Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 VETRARHÁTÍÐ eða ljósahátíð var haldin í Reykjavík um síðustu helgi, en það er stutt listahátíð tileinkuð ljósinu. Þótt hátíðin kunni að teljast til nýstárlegs menningarviðburðar hafa vetrar- og ljósahátíðir verið haldnar öldum saman hjá ólíkum menningarsamfélögum eins og t.d., aröbum, indjánum í norðri sem suðri og keltum þar sem ljósið var lofað með ýmsum ritúölum með eldum, logandi kyndlum eða kertum. Það er því vel við hæfi að helstu myndlistarviðburðir á vetr- ar- og ljósahátíð skuli einkennast af gjörningum og uppákomum. Eldur og vatn Hápunktur gjörninga á hátíðinni, allavega hvað umfang varðar, var uppákoma Gjörningaklúbbs- ins og Slökkviliðs Reykjavíkur í Öskjuhlíðinni á laugardagskvöldi fyrir viku. Þetta var í annað sinn sem hóparnir áttu í samstarfi á ljósahátíð. Samstarf þeirra í fyrra heppnaðist sérlega vel svo væntingar voru talsverðar til verksins í ár. Gjörn- ingurinn bar nafnið „Þakka ykkur fyrir að sætta okkur! Við gerðum okkur ekki grein fyrir eyði- leggingarmætti reiðinnar“ og má líkja honum við þriggja þátta „wagnerískra“ óperu. Forleikurinn var æsilegt trommusóló og í upphafi fyrsta þáttar var tveimur líkbílum, með reykúðara innanborðs, ekið andspænis hvorum öðrum og bílaflauturnar látnar hljóma þar til þeir svo kysstust, stuðari í stuðara. Í öðrum þætti var eldur kveiktur í tunn- um, hann síðan slökktur og líkklæði borið yfir bíl- ana sem var áletrað „Glitrandi góðvild“. Þriðji þáttur hófst á því að kvennakór kyrjaði „halelúja“ og að lokum fóru lyftukörfur slökkviliðsbílanna upp í loft og þaðan sprautuðu slökkviliðsmenn vatni í kross með brunaslöngum og héldu á log- andi blysum. Ég verð að játa það að þessi uppá- koma var ekki það besta sem ég hef séð frá hinum ágæta Gjörningaklúbbi. Kannski hafa listakon- urnar viljað viðhalda hugmynd um óvænt „hap- pening“, en stýrður gjörningur sem þessi krefst góðs skipulags og æfinga. Svo virðist ekki hafa verið gert og fóru þættirnir hikstandi af stað og stundum með fullmiklum vandræðagangi. Ekki get ég heldur sagt að uppákoman hafi hreyft mik- ið við mér og virtist allt umstangið ekki vera til neins annars en að skapa íburðarmikið „show“. Geðveik uppákoma Aðra sögu er að segja um gjörningahátíð sem fram fór í Hafnarhúsinu undir heitinu „Ákveðin ókyrrð“ og var framlag listasafnsins til vetrarhá- tíðarinnar. Gjörningahátíðin var samstarfsverk- efni á milli Listasafns Reykjavíkur og Listahá- skóla Íslands undir forustu Flúxus-gjörn- ingalistamannanna Brian Catling, Julian Maynard Smith og Willem de Ridder. Fengu þeir myndlistarnemendur úr listaháskólanum til liðs við sig og voru með gjörninga þrjú kvöld í röð. Ólíkt sýningu Gjörningaklúbbsins voru gestir í Hafnarhúsinu ekki einungis áhorfendur að uppá- komunni heldur líka þátttakendur. Þeim voru t.d. réttir miðar sem rituð voru á fyrirmæli um ýmsar athafnir sem gesturinn átti að fremja og margir gjörningarnir fólu í sér samspil listamanns og sýningargesta. Sýningarrýmið var undirlagt í ólíkum athöfnum. Inni á milli beindist athyglin að skipulögðum gjörningum, en annars var hver kvöldstund eins og einn áframhaldandi spuni eða flæði þar sem allur tilfinningaskalinn var áreittur, stundum með grát, hlátri, sakleysislegum leik eða hysterísku brjálæði. Allt var þetta eins og á furðu- legasta geðveikrahæli og sýndu nemendur listaháskólans, undir leiðsögn Catling, Smith og de Ridder, fádæma vilja til að sleppa sér í hlut- verk sín. Þótt hátíðin hafi heppnast með endem- um vel finnst mér ástæða til að benda á að svona uppákomur hafa verið í gangi í um fjóra áratugi og jafnvel enn lengur ef litið er til leiklistar. Það ætti þó ekki að draga úr vægi gjörninganna