvalsstaðir: Sigurður Bragason og Ólafur Elíasson. Kl. 20. Mánudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Myrkir músíkdagar. Nemendur Listaháskóla Íslands. Kl. 20. Þriðjudagur Listasafn Ísl.: Myrkir músíkdagar. Eþos-strengjakvartettinn. Kl. 20. Salurinn: Ármann Helgason og Miklós Dalmay. Kl. 20. Miðvikudagur Borgarleikh.: Myrkir músíkdagar. Lúðrasveit Reykjavíkur. Kl. 20. Norræna húsið: Rúnar Óskarsson, bassaklarínetta. Kl. 12:30. Salurinn: Píanótónleikar Ingunnar Hildar Hauksdóttur. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Einl.: Sigrún Eðvalds- dóttir. Stj.: Gilbert Varga. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Allir á svið, mið., fim. Með fullri reisn, lau. Halti Billi, sun. Rakstur, lau., fim., fös. Karíus og Bakt- us, sun. Veislan, sun., fös. Borgarleikhúsið: Sól og Máni, lau. Sölu- maður deyr, sun., fim. Honk!, sun. Kvetch, sun., fös. Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur, lau., fim., fös. Píkusögur, sun., fös. Stígvélaði kött- urinn, lau. Rómeó og Júlía, lau., mið. Íslenski dansflokkurinn: Lát hjarta ráða för, fös. frums. Íslenska óperan: Macbeth, lau. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, sun., fös. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Hafnarhús: Dýrlingagengið, sun., mán. Nasa: Sellófon, lau., fim., fös. Nemendaleikh.: Tattú, lau., sun. LA: Leyndarmál rósanna, lau. Uppi- stand um jafnréttismál, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U ÍSLENDINGAR stæra sig gjarnan af því að gera eitthvað oftast miðað við höfðatölu eða eiga fleira af einhverju en aðrar þjóðir. Eitt af því er að Íslendingar eru sagðir eiga hvað mest af frumgerð myndlistar í heimahúsum. Fáir gera sér þó grein fyrir því að flest sú „mynd- list“ sem finna má á íslenskum heimilum er ýmist frístundalist eða handgerðir listmunir. Samtímalist er sjaldséð í íbúðum. Þess í stað hanga sjávar-, landslags- eða blómamyndir á veggjum landsmanna sem málaðar eru með „wet-on-wet“-tækni líkt og götulistamenn nota og er jafnframt kennd á nokkrum klukku- stundum í Galleríi Veru á Laugaveginum. Það eina sem þarf eru réttu penslarnir og „Bob Ross’s guide to painting“ og „listaverk“ verður til á hálfri kvöldstund. Myndlist og munir Áslaug Thorlacius myndlistarkona sýnir um þessar mundir titillaust verk í Galleríi Gangi við Rekagranda þar sem hún spilar saman þrettán leirskálum, sem hún formaði nýlega á kvöldnámskeiði í leirrennsli í Myndlistarskóla Reykjavíkur, við eitt lítið málverk sem hún málaði af fjölskyldu sinni á íkonamálunarnám- skeiði. Áslaug er þarna að dansa á mörkum myndlistar, frístundalistar og listmunagerðar, sem er að mörgu leyti kómískt í ljósi þess að hún tóknýlega við formennsku í SÍM (Sam- band íslenskra myndlistarmanna), þar sem eitt af hitamálum kosningarbaráttunnar var hvort SÍM gætti hagsmuna framsækinna listamanna eða ekki. Verk Áslaugar er því nokkuð hittið á það vandamál sem Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður benti á í blaðaviðtali í upp- hafi ársins, að gjafa- og listmunamarkaður sé undir sama hatti og myndlistarmarkaðurinn. Það að leirskálarnar og málverkið eru unnin á kvöldnámskeiðum túlka ég sem svo að lista- konan sé að benda á þá ömurlegu staðreynd að vegna samfélagslegra aðstæðna skapar stór hluti „framsækinna“ íslenskra myndlistar- manna listaverk sín í