Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 13 Ó, BORG, mín borg og önnur Reykjavíkurlög hljóma á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsinu í dag kl. 15. Þetta eru útgáfutón- leikar, haldnir í tilefni þess að hljómsveitin hefur nú nýverið sent frá sér geislaplötu þar sem eingöngu eru flutt lög sem tengjast Reykjavíkurborg. Með Stórsveitinni syngur einvalalið söngvara: Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Krist- jana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rósinkranz og Ragnar Bjarnason. Veig- ar Margeirsson hefur útsett öll lögin, en hann er búsettur í Los Angeles og starfar þar sem kvikmyndatónskáld og útsetjari. Stjórnandi á tónleikunum verður Sæbjörn Jónsson, stofnandi og fyrrum aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með Stórsveitinni: „Það er komið á fjórða ár síðan við fórum að vinna að þessu stóra og metnaðarfulla verkefni. Stórsveitin leggur sig eftir víðu sviði tónlistar og við lítum á það sem skyldu okkar og gleði að fást bæði við nýja og framsækna tónlist en einnig alþýð- legri tónlist eins og þessa. Við viljum reyna að spanna allt það svið sem stórsveitir geta spannað. Það er til góð tónlist alls staðar, og við viljum reyna að ná til nýrra áheyrenda.“ Sigurður segir að tónleikarnir marki líka kveðjustund Stórsveitarinnar og Sæbjörns Jónssonar sem stofnaði hana og var aðal- stjórnandi um árabil. „Það eru um tvö ár síð- an Sæbjörn hætti, en þetta verkefni er hans hugarfóstur frá upphafi, og því mun hann stjórna þessum tónleikum.“ Meðal laganna eru Fyrir sunnan Fríkirkj- una, Austurstræti, Hagavagninn, Gaggó vest, Herra Reykjavík og fleiri, sum allt frá sjötta áratugnum, en líka yngri lög. Tón- skáldum og textahöfundum allra laganna hefur verið boðið á tónleikana. „Þetta er enn eitt skrefið til að færa Stórsveitina betur inn á kortið. Við lítum á þetta form sem sinfón- íuhljómsveit hryngeirans, og fyrir svona hóp er til tónlist frá ýmsum tímabilum og af ýms- um gerðum. Við viljum draga þá staðreynd fram og ætlum okkur sess í menningarlífinu við hliðina á sveitum af svipaðri stærð- argráðu, eins og Kammersveit Reykjavíkur og Caput.“ Sigurður segir að útsetningar Veigars Margeirssonar séu sérstaklega glæsilegar, og að hann sé mjög hæfileikaríkur ein- staklingur. Veigar starfar sem fyrr segir í Los Angeles og semur meðal annars tónlist fyrir stórar bíómyndir í Hollywood. „Útsetn- ingarnar eru í aðgengilegum stíl, enda popp- lög, en hann setur þó sitt mark á þær, er vel að sér í big-band stíl frá ýmsum tímabilum og fer í ýmsar skemmtilegar og óvæntar átt- ir. Þetta eru útsetningar í háum gæðaflokki og honum til mikils sóma. Við vildum hafa plötuna stílhreina og hafa einn útsetjara frekar en marga og það hefur tekist með af- brigðum vel. Við vildum vera trúir stíl tón- listarinnar en samt hafa góðan heildarsvip og erum giska ánægðir með hvernig þetta hefur komið út.“ Skífan er útgefandi geisladisksins. