Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003
BRESKI rithöfundurinn Nick
Hornby sendi nýlega frá sér
bókina 31 Songs eða 31 lag.
Hornby, sem
notið hefur
mikilla vin-
sælda í Bret-
landi og víðar
fyrir bækur
sínar Fever
Pitch, High
Fidelity og
About a boy,
sem allar hafa ratað á hvíta
tjaldið, virðist hér leita á ný
mið og gerir að þessu sinni að
umfjöllunarefni nokkur uppá-
halds laga sinna. Má þar nefna
jafn fjölbreytilegan hóp og
hljómsveitina Teenage Fanclub
og tónlistarmennina Patti
Smith, Van Morrison og Nelly
Furtado, auk þess sem hann
fjallar sérstaklega um gít-
arsólóa, söngvara sem flauta
með tönnunum og tónlist á
borð við þá sem leikin er í Body
Shop-búðunum.
Steinmeyjarnar
NÝJASTA bók Yvonne Vera,
The Stone Virgins, eða Stein-
meyjarnar, fjallar um tvö stríð,
tvær konur og þann hrylling
sem fylgir því er ofbeldi er
stofnanagert í Zimbabwe. Að
mati gagnrýnanda New York
Times þarf töluvert hugrekki
til að fjalla um þetta tímabil í
sögu þjóðarinnar í núverandi
stjórnartíð. Sögusvið bók-
arinnar er Kezi, lítið þorp í
Zimbabwe á árunum í kringum
sjálfsstæðisbaráttu þjóð-
arinnar. Vera lýsir hér þeim
erfiðleikum í afskekktum
byggðum á tímum hryðjuverka-
árása, hvernig borgarastyrjöld
tók við í landinu skömmu eftir
að sjálfstæðisbaráttunni lauk
og hvernig almenningur var í
kjölfarið pyntaður af þeim sem
áður höfðu veitt þeim frelsi.
Af blómabörnum
NÝJASTA bók bandaríska rit-
höfundarins T. Coraghessan
Boyle Drop City er óhóflega
skemmtileg að mat bókablaðs
New York Times. Sagan gerist
í Kaliforníu við upphaf áttunda
áratugarins og segir frá lífi í
kommúnu þar sem partíinu lýk-
ur aldrei. Texti Boyle þykir
sérlega vel skrifaður og lítill
vafi leikur á að hann þekkir vel
til þeirra menningarheima sem
bókin byggist á. Það er þó ekki
hvað síst hæfni hans til að vefa
margbreytileika mannlegra til-
finninga og gjörða saman við
bráðskemmtilegan texta sem
gefur bókinni styrk sinn.
Atonement besta
skáldsagan
SAMTÖK bandarískra bók-
menntagagnrýnenda, The
National Book Critics Circle
(NBCC), völdu
í vikunni
skáldsögu
breska rithöf-
undarins Ian
McEwan,
Atonement,
sem skáldsögu
ársins. Sagan
hafði áður
verið tilnefnd til bæði Booker-
ogWhitbread-verðlaunanna.
Meðal annarra verka sem
NBCC verðlaunaði var A Probl-
em from Hell: America’s Age of
Genocide eftir Samantha
Power sem hlaut verðlaunin í
flokki rita annarra en skáld-
verka og verk BH Fairchild,
Early Occult Memory Systems
of the Lower Midwest, hlaut
verðlaunin í flokki ljóðabóka.
ERLENDAR
BÆKUR
Af uppáhalds
lögum
Ian McEwan
Nick Hornby
F
RELSI er ekki gjöf Bandaríkja-
manna til veraldarinnar. Frelsi
er gjöf Guðs til mannkynsins,“
sagði George W. Bush Banda-
ríkjaforseti nú í vikunni og vísaði
þar til áforma sinna um að koma
Saddam Hussein frá völdum í
Írak. Það var svolítið eins og
hann væri að reyna að útskýra grunnatriðin í
gangverki veruleikans fyrir tornæmum og
óþekkum krakka sem neitar að láta segjast og
gera það sem gott er.
Og hvernig er svo þetta frelsi sem Banda-
ríkjamenn boða? Það virðist lítið eiga skylt við
réttindahugsjón Voltaires sem sagði einhverju
sinni: „Ég er andvígur því sem þú segir, en ég
mun verja upp á líf og dauða rétt þinn til að
halda því fram.“ Þeir þjóðarleiðtogar sem hafa
vogað sér að setja fram aðrar lausnir á Íraks-
vandanum hafa verið úthrópaðir og bandarísk-
ir ráðamenn hafa meira að segja gengið svo
langt að hóta efnahagsþvingunum. Það er ekki
laust við að það gæti ákveðinnar sefasýki í af-
stöðu margra Bandaríkjamanna til Frakka,
Þjóðverja og Belga sem eru svívirtir á sóða-
legan hátt í bandarískum fjölmiðlum fyrir að
samþykkja ekki þegjandi og hljóðalaust ritn-
ingu guðspjallamannanna í Washington. Ís-
lenskum sjónvarpsáhorfendum gafst tækifæri
til að hlusta á fúkyrðaflaum bandaríska
skemmtikraftsins Dennis Millers í spjallþætti
Jay Leno nú á fimmtudagskvöldið en áhorf-
endur tóku lýsingum hans á hinum djöfullegu
Evrópuþjóðum með fagnandi lófataki.
