Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
9 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
HJÖRTUR PÁLSSON
ÉG HEYRI KLUKKUR
KALLA HÁTT
Ég heyri klukkur kalla hátt
því Kristur er á ferð
og börn hans fagna friði og sátt
sem fyrr við þau var gerð.
Á grýttu holti hús var reist;
þau halda þangað nú
því öll sú hjörð var endurleyst
í ást og von og trú.
Í grýtta jörð var sæði sáð
og sumt ei ávöxt bar
en það sem féll þar fyrir náð
sem frjóust moldin var
bar ótalfaldan ávöxt þeim
sem afl þess skynjað fékk
og lét sig varða líf og heim
og lengst með Kristi gekk.
Gakk, Kristur, heill í hús þitt inn
á heiðri morgunstund!
Þú mýkir harðan huga minn
er hverf ég á þinn fund.
Ég þrái teyg af lífsins lind
og ljós frá þinni sól.
Þú lægir bæði vatn og vind
og veitir hvíld og skjól.
Hjörtur Pálsson er skáld og þýðandi. Ljóðið var samið í tilefni 40 ára afmælis
Kópavogskirkju 16. desember síðastliðinn.
Þ
EIR sem vilja byggja nýjar
vatnsaflsvirkjanir á hálendinu
og fjölga stóriðjuverum væna
andstæðinga sína stundum
um tilfinningasemi og finna
málflutningi þeirra til lasts að
hann byggist á tilfinningum.
Þótt ég sé fylgjandi því að
fjölga virkjunum og stóriðjuverum finnst
mér lítið vit að hafna málflutningi hinna,
sem eru ósammála mér, á þeim forsendum
að hann byggist á tilfinningum. Þegar rætt
er um hverju má breyta og hvað á að fá að
vera í friði, hvað má skemma og hvað ber að
varðveita hljóta tilfinningar að skipta máli.
Hugsum okkur til dæmis að við séum að
taka til í geymslu eða á háalofti. Sumu
hendum við og sumt ákveðum við að geyma.
Við rekumst kannski á gamla brúðu sem er
orðin óhrein og annað augað er dottið af og
einhver segir: „Eigum við ekki bara að
henda þessu?“ og annar svarar: „Æ nei,
mér þykir vænt um garminn.“ Hér er kom-
in skynsamleg ástæða til að varðveita
dúkkudrusluna og þessi ástæða byggist á
tilfinningum og engu öðru. Það er að öllu
jöfnu rangt að skemma það sem einhverjum
þykir vænt um. Þetta gildir ekki bara um
muni og minjar, heldur líka um landslag og
náttúrufyrirbæri. Ein mikilvægasta ástæð-
an fyrir því að það væri rangt að hrófla mik-
ið við landslagi á Þingvöllum er tilfinningar
fólks. Stórum hluta landsmanna þykir vænt
um staðinn eins og hann er.
Eitt af því sem mælir gegn miklu raski á
hálendi Íslands er tilfinningar fólks sem
hefur ást á ósnortnum víðáttum. Þessar til-
finningar eiga fullt erindi í rökræðu um
stórvirkjanir, t.d. við Kárahnjúka. En það
dugar ekki bara að bera þær á torg, það
þarf líka að ræða þær af skynsamlegu viti.
Það eitt, að mönnum sé heitt í hamsi og hafi
stór orð um eitthvað sem þeim er hjartfólg-
ið, segir okkur lítið um hvers virði tilfinn-
ingarnar eru. Jafnvel ástin getur lent á villi-
götum. Öfugsnúnar og heimskulegar
tilfinningar viðhalda trúarofstæki og póli-
tískum og siðferðilegum hindurvitnum allt
frá þjóðrembu og kynþáttahyggju til haturs
á feldskerum og hvalveiðimönnum. Þótt til-
finningar eigi fullt erindi í alvarlega rök-
ræðu, hvort sem hún fjallar um stór-
framkvæmdir eða tiltekt á háalofti, er ekki
þar með sagt að allar tilfinningar séu jafn-
góðar. Þess vegna þarf að rökræða tilfinn-
ingalífið ekkert síður en efnahagslífið.
Í umræðum sem fram hafa farið um
virkjanir á hálendinu hefur margt verið
sagt af skynsamlegu viti um atvinnu- og
efnahagsmál og það er orðið næsta víst að
framkvæmdir sem Landsvirkjun áformar
norðan Vatnajökuls stuðla að efnahags-
legum ávinningi. Hagfræðileg rök virkj-
unarandstæðinga eru varla skóbótar virði.
Sumir tala um ávöxtunarkröfu og kalla mis-
muninn á gróða af Kárahnjúkavirkjun og
ímynduðum hámarksgróða af jafndýrri
fjárfestingu „tap“ og fá þannig út að „tap“
sé af fyrirtækinu og það þótt þeir geti ekki
bent á neina raunhæfa leið til að komast yf-
ir þennan ímyndaða hámarksgróða. Aðrir
halda því fram að auðnin sé svo heillandi að
hægt sé að græða offjár á að flytja ferða-
menn þangað. Víst er auðn fjallanna stór-
kostleg. En ef þangað fara nógu margir
ferðamenn til að hagnaður af ferðaþjónustu
jafnist á við gróða af stóriðju þá verður
auðnin ekki lengur auðn. Reyni mjög marg-
ir að njóta einveru á sama stað þá verður
þar engin einvera. Það er eitthvað mót-
sagnakennt við áform um að selja miklum
fjölda aðgang að firnindum og ósnortnum
öræfum fjarri alfaraleið. Stórfelldur ferða-
mannaiðnaður breytir ásýnd landsins ekk-
ert síður en stíflur og rafmagnslínur. En
þetta er útúrdúr. Ég er ekki að tala um
efnahagsmál heldur tilfinningar. Sumir
reyna að klæða þær í vísindalegan búning
og minna á að virtir náttúrufræðingar hafi
sýnt og sannað að umrædd virkjun hafi
veruleg og óafturkræf áhrif á umhverfið.
Þetta er vafalaust rétt en til að halda því
fram að þessi áhrif séu ekki bara mikil og
varanleg heldur líka slæm þarf fleiri for-
sendur en lesa má úr niðurstöðum vís-
indalegra rannsókna. Þessar viðbót-
arforsendur styðjast við rök hjartans
fremur en bláköld vísindi og um þær er
miklu minna rökrætt heldur en tæknileg
smáatriði í skýrslum náttúrufræðinga og
útreikningum hagfræðinga. Þrátt fyrir all-
an okkar lærdóm einkennist umræða um
virkjanir á hálendinu af kunnáttuleysi í að
fjalla um tilfinningar og meta þær með
skynsamlegum hætti.
Hafi verið rökrætt af einhverju viti um
tilfinningar fólks sem er á móti Kára-
hnjúkavirkjun þá hefur það a.m.k. farið
fram hjá mér. Margir andstæðingar virkj-
unarinnar hafa vissulega gert grein fyrir
tilfinningum sínum og jafnvel málað þær
nokkuð sterkum litum. Fylgismenn fram-
kvæmdanna hafa hins vegar gert afar lítið
til að svara þeim sem tjá tilfinningalega af-
stöðu gegn þeim. Í stuttu máli má segja að
annar hópurinn hampi tilfinningum og hinn
hafni þeim. Afleiðing þessa er frekar leið-
inleg og ógáfuleg umræða sem einkennist
m.a. af því að andstæðingar virkjunarinnar
hafa uppi sífellt meiri ýkjur og gífuryrði og
talsmenn hennar tala bara um efnahags-
legu hliðina en hliðra sér hjá að ræða um
önnur efni sem líka skipta máli, eins og t.d.
ást fólks á landinu.
