Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Síða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 BRESKI listamaðurinn Damien Hirst keypti á dögunum um- talsvert magn eigin verka til baka af listaverkasafnaranum Charles Saatchi. Saatchi, sem var með fyrstu stuðnings- mönnum Hirst, hefur í gegnum árin safnað að sér umtalsverðu magni af lykilverkum lista- mannsins og er talið að Hirst og umboðsmaður hans Jay Jopling hafi greitt Saatchi rúmlega 1,1 milljarð fyrir 12 lykilverk Hirst. Orðrómur um að Hirst hefði hug á að kaupan eigin verk til baka hefur verið á sveimi í listaheiminum und- anfarna mánuði, en með kaup- unum nær listamaðurinn auk- inni stjórn á eigin markaði. Þannig getur hann ákveðið að setja ekki viss verk á markað og koma öðrum fyrir í söfnum sem honum hugnast. Með kaupunum hefur Hirst líka dregið úr líkum á að magnsala verka hans hafi neikvæð áhrif á verðgildi þeirra, en Saatchi hefur áður selt magn verka eftir aðra listamenn sem hann hefur safnað í einu og þau fyr- ir vikið lækkað í verði. Frá því að Hirst skapaði verkin á síðari hluta níunda áratugarins og við upphaf þess tíunda hefur verðgildi verk- anna tuttugufaldast. Þannig var ein blettamynda Hirst seld fyrir 1,5 milljónir kr. um það leyti sem hún var gerð en er í dag metin á yfir 30 milljónir. Manet í Prado VERK franska impressjónist- ans Edouard Manet eru þessa dagana til sýnis í Prado safn- inu í Madrid á Spáni, en lista- maðarinn sjálfur var líkt og heltekin af Spáni og því sem spænskt mætti kalla löngu áð- ur en hann heimsótti landið sjálfur. Þannig má víða sjá í verkum Manets dansara, gít- arleikara, skikkjur og hatta og aðra þá fylgihluti sem gjarnan eru tengdir Spáni hvort sem er með réttu eða röngu. Á sýn- ingunni eru ein 60 verk, bæði málverk og grafíkmyndir sem sumar hverjar voru hluti af sýningunni Manet – Velàzquez sem sett var upp í New York og París fyrr á árinu. Að sögn Manuela Mena Marqués, safn- varðar í Prado safninu, er sýn- ingin í raun eins konar end- urkoma Manets sjálfs, en listamaðurinn gerði sér ferð í safnið 35 ára gamall til að leita ráða hjá „meistara Vel- àzquez“. Hirst kaupir eigin verk ERLENT Reuters Krabbameins annálarnir eftir Damien Hirst. Barinn í Folies-Bergères eftir Edouard Manet. SAMANTEKT blómamálverka Eggerts Pét- urssonar frá 15 ára tímabili hefur verið hengd upp í aðalsal Listasafns Akureyrar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er hér um að ræða fjórðung allra málverka sem Eggert hefur unnið en hver mynd er mikil nákvæmnissmíð og tímafrek í allri gerð. Á sýningunni er verk- unum stillt þannig upp að vel sjást kaflaskil sem orðið hafa í list Eggerts. Þarna er „græna tímabilið“ á sérvegg, „hvíta tímabilið“ sömuleið- is, „dökka tímabilið“ o.s.frv. Hvert þessara tímabila hefur sitt einkenni og hægt er að nota ólík lýsingarorð til að lýsa hverju og einu. Þannig má segja að dökku mál- verkin séu hvað óreglulegust í uppbyggingu, laus við áherslu á myndbyggingu eða aðra hefð- bundna skólun. Þess vegna eru þessi verk þau mest spennandi af verkunum á sýningunni og þau verk sem maður getur komið að aftur og aftur og ávallt fundið eitthvað nýtt. Þessi dökku verk bera einnig sterkt skandinavískt yfir- bragð, næstum þunglyndislegt, en þó aldrei yf- irþyrmandi því eitt af einkennismerkjum Egg- erts er hvernig hann lýsir upp blómin sem eru í aðalhlutverki í hverri mynd. Lýsingin er hóf- stillt en virkar eins og sviðsljós sem upphefur blómin og gefur þeim óvænt vægi, mitt í iðandi gróðrinum. Græna serían er einnig mjög heillandi, sér- staklega stærstu verkin, og hvíta serían er langnútímalegust, en hefur jafnframt ákaflega aðlaðandi yfirbragð.Tilkomuminnstu verk Egg- erts eru þar sem hann fæst við gerð símynst- urs, þegar verkið er einn samfelldur taktur sem hvergi er brotinn upp. Verkin verða eins og veggfóður eða umbúðapappír og miðla litlu til áhorfandans. Í nýjustu verkunum á sýningunni hefur lista- maðurinn farið út í glannalegri litanotkun og bera sum verkanna næstum því „nýaldarlegt“ yfirbragð úr fjarska séð. Þegar nær dregur og nánar er að gætt blasir við óvenju skemmtilegt og iðandi ríkt fléttað litaspil sem minnirá