Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 15
MYNDLIST
Galleri@hlemmur.is: Ósk Vilhjálms-
dóttir. Til 2.3.
Gallerí Skuggi: Halldór Eiríksson,
Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur
Steinn Magnússon. Til 9.3.
Gerðarsafn: Blaðaljósmyndarafélag Ís-
lands. Ólafur K. Magnússon. Til 30.3.
Gerðuberg: „Þetta vil ég sjá“. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Til 4.5.
Hafnarborg: Baldur J. Baldursson,
Gulleik Lövskar og Kristinn Pálmason.
Karl Jóhann Jónsson.Til 10.3.
Hallgrímskirkja: Listvefnaður Þor-
bjargar Þórðardóttur. Til 26.5.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Samsýning
sjö málara. Til 2.3.
i8, Klapparstíg 33: Haraldur Jónsson.
Jón Sæmundur Auðarson. Til 8.3. Hulda
Hákon. Til 2.3.
Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Anna G.
Torfadóttir.Til 9.3.
Listasafn Akureyrar: Aftökur og út-
rýmingar. Til 9.3.
Listasafn ASÍ: Sýning á verkum fimm
alþýðulistamanna. Hildur Mar-
grétardóttir. Til 9.3.
Listasafn Íslands: Ragna Róbertsdóttir,
Mike Bidlo og Claude Rutault. Til 16.3.
Anna Líndal. Til 16.3.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Kúl-
an, 2. hluti: Finnbogi Pétursson. Til 30.3.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Diane
Neumaier og Christos Chrissopoulos.
Til 9.3. Myndbönd og gjörningar, 2.
hluti: Ákveðin ókyrrð / Certain Turbu-
lence. Til 2.3.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: then.
hluti 4 – minni form. Til 2.3.
Listas. Sigurjóns Ólafss.: Andlitsmyndir
og afstraksjónir. Til 30.3.
Ljósmyndas. Rvíkur: Fjórir íslenskir
samtímaljósmyndarar. Til 2.3.
Norræna húsið: Norrænir hönnuðir. Til
2.3. Thue Christiansen. Til 16.3.
Nýlistasafnið : Franski myndlistarmað-
urinn Serge Comte. Til 6.4.
Slunkaríki, Ísafirði: Hulda Hákon. Til
2.3.
Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í
mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8.
Handritin. Landafundir. Skáld mán-
aðarins: Þórarinn Eldjárn.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hlíf
Sigurjónsdóttir og Anna Málfríður Sig-
urðardóttir. Kl. 17.
Salurinn: Bjarni Thor Kristinsson bassi
og Eteri Gvazava sópran. Jónas Ingi-
mundarson, píanó. Kl. 20.
Seltjarnarneskirkja: Ungir óperusöngv-
arar. Kl. 17.
Sunnudagur
Langholtskirkja: Háskólakórinn, Vox
Academica og kammersveitin Jón Leifs
Cammerata. Kl. 16.
Ýmir: Þorsteinn Gauti Sigurðsson pí-
anóleikari. Kl. 16.
Mánudagur
Salurinn: Hávarður Tryggvason og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Kl. 20.
Miðvikudagur
Norræna húsið: Sigríður Aðalsteins-
dóttir, mezzosópran, Daníel Þor-
steinsson, píanó. Kl. 12:30.
Salurinn, Kópavogi: Jón Aðalsteinn
Þorgeirsson klarinettleikari og Örn
Magnússon píanó. Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Me fullri reisn, lau., sun.,
fim., fös. Rakstur, lau., fös. Karíus og
Baktus.
Borgarleikhúsið: Sól og Máni, fim. Sölu-
maður deyr, fös. Honk! sun. Hann,
spunaleikrit, sun. Maðurinn sem hélt að
konan hans væri hattur, lau., fim. Jón og
Hólmfríður, fös. Píkusögur, sun. Herp-
ingur og Hinn fullkomni maður, sun.
