Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 2003 V arla hafa fréttir borist af glæsilegri opnun í túrbínu- salnum í Tate Modern, þar sem Ólafur Elíasson heillar sýningargesti upp úr skón- um með dulúðugri ofanbirtu sinni, fyrr en upp koma áhyggjufullar raddir sem saka frændur okkar Dani um að vilja „eigna“ sér listamanninn. Skjálftinn stafar af þeim ein- falda „lapsus“ einhverra dagblaða í Englandi að tíunda ekki nægilega uppruna Ólafs. „Það verður að koma í veg fyrir það með öllum til- tækum ráðum,“ fylgir sögunni á öldum ljós- vakans, „að Danir hremmi drenginn beint fyrir framan nefið á okkur og telji sinn. Við verðum að drífa í því að heiðra hann með einhverjum hætti.“ Það fylgir ekki sögunni að um árabil hefur Ólafur búið í Berlín og því er ekki síður hætta á því að Þjóðverjar eigni sér hann og telji til sinna manna. Það er heldur ekki vikið að því einu orði hvað Ólafur sjálfur leggur til mál- anna. Hann hlýtur þó að vera dómbær um- sagnaraðili. Varla eignar nokkur sér lifandi mann án hans samþykkis. Sannleikurinn er sá að Ólafur telur sig Íslending og vill gjarnan vera tekinn sem slíkur, að minnsta kosti hér á landi, enda talar hann íslensku með miklum ágætum. Þá eru fjölmörg verka hans sprottin af upplifun frammi fyrir íslenskri náttúru. Hitt er jafn óræk staðreynd að hann er alinn upp í Danmörku, þar sem hann hlaut almenna menntun sína og listmenntun. Þó svo að það hefði ekki ráðið úrslitum um frægð hans þá er næsta víst að Ólafur væri varla búinn að leggja undir sig túrbínusalinn í Tate Modern ef hann hefði alið allan sinn aldur á Íslandi. Hversu sárt sem það kann að hljóma þá hefðum við verið ófærir um að koma honum þangað sem hann er núna. Kalt mat segir einfaldlega að við höfum ekki komið einum einasta listamanni til frægðar úti í hinum stóra heimi. Það má að vísu deila um það hvort hljóm- sveitin Sigurrós sé undantekningin, en Björk Guðmundsdóttir væri varla stödd þar sem hún er nú án langdvalar í Lundúnum, studd dygg- um breskum aðdáendum. Hið sama má segja um óperusöngvarana okkar, Kristján Jóhanns- son og Kristin Sigmundsson. Frama sinn eiga þeir væntanlega öðrum að þakka en okkur. Þá er spurning hvort Halldóri Laxness hefði hlotnast Nóbelsverðlaunin hefðu þau verið ís- lensk. Og víst er að ef innlendur listheimur hefði mátt ráða væri Erró ekki skærasta myndlistarnafn okkar í Frakklandi. Ólafur Elíasson hafði einmitt orð á þessum vanda okkar í stóru og viðamiklu viðtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, á síðum Morgun- blaðsins, fyrir fáeinum mánuðum. Þar hélt hann því réttilega fram að það væri ekki nægi- legt einni þjóð að eiga efnilega listamenn. Hún yrði að geta búið í haginn fyrir framlag þeirra með öflugu stuðnings- og styrktarkerfi. Ekki væri lengur litið upp til þjóða fyrir listamenn þeirra heldur hitt, hvaða skilyrði þær byðu þeim. Listheimurinn byggist nú orðið nær al- farið á þéttum samskiptum milli þjóða þannig að listamenn verða að njóta stuðnings þegar þeir sækja út fyrir landsteinana. Að leggja of- uráherslu á heimamarkað eins og hér er gert, án frekari stuðnings til útrásar, telst til ein- angrunarstefnu af verstu tegund. Frakkar kærðu sig ekkert um að eigna sér Picasso. Þeim nægði að hann vildi heldur búa hjá þeim en heima á Spáni. Í orðabókum telja þeir tónskáldið og píanóleikarann Frédéric Chopin meira að segja pólskan þó svo að hann dveldi í París alla starfsævi sína og ætti sér franskan föður. Hið sama gildir um Hollend- inginn van Gogh, Rússana Kandinsky og Chagall, rúmenska myndhöggvarann Brancusi og bandaríska listamanninn