Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 Þ að er talsverð undiralda í þessari bók þótt hún láti lítið yfir sér. Í henni eru þrír þræðir. Hún segir frá tófuskytteríi prests sem fer illa. Hún segir frá stúlku, Öbbu að nafni, með Downsheilkenni sem er hafnað af samfélagi sínu. Og hún segir frá dauða og greftrun þessarar stúlku í óvígðri mold. Að endingu eru þessar sögur dregnar saman á áhrifamikinn hátt og lesandinn skilinn eftir með óþægilega spurningu: Erum við virkilega svona? Sagan gerist á nítjándu öld og þú kallar hana á titilsíðu þjóðsögu. Með því ertu að vísa í ákveðinn sagnaarf og ákveðið bókmenntaform en þjóðsaga gæti líka merkt að þetta sé saga um þjóð, um það hvernig við erum. Ekki satt? „Jú, bókin er annars vegar leikur með þjóð- söguformið og þá sérstaklega í samskiptum séra Baldurs Skuggasonar við tófuna. Og raun- ar mætti finna fleiri tengingar við þjóðsögur sem eru oft prestasögur eða kímnisögur af hrekkjum. Í bókinni er líka myndbreytinga- saga sem er þekkt fyrirbrigði í þjóðsögum. En bókin er líka tilraun til að snerta á innri þáttum þjóðarinnar sjálfrar. Hún er raunar sproti sem vex út úr skáldsögunni Með titrandi tár sem ég gaf út fyrir tveimur árum og fjallaði um þjóð- rembu og það hvernig Íslendingar taka á móti útlendingum, hversu sjálfsuppteknir við erum að mörgu leyti. Í þessari bók hef ég sérstakan áhuga á per- sónunni Baldri sem sagan heitir eftir. Hann er venjulegur íslenskur ruddi en það fylgir þess- ari þjóð að dýrka slíka menn. Mig langaði til að skoða hvað gerðist ef ég færi inn að beini á slík- um rudda, hinum glaðbeitta, fyndna íslenska rudda. Í bókinni held ég að hann hætti smám saman að vera þessi skemmtilegi dóni og verði að endingu fyrirlitlegur villimaður. Bókin fjallar kannski um það að svona lítið samfélag á tvo möguleika þegar hið veika knýr dyra, að taka því vel eða illa. Í sögunni eru því mjög einföld gildi. Hún bendir okkur á að það að vera Íslendingur geri mann ekki endilega að góðri manneskju. Maður getur allt eins lært að vera góð manneskja af einhverri uppgötvun í svallveislu meðal Hafnarstúdenta, eins og Friðrik B. Friðjónsson sem er þriðja aðalper- sóna bókarinnar. Bókin er eiginlega ákall um heimsmennsku og upprifjun á því að það þurfti hreint og beint að kenna Íslendingum mannúð. Í öllum sam- félögum er væntanlega einhver innbyggð mannúð en saga okkar sýnir að við þurftum að læra að vera góð hvert við annað. Mannúðin kom að utan. En þjóðsagan hefur alltaf verið mér hugleik- in. Ég las Þjóðsögur Jóns Árnasonar meira og minna á aldrinum átta til tíu ára. Þá voru þær til heima hjá ömmu minni, sem bókin er til- einkuð, og ég plægði í gegnum þær. Þessi arfur hefur alltaf verið lifandi með mér, og verið í því sem ég hef skrifað. Þegar ég komst í kynni við súrrealismann var ég alltaf mjög meðvitandi um að í þjóðsögunni er mikið af aðferðum til þess að skoða veruleikann, og þessar aðferðir kallast á við auga súrrealistans. Íslendingar eiga þarna frásagnarform þar sem draumur og veruleiki mætast í sífellu, fáránleiki og mjög harður raunveruleiki.