Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 13 Í slenski dansflokkurinn tók þátt í hinni virtu danshátíð Holland Dance Festival fyrir skemmstu og sýndi þar dansverk- in Stingray eftir Katrínu Hall, Elsu eft- ir Láru Stefánsdóttur og The Match eftir Lonneke van Leth sem sérstak- lega var samið fyrir dansflokkinn í til- efni danshátíðarinnar og frumsýnt í Borgarleikhúsinu 9. október sl. „Það var Samuel Wuersten, stjórnandi Holland Dance Festival, sem stakk upp á þessu samstarfi, þ.e. að Lonneke kæmi hingað til lands og ynni sýn- ingu sem frumsýnd væri hér og síðan sýnd á hátíðinni úti,“ segir Katrín Hall sem kynntist Wuersten er þau sátu saman í dómnefnd í al- þjóðlegu ballett- og danshöfundakeppninni sem haldin var í Helsinki 2001. „Síðan þá höfum við hist reglulega á dans- stefnum og hátíðum og í framhaldinu hefur tekist ákveðinn vinskapur. Við buðum honum t.a.m. að vera formaður dómnefndar í leikhús- danskeppninni sem við héldum hér í Borgar- leikhúsinu sl. vor. Smám saman fékk hann sí- fellt meiri áhuga á þessum litla flokki hér þar sem honum fannst við vera að gera áhugaverða hluti. Hann kom síðan að fyrra bragði með hugmyndina um samvinnu milli Holland Dance Festival og Íslenska dansflokksins. Samuel hefur stjórnað Holland Dance Festival í bráð- um tíu ár og á þeim tíma tekist að skapa hátíð- inni verðugan sess í evrópsku listalífi. Hann er ótrúlega framsýnn maður, óhræddur við að taka áhættur og bjóða upp á nýstárleg verkefni sem er fremur sjaldgæft innan dansbransans. Hann virðist hafa einstaklega gott nef fyrir hlutunum og er fyrir vikið mjög virtur innan dansheimsins.“ Áhorfendur mjög forvitnir um Ísland Krefst svona ferð ekki mikils undirbúnings? „Jú, og í raun gera fæstir sér grein fyrir hversu ótrúlega mikil vinna liggur að baki því að sýna tvær sýningar í Hollandi. Það þarf að finna rétta prógrammið sem hentar hverjum og einum sýningarstað tæknilega sem og list- rænt. Tæknimaðurinn okkar, Benedikt Axels- son, var t.a.m. í tölvupóstssambandi við að- standendur hátíðarinnar í rúmt ár áður en við fórum út. Fjárhagslega þurfum við svo auðvit- að líka alltaf að passa að við komum vel út úr þessu. Í gegnum tíðina höfum við lagt áherslu á að við þyrftum ekki að borga með okkur í þess- um ferðum og í dag erum við að hafa pínulitlar tekjur af ferðunum, sem er auðvitað tilgang- urinn. Það er vitanlega ósk okkar og von að í framtíðinni geti ferðirnar verið okkur tekju- lind.“ Hvernig viðtökur fenguð þið á hátíðinni? „Við fengum góðar viðtökur og óvenju mikla athygli frá fjölmiðlum. Áður en við fórum út hafði Lonneke varað okkur við því að oft gæti verið erfitt að komast að í fjölmiðlum og fá ein- hverja kynningu. En raunin var sú að við feng- um afar mikla umfjöllun, til dæmis heilsíðu- viðtal í dagblaðinu í Den Haag. Lonneke hefur náttúrlega samið talsvert úti í Hollandi en þetta var í fyrsta skiptið sem henni gafst kost- ur á að semja fyrir erlendan flokk og það þótti greinilega mjög spennandi. Þegar við frum- sýndum verkið hér í Borgarleikhúsinu hafði Lonneke sérstaklega orð á því hve opnir og hláturmildir henni fannst íslenskir áhorfendur vera. Hún hafði nokkrar áhyggjur af því að hol- lenskir áhorfendur myndu kannski ekki taka verkinu jafn vel, en áhorfendur úti hlógu ekki síður að The Match og það var uppselt á báðar sýningarnar okkar. Að sýningum loknum sát- um við Lonneke fyrir svörum áhorfenda sem hollenski danshöfundurinn Mark Jonkers stýrði. Það var greinilegt að áhorfendur voru mjög forvitnir um Ísland og langaði að vita hvort og hvernig aðstæður hér hefðu mótandi áhrif á okkur sem listamenn. Mörgum lék einn- ig forvitni á að vita hvernig Lonneke hefði dott- ið í hug að nota fótboltann í verki sínu, enda er það fremur óvenjuleg nálgun í dansverki. Ég benti á að uppsetning The Match væri frábært tækifæri fyrir okkur á Íslandi til þess að ná til nýrra áhorfenda sem ekki eru vanir að koma á danssýningar. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að við erum að skapa sýningarnar fyrir áhorfendur og auðvitað skiptir máli að þá langi til að sjá það sem við erum að gera.“ Urðu vitni að sögulegum viðburði Gafst ykkur tækifæri á að sjá aðra danshópa á hátíðinni? „Já, sem betur fer. Oft á tíðum þegar við tök- um þátt í danshátíðum þá stöldrum við mjög stutt við til að gera ferðina sem ódýrasta og höfum þá ekki tækifæri til að sjá neitt annað. En í þetta sinn gafst okkur kostur á að vera tveimur dögum lengur og gátum því séð nokkr- ar sýningar sem var ómetanlegt. Meðal þess sem við sáum var opnunarverk hátíðarinnar sem samið var af Mats Ek, en hann hefur um áraraðir verið stjórnandi Cullberg-dansflokks- ins og er einn frægasti danshöfundur samtím- ans. Verkið samdi hann fyrir NDT III, sem er flokkur eldri dansara hjá Nederlands Dans Theater, og meðal dansara í verkinu má nefna Niklas Ek, Sabine Kupferberg, Ana Laguna og Egon Madsen. Í raun markaði þessi sýning tímamót í danssögunni því það hefur aldrei áð- ur gefist færi á að sjá þessar stórstjörnur dans- heimsins saman á sviði. Þrátt fyrir að verkið sjálft hafi hlotið misjafnar viðtökur var þetta engu að síður sögulegur viðburður sem ber enn og aftur merki um framsýni Samuels.“ Hvaða þýðingu hefur gott gengi á hátíð af þessari stærðargráðu síðan fyrir ykkur í fram- haldinu? „Þátttaka okkar á vonandi eftir að skapa fleiri tækifæri fyrir flokkinn. Bara það að hafa komið fram á þessari hátíð gefur flokknum ákveðið vægi og viðurkenningu. Að undan- förnu höfum við verið að vinna með umboðs- skrifstofu í Þýskalandi til að koma okkur á framfæri þar og förum þangað með tvær sýn- ingar í mars nk. þannig að það er ýmislegt á döfinni. Við munum áreiðanlega vera mun meira á faraldsfæti í framtíðinni t.d. í tengslum við samstarfsverkefni níu landa sem nefnist Trans Dance Europe og hófst þegar Reykjavík var menningarborg árið 2000 og heldur nú áfram til ársins 2006 með stuðningi Evrópu- sambandsins. Allt er þetta liður í því að nýta betur þessa umfram afkastagetu dansflokks- ins. Sökum smæðar samfélagsins erum við oftast búin að mjólka markaðinn eftir aðeins tíu sýn- ingar, sem er náttúrlega ekki góð fjárfesting miðað við hvað það kostar að setja upp sýn- ingar. En með því að nýta verkin okkar áfram og koma þeim á framfæri erlendis erum við í raun að slá margar flugur í einu höggi. Við er- um bæði að stækka markhópinn okkar og nýta fjárfestingar okkar betur á sama tíma og við erum að þróa okkur áfram, auk þess sem þetta styrkir ímynd okkar. Ekki spillir síðan fyrir að við erum að koma íslenskri list á framfæri er- lendis. Að mínu mati eru þessar ferðir því bara til góðs í öllum skilningi, ég tala nú ekki um þegar þær eru farnar að borga sig og vel það. Það er hins vegar staðreynd að fjárhagslega er okkur mjög þröngt sniðinn stakkur og við t.d. hrika- lega undirmönnuð. Þannig fer að líða að því að það þarf að koma til stuðningur ráðamanna hér í þessu landi. Þeir þurfa að fara að meta flokk- inn að verðleikum, því að mínu mati er það póli- tísk spurning hvað menn vilja gera með Ís- lenska dansflokkkinn.“ silja@mbl.is GÓÐ NÝTING Á UMFRAM AFKASTAGETU Íslenski dansflokkurinn tók nýverið þátt í Holland Dance Festival og sýndi þar þrjú dansverk við góðar viðtökur. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hitti Katrínu Hall, listrænan stjórnanda flokksins, að máli og hlýddi á ferðasöguna. Ljósmynd/Bruce Eno Lonneke van Leth og Katrín Hall sitja fyrir svörum í umræðum sem Mark Jonkers stjórnaði að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Golli Mynd úr The Match prýddi forsíðu sérblaðs um danshátíðina sem Haagsche Courant gaf út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.