og ljósmyndarann Man Ray. Þótt þeir eyddu stórum hluta ævinn- ar, eða nær allri, á franskri grund eru þeir al- mennt kenndir við uppruna sinn. Ef farið er í saumana á Tvíæringnum í Fen- eyjum kemur margt skemmtilegt í ljós varð- andi þjóðir og listamenn. Verðlaunahafinn frá Lúxemborg, Su-Mei Tse, er vissulega fædd í hertogadæminu, en uppruninn er eins og nafn- ið bendir til allur annar. Hollendingar flagga fimm fulltrúum í þjóðarskála sínum. Af þeim eru þó aðeins tveir hollenskir. Hinir eru frá Mexíkó, Benín í Vestur-Afríku og Spáni. Þar sem annar Hollendinganna, Erik van Lies- hout, beinir athygli sinni aðallega að fjölmenn- ingarlegu umhverfi suður af Rotterdam, með hrörlegum heimasmíðuðum bíósal, áföstum hollenska skálanum og myrkvuðum með pers- neskum teppum, er ekki mikið eftir af hol- lenskum anda í annars athyglisverðu sam- hengi. Eða hvað skal segja um Kanada, þar sem Jana Sterbak, tékknesk að uppruna og að minnsta kosti jafn tékknesk í anda og Ólafur Elíasson er íslenskur, lætur lítinn terrier- hvolp hlaupa „ímyndað“ frá Kanada til Fen- eyja með myndbandstökuvél á bakinu? Ástr- alar eru ámóta lausir við þjóðlega hreintrúar- stefnu. Fulltrúi þeirra er Patricia Piccinini, fædd í Sierra Leone af ítölskum ættum. Óhugnanlegt og nærgöngult verk hennar „Við erum fjölskylda“, sem fjallar um hugsanlegt erfðafræðislys, er fullkomlega alþjóðlegt. Hið sama má segja um enn áleitnari myndbanda- skipan Michal Rovner, „Time left“ – „Það sem eftir er“ – í sýningarskála Ísraels. Hjá þessari athyglisverðu listakonu, sem ekki hefur búið í Ísrael frá 1987, er mannlegu samfélagi og stjórnlausri offjölgun þess lýst sem iðandi maurabúi og bakteríuflóru. Ekkert í „heims- ádeilu“ þessarar ágætu listakonu getur talist vera á þjóðlegum nótum. Ef til vill er kórónan á fallvaltri þjóðrækni í Kastalagörðunum afar áleitin sýning Kamera skura-hópsins og Kunst-fu í skála Tékklands og Slóvakíu. „Superstar“ þeirra sýnir Krist sem fimleikamann, frosinn í krossfestingar- stellingu í fimleikahringjunum í miðju rýminu. Í myndbandsvarpi á langveggjum skálans er fimleikamaðurinn hylltur með áköfum hvatn- ingarhrópum og lófataki. Varla er hægt að skilja þetta gráglettna verk öðruvísi en sem gagnrýni á klofning Tékkóslóvakíu í tvö að- skilin ríki. Sagt er að íbúar nýju lýðveldanna séu jafn ósáttir við klofninginn nú og þeir voru eitt sinn með sameiginlegt ríki. Að lokum verður að geta tveggja mætra listamanna á sýningu Bonami og Svíans Dani- els Birnbaum, „Tafir og byltingar“, í ítalska skálanum, en báðir eru þar með sláandi verk. Annar er Carsten Höller, fæddur af þýskum foreldrum í Brussel í Belgíu, og búsettur í Stokkhólmi. Hitt er ítalski listamaðurinn Ru- dolph Stingel, búsettur í New York. Af nöfn- um, þjóðerni og búsetu beggja má ljóst vera að það eru fleiri en við Íslendingar sem reyta hár sitt yfir óljósu þjóðerni sinna bestu sona. Vandræði þessara þjóða ættu að vera okkur ei- lítil huggun. Ljósagangur þýsk-belgísk-sænska listamannsins Carstens Höller, „Y“, í ítalska skálanum í Fen- eyjum, er einhvers konar endurfæðingargangur. Heimasmíðað kvikmyndahús Eriks van Lieshout er fátækleg viðbót við hollenska skálann, enda má þar sjá myndefni um innflytjendur í nágrenni Rotterdam. ÞJÓÐERNI ÓLAFS ELÍASSONAR OG ANNARRA ALÞJÓÐLEGRA LISTAMANNA Erfðafræðihrollvekja Patriciu Piccinini „Við erum fjölskylda“, í ástralska skálanum, leiðir hugann að hættunum sem fólgnar eru í einræktun. E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N Morgunblaðið/Halldór Björn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.