Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 9 verður sérstaklega fjallað safnkennslu og sýningu ætlaða börnum í Birmingham Museum & Art Gallery. Kenningarnar Undanfarin ár hefur komið í ljós að söfn hafa varið minni tíma og viðleitni til að mennta fólk en skólar. Auk þess virðist hafa skort kennslustefnu sem hentaði þeim og félli að safnfræðinámi. Grunnþátturinn í hugmyndum Heins er sá að safngestir læri mest og best þegar þekking er á virkan hátt byggð „constructed“ í huga þeirra sjálfra á sýningum sem eru líkamlega, félagslega og menntunarlega aðgengilegar öllum safngest- um hver sem bakgrunnur þeirra er. Hein sýnir hvernig söfn geta skapað þetta umhverfi og boðið það sem hann kallar „constuctivist“ safn. Þessi tegund safns þjónar bæði fullorðnum og börnum og er þátttaka þeirra í sýningum með hjálp gagn- virkra miðla grunnatriði ásamt þátttöku í mótun og uppsetningu sýninga. Tímar hins óvirka sýn- ingargests sem er mataður á staðreyndum ofan úr hæðum hins alvitra sýningarstjóra eru liðnir. Börnum er ekki lengur vísað út í horn í kjallara eða uppi á hanabjálka safns. Það hefur gjarnan fylgt aðstöðu fyrir börn að kenna hana við „horn“ eða „krók“, „Barnahorn“, „Barnakrókur“, „Sögu- krókur“ og „Söguhorn“. Þessi orð eru hlaðin úti- lokun og afmörkun, neitun um þátttöku og minna á skammarkrók. Það er nauðsynlegt vegna sjálfs- virðingar barna og foreldra þeirra að nota litrík- ari orð, eða hefur nokkur heyrt að salur í safni sé kallaður „Fullorðinshorn“? Þessi horn hafa þjón- að sem geymslustaðir fyrir óþolinmóð börn á meðan foreldrarnir hafa gengið um safnsalina. Þetta er afleiðing þess að börn hafa ekki verið tekin alvarlega og boðin þátttaka í sýningum á sínum eigin skapandi forsendum. Þessu má helst líkja við þá hneisu að ætla fötluðum annan inn- gang en öðrum safngestum. Börn eiga rétt á því að sitja við sama borð og aðrir safngestir og fá sýningar og sýningarsali þar sem þörfum þeirra er sinnt, þeim sýnd virðing og þekking þeirra og hugmyndir virtar. Aðstaða barnanna þarf að vera aðgengileg, miðsvæðis og sýnileg. Best er að þessar sýningar séu kynntar strax og komið er inn á safnið. Börn þurfa svo að sjá myndlist og muni sem tengjast efni og markmiðum sýning- arinnar. Slíkt gallerí getur verið hluti stórs sýn- ingarsalar eða sérstakur salur. Lykilatriði er að gallerí fyrir börn séu fjölskylduvæn og hvetji til umræðna og skapandi samskipta. Fyrstu heimsóknir barna í söfn eru ævinlega með foreldrum og systkinum eða þá að þau eru hluti af leikskóla- eða skólahópi. Því meira sem gert er fyrir börnin, bæði sem einstaklinga og hluta af hópi, þeim mun líklegra er talið að þau nýti tómstundir til safnferða alla sína ævi. Þess vegna þarf fyrsta reynslan af safnferð að vera já- kvæð og hvetjandi. Hefðbundin kennsla byggist á því að nemand- inn sé í hlutverki tómrar fötu sem kennarinn sér um að fylla af réttri þekkingu. Í fyrstu eru kennd grundvallaratriði en eftir því sem árin líða er flóknari þáttum bætt við. Þessi nálgun byggist á stöðugu og úthugsuðu framhaldi.9 Á öndverðum meiði er sú kenning Heins að fólk sjái sjálft um að byggja upp þá þekkingu sem það hefur þörf fyrir. „[...] námsferlið snýst ekki um það að bæta atrið- um inn á einhvers konar andlegan gagnabanka heldur er um að ræða virka umsköpun nemand- ans á lauslegum uppdráttum og á þann hátt að skilja það sem mætir huga hans.