enda finna nýjar kynslóðir ávallt nýja fleti á eldri form- um. Uppákoma Gjörningaklúbbsins var aftur á móti dæmigerð fyrir samtímann, þ.e. list með skemmtanagildi eða „infotainment“ eins og það kallast í dag. Hér er því spurning um ólík gildi. Við Perluna í Öskjuhlíðinni mættu allavega 300 manns til að verða vitni að umfangsmiklu en inni- haldslitlu sjónarspili sem hlaut síðan flotta um- fjöllun í fjölmiðlum og vakti þar athygli enn stærri hóps. Í Hafnarhúsinu sköpuðu nokkrir listamenn lítinn en áhrifaríkan heim sem vakti enga athygli nema hjá þeim fáu sem mættu á sýninguna sem flestir voru líka listamenn. Hljóðrás og myndir Ákveðin ókyrrð var ekki eina uppákoman í Listasafn Reykjavíkur í vikunni. Í fjölnotasalnum í Hafnarhúsinu hefur myndbandssýningin „Flash“ staðið yfir síðan á þriðjudag og lýkur á morgun. Sýningin er framhald af sýningunni „Hátt og skýrt“ sem safnið bauð upp á fyrir um þremur vikum og er samstarfsverkefni Bifrons Foundation og BALTIC Centre for Contempor- ary Art í Hollandi. Markmiðið með Flash er að skapa skammhlaup milli ímyndar og tónlistar. Níu myndlistarmenn og níu tónskáld frá Hollandi voru fengnir í samstarf, tveir og tveir saman, til að skapa myndband og tónverk. Aðallega eru þetta myndbandsgjörningar þar sem myndavélin er ýmist kyrrsett og gjörningur framinn eða þá er vélin notuð til að skapa hreyfingu eins og hjá lista- mönnunum Ansuya Blom, Jaap Kroneman og Ger Van Elk, sem reyndar notar báðar aðferðirnar. Í fyrra myndbandinu notar Van Elk hreyfingu myndavélar á kyrrmyndum en í því síðara beinir hann vélinni á krosslagða fætur sem hreyfast í takt við tónlist eftir Maarten Altena. Henk Pee- ters er með skoplega aksjón í anda kvikmyndar Hans Namuth af Jackson Pollock að mála á gler, nema að Peeters brúkar fjaðrir í stað málningar. Nokkrir listamannanna vinna með mismunandi útgáfur af dansi. Maura Biava er með glæsilegt verk sem sýnir konu dansa undir yfirborði vatns, Marijke Van Warmerdam notar sjálfvirkan bíla- þvottakúst til að dansa við tónlist eftir Louis Andriessen og Lisa May Post myndar tvær manneskjur klæddar fötum sem límast saman. Þær hamast svo við að losa sig sundur og líma sig aftur fastar. Tónlistin þykir mér ekki sérlega veigamikil á sýningunni. Hún virkar yfirleitt sem hljóðrás fyrir myndbandsverkin frekar en að eitt- hvert skammhlaup eigi sér stað á milli ímynda og tónlistar. Það er mjög algengt að heyra hljóðrás undir myndbandsverkum í dag og þar sem tónlist- in verður ekki afgerandi þáttur í Flash finnst mér samspil þessara listgreina ekki skila sér sem sér- kenni fyrir sýninguna. Ef eitthvað er þá var það meira afgerandi í uppákomu Gjörningaklúbbsins. Kosmos í kúlunni Finnbogi Pétursson er listamaður þekktur fyr- ir að tefla saman tónum og ímyndum, þ.e. að hann notar tíðni tónanna til að skapa teikningu í rými. Finnbogi sýnir um þessar mundir staðbundið rýmisverk í Kúlunni – The Dome – í Ásmund- arsafni, einnig á vegum Listasafns Reykjavíkur. Kúlan er hvelfing og því sérlega hljóðbær. Jafnvel hljóðlát aðgerð eins og að kyngja munnvatni glymur þar í eyrum manns. Listaverk Finnboga er framhald af innsetningu sem hann sýndi í Nýlistasafninu árið 1991, sem er orðin sígild í íslenskri samtímalistasögu. Það er sáraeinfalt í sniðum. Herbergið er myrkvað, skál með vatni stendur á stöpli og undir hana lýsir kastari sem varpar speglun vatnsins á hvelf- inguna. Tónar nötra úr fjórum hátölurum og skapa gárur á vatninu svo að mynstur á hvelfing- unni breytist eftir takti og titringi tónanna. Tón- arnir eru djúpir og hafa álíka áhrif á líkamann og þegar búddamunkar óma, en gárurnar á hvelfing- unni skapa „psycedelic“ mynstur í ætt við ísl- amskar veggmyndir. Það er hreint