“ Það hefur verið talað um að þessi bók sé mjög frábrugðin þínum fyrri verkum. Hún er það kannski að einhverju leyti en í flestu þykir mér hún koma í beinu framhaldi af því sem þú hefur verið að gera. Kannski er þetta skýr- ingin. Fannst þér sjálfum að þú værir að fara í einhverja allt aðra átt með þessari bók? „Nei, á vissan hátt er ég að gera tilraun til þess að beita þeim skáldskapartækjum, sem ég hef verið að koma mér upp á síðustu tuttugu ár- um, á veruleika nítjándu aldarinnar sem bæði ég og lesendur komum að með fyrirframgefnar hugmyndir, svo sem um þjóðfrelsisbaráttuna, þjóðskáldin, vesturfarana og fleira. Mig lang- aði til þess að sjá hvert slík tilraun myndi leiða mig. Það má líka lesa bókina sem eins konar fram- hald af síðustu tveimur skáldsögum mínum, Augu þín sáu mig og Með titrandi tár, en þar vinn ég talsvert með þjóðsögur.“ Í viðtökum þessarar bókar hefur verið bent á að hún sé skiljanlegri en flest það sem þú hefur skrifað áður. Hefurðu verið illskiljanlegur? Eða er torræðnin ímynd sem þú hefur fengið vegna tengsla við þá óræðu skepnu súrrealism- ann? „Já, ég held það, frekar en hitt að skrif mín sé erfiðara að skilja en annarra. Ég lifi auðvitað með því að ég var barnungur súrrealisti í Breiðholtinu, án þess að það sé nein áþján. Margir kynnast mér sem fulltrúa furðulegra hluta en ég held að fólk komist að því þegar það les skáldsögur mínar að þær eru skrifaðar á skiljanlegu máli. Ég hef líka alltaf haft það í huga að skemmta lesandanum.“ En það má samt halda því fram að hið út- lenska og framandlega sé gildur þráður í ferli þínum. Súrrealisminn er dæmi um þetta, hann er kannski framndlegur í eðli sínu en segja má að þú og félagar þínir í Medúsu flytjið hann inn aftur á níunda áratugnum. Og svo er hið fram- andlega og útlenska líka áberandi þema í bók- unum þínum. „Já, Með titrandi tár fjallar um útlending sem kemur inn í íslenskt samfélag og Augu þín sáu mig gerist í smábæ í þýskalandi. Og Stál- nótt hefst á því að það er komið með fjögur demónsk örlagaegg á land úr undirdjúpunum. Engill, pípuhattur og jarðarber gerist í litlu þorpi við Miðjarðarhafið. Og í Skugga-Baldri takast á hið heimska og hið siglda. Þetta er greinilega umfjöllunarefni sem hef- ur sótt á mig og auðvitað má segja að þetta sé saga þessarar þjóðar, við erum eyþjóð og get- um ekki lifað án þess að vera í stanslausu sam- tali við hin miklu útlönd.“ En hugsanlega þykir fólki Skugga-Baldur auðveldari aflestrar vegna þess að þar vinnur þú með einfaldar andstæður að hætti þjóðsög- unnar, gott og vont, sakleysi og spillingu, nátt- úru og ónáttúru? „Já, ég hugsa það. Ég leyfi mér að hafa veru- leika sögunnar ekkert flókinn á yfirborðinu. Og þannig stíg ég skref til lesandans, en ekki endi- lega frá sjálfum mér. Mér þótti viðfangsefnið vera þess eðlis að það mætti ekki færa það í of flókinn búning. Ég valdi líka að staðsetja sög- una í fortíð vegna þess að sögulega skáldsagan gefur manni aukið svigrúm til þess að fjalla um mál sem eru mjög sár í samtímanum.“ Skilaboð sögunnar til samtímans eru í raun mjög skýr og endurspeglast að nokkru leyti í fyrrnefndum andstæðum. „Við lifum á tímum taumlausrar efnishyggju sem til dæmis birtist í dekri við líkamann. En vonandi er dýrkunin á hinum fullkomna líkama að ná hápunkti þannig að við getum farið að vera alla vega í laginu. Þessi líkamsdýrkun hef- ur smitað hugmyndir okkar um það hvernig við eigum að nota nýjar uppgötvanir í læknisfræði sem ég held að sé mjög hættulegt. Við stefnum hraðbyri til hins fullkomna manns og þegar svo er komið heyri ég viðvör- unarbjöllur klingja. Mjög stórum siðferðisleg- um spurningum er ósvarað í samtímanum, sennilega vegna þess að það er svo þægilegt að horfa fram hjá þeim. Það eru svo miklu betri