Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 5
sókn á því sem gerist þegar löngunar- og veru-
leikalögmálin mætast, sem er þetta stefnumót
manns og veruleika. Og maðurinn dragnast
auðvitað alltaf með sinn sálræna farangur á
það stefnumót – eða hvað svo sem við viljum
kalla þann farangur. En súrrealisminn er í
endalausri uppreisn gegn samfélaginu, hann
var það ekki síst eins og hann var stundaður í
París í upphafi eða meðan André Breton var á
lífi. Upphaf hinnar frægu andspyrnu franskra
menntamanna gegn Alsírstríðinu var í dreifi-
bréfi sem súrrealistar sömdu. Óþolið gegn öllu
yfirvaldi, gegn öllu sem reynir að trufla stefnu-
mót manns og veruleika er kjarni súrrealism-
ans.
Um leið mætti segja að súrrealismi hafi
mörg einkenni trúarlegrar hreyfingar. Hann
er skyldur gnostisisma eða dulspeki þar sem
reynt er að skapa einstaklingum tækifæri til að
ná beinu sambandi við sófíu, viskuna, og upplifa
sig sem heila menn. Á meðan hinn efnislegi
veruleiki kemst upp á milli mannsins og visk-
unnar er hann skiptur. Og svo halda sumir því
fram að súrrealismi sé skilgetið afkvæmi róm-
antíkurinnar sem ég fjalla um í Skugga-Baldri.
Sjálfur hef ég alltaf haft áhuga á hinni svoköll-
uðu svörtu rómantík, svo sem eins og Baude-
laire, Poe, Gautier og de Musset sem Friðrik B.
Friðjónsson kynnist einmitt í Kaupmannahöfn
og heldur mikið upp á. Við eigum ýmislegt sam-
eiginlegt við Friðrik.“
Kannski ekki síst óþolið gagnvart yfirvald-
inu sem kemur skýrt fram hjá honum.
„Já, það er rétt. Við erum báðir svolítið
hrifnir af mynd eftir Sölva Helgason sem Frið-
rik getur um í síðustu orðum sögunnar en hún
mun eiga að sýna „skrattann stinga háttvirtum
Landshöfðingjanum upp í r-gatið á sér,“ eins
og þar segir.“
Þú velur að skrifa stutta skáldsögu, nóvellu
svokallaða.
„Já, viðfangsefnið kallaði á það. Skugga-
Baldur er óður til hins smáa og veikbyggða, og
ég vildi ekki að hin fallega saga um Öbbu týnd-
ist í einhverjum dæmigerðum 19. aldar drama-
hlunki. Svo uppgötvaði ég að nóvellan er ekkert
lamb að leika sér við, hún krefst mikillar ná-
kvæmni, bæði í orðavali og hvað varðar hnit-
miðun í uppbyggingu atburðarrásarinnar.
Mig grunar að skyldleiki nóvellu og skáld-
sögu sé svipaður því sem gerist með strengja-
kvartett og sinfóníu, enda sótti ég innblástur
við skrifin í strengjakvartetta Schuberts og
þaðan kemur hin fjórskipta bygging sögunnar.
Einnig má vel vera að ég sé að svara þeim
rembingi við blaðsíðufjölda sem hefur orðið
áberandi með árunum í íslenskri skáldsagna-
gerð. Hann byggist á einhverjum misskilningi
á því hvað er epík. Mig minnir að Taras Bulba
eftir Gogol, sem er talin upphaf hinnar miklu
epísku skáldsögu Rússanna, sé ekki nema um
140 síður. Og ég fullyrði að í sögu Öbbu, Frið-
riks og séra Baldurs slái epískt hjarta þótt
hljómþýtt sé.
Annars snúast söguskrif síst af öllu um bóka-
stærðir. Styrkur skáldsögunnar er hversu vel
hún lagar sig að huga hvers höfundar, hverju
söguefni, en það þýðir að form hennar tekur sí-
felldum breytingum frá bók til bókar.“
Þú telur stöðu skáldsögunnar sem sagt vera
sterka um þessar mundir?
„Já. Ég hef verið að dunda við að setja mér
Dogma-reglur um skáldsöguskrif. Niðurstaðan
er sú að aðeins eina reglu þurfi; að skrifa sög-
una þannig að ekki sé hægt að kvikmynda
hana. Því allt of margar skáldsögur eru ekki
annað en bónorðsbréf til Hollywood. Og með
því að hafa þessa reglu ritaða með gullnu letri
og svífandi fyrir augunum meðan maður skrif-
ar, þá gleymist ekki að skylda höfundarins er
við sérstöðu þess miðils sem hann notar; tíma-
hlaup milli heilu aldanna í sömu setningunni,
sögur án aðalpersóna, og átök milli stílbrigða,
sem sótt eru í þrjúþúsund ára sjóð, eru meðal
þess sem skáldsöguritaranum býðst í hvert
skipti sem hann sest við skriftir. En einmitt
þetta dugir til að setja velstórt kvikmyndastúd-
íó á hausinn.
Ég bar þessa reglu undir föður Dogma-
myndarinnar, Lars Von Trier, og hann hróp-
aði: „Yes, yes, please make it unfilmable ...“ Svo
ekki sé minnst á að ný-Darwinistar telja að
skáldsagan sé eitt af helstu tækjum tegund-
arinnar til að halda mannlegu samfélagi mann-
eskjulegu.“
Mætti að endingu halda því fram að Skugga-
Baldur sé ekki neinn útúrdúr á ferli þínum
heldur tímabundin niðurstaða af skrifum þín-
um síðustu tuttugu ár?
„Já, sennilega. Það er mjög falleg hugmynd,
sem ég held að sé komin frá Eric Skyum-Nil-
sen, að hver einasta skáldsaga sé tilgáta um
hina fullkomnu skáldsögu. Þetta er mín tilgáta
í augnablikinu.“
throstur@mbl.is
Í þessari bók hef ég sérstakan
áhuga á persónunni Baldri sem
sagan heitir eftir. Hann er
venjulegur íslenskur ruddi en
það fylgir þessari þjóð að dýrka
slíka menn. Mig langaði til að
skoða hvað gerðist ef ég færi
inn að beini á slíkum rudda,
hinum glaðbeitta, fyndna ís-
lenska rudda. Í bókinni held ég
að hann hætti smám saman að
vera þessi skemmtilegi dóni og
verði að endingu fyrirlitlegur
villimaður.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson