Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 NÝJUSTU bók Audrey Niffe- negger, rithöfundar sem lítið hefur farið fyrir til þessa, er spáð góðu gengi á næsta ári af gagnrýnanda breska dagblaðs- ins Guardian. Bókin nefnist The Time Travellers Wife, eða Kona tímaferðalangsins, og mun hún að mati blaðsins verða í hópi þeirra verka sem enginn má láta framhjá sér fara. Þar segir Niffenegger, sem er listfræð- ingur við Columbia-háskólann í Chicago, frá ungum hjónum Clare og Henry en í sambandi sínu þurfa þau að taka á flækjum sem skapast við allsérstæðan sjúkdóm Henrys sem þýðir að hann flyst fyrirvaralaust milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Þótt bókin sé um margt hefð- bundin ástarsaga telur Guardian hana engu að síður sérlega áhugaverða og ekki hvað síst fyrir frumlega uppbyggingu og stíl Niffeneggers. Baráttumaður fyrir frelsi ÆVI Franklin Delano Roosevelt, fyrrum Bandaríkjaforseta, er viðfangsefni ævisögu Conrads Blacks, en Black er öllu þekktari fyrir fjölmiðlaveldi sitt en eigin skrif. Bókin nefnist Franklin Del- ano Roosevelt – Champion of Freedom og dregur Black þar fram mynd af Roosevelt sem manni sem er staðráðinn í að móta viðhorf almennings. Að mati gagnrýnanda Guardian skín aðdáun Blacks á forset- anum skírlega í gegnum skrif hans þótt honum takist ekki að svara mörgum grundvallar- spurningum um Roosevelt, afrek hans og það vald sem hann hafði yfir bandarísku þjóðinni. Gallego verðlaunaður RÚSSNESKI rithöfundurinn Ruben David Gonzalez Gallego hlaut hin rússnesku Booker- verðlaun fyrir bók sína Hvítt á svörtu að því er greint var frá í rússneskum fjölmiðlum m.a. Pravda fyrir skemmstu. Eru verðlaunin virtustu bókmennta- verðlaun sem veitt eru þar í landi. Gallego, sem nú býr í Madrid, hefur verið lamaður frá fæðingu. Hann eyddi æsku sinni á hinum ýmsu rússnesku mun- aðarleysingjahælum fyrir fatl- aða og lýsir bókin m.a. átaka- mikilli dvöl hans þar. Tilviljanakennd fjölskylda SAGA Adrian Nicole LeBlanc Random Family, eða Tilviljana- kennd fjölskylda, fjallar um lífið í einu af fá- tækrahverf- um New Yorkborgar. Í bókinni, sem LeBlanc var með í vinnslu í 11 ár, leyfir hún lesendum að fylgja eftir nöturlegu lífi tveggja kvenna, Coco og Jessicu, í einu af verst niðurníddu hverfum suðurhluta Bronx. En Jessicu kynntist LeBlanc sjálf er hún fjallaði um réttarhöld yfir þáver- andi kærasta hennar sem er dóp- sali. LeBlanc tekur á mörgum erfiðum spurningum í skrifum sínum sem snúa ekki síst að þeirri næstum ófrávíkjanlegu braut sem líf þeirra Coco og Jessicu fylgir. ERLENDAR BÆKUR Kona tíma- ferðalangsins Adrian Nicole LeBlanc Franklin Delano Roosevelt A lþjóðlega (ameríska) hæfi- leikakeppnin Stjörnuleit, eða Idol, stendur hérlendis sem hæst þessa dagana og er sjónvarpað beint á Stöð 2. Hundruð ungmenna sem þyrstir í frægð og frama hafa í undankeppninni beðið í löngum röðum eftir að spreyta sig frammi fyr- ir miskunnarlausri dómnefndinni sem saman- stendur af Siggu Beinteins, Þorvaldi fyrrum Todmobilegaur og Bubba Morthens (hann fer alveg á kostum). Eftir taugatrekkjandi bið fá keppendur, einn í einu, að koma fram fyrir dómnefndina og syngja eitt erindi og viðlag og frammistaðan sker úr um frekari þátttöku í þessum æsispennandi leik. Myndavélar fylgjast grannt með öllu á staðnum og bæði gleði og vonbrigði keppendanna eru vandlega fest á filmu. Fjörkálfarnir á Popptíví, þeir Simmi og Jói, sjá um að draga áhorfendur inn í hringiðu keppninnar og eiga sinn þátt í að skapa góða stemningu með hálfkæringi og léttu gríni. Loks stendur eftir stór hópur af poppstjörnuefnum sem enn þreytir með sér en keppendur heltast síðan úr lestinni einn og einnog eftir úrslita- hrinurnar standa aðeins nokkrir eftir sem lík- legir mega teljast til að verða poppstjarna Ís- lands. Spennan magnast í hverri viku, þegar „þjóðin kýs“ með SMS-skilaboðum hverjir keppendanna fá að halda áfram og hverjir eru sendir heim með brostnar