fréttir að komin sé pilla gegn feimni en að hægt sé að skanna öll fóstur í móðurkviði og vinsa hina „ófullkomnu“ einstaklinga úr. Við tölum þess vegna um fyrri fréttina en þegjum um hina síðari. Við þurfum að geta umfaðmað hið ófull- komna og veika þegar það kemur til okkar vegna þess að líf fatlaðra er einfaldlega jafn dásamlega misheppnað og líf okkar sjálfra. Þú nefndir að stúlkan í sögunni sé ekki jörðuð í vígðri mold en hún er jarðsett í fallegum gróð- urreit sem hún hafði búið sér til sjálf utan hins heimska og ljóta samfélags sem hún var hluti af.“ Þú talaðir um tæki skáldskapar sem þú hef- ur verið að koma þér upp í gegnum tíðina. Hver er skáldskaparfræði þín þegar upp er staðið? „Ég held að skáldskaparfræði mín lýsi sér í bjargfastri trú á að manninum verði ekki öðru- vísi lýst en sem brennipunkti þar sem eitthvert allsherjar stefnumót á sér stað, hið líkamlega stefnumót við þann arkitektúr sem er umhverf- is okkur og náttúruna, eða stefnumót okkar við aðrar manneskjur, hugmyndir. Þetta er ein af grundvallarhugmyndum súrrealismans sem ég hef haldið áfram að vinna með. Bókin eða sagan er tæki eða staður þar sem ég bý til stefnumót við mig og mínar hugmyndir, minn veruleika. Og þar af leiðandi hef ég til dæmis ofurtrú á samvinnu höfundar og lesanda. Þess vegna hef ég alltaf gert ráð fyrir því að lesandinn hafi yfir öllum tækjum að ráða sem þarf til þess að koma til þessa stefnumóts. Og það er af virð- ingu við lesandann sem ég hef leyft mér að beita öllum tækjum bókmenntanna í mínum texta. Um leið eru mínar bækur á stefnumóti við allar aðrar bókmenntir. Í bókum mínum er að finna strauma úr gömlum bókum og nýjum. Ég aðhyllist því skáldskaparfræði stefnumóts- ins.“ Súrrealisminn gerði á sínum tíma út á und- irvitundina. Er hún ekki lengur á dagskrá? „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort und- irvitundin er lengur til. Nú er uppi kenning um að við höfum tvær vitundir sem séu í stöðugu samspili, önnur er eitthvað sem mætti kalla undirvitund og hina mætti kalla vitund. Í vöku eiga þær í stanslausu samtali en í svefni hvílir vitundin sig. Undirvitundin er sem sé alltaf vakandi. Það er spennandi. En ég held að til- raunir súrrealista með undirvitundina hafi allt- af fjallað um stefnumótin sem ég talaði um áð- an.“ Fjallar súrrealisminn kannski ekki eins mik- ið um undirvitundina og um afstöðu til sam- félags og veruleika? „Súrrealisminn er, að mínu mati, fyrst og fremst samfélagsleg afstaða. Hann er rann- SKÁLDSKAPARFRÆÐI STEFNUMÓTSINS „Bókin fjallar kannski um það að svona lítið samfélag á tvo möguleika þegar hið veika knýr dyra, að taka því vel eða illa,“ segir Sjón um nýjustu skáldsögu sína Skugga-Baldur. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Sjón um bókina sem kölluð er þjóðsaga á titilblaði en grundvallast ef til vill fyrst og fremst á samfélags- afstöðu og skáldskaparfræði súrrealismans sem hefur verið skáldinu hugleikinn í gegnum tíðina. LAUGARDAGINN 17. apríl árið 1868 strandaði afar mikið farmskip við Öngla- brjótsnef á Reykjanesi, biksvart og þrí- mastrað, með þremur þilförum. Hafði þriðja mastrið verið höggvið í sundur, og skipsmenn þannig bjargað sér, en skipið var eftir því mannlaust; að menn héldu. En allt var svo stórkostlegt í jötunfleyi þessu, að furðu gegndi, og ekki trúðu nema þeir sem sjálfir sáu: Káetan á efsta þilfari var svo stór að heilt þorp rúmaðist um borð. Mátti