Stígvélaði kötturinn, lau. Rómeó og Júl-
ía, lau., sun., þrið., mið., fim.
Íslenska óperan: Macbeth, fös. Hellisbú-
inn, lau., fim.
Leikfélag Akureyrar: Uppistand um
jafnréttismál, lau, fös.
Iðnó: Leikhópurinn Perlan, sun.
Beyglur, lau. Hin smyrjandi jómfrú,
sun., fös.
Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun.
Vesturport: Herra Maður, fös.
Möguleikhúsið: Snuðra og Tuðra, sun.
Prumpuhóllinn, lau., sun. Heiðarsnælda,
sun.
Nemendaleikhúsið, Sólvhólsgötu:
Tattú, lau.
Nasa: Sellofón, lau., mið., fös.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Á OPNUN sýningar sinnar í Listasafni ASÍ
á dögunum setti Hildur Margrétardóttir sjálfa
sig í gapastokkinn, hálshring festan með
keðju við vegginn. Þannig vildi hún gera sýni-
legt það óumflýjanlega hlutskipti listamanns-
ins að vera dæmdur af samfélaginu og áhorf-
endum. Í sýningarskrá segir Hildur: „Í gamla
daga voru menn settir í gapastokk ef þeir
höfðu sýnt andfélagslega hegðun. (...) Þar sem
verkin á sýningunni eru ekki gerð eftir gild-
andi fagurfræðilegum reglum eða til að þókn-
ast smekk og væntingum almennings til mál-
verka ákvað ég að setja mig í gapastokk og
verða dæmd.“ Hildur leggur áherslu á að hún
sé ekki að þóknast áhorfendum í verkum sín-
um, hún geri það sem henni finnst áhugavert
núna, hún ákveður að leita inn í sjálf sitt, í
undirmeðvitundina og hið ósjálfráða og sjá
hvað kemur út.
Þessi afstaða hennar er skemmtilega and-
stæð afstöðu þremenninganna sem nú sýna í
Gallerí Skugga við Hverfisgötu undir yfir-
skriftinni: Það sem þú vilt sjá. Þar endur-
spegla þeir afþreyingarmenningu samfélags-
ins á ýmsan hátt. Í sinni sýningarskrá segja
þeir: „Þjóðfélagi er best lýst með myndum og
því myndmáli sem það kýs sér.“
Listamennirnir þrír velja hér að vera speg-
ill samfélagsins, þó ekki óhlutdrægur því
breiddin í vali listamannanna á viðfangsefnum
er tiltölulega lítil og miðast við klisjur. Þó sker
eitt verk sig úr hvað það varðar.
„Þú ert það sem þú sérð,“ segja þeir einnig.
Án efa er ætlun þeirra þremenninganna Hall-
dórs Eiríkssonar, Helga Snæs Sigurðssonar
og Hrapps Steins Magnússonar að koma af
stað einhvers konar samtali við áhorfandann,
kannski vekja til umhugsunar, eða jafnvel
stuða, – erum við virkilega svona, við Íslend-
ingar? Viljum bara ómerkilegt sjónvarpsefni,
hlaupum upp til handa og fóta yfir Ron Je-
remy, elskum berar konur og bíla og lesum
helst hasarbækur?
Verkin á sýningunni eru vel unnin, bók-
arkápurnar sérlega fallegar, samruni bíls og
líkama hnyttinn og Ron Jeremy innsetningin
skemmtileg. En klisjurnar eru helst til kunn-
uglegar til að koma einhverju samtali af stað
milli listaverka og áhorfanda, verkin eru ein-
hliða og líkt og hugsunin sem ég tel að búi að
baki sýningunni, spurningin um hver mótar
og hver mótast, verði léttvægari en ætlunin
er. Hver ber ábyrgð á þessari afþreyingar-
menningu sem öllu tröllríður – eða gerir hún
það? Hvernig spyrnum við fæti við henni?