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Stórsveit Reykjavíkur og söngvarar flytja borgarlög á útgáfutónleikum í Ráðhúsinu „Erum sin- fóníu- hljómsveit hryn- geirans“ Stórsveit Reykjavíkur, með stofnanda sinn og stjórnanda, Sæbjörn Jónsson fremst. MENDELSSOHN byrjaði snemmaað skrifa tónverk sem voru trúar-legs eðlis. Sem kórdrengur hjáFriedrich Zelter, stjórnanda Söngakademíunnar í Berlín, hafði hann kynnst verkum þýsku og ítölsku meistaranna og síðar varð hann frumkvöðull að endur- vakningu stórverka Bachs, svo sem kunnugt er. Fyrsta óratoría Mendelssohns var Paulus, og var hún frumflutt á tónlistarhátíð í Düssel- dorf árið 1836. Þetta var fyrsta óratorían sem kom fram á sjónarsviðið eftir Sköpunina og Árstíðir Haydns. Þessu 27 ára gamla tón- skáldi tókst að sameina trúarlega sannfær- ingu og nýja strauma í tónlistarsköpun síns tíma. Velgengni Paulusar gerði það að verk- um að Mendelssohn fór að huga að annarri óratoríu. Að þessu sinni skyldi það verða Pét- ur postuli eða Elía. Hann leitaði til nokkurra manna um handritsgerð án árangurs og not- aði því sjálfan texta ritningarinnar, en breytir að vísu oft óbeinni ræðu frásagnar Biblíunnar í beina ræðu sögupersónanna. Mendelssohn kaus sér Elía spámann að viðfangsefni vegna spennandi frásagna um kraftaverkin og skarpra átaka andstæðra afla. Ef til vill heillaði hann líka sú hliðstæða sem saga þessa spámanns er við sögu Krists. Þó að ekki sé bent áframhald í frásögninni um Elía tókst Mendelssohn að skapa há- dramatíska framvindu með tónlist sinni. Sem dæmi má nefna ákall prestanna til falsguðsins Baals, „Baal gib uns Antwort“, og andstæðu þess, látlausa bæn Elía „Herr Gott Abra- hams“. Tónlistarumgjörð kraftaverksins um rigninguna er eitt stórkostlegasta atriði órat- oríunnar. Það byrjar sem samtal Elía og drengs sem er sendur til að athuga hvort ekki séu komin ský á himininn. Biðin er þrungin spennu. Drengurinn tjáir þrisvar að ekki sé ský á himni, áður en lítið ský sést úti við sjón- deildarhring og tónlistin snýst í fögnuð lýðs- ins og rigningin steypist yfir landið. Síðari hluti óratoríunnar er mun ljóðrænni en hin fyrri og má þar nefna sópranaríuna „Höre Israel“. Kraftur spámannsins birtist í aríu Elía „Es ist genug. Í síðari hlutanum er líka að finna hið þekkta tríó englanna „Hebe deine Augen auf“ sem kórinn svarar með ein- um fegursta kórkafla verksins, „Siehe, der Hüter Israels“. Kórinn hefur mjög mikilvægt hlutverk í Elía, annaðhvort sem lýðurinn í frásögninni eins og í ákallinu til Baals eða sem hinn trúaði söfnuður í söngvum eins og „Wer bis an das Ende beharrt“. Þó að Mendelssohn hafi upphaflega skrifað Elía við þýskan texta var óratorían frumflutt á tónlistarhátíð í Birmingham árið 1846 og var þá sungin á ensku. Í Bretlandi var órator- íuhefðin mjög sterk og Mendelssohn vissi að hann myndi fá góða áheyrendur. Hann var sjálfur búinn að stjórna öllum helstu verkum gömlu meistaranna og með Elía í farteskinu sló hann enn á ný í gegn. Í bréfi til vinar eftir þennan flutning sagði Mendelssohn sjálfur að þetta hefði verið hans stærsti tónlistarsigur. Eftir þessar góðu móttökur Elía hóf Mend- elssohn að skrifa óratoríuna Kristur, en því verki lauk hann ekki, því hann féll frá langt um aldur fram árið 1847, aðeins rúmu ári eftir frumflutning Elía. Hádramatísk framvinda Einn af hápunktum Kirkjulistahátíðar, sem hefst í næstu viku, verður flutningur Mótettukórs Hallgríms- kirkju á Elía eftir Mendelssohn. HÖRÐUR ÁSKELS- SON, sem stjórnar flutningi, fjallar hér um tónlistina. Málverk eftir Rubens af Elía þar sem hann tekur við brauði og vatni úr hendi engils.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.