Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003
Hann fór inn í gám í grandaleysi,
greyið litla, á Selfossi.
Og eigi slapp hann úr þeim meisi,
sem örskjótt var lokað með slagbrandi.
Hann hélt í langferð, sá litli kisi;
og lítið fannst honum um þá gjörð.
Og fjarri varð hann fyrir slysi,
þá fór hann vestur á Ísafjörð.
Bröndótt fressið brölti úr gámi,
og blessað dýrið var svangt og þyrst.
Og engan skal furða, þótt í sig hámi,
– hann eti sinn mat og drekki af lyst.
– – –
En hvers var eign, sú kattarlóra?
– Jú, kisi var talinn frá Vorsabæ.
Ég vona, að megi vinur tóra
og vera mettur sí og æ.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON
Höfundur er ljóðskáld.
KÖTTURINN Í GÁMINUM