lita- flæðið í handanheimi í mynd Robins Williams „What Dreams May Come“. Eggert gefur verk- um sínum yfirleitt yfirskriftina „Án titils“ og lætur svo nafn blómanna fylgja með í sviga á eftir. Í rauninni skiptir engu máli hvað blómin heita. Betra væri að fá að nálgast verkin tit- illaus, blómanöfnin gefa myndunum fræðslu- yfirbragð sem fer þeim ekki nógu vel. Umgjörð sýningarinnar er fyrsta flokks eins og Listasafns Akureyrar er von og vísa. Texti Gunnar J. Árnasonar í sý-ingarskrá er ítarleg- ur, vel hugsaður og skrifaður af mikilli þekk- ingu og innsýn í feril listamannsins. Hvet ég alla til að lesa hann vel í sam- hengi við sýninguna. Múmíur Minningar og heimildasöfn heitir sýning Aarons Mitchells í Listasafni Akureyrar. Á sýn- ingunni gefur að líta ýmsa persónulega hluti sem lista- maðurinn hefur vafið inn í striga, rétt eins og múmíur. Hjól, barnagrind og hristu, rakhníf, skæri, penna, bækur o.fl. Salurinn er útbúinn eins og sýningarsalur í þjóðminjasafni, dökkmálaður, öll verkin á vönduðum stöplum og lýsing dauf og dramatísk. Hér tekst Aaron Mitchell allt sem hann ætlar sér. Hann nær að koma til skila ríkri tilfinningu fyrir hinu horfna, liðnum tíma. Hann segir hversdagslegar, ögn dapurlegar, sög-ur, sem sumar hverjar vekja með manni hroll, en aðrar forvitni. Þrátt fyrir að hlutirnir séu vafðir inn eins og til varðveislu lifna þeir við í rýminu eins og aft- urgöngur og eiga samskipti við áhorfandann. Aaron hefur áður sýnt verk þar sem hann fæst við minningar og fyrri tíma, en hér nær hann líklega bestum árangri. Sýningin er vel hugsuð og vel þess virði að heimsækja. Köttur að mala Gallerí Plús hefur opnað dyr sínar á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé, en þetta listrými stendur í Brekkugötunni á Akureyri. Bræðurnir Tumi og Pétur Magnússynir ríða á vaðið með sýninguna Trompet úr járni og veltuminkur, en titillinn er einhvers konar orða- leikur sem á lítið skylt við verkin á sýningunni. Verk Tuma er í fjórum hlutum. Þrír hlutar verksins eru ljósmyndir af ketti sem gerðar hafa verið ferkantaðar í tölvu, prentaðar á sjálf- límandi pappír og límdar á veggina. Fjórði hlut- inn er hljóð en ef eyrað er lagt við lítinn hljóð- nema á veggnum má hlusta á malið í ketti, væntanlega sama ketti og myndin er af á veggnum. Þessi sýning Tuma er sú áhugaverð- asta sem ég hef séð lengi eftir listamanninn. Hann er kominn inn á braut sem er bæði per- sónulegri og breiðari í tjáningu en hann hefur áður verið á. Sú lausn Tuma að fá fram hreyf- ingu kattarins með því að láta hann „velta“ á milli herbergja, bjögunin á myndinni og svo hljóðið í bland, gerir verkið jafn gott og raun ber vitni. Tumi er og hefur lengi verið einn at- hyglisverðasti listmálari landsins, bæði snjall með pensilinn (litasprautuna) og ávallt leit- andi.Það sem helst er hægt að hnýta í varðandi sýninguna er upphengið og frágangurinn, en eitt verkið er rifið í horninu og það er eins og pappírinnn límist ekki nógu vel við hrjúfan vegginn. Með Tuma sýnir bróðir hans Pétur eins og áður sagði. Pétur hefur hingað til verið þekktur fyrir að búa til verk sem blekkja augað, verk sem við fyrstu sýn virðast vera tvívíð formfræði en allt í einu hefur augað búið til þrívíðan kassa. Pétur hefur oft náð mjög góðum árangri í þessum verkum sínum. Þessi sýning er sér- stök fyrir þær sakir að öll verkin á sýningunni eru þrívíð, en eiga að umbreytast og breyta um form sé horft á þau frá ákveðnu sjónarhorni. Verkin eru líka sérstök að því leyti að þau eru nytjalist og hægt er að taka innan úr verk- unum, hella sykri ofan í skálina og nota hið gullna miðjustykki sem skeið. Ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum á sýningunni, fannst listamanninum hafa fatast illilega flugið. Gald- urinn horfinn úr verkunum, nema þá að eitt- hvað sé orðið athugavert við sjónina hjá mér. Það var ekki fyrr en ég kom heim og fór að rýna í myndina sem fylgir þessari grein að verkið lyftist á móti mér og varð að ílöngum kassa. Það eina sem ég get því ráð- lagt fólki er að rýna vel og lengi í hvert verk og finna rétt sjónarhorn, til að verkin lifni við. Þetta eru ekki aðgengileg- ustu verk Péturs til þessa, kannski þau mest krefjandi, en koma á óvart við nánari skoð- un. Myndlistarleirlist Í Galleríi 02 á Akureyri er sýning Áslaugar Thorlacius, Stell/service 1 og Stell/service 2. Verkin samanstanda af leir- munum sem Áslaug hefur búið til á leirmótunarnámskeið-um. Í neðra rými eru fjórir litlir bollar en uppi hefur hún hrúg- að saman alls konar skálum, kannski öllum skálunum sem hún gerði á námskeiðinu, jafnt misheppnuðu skálunum sem þeim betur heppnuðu. Krukk- unum er staflað upp á ferða- kistil og á kistlinum er íkona- mynd af Áslaugu og fjölskyldu en myndina geðri listamaðurinn á námskeiði í íkonamálun. Áslaug er hér á mjög áhugaverðri leið í myndlist sinni og þær spurnignar vakna óneit- anlega fyrst, hver sé munurinn á leirlist sem myndlistarmaður býr til og svipuðum munum, líklegast mun betri út frá faglegum sjónarmið- um, gerðum af hefðbundnum leirkerasmið. Þetta er spurning sem ekki er til neitt einfalt svar við, enda nokkuð sem rifist er um reglu- lega; hvað er list og hvað ekki. Í þetta skiptið verður fullyrt að krukkur og skálar Áslaugar séu myndlistarverk enda er sýningin í mynd- listarsal sem sérhæfir sig í nútímamyndlist. Ás- laug hefur lengi unnið með hversdagsleg gildi og stemningar, ýmsar hannyrðir og handbragð sem koma við sögu í daglegu lífi. Þessi sýning fellur vel að þessu höfund- arverki Áslaugar. Hún er persónuleg og blátt áfram í myndsköpun sinni og mætir viðfangs- efninu af látleysi og afslöppun. Það er líf henn- ar sjálfrar sem er viðfangsefnið miklu frekar en leirkeragerð sem slík. Form hverrar skálar, eða óform, skiptir þar með minna máli. Í sýningarskrá er texti sem er góð viðbót við sýninguna þar sem hverri skál er gefið hug- myndafræðilegt gildi og mikilvægi. Í framhjá- hlaupi er gaman að geta þess hér að einn lista- mannanna sem tilnefndir eru til Turner-verðlaunanna bresku, Greyson Perry, vinnur nær eingöngu við leirkerasmíði á mjög persónulegum forsendum. Það sannast með honum, og verkum Áslaugar, að það er í raun ekki efnið sem er aðalmálið heldur hvaða sögu er verið að segja. Heimarými Margrét H. Blöndal er fyrsti listamaðurinn til að sýna í heimagalleríi Hlyns Hallssonar myndlistarmanns og konu hans Kristínar Kjart- ansdóttur, Kunstraum/Wohnraum, eftir að gall- eríið flutti til Íslands frá Hannover í Þýska- landi. Á sýningunni gefur að líta fimm ljósmyndir sem saman mynda eitt heildstætt verk. Um er að ræða hversdagslegar ljósmyndir af dýrum og mönnum við ólíkar aðstæður. Lamb horfir inn um glugga, fluga er dauð á klæði, smáfugl liggur dauður á bakinu, drengur situr uppi í rúmi í náttfötum með skordýramynstri, stung- inn á fótum. Gömul mynd af listakonunni ásamt tveimur systkinum sínum hangir inni í eldhúsi og undan sæng gægjast lappir á manni. Sýn- ingin er í stíl við fyrri verk Margrétar en hún er hvað þekktust fyrir höggmyndir sínar gerðar úr ódýrum efnum þar sem gifs, sængurver, blöðrur og fleira kemur við sögu. Það er ein- hver sérstök stilla yfir ljósmyndunum sem birta okkur lítil augnablik úr ofurvenjulegum degi/ dögum. Í myndunum býr þó einhver tregi, löng- un eða millibilsástand sem erfitt er að útskýra í orðum. Verkin falla vel inn í heimarýmið því verk- unum er stillt þannig upp að þau verða hluti af umræðunni á heimilinu og hinu daglega and- rými. Akureyri MYNDLIST Listasafn Akureyrar Eggert Pétursson Málverk Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17 Til 14. desember Listasafn Akureyrar Aaron Mitchell Höggmyndir Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17 Til 14. desember Gallerí Plús Tumi Magnússon og Pétur Magnússon Málverk og höggmyndir Morgunblaðið/Kristján Verk Péturs Magnússonar eru nokkurskonar nytjalist. Morgunblaðið/Kristján Köttur Tuma Magnússonar veltir sér og malar í Galleríi +. Kunstraum Wohnraum Margrét H. Blöndal Ljósmyndir – innsetning Opið eftir samkomulagi Til 21. janúar 2004 Gallerí 02 Áslaug Thorlacius Leirlist - innsetning Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 Þóroddur Bjarnason Minningar og heimildir Aron Mitchell. Morgunblaðið/Kristján Ein ljósmynda Margrétar Blöndal á sýningunni í Kunstraum Wohnraum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.