Ef umræðu um tilfinningar er hafnað og
þær annaðhvort taldar hafnar yfir alla
gagnrýni eða ekki þess virði að vera rök-
ræddar af alvöru þá geta menn haldið fram
hvers kyns tilfinningalegum firrum. Við
þessar aðstæður en vandalaust að hrópa að
þetta eða hitt sé ómetanlegt og trompa
hvaða mótbáru sem er með nógu yfirdrifn-
um ástarjátningum. Efnahagsleg rök og
raunvísindi duga skammt til að hrekja slík-
an málflutning. Skynsamlegt mat á tilfinn-
ingum er viðfangsefni siðfræði fremur en
náttúruvísinda og hagfræði. Við mat á til-
finningum þeirra sem eru andvígir virkj-
unum á hálendinu þarf að spyrja um ást
manna á landi og náttúru. Spurningarnar
eru margar: Munu menn, þegar fram líða
stundir, hafa jafnmiklar mætur á landslag-
inu sem verður til við framkvæmdirnar eins
og því sem hverfur? Verður virkjunin ein-
hvern tíma að minjum sem menn munu
telja jafnmikilvægt að varðveita eins og nú-
lifandi mönnum þykir að vernda ósnortnar
auðnir? Skiptir þetta kannski engu máli?
Eru náttúruvætti eins og mannslíf að því
leyti að þau séu hafin yfir skiptagildi og
ekki hægt að bæta missi þeirra með því að
eignast eitthvað nýtt sem er jafngott því
sem fyrir var? (Við teljum missi vinar ekki
bættan þótt við eignumst annan jafngóðan
vin.) Eru tilfinningar fólks til staða sem það
þekkir aðeins af afspurn jafngildar taugum
manns til eigin átthaga sem hann er ger-
kunnugur? Eru kenndir sem eru spanaðar
upp við lúðrablástur, bumbuslátt og slag-
orðaglamur jafngildar þeim sem vaxa í
næði og eiga rætur í persónulegum kynn-
um? Hafa tilfinningar borgarbúans sem vill
vita af ósnortinni auðn hinum megin á land-
inu sama vægi og Austfirðingsins sem ann
átthögum sínum svo að hann langar að búa
þar áfram? Hjá hvorum finnum við fegurri
ást á landinu? Hjá hvorum meiri fordild,
vaðal og vellu sem ekki stenst neina gagn-
rýni?
Það liggur þegar fyrir að efnahagsleg rök
mæla með áformaðri stórvirkjun norðan
Vatnajökuls. Eigi að meta hvort tilfinn-
ingaleg og siðferðileg rök mæla fremur með
henni eða á móti þarf að svara þessum
spurningum og mörgum öðrum. Þrátt fyrir
gífuryrði um hernað gegn landinu, tilfinn-
ingaþrungin orð um helgi auðnarinnar og
hástemmdar ástarjátningar til fjallanna
hefur farið lítið fyrir vitlegri rökræðu um
spurningar af þessu tagi.
STÓRVIRKJ-
ANIR OG TIL-
FINNINGAR
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
www.ismennt.is/not/atli
FORSÍÐUMYNDIN
er eftir Ólaf K. Magnússon og sýnir pilta í ljósabaði í skóla í Reykjavík á
sjötta áratugnum. Í dag verður onuð í Gerðarsafni sýningin Ólafur K. Magn-
ússon – Fyrstu 20 árin á Morgunblaðinu.
Á Grænlandi
settust að norrænir menn frá Íslandi á mið-
öldum. Á fimmtándu öld lagðist byggðin af,
án skýringa að því er virðist. Vilborg Dav-
íðsdóttir fjallar um helstu þjóðsögur Græn-
lendinga um samskipti Inúíta og norrænna
manna á miðöldum sem sumir segja að
skýri hvers vegna byggðin lagðist af.
Maurice Blanchot
lést 20. febrúar síðastliðinn en hann var
einn áhrifamesti rithöfundur og bók-
menntafræðingur Frakka á síðustu öld.
Birna Bjarnadóttir skrifar um hugmyndir
Blachots.
Er vit í hlátri?
er yfirskrift málþings sem haldið verður í
Þjóðleikhúsinu í dag. Torfi Tulinius fjallar
um hlátur í íslenskri og erlendri menningu
af þessu tilefni.
Njála
hefur verið þýdd á esperanto og kemur
þýðingin út hjá belgísku forlagi í sumar.
Þýðandinn er Baldur Ragnarsson fyrrver-
andi menntaskólakennari, en hann er einn-
ig að klára þýðingu á Sjálfstæðu fólki um
þessar mundir. Þröstur Helgason ræðir við
hann um þýðinguna og málið sem átti að
verða alþjóðamál.