“10 Það sem hald- ið er að nemandanum er því ekki endanlegur sannleikur og sú merking sem safngestur með þekkingu sína og lífsreynslu leggur í safngrip eða skýringartexta er ekki síður rétt en framlag sýn- ingarstjórans. „Constructivistar“ leggja áherslu á það að öll þekking sé persónulega og félagslega byggð af nemandanum en verði ekki til utan hans í anda sannleiksboðandi útskýringakennslu.11 Til að fylgja orðum sínum eftir telur Hein upp fimm grundvallar atriði varðandi sýningar.12 Hægt er að byrja að skoða sýninguna hvar sem er í salnum. Skoðandinn þarf ekki að fylgja fyr- irfram ákveðinni leið um sýninguna og hún hef- ur hvorki upphaf né endi. Sýningin býður mikið úrval virkra leiða til náms. Sýningin kynnir margar skoðanir. Gestir eru hvattir til að tengjast hlutum og hugmyndum með hjálp gagnvirkra þátttök- umöguleika og margþættrar reynslu þar sem þeir geta nýtt lífsreynslu sýna. Safnheimsóknin er gerð að fjölþættri reynslu með hjálp fjölbreytts efniviðar sem veitir nem- endum í skólaheimsóknum tækifæri til að gera tilraunir, leggja fram tilgátur og draga álykt- anir. Gagnvirkni, reynsla, samskipti, þátttaka og leikur eru grunnþættir nútíma safns hvort sem gesturinn er barn, unglingur, fullorðinn, einn, hluti starfsmannahóps, fjölskyldu eða skólanem- andi. Kosturinn við hugmyndir Heins er aðlög- unarhæfni þeirra hvort sem söfn sérhæfa sig í vís- indum, tækni, myndlist eða sögu þjóða og þjóðarbrota. „Menntun í anda „constructivista“ krefst þess að niðurstöður sem nemandinn kemst að öðlast ekki gildi eftir því hvort þær eru í sam- ræmi við einhvern ytri mælikvarða á sannleika, heldur því hvort þær hafi merkingu innan þess persónulega veruleika sem nemandinn hefur byggt. Þær byggjast ekki á því hvort þær passi við einhvern gefinn hlutlægan sannleika sem lifir utan nemanda eða hóps nemenda.“13 Samskipti við viðskiptavini safnanna hafa verið endursköpuð í anda póstmódernisma sem stefnt er gegn módernískum hugmyndum um söfn. „Gömul módernísk samskiptamódel, byggð á því að boða óvirkum fjöldanum óvéfengjanlegar stað- reyndir hafa vikið fyrir nýrri nálgun sem viður- kennir virka sýningargesti, námskenningar „constructivista“ og túlkunarsinna og það að menningarstefna er flókin. Ný hlutverk fagfólks í listasöfnum, hugmyndin um innbyrðis ólíka safn- gesti, nýjar raddir, ásamt tilurð nýrra frásagna hafa skapað forsendur fyrir hugmyndalegri end- urnýjun listasafna sem eiga sér rætur í módern- ískri menningarhefð á síðari hluta 19. aldar.“14 Hooper-Greenhill greinir breytingarnar í fjóra meginþætti.15 Nýjar faggreinar, s.s. safnkennsla, markaðs- fræði, túlkunarfræði, og „outreach“ sem vísar til starfa safnafólks í fangelsum, skólum, sjúkrahúsum og félagsmiðstöðvum. Aukinn skilningur og viðurkenning á fjölmenn- ingu. Safngestir eru ekki lengur skilgreindir sem óhlutbundinn goðsögulegur „almenning- ur“ sem hægt er að fella í eitt mót. Heldur er um að ræða fjölda einstaklinga með sín per- sónueinkenni, tilgang og langanir sem hægt er að rannsaka. Sjónarmið og langanir gesta njóta viðurkenn- ingar og þær kannaðar og skilgreindar og nið- urstöður notaðar til að bæta þjónustuna. Sjón- um er beint að reynslu viðskiptavinarins af heimsókn í safnið frekar en fjölda sýningar- gesta. Söfn viðurkenni það að sett séu spurningar- merki við þann endannlega sannleika sem fólg- in er í „metatextum“. Gert er ráð fyrir því að safngestir óski fjölbreyttra námsaðferða og að námsefnið innihaldi staðreyndir og álit sér- fræðinga en takmarkist ekki við það. Óskir sýningargesta gætu verið eftirfarandi: Að geta valið á milli margra möguleika. Að fá tækifæri til að uppgötva og mynda sér sína eigin skoðun. Að athuga hvernig þeirra eigin túlkun stendur í samanburði við túlkun sérfróðra. Að fá innsýn í skoðanamun milli séfræðinga. „Nýjar frásagnir eru líklegar til að vera síður endanlegar og að vera brotakenndari og innihalda atriði úr mörgum frásögnum sem hægt er að tengja á margvíslegan hátt.