Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 EITT af verkum hollenska listamamannsins Vincent Van Gogh, sem týnt hafði verið árum saman eftir að móðir hans gaf leigusala sínum mynd- ina, hefur nú dúkkað upp að nýju að því er hollenska Breda-safnið greindi frá í vikunni. Myndin, sem kölluð hefur verið Hús í Haag, fannst í safni „trausts“ listaverkasafnara og er Ron Dirven, sérfræðingur Breda- safnsins, sannfærður um að um raunverulega Van Gogh-mynd sé að ræða. „Við erum sannfærð um að myndin sé ósvikin. Mikið af fyrstu verkum Vincents skildi móðir hans eftir í Breda. Verkið tilheyrði líka einhvern tíma frænda leigusala móður Vin- cents. Hún hlýtur að hafa gefið leigusalanum verkið og það eyk- ur á trúna að verkið sé ósvikið,“ hefur fréttavefur BBC eftir Dirven. Verkið og hvort það sé ósvik- ið, hefur hins vegar ekki enn verið metið af Van Gogh-safninu í Amsterdam. Í ár eru 150 ár liðin frá fæð- ingu Van Goghs. Tinni í hafminja- safninu Teiknimyndadrengurinn Tinni verður viðfangsefni sýningar í National Maritime Museum, haf- minjasafninu í Greenwich í London næstu mánuði. En stjórnendur sýningarinnar telja Tinna vel til þess fallinn að draga auk- inn gesta- fjölda að safn- inu. „Það er undarlegasta fólk sem er hrifið af Tinna, hafði Guardian eftir Roy Clare, stjórnanda safnsins. „Ég er kannski að ræða við valdamikla menn í viðskiptum og þeim vöknar um augun við tilhugs- unina um Tinna.“ Meðal þeirra muna sem finna má á sýningunni eru elstu teikn- ingar af Tinna sem vitað er um og portrett Andy Warhols af Hergé, höfundi Tinna. Síðasti súrreal- istinn látinn GORDON Onslow Ford, síðasti eftirlifandi meðlimur súrreal- istanna, lést nú í vikunni. On- slow, sem var 91 ára er hann lést, gekk til liðs við súrreal- istahreyf- inguna sem stýrt var af Andre Bret- on árið 1938. On- slow Ford starfaði með þeim til ársins 1944 er hann stofnaði listhópinn Dynaton í Bandaríkjunum, og hóf undir formerkjum hringja-, depla- og línuverka-leitina að því að túlka „innri heima“. Síðari ár ævi sinnar starfaði Onslow Ford að list sinni í af- skekktum hæðum í nágrenni In- verness-samfélagsins í norður- hluta Kaliforníu. Týndur Van Gogh fundinn á ný ERLENT Sjálfsmynd af Van Gogh. Þeir Tinni og Tobbi verða í hafminja- safninu í London. Determination of Gender eftir Gordon Onslow Ford. LANGT er liðið síðan Platón ásakaði lista- menn um að leiða almenning frá raunveruleik- anum með því að sýna eftirlíkingar (mimesis) af útliti hluta í stað eðlis þeirra. Margt hefur breyst frá þeim tíma. Í fyrsta lagi hefur mynd- listin tekið stakkaskiptum og í öðru lagi höfum við aðrar hugmyndir og vitneskju um raunveru- leikann og eðli hluta í dag en Grikkir höfðu til forna. Eðli hluta hefur þó verið rannsóknarefni allt frá tímum Grikkja, allavega síðan að Her- akleitos (540–480 fk) velti því fyrir sér, talsvert fyrir daga Sókratesar, hvort að einn hlutur sé sami hluturinn í einum tíma til annars. Í sýningarsal Íslenskrar grafíkur er sýning sem snertir ýmsar vangaveltur um hluti, en það er sýning Önnu Snædísar Sigmarsdóttur, „Und- irheimar heimilisins“. Hefur listakonan tekið fyrir hversdagshluti heimilis og unnið með þá í olíuþrykk. Aðferðin er einföld. Listakonan tekur mót af hlutunum, ber á það olíulit, þrykkir á plöturnar og skilur þar með eftir ummerki hlut- anna, eins og lengi tíðkaðist þegar nýfædd börn komu í heiminn og il og lófi þeirra voru lituð og svo þrýst á blað til að skrásetja eða festa tilvist þeirra á mynd. Þetta er aðferð sem ýmis frum- menningarsamfélög hafa notað til myndsköp- unar allt aftur til hellasamfélaga þar sem hand- aþrykk er að finna á hellisveggjum. Þessi frumstæða aðferð er á margan