Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.2003, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. JÚNÍ 2003 Þ AÐ var líka mikið af lífsgleði og gamansemi í Suðursveit, þó að veraldleg auðæfi væru þar á flestum bæjum af skornum skammti. Það var það skrýtna. Og litlu atvikin, sem þar voru alltaf að koma fyrir, urðu alveg eins mikil í okkar huga og stóru viðburðirnir, sem lifðum síðar í fjölbýli heims- ins. Hvar eru bíómyndirnar, sem höfðu meiri áhrif en lestaferðir Öræfinga? Hvar eru mál- verkasýningarnar, sem gáfu auganu meiri feg- urð en frönsku duggurnar úti fyrir söndunum? Hvar ástardrömu leikhúsanna, sem smugu dýpra inn í sálina en barátta seppanna um hjarta meyhundsins á túnunum, þegar það var falt? Hvar háskólakennslan, sem kveikti bjart- ara ljós í hugskotinu en fræðslustundir Odd- nýjar gömlu á Gerði? Og hvar eru konungskom- urnar, sem vöktu meiri hrifningu en að sjá Sigurð gamla á Kálfafelli vera að koma austur á Hamri? Svona eru stærðir heimsins.“ Þannig kemst Þórbergur Þórðarson að orði í upphafi Rökkuróperunnar, þriðju bókarinnar í Suðursveitarbálknum sem kemst næst því að geta kallast sjálfsævisaga Þórbergs. Suður- sveitin er ætíð nálæg í verkum Þórbergs, enda segir Steinþór bróðir hans í minningum sínum að „þó að Þórbergur hafi ekki farið með mikil fararefni úr Suðursveit, þá fór hann samt með það, sem hann hefur mulið úr og mun lengst mylja úr, og það er sá andlegi arfur, sem hann fór með frá liðnum feðrum og mæðrum sínum.“ Nú hafa Suðursveitungar tekið höndum sam- an um að miðla þeim andlega arfi sem Þórberg- ur hafði með að heiman og ávaxtaði svo ríkulega á mölinni. Ábúendur á Hala, Ingibjörg Zophoní- asdóttir og hjónin Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir, hafa gengist fyrir stofnun Þór- bergsseturs og í tengslum við það komið upp vefsíðunni www.thorbergur.is þar sem finna má ýmsan fróðleik um skáldið og verk þess. Form- leg stofnun Þórbergsseturs átti sér stað í upp- hafi málþings um Þórberg Þórðarson sem Suð- ursveitungar héldu á Hrollaugsstöðum hinn 29. maí síðastliðinn. Tíu stofnanir munu koma á einn eða annan hátt að starfsemi Þórbergsset- urs og voru fulltrúar þeirra mættir á staðinn til að undirrita samstarfssamninginn. Þetta voru fulltrúar heimspekideildar Háskóla Íslands, Ör- nefnastofnunar Íslands, Orðabókar Háskólans, Stofnunar Árna Magnússonar, Þjóðminjasafns, Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns, Rithöfunda- sambands Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk þess er Menningarmiðstöð Horna- fjarðar stofnaðili að Þórbergssetri. Stofnskrá Þórbergsseturs verður síðan opin í eitt ár og gefst þar aðdáendum Þórbergs og velunnurum Þórbergsseturs kostur á að gerast stofnaðilar án nokkurra kvaða, en lágmarksupphæð er krónur 10.000. Það var Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumað- ur Þórbergsseturs, sem setti málþingið í miklu blíðskaparveðri við minnisvarðann um bræð- urna þrjá á Hala, Þórberg, Steinþór og Bene- dikt Þórðarsyni. Minnisvarðinn stendur ofan við þjóðveginn við heimreiðina að Hala og er myndaður af stórum tvíklofnum steini sem myndar þrjá hluta alla af sama bergi brotna. Þetta er skemmtilega táknrænt verk og viðeig- andi til minnis um menn sem unnu náttúrunni og heyrðu