“16 Það nýja safn sem bæði Hein og Hooper-Greenhill fjalla um hefur orðið sífellt sýnilegra sl. tíu ár og „hinn póstmód- erniski heimur og eftir-nýlendutíminn hafa leitt til gagngers endurmats á stofnunum samfélags- ins og er safnið ein þeirra.“17 Einn grunntóna þessara kenninga er samræða safnsins, sam- félagsins og samfélags hópa. Til dæmis hefur skil- orðseftirlitið á Liverpool-svæðinu tekið upp sam- vinnu við Tate í Liverpool til þess að draga úr heimilisofbeldi gagnvart konum og börnum. Þeim hluta starfsins sem fram fer í safninu er ætlað að hjálpa þeim að skilja tilfinningar annarra. Karlar „sem taka þátt í verkstæðinu, í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi, sjá ekki myndir sem sýna heim- ilisofbeldi heldur listaverk sem spegla eða ögra hefðbundnum kynhlutverkum og stöðnuðum ímyndum.“18 Þessi samræða er bæði á alþjóðleg- um nótum og staðbundnum en þegar best tekst til er allur heimurinn í farteskinu. Þessi samræða setur líka spurningamerki við þá hugmynd að söfn endurspegli samfélagið því spegillinn hermir eftir og staðfestir þann algilda sannleika sem fyrir hendi er í stað þess að ögra viðteknum skoðunum. Fyrir tilstilli Heins og Hooper-Greenhill eiga bresk söfn þess kost að geta byggt safnkennslu á fræðilegum grunni og rannsóknum á safngestum og þörfum þeirra í stað þess að sækja tilviljanakenndar hugmyndir og innblástur hingað og þangað um heiminn. Barnagallerí og safnkennsla í Birmingham Museum & Art Gallery19 Það fyrsta sem mætir augum safngestsins þeg- ar komið er að safninu eru tvö stór skilti sem aug- lýsa aðalsýningar safnsins um þessar mundir. Önnur þeirra vekur athygli mína. Hún er ætluð börnum og fjölskyldum þeirra og ber titilinn „Once Upon a Time“. Sýningin var opnuð 23. nóv- ember sl. og lauk 23. febrúar 2003. Þegar inn er komið blasir við stórt skilti þar sem gestir eru boðnir velkomnir og þeim kynnt þjónusta sem safnið veitir. Þar stendur meðal annars: Safnið varðveitir afburða gripi sem hafa alþjóð- legt mikilvægi. Þessara muna er vandlega gætt og þeir sýndir samkvæmt viðurkenndum stöðl- um. Sýningar og atburðir þeim tengdir fara fram samkvæmt auglýsingu og á réttum tíma. Skýrar og aðgengilegar upplýsingar um sýn- ingar og dagskrár. Skýrar leiðbeiningar um það hvar hinar ýmsu deildir er að finna. Hröð og skilvirk viðbrögð við kvörtunum og umsögnum safngesta. Kurteist og hjálpfúst starfsfólk. Útdrátturinn er í samræmi við skilgreiningu á hlutverki safna hér að framan og sýnir að við- skiptavinir eru settir í öndvegi og að safnið og starfsfólkið er þarna til að þjóna þeim en ekki öf- ugt. Leiðin inn í barnagalleríið er vel merkt en til að kanna kurteisi starfsmanna spurði ég til vegar. Starfsmaður í móttökunni lýsti leiðinni og benti mér á að taka með mér uppdrátt að byggingunni sem sýnir hvar alla 42 salina er að finna ásamt bæklingum sem snerta sýninguna „Once upon a time“ en hún byggist á sögum og vísum héðan og þaðan úr heiminum og er ætluð börnum og fjöl- skyldum. Sýningin er í tveimur allstórum sölum og gegn- ir sá fremri því