Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 V ið erum alltaf á elleftu stundu þegar menningararfurinn er annars vegar. Sú tilhugsun að dómsdagur sé í nánd og því verði að bjarga menning- unni frá glötun er innbyggð í hugmyndina um menningar- arf. Þetta segir Barbro Klein, þjóðfræðingur og einn þriggja forseta sænsku félagsvísindaakademíunnar. Klein er fyrrverandi prófessor við háskólann í Stokk- hólmi, Kaliforníuháskóla í Berkeley og Penn- sylvaníuháskóla, ásamt Hunter College og New School for Social Research í New York. Hún er væntanleg hingað til lands í janúar þar sem hún mun halda málstofu og opinn fyrir- lestur á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar um menningarstefnu, menningararf og menn- ingarfræði. Klein segir að stutt sé síðan algengt varð að tengja fortíð við nútíð með menningararfshug- takinu og þó að hugtakið sé meira en hundrað ára gamalt sé almenn notkun þess ný af nál- inni. En hvers vegna telur hún svo mikið rætt um menningararf nú á dögum? „Við lifum á tímum mikilla fólksflutninga og hnattvæðingar, þegar gríðarlegur fjöldi fólks er landlaus, útlagar á hverju strái. Að sama skapi finna margir til missis, til saknaðar og sorgar vegna þess að þeir hafa misst samband við fortíð sína. Kollegi minn heldur því raunar fram að menningararfur sé ávallt samofinn sorginni,“ segir Klein. „Þannig er hugmyndin um menningararf sumpart sárabót vegna missis, en auðvitað kemur fleira til. Óttinn við eyðileggingu nátt- úrunnar kemur við sögu, sem og óttinn við að helstu minnismerki mannkynsins séu að hruni komin og meistaraverk listasögunnar liggi undir skemmdum. Feneyjar eru að sökkva! Heimurinn er að sökkva! Þessi tilfinning er áberandi. Það er sterkt yfirbragð heimsend- apælinga yfir umræðum um verndun menning- ararfsins sem gerir að verkum að varðveisla fortíðarminja og gamalla hugmynda verður siðferðisleg krafa, jafnvel skylda. Og það er gott í pólitík. Þannig kemur það til að allt í einu er menningararfur á vörum annars hvers stjórnmálamanns: Verndun menningararfsins er svo augljóslega gott mál.“ Klein er fljót að bæta því við að það sé ekki bara gagn að menningararfi í pólitík, heldur líka í viðskiptum. „Menningararfur er núorðið órofa þáttur í framleiðslu ferðaiðnaðarins á upplifunum fyrir ferðamenn. Skilgreiningar á menningararfi hafa til dæmis rík áhrif á það sem er framan á póstkortunum sem við kaup- um og sendum. Hugmyndin um menningararf er þannig gagnleg af ýmsum ástæðum, póli- tískum og viðskiptalegum. Sárabótarkenning- in segir því aðeins hálfa söguna um hvers vegna menningararfur er jafn umtalaður og raun ber vitni nú á dögum. Umtalið endur- speglar líka veruleika markaðssamfélagsins. Ég hef átt sæti í rannsóknarráði konunglega fornminjaráðsins í Svíþjóð um nokkurra ára skeið og styrkumsóknirnar snúast sífellt meira um hvernig rannsóknirnar gagnist sveitar- félögum efnahagslega og laði að fleiri ferða- menn.“ Samræður um fjölmenningu Söfn eru þær stofnanir samfélagsins sem með söfnunarstefnu sinni og rannsóknum skil- greina öðrum fremur hvað telst til menningar- arfs og með sýningum túlka þau fortíðina í samræðum við samtímann. Barbro Klein stýr- ir um þessar mundir norrænu rannsóknar- verkefni um pólitík menningararfsins í fjöl- menningarsamfélögum. Það kemur þess vegna ekki á óvart að hún hefur ákveðnar skoðanir á hlutverki safna í þessu samhengi: „Evrópsk söfn eru í stórkostlegri aðstöðu til að virkilega varpa ljósi á það sem er að gerast, sögulega og menningarlega, með þessum miklu fólksflutningum okkar tíma. Við lifum á gríðarlega sögulegum tímum sem ættu að vekja athygli safnmanna. En söfnin fara á mis við þetta, flest hver. Í þessu