hjáverkum, þ.e. þegar þeir hafa tíma frá heimilishaldi og launuðu starfi líkt og frístundalistamenn. Það er því óhætt að segja að þetta litla listaverk eða inn- setning Áslaugar veki margar spurningar og má vel nálgast það frá fleiri hliðum en ég hef nefnt. Að sýningu lokinni kunna leirskálarnar að dreifast um og verða venjulegir munir á stofuborði eða í gluggakistu og notaðar undir ýmiskonar smádót og málverkið fær eflaust sinn stað hjá fjölskyldumyndunum. En á með- an þau eru í því samhengi sem sjá má í Galleríi Gangi ögrar það bæði mörkum myndlistar og listmunagerðar og myndlistar og frístundalist- ar. Tinni og félagar Myndlist er form sem við höfum tileinkað okkur til að skapa í og takmarkast ekki við neitt annað en okkar eigin hugmyndir í tíma. Að vissu leyti er myndlistin ekkert annað en aðhald fyrir mannshuga sem vill skapa og rannsaka, því að mannshugurinn höndlar ekki ótakmörkun. Hin óljósu mörk myndlistar gefa listamanninum þó alltaf þann möguleika að víkka sig út fyrir ímyndaðan ramma og sækja efni og form hvert sem er. Myndlist er ekki einskorðuð við sérstök tjáningarform og teygir anga sína inn á önnur svið lista svo sem rit- listar, tónlistar og kvikmyndagerðar, með textaverkum, hljóðverkum og stuttmyndum. Vegna þessara óskýru marka eiga forstöðu- menn listasafna það til að bjóða upp á sýningar sem ekki heyra beint undir myndlist en tengj- ast henni á einn eða annan hátt. Má þar nefna vel heppnaða sýningu um sögu dægurlaga- myndbanda sem flakkaði á milli nokkurra listasafna á Vesturlöndum fyrir nokkrum ár- um. Kann það að hafa haft þau áhrif að tónlist- armyndbönd hafa sést á myndlistarsýningum síðastliðin ár, þ.á m. var myndbandið við lag Bjarkar Guðmundsdóttur All is full of love framlag vídeólistamannsins Chris Cunning- hams á Feneyjatvíæringnum síðasta. Teiknimyndir hafa lengi verið myndlistar- mönnum aðgengilegt frásagnarform, enda sameina þær teikningu (illustration) og bók- menntir. Jafnvel abstraktmálarinn Ad Rein- hardt teiknaði skopmyndir til að fá útrás fyrir þröngsýni listheimsins á milli þess sem hann málaði hreina myndfleti og mótaði hugmynda- fræði sína um list-sem-list-sem-list. Hámarkið næst þó á sjötta áratugnum þegar popplista- menn á borð við Andy Warhol, Roy Lichten- stein og John Wesley gengu óspart í teikni- myndaheiminn í listsköpun sinni. Af íslenskum myndlistarmönnum er Erró vafalaust þekkt- astur þeirra sem nota teiknimyndasögur. Aðr- ir eru t.d. „Gisp“-félagarnir Jóhann L. Torfa- son og Þorri Hringsson, Hallgrímur Helgason hefur nær alfarið snúið sér að alter-egói sínu, teiknimyndapersónunni Grim, og Gunnar Karlsson listmálari sló nýlega í gegn með fyrstu íslensku tölvuteiknimyndinni, Litlu lirf- unni ljótu. Í Gerðarsafni stendur nú yfir sýningin „Að teikna hugarheima“, og spannar hún sögu belgísku og frönsku teiknimyndasagnanna, allt aftur til ársins 1833 þegar fyrsta teikni- myndasagan var gefin út. Þessar tvær þjóðir báru lengi vel af í teiknimyndagerð, eða þar til um og eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar Bandaríkin tóku yfir í greininni, sem gekk því sem næst af henni dauðri í Evrópu. Einungis belgíski teiknarinn Hergé hélt þá uppi heiðri evrópskra teiknara með sögum sínum um Tinna og félaga hans. Á sjötta áratugnum gerðu Goscinny og Uderzo bækurnar um Ást- rík og Steinrík, sem nutu mikilla vinsælda. Upp