hlutverki að kynna alla sýninguna og fjalla um barnavísur. Allar skýringar eru sett- ar fram á einfaldan hátt til að grípa athygli við- skiptavinanna og hvetja þá til að skoða meira. Myndskreytingar eru óspart notaðar til að lýsa innihaldi vísnanna ásamt safngripum í sýningar- skápum. Markmið sýningarinnar eru sem hér segir.20 Að setja upp fjölskylduvæna sýningu. Að nota sögur og vísur til að kynna börnum sögulega atburði og menningarheiminn að baki þeirra á skemmtilegan hátt. Að hvetja til könnunar á safngripum í gegnum athafnir. Að nota fjölbreytt úrval muna úr mörgum safn- deildum. Einnig er vakin athygli á þáttum sem tengja sögur og sýningargripi. Þarna er m.a. að finna sögurnar Töfratrumban, sem kemur frá Benin í Afríku, Snædrottningin eftir H.C. Andersen, Aladdín og töfralampinn ásamt enskum barnavís- um. Sagan um Aladdín er þekkt um allan heim og er notuð hér til að minna á sögulegt mikilvægi is- lamskrar menningar s.s. sagnaarf, listir, stærð- fræði, verslun, daglegt líf, trúarbrögð, stjórn- skipulag og fjársjóðsleitir. Meirihluta þessara atriða er komið á framfæri með útlitshönnun, skýringum sem fylgja sýningargripum og í gagn- virkum leik. Að auki er markmiðið að sýningar- gestir fræðist um Þúsund og eina nótt, s.s. aldur sagnanna og upprunna í Persíu, Arabíu, Indlandi og Egyptalandi; að þær séu allar um líf venjulegs fólks og spurt er hvort Aladdín hafi verið slíkur. Sagan um Aladdín er sögð á veggspjöldum þannig að hún hvetji fólk til að skoða munina. Til að koma til móts við börn eru sýningarskápar mjög lágir og letur í skýringartexta stórt og auðlesið. Fyrsti sýningarskápurinn tengist því þegar Aladdín fann lampann og sýnir grafhýsi með sandgólfi. Á botni grafhýsisins eru bakki og skartgripir og á sillu innst í grafhýsinu er lampinn. Hlutirnir fund- ust í u.þ.b. 2.000 ára gamalli gröf í Nineveh sem nú tilheyrir Írak. Á skýringarspjaldinu í gröfinni er sagt að margir telji að Aladdín hafi verið að ræna gröf þegar hann fann lampann. Þetta er op- in fullyrðing sem hver og einn getur rætt og tekið afstöðu til. Gagnvirki leikurinn byggist á fjár- sjóðsleit í anda Aladdíns og er leikinn af tveimur þátttakendum sem sitja við borð og skiptast á að snúa tveimur myndum í senn. Þegar þeir hafa snúið myndunum sjá þeir upplýsingar á bakhlið- inni. Ef mynd og texti passa saman fær sá heppni að gera aftur. Tilgangur leiksins er að festa grip- ina í sýningarkössunum í minni leikenda með svo- lítilli umbun og veita upplýsingar um islamskan menningarheim á skemmtilegan hátt. Leikurinn er aðgengilegur bæði læsum og ólæsum börnum. Þegar ég kom á sýninguna 10. janúar sl. var sögustund. Áður en sagan hófst fengu allir að velja sér hatt og voru gripirnir og sagan tengd höttunum og tóku börnin þátt í þróun sögunnar. Sagan var spunnin út frá safngripum sem sögu- kona dró upp úr kassa. Á eftir klæddust börnin búningum sem tengdust sögunum auk þess sem þau léku þá gagnvirku leiki sem í boði voru og virtust skemmta sér vel þrátt fyrir það að engir tölvuleikir væru í boði. Þetta mætti túlka sem svo að litlu hafi verið kostað til og að gagnvirknin væri gamaldags, en dæmið sýnir að einfaldir gagnvirk- ir leikir eru ekki síðri. Niðurstöður Þau dæmi sem ég hef nefnt hér að framan eru í anda þeirra hugmynda sem Hein og Hooper- Greenhill hafa lagt safnafólki til og þau sýna að safnafólk tekur mið af þeim til að efla og bæta þjónustuna og ná til víðtæks hóps þar sem börnin og minnihlutahópar skipta