vonir. Fleiri banda- rískir sjónvarpsþættir byggjast á útsláttar- keppni eins og þessari, s.s. Survivor þar sem keppendur velja sjálfir þá sem skulu snúa heim, Bachelor/-ette en þar verður hnossið að gera upp á milli vonbiðla, og Fear Factor þar sem þeir hætta keppni sem ekki standast raun- irnar. Frumskógarlögmálið ræður greinilega ríkjum og það kitlar taugar áhorfenda að að- eins hinir hæfustu lifa af. Stjörnuleit/Idol er stórsniðug fjölmiðlamark- aðshugmynd sem veltir hundruðum milljóna og undur og stórmerki að enginn skuli hafa fundið upp á þessu löngu fyrr. Íslenskir áhorfendur eru stórhrifnir og greiða áskriftina sína með glöðu geði (þættirnir eru síðan gjörnýttir í dag- skránni og endursýndir margsinnis), síma- og auglýsingatekjur streyma viðstöðulaust inn í kassann, aðgöngumiðarnir í Smáralind þar sem úrslitin fara fram renna út eins og heitar lummur og búið er að gera geisladisk og spil sem hvort tveggja selst grimmt. Stjörnuefnin ungu eru þegar orðin þekkt andlit og farin að baða sig í frægðinni. Þau koma víðsvegar fram og allir fá eitthvað fyrir sinn snúð því fyrirtæki um allt land gauka ýmsu að keppendum og séð er til þess að það skili sér til áhorfenda heima í stofu. Þetta er einstaklega fríður og samheld- inn hópur og fer mjög vel á með þeim öllum þrátt fyrir samkeppnina. Spennan sem mynd- ast þegar valið er á milli keppenda er jafnan trega blandin því vitað er að einhver úr vina- hópnum þarf að taka pokann sinn. Þeir sem það hafa gert eru bundnir þagnareiði þar til keppninni lýkur svo það er nægur fréttamatur eftir; viðtöl og greinar þar sem „sannleikurinn“ um keppnina, vináttuna og dómnefndina mun væntanlega koma í ljós. Stjörnuleit mun því áfram mala gull löngu eftir að stjarnan er fund- in. Stjörnuleit/Idol gengur ekki út á að finna leyndan snilling, listamann eða undrabarn í tónlist. Leitað er að einstaklingi sem hefur góða rödd, fallega sviðsframkomu, útgeislun og sjarma; einhverjum sem fellur að staðlaðri ímynd poppstjörnunnar. En hvað tekur við þegar stjarna er fædd? Útsmogin markaðs- setning og græðgislegt fjölmiðlafár, eða von- brigði og gleymska, stjörnuhrap? Er líf að loknu Idol? Frægðin er fallvölt eins og dæmin sanna. Það fékk m.a. heimskunni hvalurinn Keikó að reyna. Hann sem áður svamlaði í gagnsæju einkakeri og naut aðdáunar heims- byggðarinnar var sendur á brott til að hírast í þröngri kví norður á Íslandi og var loks hent í sjóinn, þar sem hann á dögunum háði einn sitt dauðastríð (sem var efni í stutta fréttatilkynn- ingu). Hann var loks grafinn í kyrrþey, öllum gleymdur – fallin stjarna … FJÖLMIÐLAR POPPSTJARNA ÍSLANDS Leitað er að einstaklingi sem hefur góða rödd, fallega sviðs- framkomu, útgeislun og sjarma; einhverjum sem fellur að staðl- aðri ímynd poppstjörnunnar. S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Á SÍÐUSTU árum og áratugum hefur það gerst að íslenskar fréttir – ekki síst af erlendum vettvangi – hafa breyst í nákvæmlega þetta. Ég á ekki við að þær séu sveitó eða hallær- islegar – sjálfsagt eru þær það líka – heldur að þær eru eins og brot úr einhverri sögu sem maður fær aldrei neitt samhengi í. Eins og stuttir kaflar innan úr miðbiki fjölda ólíkra skáld- sagna sem maður hefur aldrei heyrt getið. Auðvitað ekki í orðfæri, fáir nota orðalagið Þegar fréttaritara ber að garði í frétt, það skapar ekki hlutleys- isblæ að fréttamaður blandi sjálfum sér í fréttina, vekur ekki alveg traust. Blaðamenn fá frekar útrás fyrir sjálfs- tjáningarþörf sína í pistlum sem þeir skrifa undir eigin nafni. Ég á við samhengisleysið. Fréttirnar verða líkt og ætlaðar einhverjum öðrum en les- endum sínum, einhverjum sem er með á nótunum, er innsti koppur í búri, þekkir gang málanna, kann all- ar skammstafanir, er þaulkunnugur allri sögu á ólíklegustu stöðum, líkt og brot úr sendibréfi sem ekki kemur manni við og er ekki vel skemmtilegt aflestrar því það skortir skáldleg til- þrif og sjarma