tilliti eru norður- amerísk söfn langt á undan þeim evrópsku að því leyti að þar hafa menn tekist á við fólks- flutninga samtímans og þaðan mætti fá lán- aðar margar góðar hugmyndir í þessum efn- um. Hér skiptir mestu að opna fyrir samræður og hefja rannsóknir í samvinnu við þá sem í hlut eiga. Það má hugsa sér mörg ótrúlega spennandi verkefni og til að mynda hér í Sví- þjóð eru margir snjallir fræðimenn af erlendu bergi brotnir, svo það er ekki eins og maður viti ekki hvar á að byrja. Sjálf hef ég verið í samvinnu með írönskum fræðimönnum í Sví- þjóð, svo þetta er auðvitað vel hægt. Að mínu viti eru þessar samræður grundvallaratriði og að þessu leyti hefur náðst mikill árangur í Bandaríkjunum og reyndar sumpart í Bret- landi líka.“ Hvað hefur þá menningarlegur margbreyti- leiki í för með sér fyrir menningarstefnu að þínu mati? Í fyrsta lagi má stefnan ekki vera skamm- sýn. Ég held það væru mikil mistök að hugsa sem svo: „Jeminn eini, við erum með alla þessa nýbúa hérna, við verðum að gera eitthvað!“ eða: „Við erum að setja upp sýningu, við getum ekki sleppt nýbúunum!“ Það væri feilspor. Stefnumörkun til lengri tíma byrjar vitaskuld með samræðum. Hin ýmsu innflytjendasam- tök á Norðurlöndum hafa sett á stofn sín eigin söfn, sem eru reyndar oft bara vísir að safni enn sem komið er. Sumar þessara stofnana eru afar umdeildar, þar á meðal nokkur söfn sem að standa herskáir hópar sem tengjast fyrrum Júgóslavíu. En hvað sem því líður, þá eru í öllu falli til staðar þessi söfn sem fólk hefur sjálft komið á laggirnar og þau geta orðið ákveðinn kjarni þekkingar og jafnvel stofnað til sam- ræðna við stærri hópa safngesta en bara þá sem eru af erlendu bergi brotnir. Í Bandaríkjunum rekur hvert og eitt þjóð- arbrot sín eigin minjasöfn, skjalasöfn eða sýn- ingar um sögu sína, listir og samtíma. Í sumum tilfellum eru þetta afar glæsilegar stofnanir, til dæmis er úkraínska safnið á austanverðu sjö- unda stræti í New York alveg stórkostlegt. En þessi söfn byrja öll að frumkvæði hópanna sem í hlut eiga og byggja á þeirra eigin fjárfram- lögum. Ég held að það mætti ýta miklu meira undir svona lagað í Evrópu, en þar er auðvitað ótti við allt sem hægt er að túlka sem aðgrein- ingarstefnu. Sænska ríkisstjórnin hefur þó stutt talsvert við nýja miðstöð Róma-fólksins (sígauna) í Malmö, sem nú er í farvatninu. Og auðvitað hafa Samar lengi komið við sögu í menningarstefnunni, enn meira í Noregi en í Svíþjóð. Í því sambandi má nefna samíska safnið í Alta í Lapplandi. En að mínu mati er verra en ekki neitt að hafa skammsýna menningarstefnu sem á að binda enda á einangrun og binda enda á að- skilnað og koma í veg fyrir að börnin leiðist út í glæpi og gera hitt og þetta að verkum. Það eru mistök. Þegar menn halda af stað með siðferð- iskyndilinn hátt á lofti og ætla sér að bjarga heiminum með menningarstefnu, þá mættu þeir doka við, draga andann djúpt og endur- skoða málið.“ Menningararfur skilgreinir „okkur“ Hvað felst í því að segja að eitthvað tiltekið sé menningararfur? Ég sá t.d. fyrirsögn í blaðinu í gær þar sem stóð að gamall útsaumur væri mikilvægur menningararfur – hvað er verið að fullyrða í slíkri fyrirsögn? „Það veltur auðvitað á því hver er að fullyrða þetta. Að einhverju leyti er verið að segja að þetta tiltekna sem lýst er sem menningararfi sé mjög gott, að það sé eftirtektarvert og stór- kostlegt. Um leið er fullyrt að það sé þess vert að varðveita og að því megi ekki gleyma. Mik- ilvægi þess að muna er samofið menningar- arfshugtakinu: Við megum ekki gleyma þessu! Hvað varðar útsaum og handverk yfirleitt, þá erum við líka að tala um að muna líkamshreyf- ingar, handavinnutækni sem ætla má að