Frelsisofstopi Millers og annarra af hans
sauðahúsi kristallast í tillögu embættismanns-
ins Burts Aaronsons í Flórída sem leggur til
að heitið „franskar kartöflur“ verði „bannað
með lögum vegna andstöðu Frakka við hern-
aðarstefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu“.
Í stað þess leggur hann til að framvegis verði
talað um „frelsiskartöflur“ eða „amerískar
kartöflur“. Hér skýtur upp þeirri gömlu hugs-
un að má nafn andstæðingsins út úr lífsins bók
(eða orðabókinni). Óvinurinn verður ekki leng-
ur nefndur á nafn, hann verður eyða sem síð-
an má endurnefna. Þessi skapandi gleymska
er klassískt minni í heimssögunni. Árið 146
fyrir Kristsburð jöfnuðu Rómverjar Karþagó-
borg við jörðu eftir áralangar deilur og stríð
sem hafði staðið með hléum í marga manns-
aldra. Borgarlandinu var bölvað og salti stráð
yfir svo ekki yxi þar stingandi strá. Þjóðverjar
fóru svipaðar leiðir í heimsstyrjöldinni síðari.
Þeir hefndu morðsins á Reinhard Heydrich
árið 1942 með því að þurrka tékkneska bæinn
Lidice bókstaflega út af landakortinu. Nú
kemur mér ekki til hugar að líkja kartöflu-
stríði Flórídabúa við grimmdarverk Rómverja
eða nasista. Hér er þó í grundvallaratriðum á
ferðinni sama hugmyndafræði.
Mary Wollstonecraft sagði eitt sinn: „Eng-
inn kýs hið illa vegna þess að það er illt. Því
er aðeins ruglað saman við hamingjuna, það
góða sem menn leita eftir.“ Ekkert fær stöðv-
að Bandríkjamenn í hamingjuleit sinni. „Elsk-
ið okkur skilyrðislaust,“ virðist vera skýlaus
krafa þeirra, „og við munum ekki hata ykkur.“
Ætli þeir muni nokkru sinni skilja að frelsið í
heiminum verður aldrei meira en réttsýni þess
sterkasta leyfir?
FRELSISKARTÖFLUR
„Enginn kýs hið illa vegna þess
að það er illt. Því er aðeins
ruglað saman við hamingjuna,
það góða sem menn leita eftir.“
G U Ð N I E L Í S S O N
NÚ á að stofna nýtt einka-
hlutafélag. Tveir framsæknir
aðilar, íslenska ríkið og
Reykjavíkurborg, ætla að
stofna einkahlutafélag. Þetta
félag á að hafa með höndum
allnokkra framkvæmd, bygg-
ingu tónlistar- og ráð-
stefnuhallar sem tónlistar-
áhugamenn og Björn
Bjarnason hafa í nokkur ár
reynt að sannfæra fólk um að
búið sé að ákveða að byggja.
Sumir hafa meira að segja
ítrekað gengið svo langt að
segja að ríkið hafi „skuldbund-
ið sig“ til að reisa þessa höll og
það fyrir milljarða og aftur
milljarða króna. Vefþjóðviljinn
hefur af og til séð ríka ástæðu
til að vekja athygli á að þær
staðhæfingar eru hrein fjar-
stæða. Reyndar slík fjarstæða
að ótrúlegt er að menn haldi
þeim fram í fullri alvöru; lík-
legra er að menn séu fullyrð-
andi þetta í sífellu til að telja
mönnum trú um að málið sé út-
rætt og ekki annað eftir að
gera en að velja marmarann á
gólfin – sem verði gert í fullu
samráði við Ashkenazý að
sjálfsögðu.