fréttaritaranna sem bar eitt sinn að garði. [...] Miðað við hversu lítið má vænta að gerist á Íslandi er með mestu ólík- indum hve stór hluti fréttanna er inn- lendur. Það er eiginlega býsna erfitt að fylgjast með heimsmálunum, erfitt að verða heimsborgari. En þegar að erlendu fréttunum kemur finnst mér þróunin vera sú sama: í átt að þegar- fréttaritara-ber-að-garði stílnum. Samhengisleysi. Þannig verður ein- hver pólitísk kollvelta í Afríkuríki sem enginn hefur heyrt getið og í stað þess að fræða mann á því hver saga ríkisins sé, samband við önnur ríki, stjórnmálaástand, menning, efna- hagslíf, o.s.frv., fær maður einfald- lega að heyra: Þegar fréttaritara ber að garði hefur orðið pólitísk kollvelta í einhverju Afríkuríki. Þegar fréttarit- ara ber að garði er eitthvert vesen í Argentínu. Þegar fréttaritara ber að garði er búið að endurkjósa hann Pútín forseta Rússlands en Zhírín- ovskí á Hóli er eitthvað að æpa. Þeg- ar fréttaritara ber að garði eru þeir Saddam og Osama búnir að senda frá sér nýtt vídeó og einhverjir vís- indamenn segja að þetta séu kannski í raun og veru þeir. Hermann Stefánsson Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Kristján Skugga-Baldur er maður ársins. ÞEGAR FRÉTTA- RITARA BER ... IHvernig losnar maður við verk? Hvernig á þessifæðing sér stað? Þegar botnlangi er rifinn innan úr manni og færður upp á einhvers konar fat þar sem hann fær að liggja, baðaður skærum ljósum í fyrstu en síðan hent á einhvern haug. IIÞetta er sagan af því þegar ég varð óléttur oghélt að ég myndi fæða botnlanga eða að minnsta kosti losa mig við verk sem hafði vaxið innan í mér eins og hornótt fóstur. Löngu síðar fékk ég það staðfest að botnlanginn var virkilega bara lítil tota þangað sem hlutir, er engu máli skipta, rötuðu. IIISjálfur lendi ég iðulega í botnlöngum. Ég á erfitt með að skilja bækur. Fyrsti lestur er fullur af götum, gloppóttur, ég dett út, missi þráðinn en held samt áfram á meðan hugurinn reikar burt, og orðin á síðunum hverfa inn í mig og deyja, þau eru eins og flugurnar sem lýsa stutta stund en samlagast svo myrkrinu; þær eru þarna samt enn þá, sveimandi um og kannski kviknar á þeim aftur. Ég veit það ekki. Ég bara held áfram að tína orðin upp af síðunum þótt ég týni þeim jafn óðum, sem er samt ekki endilega rétt því að hugs- anirnar eru aldrei jafn líflegar og þegar ég les og gleymi mér milli línanna. En ég þarf oftast að lesa bókina aftur ef ég ætla að fá einhvern botn í hana – sem er raunar ekki alltaf nauðsynlegt eða eftirsókn- arvert. Sennilega les ég bækur sjaldnast tvisvar. Þær deyja bara innan í mér. Enda og deyja. Dauð- ir endar. Botnlangar. IVOg þannig skröltir maður áfram með líkin ívagninum. VHvernig losnar maður við verk? Verk í fæð-ingu. Fæðingarverk. Allt frá fyrstu stundu hef ég fundið þennan þráð herðast að. Kannski var upphafið fyrir austan fjall. Minnist ferðar, við tveir feðgarnir snemma um nótt í lok desember. Það er slagveður og hafði verið bylur fyrr um kvöldið og við stöndum fastir á steisjóninum í miðri brekku, glerhálli og þorum eiginlega ekki að láta renna aft- ur niður vegna þess að þar er ein af mjóu brúnum sem eru ekki auðhittar í björtu. Hann stendur bíl- inn í botn en dekkin vinna ekkert á brekkunni og þegar hann stígur á bremsuna tekur bíllinn að skríða niður hallann undan eigin þunga. Ég gríp um sætisbrýkina og lít skelfdur á föðurinn sem gnagar saman jöxlum og kremur stýrið með kruml- unum … en bíllinn rennur ofan í freðnum för- unum alla leið niður á brú, beint inn á brú. Og þaðan hleyp ég út í myrkrið í leit að hjálp. VISeinna sömu nótt í þykkri þoku á heiðinni.Ekkert skyggni, ekki glóra, bara móða sem smámsaman breyttist í litla dropa sem þrýstast upp eftir framrúðunni og minna á sæðisfrumur í æð- isgenginni leit að óvissum áfangastað. VIISmámsaman losnar um seiðandi verk semhefur hreiðrað um sig innan í mér, frjóvgun. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.