Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 15
Í GERÐUBERGI verður í dag
kl. 13 opnuð sýning á mynd-
skreytingum úr nýútkomnum
barnabókum sem sam-
anstendur af myndum úr
flestum þeim íslensku barna-
bókum sem komið hafa út á
árinu. Þeir sem taka þátt í
sýningunni eru einnig til-
nefndir til íslensku mynd-
skreytiverðlaunanna Dimma-
limm sem afhent verða 8.
desember. Í ár verða sýndar
myndir úr nær fjörutíu bókum
eftir tuttugu og sjö mynd-
skreyta, m.a. Höllu Sólveigu
Þorgeirsdóttur, Sigrúnu Eld-
járn, Brian Pilkington, Ólaf
Gunnar Guðlaugsson, Cindy
Leplar, Halldór Baldursson,
Guðjón Ketilsson og Áslaugu
Jónsdóttur.
Á sýningunni gefst börnum
kostur á að velja þá mynd-
skreytingu sem þeim þykir
best. Sýningin stendur til 11.
janúar og verða úrslit kunn-
gerð að lokinni sýningu. Sýn-
ingin er unnin í sam-
vinnu við Fyrirmynd,
Félag íslenskra mynd-
skreyta.
Viltu lesa fyrir
mig?
Í framhaldi af opnun-
inni um kl. 13.30, verð-
ur hinn árlegi barnadag-
ur Viltu lesa fyrir mig?
Þar lesa úr bókum sín-
um höfundarnir Áslaug Jóns-
dóttir, Bergljót Arnalds, Ólaf-
ur Gunnar Guðlaugsson,
Björk Bjarkadóttir, Haraldur
S. Magnússon og Iðunn
Steinsdóttir. Sveppi les sög-
ur af diskinum Álfar og tröll.
Aðalsteinn Ásberg og Anna
Pálína bregða á leik og kynna
dagskrána, syngja og sprella.
Barnadagur
í Gerðubergi
Lífsglöð æska úr Reykjanesbæ.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 15
Laugardagur
Langholtskirkja kl. 14
Óratorían Messías eftir
Handel í flutningi Kórs Lang-
holtskirkju
og ein-
söngv-
aranna
Ólafar
Kolbrúnar
Harð-
ardóttur,
Þóru Ein-
arsdóttur,
Mörtu
Hrafns-
dóttur, Björns I. Jónssonar,
Bergþórs Pálssonar og Við-
ars Gunnarssonar.
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti kl. 14 „Frá
skizzu til titrandi tóns“ er yf-
irskrift dagskrár í tilefni 30
ára starfsmælis og 50 ára
afmælis Áskels Mássonar
tónskálds. Af tilefninu heldur
hann sýningu á tónverkum,
frá upphafi til enda. Tónlist-
armenn flytja verk eftir Áskel.
Borgarleikhúsið kl. 15.15
Arna Kristín Einarsdóttir leik-
ur einleik á flautu. Hún teflir
saman eigin ljóðum, sem
varpað er á myndflöt með
lýsingu Kára Gíslasonar
ljósahönnuðar og ólíkum ein-
leiksverkum eftir íslenska og
erlenda nútímahöfunda og
fyrri tíðar meistara.
Víðistaðakirkja kl. 16
Lúðrasveit Hafnarfjarðar flyt-
ur marsa og sólóverk, m.a.
lagið Bossanova úr kvikmynd
Austin Powers Soul og
Wunderland bei Nacht.
Stjórnandi Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar er Þorleikur
Jóhannesson og eru þetta
fyrstu tónleikarnir undir hans
stjórn.
Íslenska óperan kl. 20
Óperan Werther eftir Jules
Massenet verður frumsýnd í
stuttformi. Með hlutverk fara
fastráðnir söngvarar Óp-
erunnar og fjögurra manna
hljómsveit.
Gerðarsafn kl. 15 Sýning
á japanskri samtímabygging-
arlist 1985–1996. Þar gefur
að líta fjölmargar ljósmyndir
af margs konar byggingum í
Japan frá umræddu tímabili.
Thorvaldsen, Austur-
stræti kl. 17 Í tilefni útgáfu
ljósmyndaljóðabókarinnar
K.U.K.L. verður opnuð ljós-
myndasýning með verkum
Jónatans Grétarssonar ljós-
myndara. Signý Kristinsdóttir
og Silja Þorbjörnsdóttir
sömdu ljóðin og voru með í
því að „stílesera“ myndirnar.
Sýningin stendur til 3 janúar.
Edinborgarhúsið, Ísafirði,
kl. 16 Á árlegri bókmennta-
vöku lesa úr verkum sínum
Jón Páll Halldórsson, Guð-
mundur Andri Thorsson,
Guðmundur Steingrímsson,
Vigdís Grímsdóttir og Sjón.