steinana tala. Minnisvarðinn er verk Símonar Ívarssonar arkitekts, sem er afkom- andi Þórbergs. Eftir setninguna var haldið að Hrollaugs- stöðum þar sem sjálft þingið fór fram og að lok- inni undirritun áðurnefnds samstarfssamnings hófst fyrirlestrahald. Fyrst á mælendaskrá var Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur sem flutti erindi sem hún nefndi „Þórbergur Þórðarson: Trúarviðhorf og deilur“. Soffía Auð- ur fjallaði um ádeilu Þórbergs á kirkju og klerkastétt, sem finna má víða í verkum hans, og beindi sérstaklega sjónum að Bréfi til Láru og þeim deilum sem fylgdu í kjölfar útkomu bókarinnar árið 1924. Eins og kunnugt er urðu margir til að mótmæla því á prenti sem þeir töldu vera hatursfullar árásir á kristindóminn í Bréfi til Láru. Viðamestu mótmælin komu frá Halldóri Kiljan Laxness (sem Þórbergur kallar „einn af skárri kunningjum“ sínum í bókinni), en hann sendi frá sér ritið Kaþólsk viðhorf árið 1925 og er það beint svar við 18. kafla Bréfs til Láru þar sem Þórbergur deilir harkalega á kaþ- ólsku kirkjuna fyrir ýmsar sakir. Hinn ungi Halldór Kiljan Laxness kallar kaflann „ofsókn- arflan manns sem er um skoðanir sínar á kirkj- unni ósjálfstæður þræll óvandaðra rógbera“ og er honum ansi heitt í hamsi í andsvari sínu, enda líður honum eins og „hverju íslensku barni [myndi líða] ef ráðist væri á móður þess“, eins og hann sjálfur kemst að orði. Skoðanir Hall- dórs og Þórbergs á kaþólsku kirkjunni voru ósættanlegar og Þórbergur brást ekki sérstak- lega við riti Halldórs. Hins vegar svaraði hann flestum öðrum sem gagnrýndu Bréf til Láru og oft í löngu máli. Soffía Auður sagði ritdeilurnar sem fylgdu í kjölfar Bréfs til Láru vera mikinn feng, bæði fyrir íslenskar bókmenntir og þá sem rannsaka verk Þórbergs og þann hugar- heim sem í þeim birtist og ekki síður fyrir þá sem rannsaka íslenska kristnisögu. Upp af þessum deilum spruttu t.a.m. ritgerðir Þór- bergs „Eldvígslan“ og „Lifandi kristindómur og ég“ sem eiga varla sinn líka í snilldarlega brýndum texta og mælsku, og taka þar jafnvel Bréfinu sjálfu fram. Næstur í pontu var Pétur Gunnarsson rithöf- undur og flutti hann erindi sem hann kallaði „Þórbergur eftir þúsund ár“. Pétur velti því fyr- ir sér hvort verk Þórbergs myndu verða lesin „eftir þúsund ár“. Pétur notaði þetta tímatal á táknrænan hátt; í raun má segja að þúsund ár séu þegar liðin síðan Þórbergur skrifaði verk sín, svo mikið hefur heimurinn breyst undan- farna áratugi. Og eru verk Þórbergs kannski þegar horfin af náttborðum landsmanna? Eru þau rykfallin og ósnert meðal margra fleiri önd- vegisverka íslenskra bókmennta? Slíkum spurningum velti Pétur m.a. fyrir sér, en taldi þó að kannski mætti vænta endurnýjunar í rannsóknum og mati á Þórbergi nú þegar flestir sem þekktu hann væru gengnir til feðra sinna og persónan Þórbergur væri ekki að þvælast fyrir lesendum og túlkendum. Pétur gerði þessa „persónu“ nokkuð að umtalsefni og taldi að trúðsgervið sem Þórbergur brá sér gjarnan í LÍFSGLEÐI OG GAM- ANSEMI Í SUÐURSVEIT Ljóðabréf ásamt teikningu Þórbergs af sjálfum sér á göngu í Örfirisey sem hann sendi Erlendi í Unuhúsi. AF ÞÓRBERGSÞINGI Á HROLLAUGSSTÖÐUM 29. OG 30. MAÍ 2003 E F T I R S O F F Í U A U Ð I B I R G I S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.