sjá að húsið hafði í upphafi verið mjög skrautlegt, en öll gylling og litur voru af því núin, og allt innanstokks orðið hið sóðalegasta. Áð- ur fyrr hafði því verið deilt upp í smærri vistarverur en nú voru veggirnir á burt, og viðurstyggileg flet lágu tvist og bast; allt var sem í dauðra manna herbúðum, ef ekki hefði verið hlandstækjan. Segl voru engin, en þau slitur sem fundust, og kaðlar, var allt fúið. Bugspjótið var af og stafnlíkneskjan sví- virt; hafði verið drottningarmynd; en andlit hennar og brjóst voru sundurpjökkuð með beittum hnífsoddi: Ljóst var að fyrir löngu hafði skipið verið stolt síns skipstjóra, en seinna lent í höndum illra sjódólga. Erfitt var að geta sér til um hve lengi skipið hafði verið í sjó eða hvenær því hafði hlekkst á. Engar voru þar skipsbækurnar og nafn þess var að mestu máð af stafni og skut; en á einum stað sýndist letrað „... Der Deck..“ og öðrum „V.. ..r.ec...“ – giskuðu menn á að það væri hollenskt að uppruna. Þegar þetta tröllaskip barst að landi var brimasamt og illt við að eiga, og óhugsandi að reyna uppskipun eða björgun. En loks þegar færi gafst, flykktust Suðurnesja- menn um borð, og tóku til óspilltra mál- anna. Þeir brutu upp efsta þilfarið og upp- götvuðu, við almennan fögnuð, að skipið var fermt eintómu lýsi. Það var allt í jafn- stórum tunnum sem voru svo vel skorð- aðar, frágengnar í röðum, að sækja þurfti járnkarla í sjö hreppa til að losa um þær. Það tókst vel. Eftir þriggja vikna vinnu voru mennirnir búnir að skipa farminum af efsta þilfarinu í land; það voru níu hundruð tunnur af lýsi. Tilraunir með lýsið sönnuðu að það var hinn besti ljósmatur, en ekki minnti það á neitt sem fólk kannaðist við, hvorki að ilm- an né bragði; það var kannski að brunanum fylgdi dauf þefjan af sviðnandi mannshári. Og þótt illar tungur í öðrum landshlutum segðu að lýsið væri klárlega „mannsmör“, þá urðu þær að eiga þann róg við sjálfar sig og öfund sína – ekkert dró úr gleði fólks á suðvesturhorni landsins yfir gjöf- inni sem Drottinn allsherjar færði því svona óvænt upp í fjöru án stórrar fyr- irhafnar, manntjóns eða kostnaðar. Menn brutu nú upp miðþilfarið og það innihélt ekki færri lýsistunnur en það efra; og sá ekki högg á vatni, þótt uppskipuninni væri áfram haldið af karlmannlegu kappi. En þá gerðist það að vart varð lífs á skip- inu. Eitthvað bærði á sér í myrkur- krikanum við skutinn, bakborðsmegin, en þangað varð komist eftir gangvegi sem lá milli skipssíðunnar og þrefaldra tunnuhlað- anna. Þaðan bárust andvörp og stunur – og járnskeljaglamur. Það voru furðuleg hljóð og setti mikinn óhug að mönnum. Þrír fullsterkir menn buðust til að fara inn í skuggann að gá hverju sætti. En í því að þeir ætluðu að stökkva gegn hinni óboðnu vá, þá staulaðist ámátleg vera fram undan tunnustaflanum, og litlu munaði að mennirnir styngju hana og kremdu til bana með járnkörlunum, svo brá þeim við þessa sjón: Þetta var stúlka á unglingsaldri. Dökkt hárið féll eins og villigróður af höfði henn- ar, hörundið var þrútið og sárt af skít; utan á sig hafði hún ekki nema þefilla poka- druslu. Fótjárn var um vinstri ökklann og þannig var hún bundin með hlekkjafesti við máttarstólpa hins mikla skips, en af öm- urlegu bælinu mátti ráða hver not áhöfnin hafði haft af henni. Þá var þar böggull sem hún hélt í dauðahaldi, og varð ekki af henni tekinn. ÚR SKUGGA-BALDRI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.