Flutt verður lifandi tónlist.
Grensáskirkja kl. 14
Nemendur Nýja tónlistarskól-
ans halda samspilstónleika.
Fram koma hljóðfæraleikarar
úr öllum stigum námsins sem
hafa tekið þátt í samspils-
þema, sem fram hefur farið
síðasta mánuðinn í skól-
anum.
Sunnudagur
Ráðhús Reykjavíkur kl.
14 Almenni músíkskólinn og
Harmonikumiðstöðin efna til
harmonikutónleika sem lýkur
með leik Skæruliðanna, sem
er um 30 manna harm-
onikusveit skólans. Kl. 16
koma fram einleikarar og
harmonikuhópar.
Áskirkja kl. 17 Kór Ás-
kirkju og einsöngvarar flytja
Gloriu í D-dúr R589 eftir
Antonio Vivaldi og
jólaóratoríu fyrir fimm ein-
söngvara, kór og hljómsveit
eftir Camille Saint-Saëns.
Langholtskirkja kl. 17
Björn Jónsson og Þóra Ein-
arsdóttir halda tónleika í tón-
leikaröðinni „Blómin úr garð-
inum“. Þau flytja Ítölsku
ljóðabókina eftir Hugo Wolf.
Undirleikari þeirra er Kristinn
Örn Kristinsson.
Bústaðakirkja kl. 20
Kammermúsíkklúbburinn.
Flutt verða tvö verk: Kvintett í
A-dúr fyrir klarínettu, tvær
fiðlur,
víólu og
selló K.
581 eftir
Mozart og
Oktett í
F-dúr, D.
803 fyrir
tvær fiðlur,
víólu,
selló,
kontra-
bassa, klarínettu, horn og
fagott.
Salurinn kl. 20 Útgáfu-
tónleikar Óskars Péturssonar,
Aldrei einn á ferð, end-
urfluttir. Sérstakur gestur
Óskars er Sigrún Hjálmtýs-
dóttir.
Tónlistarskóli Garða-
bæjar kl. 20.30
Ómar Guðjónsson leikur
djass af nýútkominni sóló-
plötu sinni, Varma land. Með
Ómari leika Óskar Guð-
jónsson á saxófón, Jóhann
Ásmundsson á kontrabassa
og Helgi Svavar Helgason á
trommur.
Gerðarsafn kl. 15 Leið-
sögn um sýninguna Manna-
myndir. Sigríður Jóhanns-
dóttir og Leifur Breiðfjörð
segja gestum safnsins frá
verkunum og samstarfi sínu í
veflistinni.
Þriðjudagur
Íslenska óperan
kl. 12.15
„Uxahali í hádeginu“. Flutt
verða atriði úr Rósaridd-
aranum
eftir Rich-
ard
Strauss.
Söngvarar
með Davíð
Ólafssyni
á þessum
tónleikum
eru þau
Hulda
Björk Garðarsdóttir sópran,
Sesselja Kristjánsdóttir
mezzósópran, Snorri Wium
tenór og Ólafur Kjartan Sig-
urðarson baríton.
Salurinn kl. 20 Britten fyrir
tenór og hörpu. Garðar Thór
Cortes og Elísabet Waage
leika verk eftir Benjamin
Britten.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
kl. 20.30
Útgáfutónleikar Söng-
kvartettsins Rúdolfs, sem
fagnar um þessar mundir út-
gáfu geisladisksins Allt ann-
að! Rúdolf skipa þau Sigrún
Þorgeirsdóttir sópran, Soffía
Stefánsdóttir alt, Skarphéðinn
Hjartarson tenór og Þór Ás-
geirsson bassi.
Miðvikudagur
Norræna húsið
kl. 12.30
Graduale Nobili syngur ís-
lensk og erlend verk á há-
skólatónleikum. Stjórnandi er
Jón Stefánsson. Flutt verða
verk eftir Báru Grímsdóttur,
Hildigunni Rúnarsdóttur,
Hjálmar H. Ragnarsson, Jón
Ásgeirsson (úts.), Javier
Busto, Matti Hyökki (úts.),
Gustav Holst, Robert Sund,
Alice Tegner og Giuseppe
Verdi.
Ýmir kl. 20 Strætókórinn
fylgir nýrri geislaplötu sinni
úr hlaði með tónleikum. Dav-
íð Ásgeirsson er undirleikari
kórsins á tónleikunum.