magnað að sitja í rýminu og horfa á hvelfinguna anda af lífi og virðist hún ætla að taka mann og gleypa. Það ger- ir hún reyndar því að aðdráttaraflið er þvílíkt að maður gleymir sér algerlega og hverfur í hug- leiðslu. Ljós í myrkri Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Gjörningarnir stóðu yfir á kvöldin frá 28. febrúar til 2. mars. GJÖRNINGAR BRIAN CATLING, JULIAN MAYNARD SMITH OG WILLEM DE RIDDER ÁSAMT NEMENDUM ÚR MYNDLISTARDEILD LHÍ Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Sýningin hófst þriðjudaginn 4. mars og lýkur sunnu- daginn 9. mars. Safnið er opið alla daga frá kl. 10–17. MYNDBÖND OG TÓNLIST NÍU MYNDLISTARMENN OG NÍU TÓNSKÁLD FRÁ HOLLANDI Listasafn Reykjavíkur – Kúlan, Ásmundarsafni Sýningin er opin alla daga frá kl. 13–16 og lýkur 30. mars. RÝMISVERK FINNBOGI PÉTURSSON Morgunblaðið/Júlíus Frá uppákomu Gjörningaklúbbsins og Slökkviliðsins í Öskjuhlíðinni. Verk Finnboga Péturssonar í Kúlunni. Ljósmynd/Ólöf Dómhildur Frá gjörningahátíð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Vetrarhátíð – Öskjuhlíð Gjörningurinn var framinn 1. mars síðastliðinn. GJÖRNINGUR GJÖRNINGAKLÚBBURINN Í SAMSTARFI VIÐ SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR BRESKI listamaðurinn Antony Gormley vinnur þessa dagana að skúlptúr sem byggður er á líkömum 240 sjálfboðaliða frá norðausturhluta Bretlands. Sjálfboðaliðarnir eru vafðir inn í plastfilmu og mót tekið af lík- ama þeirra með heitu gifsi, en mótið er síðan notað til að mynda líkama úr stálbitum sem tengdir verða saman. Hyggst Gormley manna þannig stórt sýningarrými í baltneskri lista- smiðju í Gateshead að því er sagt var frá á fréttavef BBC. Gormley, sem er virtur í heimalandi sínu, átti hins vegar aldrei von á jafn jákvæðum við- brögðum við verki sínu og raun hefur verið. En alls sóttu um 1.500 íbúar Tyneside um að láta móta sig í gifs. Afsteypan hefur þó ekki reynst öllum létt og hafa sumir m.a. fallið í yfirlið nokkr- um sinnum áður en hægt var að losa þá úr gifsmótinu. „En allir halda áfram. Enginn hefur hætt og það er alveg ótrúlegt,“ sagði Gormley, sem hefur leitast við að ná fram þverskurði af íbúum samfélagsins. Verkið nefnist Domain Field, og er nýjasta verkið í Field eða vallarseríu listamannins, sem m.a. setti upp 40.000 leirfígúrur í verkinu Field for the British Isles. Van Gogh í sviðsljósinu VAN Gogh-safnið í Amsterdam hefur sett upp sérstaka sýningu á verkum Vincent van Goghs í virðingarskyni við listamann- inn, en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Sýningar á verkum lista- mannsins hafa mikið verið í sviðs- ljósinu frá því á níunda áratugnum. Að mati stjórnenda safnsins er hér hins vegar ekki um neina endurvinnslu að ræða og inniheldur sýningin ekki ein- göngu verk van Goghs sjálfs. Þess í stað hefur mikil vinna verið lögð í að ná saman rúm- lega 1.500 listaverkum sem listamaðurinn þekkti og dáðist að og eru verkin gjarnan við- fangsefni bréfa hans, auk þess sem hann safnaði úrklippum af málverkum úr blöðum á borð við London Illustrated News. „Mjög fáir listamenn hafa skilið eftir sig jafn ítarlegar heimildir um þá list sem veitti þeim innblástur,“ var mat John Leightons, yfirmanns safnsins, í viðtali við Artnet-menningar- vefinn. „Sýninin er mjög náin skoðun á listrænum afrakstri van Gogh og rannsakar ítarlega verkin sem höfðu áhrif á hann,“ sagði sýningarstjórinn Thierry W. Despont, en þessi hlið á verkum listamannsins hefur ekki verið tekin til slíkrar skoðunar áður. „Það má í raun segja að lista- maðurinn sjálfur sé sýning- arstjórinn.“ ERLENT Listaher Gormleys Listamaðurinn á leið til Tarascan eftir van Gogh. Gormley við nokkur gifsmótanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.