verði gleymskunni að bráð á tímum vélvæðingar. Allt tilheyrir þetta þessum hugsunarhætti sem má kenna við elleftu stundina og er svo alger- lega samofin hugmyndinni um menningararf. Við verðum að varðveita þetta áður en það lendir í glatkistunni! Þetta er góður merkimiði, að segja að eitthvað sé menningararfur, það er jákvætt og segir um leið að það sem í hlut á sé gott fyrir okkar tíma. Hvað varðar útsauminn sérstaklega, þá er ákveðin hreyfing sem vill varðveita hann sem hluta af arfleifð kvenna. Sumir femínistar halda því fram að femínismi samtímans hafi gleymt ótal kvennaverkum og beini sjónum að- eins að ákveðinni tegund kvenna. Áherslan á útsaum sem mikilvægan menningararf kvenna er ákveðið mótvægi gegn einsleitari kven- ímynd. Útsaumur er samkvæmt þessu mjög merkilegur arfur úr sögu kvenna sem alls ekki má gleymast, en auk þess hefur það heilbrigð og afslappandi áhrif á okkar tímum að sauma út. Það flækir að vísu þessa mynd að hér áður fyrr var útsaumur einkum á færi sérhæfðra karla í efri stéttum, þar á meðal í konungshirð- inni.“ Hvaðan kemur hugmyndin um menningar- arf? „Það var fyrst á 19. öldinni sem menn fóru að hugsa um minjar sem arfleifð og þá í sam- hengi við tilurð þjóðríkjanna og þjóðernis- vakningu þess tíma. Þessi hugsun tilheyrir nú- tímanum á sama hátt og alþýðumenntun, tölfræði, útbreiðsla nýrra hreinlætissiða, stofnun þjóðminjasafna o.s.frv. Hugmyndin um menningararf er þannig þáttur í þessari al- geru umsköpun lífsháttanna sem við kennum við nútímann,“ segir Klein og bætir því við að menningararfur eigi stóran þátt í því hvernig þjóðir skilgreina sig. Gefur hugtakið menningararfur þá til kynna að menning sé takmörkuð gæði sem sumir erfi og aðrir eigi þar af leiðandi ekki tilkall til? „Svo sannarlega. Menningararfur skilgrein- ir eitthvað sem við köllum „okkur“, erfingjana. Í arfinum felast okkar helstu tákn sem verður að vernda hvað sem það kostar og skila til komandi kynslóða. Tilvísunin til arfleifðar er tilraun til að skapa sögulega samfellu og til þess að viðhalda „okkur“ sem hópi.“ „HEIMURINN ER AÐ SÖKKVA“ „Það er sterkt yfirbragð heimsendapælinga yfir um- ræðum um verndun menningararfsins sem gerir að verkum að varðveisla fortíðarminja og gamalla hug- mynda verður siðferðisleg krafa, jafnvel skylda,“ seg- ir sænski þjóðfræðingurinn Barbro Klein sem er vænt- anleg hingað til lands í janúar þar sem hún mun halda málstofu og opinn fyrirlestur á ráðstefnu ReykjavíkurAkademíunnar um menningarstefnu, menningararf og menningarfræði. „Við lifum á tímum mikilla fólksflutninga og hnattvæðingar, þegar gríðarlegur fjöldi fólks er landlaus, útlagar á hverju strái,“ segir Barbro Klein. E F T I R VA L D I M A R T R . H A F S T E I N Höfundur er þjóðfræðingur. Ást berst yfir hálfan hnöttinn, til þín ást sem næstum sprengir hjartað og við bíðum en fáum ekkert að gert. Lítið barn bíður veit ekki hver framtíðin verður finnur einungis ást frá fjarlægum heimi. Tíminn silast áfram hjörtun slá af ást til þín. Lítið barn kemur heim tár blika á hvörmum. Gleðitár. Áfram berst ást yfir hálfan hnöttinn til kvenna sem fóstruðu þig og lands sem fæddi þig. Við horfum í fallegu brúnu augun og finnum til ástar sem nær út yfir allt. Ást sem getur sigrað allan heiminn. Við elskum þig litla barnið okkar. Elskum börnin okkar sem gefið hafa lífinu gildi og innihald, elskum löndin og þjóðirnar sem þið komuð frá. Hjörtun eru full af ást. Megi ást okkar áfram berast vernda litlu foreldralausu börnin. Megi ást heimsins vernda og næra öll börn. BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR Höfundur er rithöfundur. ÁST TIL BARNS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.