Fimmtudagur
Sunnusalur
Hótel Sögu kl. 18
Vinafélag SÍ býður til sam-
verustundar fyrir tónleika
kvöldsins. Árni Heimir Ing-
ólfsson og
Atli Heimir
Sveinsson
ræða verk
á tónleik-
unum með
hjálp flyg-
ilsins og
hljóm-
tækja. Að-
gangseyrir
er 1.000
kr., boðið er upp á súpu og
kaffi.
Háskólabíó kl. 19.30
Sinfóníuhljómsveit Íslands
flytur Frón eftir Áskel Más-
son, Píanókonsert nr. 2 eftir
Sergej Rakhmanínov og Sin-
fóníu nr. 5 eftir Jean Sibelius.
Einleikar er píanóleikarinn
Lev Vinocour. Hljómsveit-
arstjóri er Rumon Gamba.
Wolfgang
Amadeus Mozart
Viðar
Gunnarsson
Davíð Ólafsson
Lev Vinocour
Morgunblaðið/Þorkell
Margrét Jóelsdóttir og Daði Sverrisson á æfingu í Salnum.
Margrét Jóelsdóttirþreytir burtfar-arpróf frá Tónlist-arskólanum í
Reykjavík í Salnum kl. 14 í
dag.
Á efnisskránni eru Sónata í h
moll K 87 og Sónata í h moll
K. 27 eftir Domenico Scar-
latti, Sónata
fyrir tvö pí-
anó í D dúr
K.V. 448
eftir W.A.
Mozart, tvær prelúdíur (2.
bók) eftir Claude Debyssy,
Etýða í cís moll op. 2 nr. 1
eftir Alexander Skrjabín og
Ballade nr. 4 í f moll op. 52
eftir Frederic Chopin og
Allegro barbaro eftir Béla
Bartók. Meðleikari Margrétar
í verki Mozarts er Daði Sverr-
isson. Margrét hóf píanónám
í Tónlistarskóla Seltjarnarness
þar sem kennarar hennar
voru Jón Karl Einarsson og
Guðmundur Magnússon.
Haustið 1997 hóf hún nám
hjá Halldóri Haraldssyni við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Hún lauk píanókennaraprófi
frá skólanum vorið 2002 og
tekur nú burtfararprófið.
Hvernig leggst það í þig að
halda einleikstónleika nú?
„Prófið mitt er ekki tekið á
hefðbundnum tíma en þau
eru yfirleitt haldin á vorin, en
tónleikarnir leggjast bara vel
í mig. Því er þó ekki að neita
að það tekur svolítið á taug-
arnar en ég tel það hollt að
fara í gegnum þessa próf-
raun. Æfingar fyrir prófið
hafa verið nokkuð strangar
en alls ekki yfirþyrmandi.“
Hvers vegna valdir þú þessa
efnisskrá?
„Ég hugsaði fyrst og fremst
um fjölbreytnina og að hafa
verkin frá flestum tímum tón-
listarsögunnar. Þau eru valin
með það í huga að sýna
ákveðna breidd hvað tækni
og annað varðar. Einnig eru
verkin valin með það fyrir
augum að þau höfði til sem
flestra. Ég byrja tónleikana á
verki eftir aldursforseta þess-
ara tónskálda, Scarlatti. Mér
finnst hún einstaklega falleg
þessi sónata í h-moll (K87)
og fyrir hana fórnaði ég Bach
sem togaði fast í mig. Síðan
flytjum við Daði klassíska og
mjög skemmtilega sónötu
Mozarts. Þessi sónata hefur
alltaf verið í miklu uppáhaldi
hjá mér og ég sá þarna prýð-
istækifæri til að æfa hana. Ég
skal viðurkenna að uppá-
haldstónskáldið mitt er meist-
ari Beethoven. En stóra B-ið
varð að lúta í lægra haldi að
þessu sinni, því mér fannst
mjög spennandi að flytja
sónötu Mozarts, m.a. vegna
þess að hún er fyrir tvö pí-
anó. Fyrsta verkið eftir hlé er
ansi hávaðasamt, Allegro
barbaro eftir Béla Bartók.
Það er mjög töff og reynir
ansi vel á. Debussy er dul-
arfyllri en með honum förum
við bæði til Indlands og
Spánar. Svo kemur Etýða
Skrjabíns í cís-moll mild og
róleg og að endingu flyt ég
Ballöðu nr. 4 í f-moll eftir
Chopin. Mér finnst þessi ball-
aða mjög krefjandi verk og
vandmeðfarin en einstaklega
vel samin.“
Er tónlistin mikilvæg fyrir þig?