En segjum nú að þeir hafi
rétt fyrir sér, þessir sem svo oft
fullyrða að ríkið hafi skuld-
bundið sig til að reisa tónlist-
arhöllina. Ætli þeir geti þá ekki
verið svo vingjarnlegir að
svara spurningu sem Vefþjóð-
viljinn hefur af og til borið fram
þegar þessar heilaþvott-
artilraunir hafa dunið á borg-
urunum: gagnvart hverjum er
ríkið skuldbundið að byggja
þetta hús? Segjum nú að ríkið
haldi að sér höndum og ekkert
frekar gerist í þessum bygging-
armálum, er þá einhvers stað-
ar til aðili sem gæti farið í mál
og fengið ríkið dæmt til að
byrja að byggja? Það hlýtur að
vera hægt að fá svar við þess-
um einföldu spurningum. Ef
ríkið er skuldbundið til að reisa
margumrædda tónlistarhöll,
þá hlýtur einhvers staðar að
vera aðili sem á samsvarandi
kröfu á ríkið að reisa höllina
undanbragðalaust. Og, með
sama hætti, ef enginn slíkur
aðili er til, þá er ríkið ekki
skuldbundið til að reisa þessa
höll nú eða nokkru sinni.
Vefþjóðviljinn
www.andriki.is
Morgunblaðið/Kristinn
Njósnir
TÓNLISTARHÖLL
RÍKISINS
I Franski rithöfundurinn og bókmenntafræð-ingurinn Maurice Blanchot var mikill
huldumaður. Hann sást sjaldan opinberlega.
Ein af fáum – ef ekki eina – myndin (sjá s. 9)
sem var tekin af honum sýnir hávaxinn mann í
svörtum jakkafötum og svartri peysu innan
undir ganga á bílastæði. Hann er með gler-
augu. Vinstri fótur er fyrir framan þann hægri
og hægri hönd sveiflast fram með hliðinni en
það er eins og hann styðji vinstri hönd létt á
mjöðm, hugsanlega er hann að þreifa eftir
bíllyklum í buxnavasanum. Og kannski er
Renaultinn litli, sem hann gengur hjá, bíllinn
hans.
II Blanchot lét svo lítið á sér bera að jafnvelmestu aðdáendur hans höfðu aldrei séð
hann. Blanchot lýsti því sjálfur í minning-
argrein um landa sinn Michel Foucault, sem
var einn af helstu túlkendum hans og aðdáend-
um, að þeir hefðu aðeins einu sinni sést. Það
var árið 1968 á fundi með háskólastúdentum í
París þar sem rætt var um bókmenntir. Blanch-
ot þekkti Foucault en Foucault hafði ekki hug-
mynd um að þessi hávaxni, granni maður væri
Maurice Blanchot. Foucault vissi því aldrei að
hann hafði eitt sinn séð manninn sem hann
byggði svo mjög kenningar sínar um bókmenntir
á. Af skáldskap og kenningum Blanchot ályktaði
Foucault eitt sinn: „Skáldskapur felst ekki í því
að sýna hið ósýnilega heldur í því að sýna að
hve miklu leyti ósýnileiki hins sýnilega er sýni-
legur.“
III Blanchot lést 20. febrúar síðastliðinn ogskrifar Birna Bjarnadóttir grein um helstu
kenningar hans í Lesbók í dag í tilefni af því. Þó
að Blanchot hafi ekki verið áberandi og varla
sýnilegur í frönsku menningarlífi hafði hann
gríðarleg áhrif, ekki síst á fræðimenn sem tóku
að láta mjög að sér kveða á sjöunda áratug
síðustu aldar, svo sem eins og áðurnefndan
Foucault, Roland Barthes, Jacquez Derrida og
síðar Héléne Cixous. Þannig er til dæmis áhersl-
an á verkið umfram höfund þess, sem svo mjög
hefur litað bókmenntafræði síðustu áratuga, að
miklu leyti sprottin úr skrifum Blanchot. Og
raunar má segja að hann hafi sjálfur lifað þessa
kenningu með því að láta svo lítið á sér bera
sem raun bar vitni; slíkur sannfæringarkraftur
og samkvæmni eru sjaldséðir eiginleikar. En
Blanchot átti langan feril að baki og hafði einn-
ig átt þátt í að móta hugmyndir höfunda á borð
við Jean-Paul Sartre og nýsöguhöfundanna um
og upp úr miðri síðustu öld. Það má því ljóst
vera að nú er gengin maður sem hefur verið
mikilvæg uppspretta í bókmenntum undangeng-
inna áratuga.
IV Meðal bóka eftir Blanchot sem auðvelt erað nálgast í enskri þýðingu má nefna
skáldsöguna Thomas the Obscure og greinasafn-
ið The Space of Literature en einnig getur verið
gott að hefja kynnin með yfirlitsritunum The
Station Hill Blanchot Reader og The Blanchot
Reader. Af öðrum bókum má nefna Death
Sentence, The Book to Come, The Writing of the
Disaster og Faux Pas sem er kannski ein af
hans þekktustu bókum.
FJÖLMIÐLAR
NEÐANMÁLS