Svör við því verðum við að finna hjá okkur
sjálfum.
Undantekning er verkið Sjálfbær fjölmiðl-
un í kjallara, en þar er áhorfandanum boðið að
hugsa sjálfur, staldra við og íhuga viðfangs-
efnið.
Klessumálverk bernskunnar
Það er athyglisvert hvað verk Hildar Mar-
grétardóttur í ASÍ sem hún á helst von á að
valdi áhorfendum vonbrigðum og skilnings-
leysi vegna fagurfræðilegra annmarka þeirra,
verk sem listakonan vinnur ekki til að koma af
stað samtali eða stuða, skapar þó lifandi
tengsl við áhorfandann. Hildur sýnir um tutt-
ugu olíumálverk unnin með fingrunum á
ógrunnaðan striga og ullardúk. Verkin eru
ekki ósvipuð sín á milli að gerð og áferð, hér
er um eina samfellda seríu að ræða. Þau eru
óhlutbundin og formin lítil og takmarkast að
nokkru leyti af fingravinnunni, eiginlega er
litnum bara klesst á strigann. Hér eru
kannski loks komin í raun og veru klessumál-
verkin sem ég nefndi svo og var ekki hrifin af
að fara að skoða með foreldrum mínum þegar
ég var barn, en undir þann flokk hef ég sjálf-
sagt flokkað flest óhlutbundin málverk.
Þegar áhorfandinn gengur hringinn í Ás-
mundarsal skynjar hann mismunandi stemn-
ingu í verkunum, líkt og dagamun. Gleði, orka,
uppgjöf, ótti, jafnvægi – tilfinningar sem hver
og einn finnur í sjálfum sér birtast fyrir aug-
um manns þannig að svo virðist sem listakon-
unni hafi í raun tekist að ná einhverri teng-
ingu við undirmeðvitund sína við gerð þeirra.
Í Gryfju hefur Hildur síðan skapað afslapp-
að andrúmsloft með því að koma fyrir hús-
gögnum úr stofunni heima hjá sér. Í þægileg-
um sófa getur áhorfandinn horft á myndband
sem sýnir listakonuna sletta málningu á
vatnsturn. Aðferð hennar minnir þar á verk-
hætti Jacksons Pollocks athafnamálara og vís-
ar hún til þess í sýningarskrá. Að öðru leyti
skrifar Hildur ekki um tengsl við listasöguna í
sýningarskrá.
Listamenn tuttugustu aldar hafa áður unnið
á svipaðan hátt svo varla er við því að búast að
verk Hildar komi neinum á óvart fagurfræði-
lega séð. Franski listamaðurinn Jean Du-
buffet kom fram með nafnið „art brut“ til að
lýsa list áhugamanna, barna og geðveilla, þar
sem hið listræna virðist
brjótast fram á óheflaðan
hátt. Að nota fingurna eins
og Hildur gerir vísar
vissulega til þessa. Súr-
realistarnir komu síðan
auðvitað fram með hug-
myndina að virkja undir-
meðvitundina, ósjálfráða
skrift, eða pensilskrift þar
sem skynsemin kemur
ekki að verki. Svipuð að-
ferð var þróuð áfram af
abstrakt expressíónistum
síðar á öldinni og kemur
einnig fram í verkum lista-
manna eins og Jacksons
Pollocks. Verk af þessum
toga eru því ekki ný af nál-
inni og það er spurning
hvað þau hafa fram að
færa í dag þegar tilraunir
á þessum vettvangi voru gerðar fyrir svona
mörgum áratugum síðan. Það hlýtur að vera
listamönnum nauðsyn að sjá verk sín í hinu
stóra samhengi sem listasagan er. Vissulega
er þó hægt að halda áfram með hugmyndir
sem unnið hefur verið með áður og ófáir mál-
arar fást einmitt við það í verkum sínum í dag.