„Ég hef frá því ég man eftir
mér haft áhuga á tónlist. Byrj-
aði sjö ára og lærði á blokk-
flautu og þverflautu. Ég ætl-
aði mér alltaf að starfa við
þetta. Núna er ég píanó-
kennari í Tónmenntaskól-
anum í Reykjavík og stefni til
Svíþjóðar í framhaldsnámi en
það verður erfitt að hætta hjá
Halldóri, hann er einstaklega
fínn kennari.“
Erfitt að hætta
hjá Halldóri
STIKLA
Burtfararpróf
í Salnum
helgag@mbl.is
Næsta v ika menning@mbl.is
Myndlist
Borgarbókasafn,
Tryggvagötu: Passion.
Það nýjasta í gerð teikni-
myndasagna í Svíþjóð. Til
30. nóv.
Gallerí Fold: Dominique
Ambroise. Til 30. nóv.
Gallerí Skuggi, Hverf-
isgötu 39: Ágústa Odds-
dóttir og Margrét O. Leó-
poldsdóttir. Til 23. nóv.
Gallerí Veggur, Síðu-
múla 22: Leifur Breiðfjörð.
Til 3. des.
Gerðarsafn: Sigríður Jó-
hannsdóttir og Leifur Breið-
fjörð. Japönsk samtíma
byggingarlist 1985–1996.
Til 7. des.
Gerðuberg: Myndskreyt-
ingar úr nýjum barnabók-
um. Til 11. jan.
Hafnarborg: Jón Baldur
Hlíðberg og John Th. Josef-
sen. Til 24. nóv. Afmælissýn-
ing Hafnarborgar. Til 22.
des.
Hallgrímskirkja: Gunnar
Örn. Til 1. des.
Hús málaranna, Eið-
istorgi: Erla B. Axelsdóttir.
Til 30. nóv.
i8, Klapparstíg 33:
Hreinn Friðfinnsson. Undir
stiganum: Magnús Logi
Kristinsson. Til 10. jan.
Íslensk grafík, Hafn-
arhúsi: Anna Snædís Sig-
marsdóttir. Til 23. nóv.
Listasafn ASÍ: Guðný Guð-
mundsdóttir. Til 23. nóv. Ar-
instofa: Úr eigu safnsins. Til
4. des.
Listasafn Akureyrar:
Eggert Pétursson. Aaron
Michel. Til 14. des.
Listhús Ófeigs: Ína Sal-
óme. Til 30. nóv.
Listasetrið Akranesi: El-
ínborg Halldórsdóttir. Til 7.
des.
Kling og Bang, Lauga-
vegi 23: David Diviney. Til
23. nóv.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið laugardaga
og sunnudaga kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1960–80. Til 11.
jan.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Kristinn Pálmason.
Til 7. des.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Nútíma-
maðurinn. Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhúsi: Ólafur Magn-
ússon – konunglegur hirð-
ljósmyndari. Til 4. jan.
Dominique Perrault arki-
tekt. 21. des. Erró-stríð. Til
3.1.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstöðum: Ferða-
fuða. Myndlistarhúsið á
Miklatúni. Til 25. jan.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Verk Sigurjóns
í alfaraleið. Til 30. nóv.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur: Magnús Ólafsson
ljósmyndari. Til 1. des.
Safn – Laugavegi 37: Op-
ið mið.–sun. kl. 14–18. Ís-
lensk og alþjóðleg samtíma-
listaverk. Breski
listamaðurinn Adam Barker-
Mill. Lawrence Weiner:
Fimm nýjar teiknimyndir. Til
1. mars. Hreinn Friðfinns-
son. Til 15. febr.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Vatnslitamyndir Lenu And-
ersson í bókinni Lilja í garði
listmálarans. Til 24. nóv.
Skálholtsskóli: Stað-
arlistamenn – Jóhanna Þórð-
ardóttir. Jón Reykdal. Til 1.
febrúar.
Skaftfell, Seyðisfirði:
Garðar Eymundsson. Til 23.
nóv.
Slunkaríki, Ísafirði: Hall-
dór Ásgrímsson. Til 7. des.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Skáld mánaðar-
ins – Matthías Johannessen.
Þjóðarbókhlaða: Smekk-
leysa í 16 ár. Til 23. nóv.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Ríkarður
þriðji, lau. Dýrin í Hálsa-
skógi, lau., sun. Veislan,
sun., þrið. Pabbastrákur, fös.
Frumleikhúsið Keflavík:
Græna landið, sun.
Borgarleikhúsið: Lína
Langsokkur, lau., sun. Öfugu
megin uppí, lau., fös.
Commonnonsense, lau.
Kvetch, sun., fös. Grease,
mið.
Loftkastalinn: Erling, lau.,
fös.
Iðnó: Sellófon, fim. Ten-
órinn, lau.
Tónlistarhúsið Ýmir:
100% hitt, lau., sun., fös.
Tjarnarbíó: Ævintýrið um
Augastein, sun.