hátt skopleg þegar kemur að hlutum eins og ritvél og upp- þvottavél sem Anna þrykkir í tvívíða mynd, en tilvist slíkra tækja felst í virkni þeirra, þ.e. staf- irnir sem festast á blað og hreint leirtau. Þau ummerki sem Anna sýnir felast einungis í útliti hlutanna eins og Platón setti út á hér forðum. Ekki má þó gleyma að með aðferðinni er lista- konan ekki síður að spá í eðli graflistarinnar og að auki notar hún mót af hlutunum en ekki hlut- ina sjálfa sem stimpil og er fjarlægð hlutarins við myndina því orðin önnur en bein ummerki. Eftir standa nefnilega sjálfstæðar grafíkmyndir sem eru „óhlutbundnar“ að forminu til. Hugmyndin að baki verkanna virðist enn í nokkurri mótun hjá listakonunni sem og mynd- ræn útfærslan. Það er þó margt umhugsunar- vert varðandi þessi verk Önnu. Í heimspekinni hefur verið rætt um svokallaðan „perspektiv- isma“ sem segir að við skynjum hluti út frá því sjónarhorni sem við gefum þeim. Hlutir eru þannig séð bara ólík sjónarhorn. Má í því sam- bandi segja að með olíuþrykkum sínum gefi Anna sjónarhorn á hversdagshluti heimilisins sem kannski fær fólk til að líta öðruvísi á þá en áður. Vélrænt ferli Í Listasafni ASÍ stendur yfir fyrsta einkasýn- ing Guðnýjar Guðmundsdóttur á Íslandi, en hún hefur búið og starfað í Hamborg síðan hún lauk listnámi þar í borg árið 2001. Sýningin nefnist „Þýskur reiðskóli“ og samanstendur af ljós- myndum, skúlptúr og teikningum. Titilinn notar listakonan sem samlíkingu á milli flokkunar í reiðskóla og þjóðfélags, eða stéttarflokkunar. Í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu líkti listakonan þessari flokkun þjóðfélagsins við vél þar sem fólki er beint inn á ólíkar brautir, eftir hent- ugleika. Í þessu sama viðtali gaf hún einnig út yfirlýsingar um listaverk sín – að hún taki lífið úr teikningum sínum svo þær fjalli ekki um sig (listakonuna), að hún hafi ekki áhuga á að tjá sig um hluti sem hún hefur persónulegan áhuga á, geri ekki ráð fyrir að fólk sem komi á sýninguna hafi sérstakan áhuga á persónu hennar og sitt- hvað fleira í þá áttina. Mér finnst spurning hvort þessar konkret-konseptúal hugmyndir um „ópersónulegu listina“ eigi ennþá erindi í sam- tímalistir þar sem sérkenni listamanns eru það sem aðskilur hann frá öðrum listamönnum, gera hann einstakan. Sérkenni koma ekki bara fram í hispurslausum efnistökum eða missterkum lín- um í teikningu. Þau koma fram í afstöðu, lífssýn, markmiði, nálgun við listina o.s.frv. Það er akk- úrat þessi ákvörðun listakonunnar að teikna á þetta „hönnunarlegan“ hátt sem gerir teikning- arnar persónulegar. Og að auki iða þær af lífi eins og reyndar sýningin öll. Í kjallara safnsins sýnir listakonan teikningar sem hún vann ásamt Jonathan Meese, sem er listamaður er hefur verið að skapa sér ágætan orðstír í alþjóðlegum myndlistarheimi og farið að bera á í ýmsum listtímaritum og bókum. Um er að ræða hóp teikninga sem hanga tvær hlið við hlið, annars vegar „sjálfráðar“ teikningar eftir Meese og svo nosturslegar teikningar Guð- nýjar af konu sem horfir á veröldina í gegnum ýmsa vélræna hluti eða myndavélar. Einnig eru ljósmyndir af listakonunni og Meese saman í góðum gír sem gefa til kynna að samband þeirra sé nokkuð náið og „persónulegt“ líf hennar er þar með nokkuð borðleggjandi á sýningunni. Mér er annars ekki alveg ljóst hvernig Meese kemur inn í þema sýningarinnar og ekki er um augljósa samsköpun að ræða nema þá að hafa gaman saman. Af þeim sökum finnst mér þetta síðri partur á sýningunni, eilítið marklaus. Inn- setningin í Ásmundarsal er aftur á móti mjög sannfærandi og vönduð, handverkið nosturslegt og fínlegt. Vel er unnið inn í rýmið og skipar sýningin í Ásmundarsal sér