frá því kom hvert meistaraverkið á fætur öðru, eins og Lukku-Láki, Svalur og Valur og Viggó viðutan, svo eitthvað sé nefnt. Sýningin í austursal safnsins og hluta af neðri hæðinni er sett upp sem heimildarsýning, þar sem sýningargestir geta fylgt þróun teiknimyndabók- anna með því að skoða plaköt sem hanga nokkuð þétt á veggjunum með teikningum og upplýsingum um höfundi, inn- tak þeirra, tímabil, samfélags- aðstæður o.fl. Þessi framsetn- ing gerir það að verkum að sýningin nær aldrei að komast út úr sjálfu bókaforminu og inn í sýningarrýmið, þótt heiðarleg tilraun sé gerð með því að búa til kassa úr teiknimyndum og hengja í loftið. Heildarmyndin er því frekar einhæf, en heim- ildirnar eru vel unnar og fróð- leg lesning. Í vestursalnum er sýning á frumgerðum teikningum tíu fulltrúa svokallaðrar „frjálsrar kynslóðar“ í teiknimyndageir- anum. Eru það teiknarar sem koma upp á tíunda áratugnum, hafa frjálslegan stíl og afar ólík efnistök. Allt frá lauslegu kroti Benoit Jacques til tómlegra mynda Marc-Antoine Mathieu. Þessi hluti sýningarinnar þyk- ir mér talsvert athyglisverðari en sjálf heimildarsýningin enda kemst maður í meiri nánd við sjálfa listamennina þegar maður skoðar frummyndir þeirra. Einn af tíu fulltrúum frjálsu kynslóðarinnar er Nicolas de Crécy, en á neðri hæðinni er ítarlegri kynning á verkum hans og frumgerðum teikningum. De Crécy er fæddur í Lyon árið 1966. Hann gaf út sína fyrstu teiknimyndasögu árið 1990, Foligatto að nafni, og hlaut hún Prix du Lion- verðlaunin í Frakklandi. Á sýningunni má m.a. sjá teikningar eða réttara sagt málverk hans fyrir þá bók. Teiknistíll Nicolas de Crécy telst til barokkstíls, myndirnar hafa yfir sér æv- intýralegan drunga og hefur hann getið sér nafn sem einn af athyglisverðari skopteiknur- um Frakka í dag. Ástin og hatrið Á Mokkakaffi er sýningu á ljósmyndum Friðriks Tryggvasonar að ljúka. Samkvæmt texta sem fylgir sýningunni er listamaðurinn að velta fyrir sér andstæðum og samstæðum tilfinningum. Hann tekur fyrir ást og hatur í myndunum, en ekki sem andstæður heldur sem samstæður. Sýninguna nefnir Friðrik „Blátt og rautt“ og inniheldur hún sex ljós- myndir. Um er að ræða sviðsettar myndir með einlitum bakgrunni, ýmist bláum eða rauðum. Bláa serían virðist falla undir hatrið og sú rauða undir ástina. „Elskendurnir“, „Kokkur- inn“ og „Tollarinn“ þykir mér sterkustu mynd- irnar á sýningunni. Þær búa yfir meira áreiti en aðrar og eru lausar við alla tilgerð sem stundum fylgir sviðsettum ljósmyndum. Að verkunum ólöstuðum hefðu mátt vera ít- arlegri upplýsingar um listamanninn unga, annað en nafn, aldur og að hann hafi sýnt hér- lendis og erlendis. Sjálf sýningin er hin prýði- legasta og myndirnar beinskeyttar. Hin óskýru mörk Frummynd unnin með gvasslitum fyrir bls. 56 í teiknimyndasögunni Fogatta eftir de Crécy. „Tollarinn“, ein af ljósmyndum Friðriks Tryggvasonar í Mokka-kaffi. Verk Áslaugar Thorlacius í Galleríi Gangi. MYNDLIST Gallerí Gangur Galleríið er opið eftir samkomulagi. Sýningu lýkur um mánaðamótin næstu. BLÖNDUÐ TÆKNI ÁSLAUG THORLACIUS Gerðarsafn Opið alla daga nema mánudaga frá 11–17. Sýning- arnar standa til 23. febrúar. TEIKNIMYNDASÖGUR FRANSKIR OG BELGÍSKIR TEIKNARAR Mokka Sýningu lýkur 15. febrúar. LJÓSMYNDIR FRIÐRIK TRYGGVASON Jón B.K. Ransu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.