Mér er ekki alveg ljóst hvort Hildur lítur
þannig á verk sín, hún nefnir Jackson Pollock
en líklega mætti að ósekju draga skýrar fram
önnur tengsl við fortíðina.
Að sjá í gegnum myndir
Í leiðsögn um skoðun þrívíddarmynda segir
Anna G. Torfadóttir m.a. þetta: „Standið það
nálægt myndinni að hún fer úr fókus, horfið
með báðum augum beint áfram eins og í gegn-
um myndina á vegginn bakvið. Bakkið hægt
án þess að hafa augun af myndinni og ekki
reyna að sjá myndina heldur í gegnum hana.“
Anna sýnir í sal félagsins Íslensk Grafík
baka til í Hafnarhúsi. Sýning hennar er raun-
ar tvær sýningar, svo ólík eru viðfangsefnin
og vinnuaðferðirnar. Annars vegar sýnir hún
myndir unnar með olíulitum á stál-og álplötur,
stemningsþrungnar, þjóðsagnakenndar lands-
lagsmyndir. Hins vegar sýnir hún svokallaðar
þrívíddarmyndir, grafík og vatnsliti á vatns-
litapappír. Þær byggjast á því að áhorfandinn
geri það sem lýst er hér að framan til að upp-
lifa dýpt í myndinni. Báðar seríur Önnu eru
vel unnar, landslagsmyndirnar eru dulúðugar
og fallegar, eins eru þrívíddarmyndirnar
skemmtilegur leikur. Undarlegt samt að
blanda þessu tvennu saman, betra hefði verið
annaðhvort að haga uppsetningunni öðruvísi
eða skipta rýminu einhvernveginn í tvennt.
Þessar ólíku aðferðir, yfirbragð, markmið og
stemning eiga ekki vel saman, þótt báðar séu
áhugaverðar út af fyrir sig.
Það er skemmtilegt að hugsa um það að ein-
mitt það sem Anna segir um að horfa í gegn-
um myndina má setja í annað samhengi og
túlka sem eins konar lykil að því hvernig nálg-
ast má myndlist. Það sem þú sérð er ekki allt,
að baki liggur sagan, samhengið, ætlun og
markmið listamannsins og ekki síst mætir
áhorfandinn sjálfum sér. Oftar en ekki er það
hlutverk áhorfandans að horfa í gegnum
myndina, finna þá dýpt sem listamaðurinn
hefur lagt í verk sín, í huglægri merkingu að
sjálfsögðu. Þá mætast ef vel tekst til listamað-
ur og áhorfandi, fyrir tilstilli listaverksins.
Horft í gegnum myndir
MYNDLIST
Listasafn ASÍ við Freyjugötu
Til 9. mars. Sýningin er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 14-18.
RYTHMI
MÁLVERK OG MYNDBANDSINNSETNING, HILDUR
MARGRÉTARDÓTTIR
Gallerí Skuggi við Hverfisgötu
Til 9. mars. Sýningin er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13-17.
Salur félagsins Íslensk Grafík,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, hafnarmegin.
ÞAÐ SEM ÞÚ VILT SJÁ,
BLÖNDUÐ TÆKNI, HALLDÓR EIRÍKSSON, HELGI
SNÆR SIGURÐSSON, HRAPPUR STEINN MAGN-
ÚSSON
Salur félagsins Íslensk Grafík,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Hafn-
armegin
Til 2. mars. Sýningin er opin frá fimmtudegi til
sunnudags frá kl. 14-18.
VAKNAÐ AF VETRARBLUNDI
GRAFÍKVERK OG ÞRÍVÍDDARMYNDIR, ANNA G.
TORFADÓTTIR
Eitt verka Önnu G. Torfadóttur.
Frá sýningu Hildar Margrétardóttur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Rass með tveimur stefnuljósum á Rythma.
Ragna Sigurðardóttir