miklu. Söfn þurfa eins og önnur fyrirtæki og stofnanir að hugsa fyrir morgundeginum og því hvaða hlutverki þau hyggjast gegna eftir tíu eða fimmtíu ár. Með því að halda góðu sambandi við yngstu kynslóðirnar og rækta það alla daga geta söfnin lifað af. Sýn- ingar sem nefndar hafa verið og starfsemi í kring- um þær gefur til kynna að það er ekki verið að sýna hráefni heldur er lögð áhersla á vandaða for- vinnu og úrvinnslu sýninga til að þjóna breiðum hópi viðskiptavina í fjölmenningarsamfélaginu. Kenningar og hugmyndafræði eru ekki end- anlegar eins og sést á þeim umskiptum sem orðið hafa síðan á 19. öldinni. Sú safnastefna sem hér hefur verið fjallað um snýst um þekkingaröflun, gagnvirkni, þátttöku, og sjálfstæðar niðurstöður, en ekki innrætingu einhvers tilbúins sannleika. Markviss notkun á námskennigum „constructi- vista“ er fremur ný af nálinni og þær hafa enn ekki slitið barnsskónum. Þessar hugmyndir geta hins vegar átt langt líf fyrir höndum því fleiri og fleiri söfn leggja metnað í að byggja á þeim og bjóða vel unnar sýningar í stað þess að sýna ein- ungis hráefni á veggjum og í sýningarskápum. Heimildir: 1 B.D. Sorsby og S.D. Horne: The readability of museum labels. Museums Journal, vol. 80, no. 3 (1980), bls. 157, (bls. 157–159). Sjá einnig G. Weiner: Why Johnny can’t read labels. Curator , vol. 6, no. 2, (1963), (bls. 143–156). 2 David Hopkins: Oxford History of Art. After Modern Art 1945–2000. Oxford University Press, Oxford og New York, 2000, bls. 198. 3 Sama heimild, bls. 198. 4 N.N.: Make history not money. Museums Journal, Vol. 97, No. 6 (1997), bls. 5 (bls. 5). Nafns greinarhöfundar er ekki get- ið. 5 Sama heimild, bls. 5. 6 Code of Ethics for Museums: Ethical Principles for All who Work for or Govern Museums in the UK. First edition. Museums Association, London 2002, bls. 1. 7 Sjá, Adorn, Ecuip, The City Gallery, Leicester, 2000. [Sýn- ingarskrá.] 8 Viðtal höfundar við Keiko Kuroiwa, safnkennara í City Gallery, 30. janúar, 2003. 9 George E. Hein: Learning in the Museum. Routledge, London and New York, 1998, bls. 21. 10 Sama heimild, bls. 22. 11 Sama heimild, bls. 25. 12 Sama heimild, bls. 35. 13 Sama heimild, bls. 34. 14 Eilean Hooper-Greenhill: Changing Values in the Art Mu- seum: rethinking communication and learning, International Journal of Heritage Studies, Vol. 6, No. 1, (2000), bls. 9, (bls. 9– 31). 15 Sama heimild, bls. 28, 29–31. 16 Sama heimild, bls. 31. 17 Sama heimild, bls. 18. 18 Carol Davis: Altered images. Museums Journal, Vol. 103, No. 1, (2003), bls. 22–23, (Bls. 22–23, 25). Til fróðleiks má geta þess að eitt þeirra nýju starfa sem orðið hafa til í söfnum er starf sýningarstjóra samfélagsverkefna en starfsmaður á því sviði kemur að verkefnum eins og þessu. Notkun orðsins hér sýnir hversu tamt orðið er höfundum þótt þeir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að ögra og spyrja óvæntra spurninga. 19 Vefslóð gallerísins er www.bmag.org.uk. Þar er hægt að fræðast um safnkennslu, sögu safnsins, sínám og samfélags- lega þátttöku safnsins. 20 Minnisblöð frá Sinead Byrne sýningarstjóra, 10. janúar 2003. Barnagalleríð var opnað í mars árið 2002 og dugir núver- andi fjárveiting til að reka það í 4–5 ár. Sviðsetning barnavísunnar um Jack og Jill. Höfundur hefur lokið MA-prófum í lista-, arkitektúr- og hönnunarsögu ásamt safnfræði og leggur nú stund á framhaldsnám í safnfræði á Bretlandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.