í hóp þeirra athygl- isverðari sem ég hef séð hér á landi það sem lið- ið er af árinu. Margt í verkum Guðnýjar má setja í sam- hengi við kenningar upphafsmanns bresku raunhyggjunnar, Johns Locke (1632–1704), sem sagði m.a. að alheimurinn hagaði sér eftir vél- rænum lögmálum og að skynjun okkar á hlutum og efni byggðist á vélrænu ferli sem svo skapar mynd í huga okkar, sbr. konan sem horfir á ver- öldina í gegn myndavélar. Hug-myndin er þá hluturinn eins og við skynjum hann, ekki endi- lega hluturinn eins og hann er. Verk Guðnýjar vísa til vélrænnar flokkunar eða ferlis, einhverskonar rúllandi færibands. Fyr- irmyndirnar eru sóttar í ólíkar áttir, vinnuvélar, kranar, fólk, hestar o.fl. sem fléttað er saman á skemmtilegan máta og til verður frásögn sem er órökræn en flæðandi. Þannig gefur listakonan áhorfandanum algert frelsi til að upplifa sýn- inguna á eigin forsend- um. Ásýnd andans Eitt sem kenningar Lockes gerðu ekki ráð fyrir var að í manninum væri andi eða sál. Á þeim forsendum hafnaði írski heimspekingurinn og biskupinn George Berkeley (1685–1753) kenningunum og reynd- ar áþekkum kenningum Descartes og Boyle. Svar Berkeleys við t.d. yfirlýsingu Descartes, „Ég hugsa þessvegna er ég“ var „Að vera er að skynja“. Berkeley gekk út frá því að það væri enginn efnislegur kjarni, aðeins andlegur kjarni og að efnishlutir væru ekkert annað en skynj- anir sem guð léti mönn- um í té. Gunnar Örn Gunnars- son er listamaður sem nálgast myndlistina á andlegum forsendum eða sem andlega leit. Gunnar sýnir þessa dag- ana fimm málverk í and- dyri Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Sálir“. Verk Gunnars hafa tekið talsverðum umskiptum frá því að hann vakti fyrst athygli á áttunda áratug síðustu ald- ar. Þessi umskipti eru ekki vegna listrænna vangaveltna heldur andlegra og miðast listræn þróun hans síðustu ár algerlega við þá andlegu. Gunnar fæst við algenga þraut innan myndlist- arinnar, þ.e. að ná fram andanum í efninu. Hafa sálir verið viðfangsefni eða rannsóknarefni hans um nokkurt skeið og í málverkunum myndgerir Gunnar þessi fyrirbæri sem við höfum enga áþreifanlega vitneskju um að séu til. En ef gengið er út frá hugmyndum Berkeleys ættum við samt að skynja sálir eins og við skynjum rit- vél eða uppþvottavél, væri það vilji guðs. Sálir í myndum Gunnars hafa samskonar lög- un og mannsandlit, kannski vegna merkingu orðsins „andlit“, sem er „ásýnd andans“. Það sem virðist helst breytt frá sýningu hans í Listasafni ASÍ, „Sálir og skuggar“ sem var fyrr á þessu ári, er að myndirnar eru hverfulli og myndflöturinn tómari, minna nú meira orðið á bandaríska litaflæmið og Post-painterly-málar- ana um og eftir 1960, en markmið þeirra var einmitt að ná fram heilagleika og ægifegurð (Sublime). Litaflæmismálarinn Barnett Newm- an, sem dæmi, átti það til að kalla verk sín „Cathedrals“ (dómkirkjur) til vitnis um mark- mið sitt. Það má því með sanni segja að Gunnar Örn Gunnarsson standi ekki í stað, sé í stöðugri þróun, andlegri sem listrænni. Hlutir eins og við skynjum þá MYNDLIST Sýningarsalur Íslenskrar grafíkur OLÍUÞRYKK ANNA SNÆDÍS SIGMARSDÓTTIR Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá 14–18. Sýningu lýkur 23. nóvember. Listasafn ASÍ BLÖNDUÐ TÆKNI GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga frá 13–17. Sýningu lýkur 23. nóvember. Hallgrímskirkja MÁLVERK GUNNAR ÖRN GUNNARSSON Opið alla daga frá 9–18. Sýningu lýkur 1. desember. Jón B.K. Ransu Geymslubox Önnu Snædísar Sigmarsdóttur þrykkt á MDF-plötu. Sálir í túlkun Gunnars Arnar Gunnarssonar. Frá sýningu Guðnýjar Guðmundsdóttur í Ásmundarsal Listasafns ASÍ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.