Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 Á rið 2003 hefur um margt verið athyglisvert í list- dansi á Íslandi. Hér verður tiplað á því helsta. Árið hófst á sýningu Íslenska dansflokksins með yfir- skriftinni Lát hjartað ráða för. Á þeirri sýningu voru sýnd þrjú verk. Symbiosis eftir Itzik Galili, ljúfur rómantískur dúett með léttu ívafi. Stingray eftir Katrínu Hall, myndrænt nokkuð stefnulaust dansverk, með ævintýraljóma yfir sér og Black Wrap eftir Ed Wubbe, verk í hvítu umhverfi með yfirbragði viðkvæmni og guðlegs tærleika. Í heild var sýningin vönduð og athyglisverð og gaf von um gott framhald. Í maí hélt Íslenski dansflokkurinn upp á 30 ára starfsafmæli sitt með veglegri afmælissýn- ingu undir heitinu Dans fyrir þig. Þar voru sýnd brot úr því besta á 30 ára starfsferlinum en eftir hlé var frumflutt dansverkið Frosti eftir Láru Stefánsdóttur. Kaflarnir úr fjöl- breyttum dansverkunum voru skemmtilegir áhorfs. Frammistaða og fjölhæfni dansaranna er eftirminnileg. Frosti, verk Láru Stefáns- dóttur innihélt m.a. stutta myndræna og skop- lega dans og leikkafla. Verkið sem ekki er al- slæmt féll ekki í kramið hjá undirritaðri sem fannst það yfirhöfuð vera stefnulaust og ófynd- ið. Dansleikhúsið í samvinnu við Báru Magn- úsdóttur sýndi í sama mánuði fjögur dansverk á nýja sviði Borgarleikhússins. Með stofnun Dansleikhússins er ungum dönsurum gefið tækifæri til að spreyta sig á sviði sem danshöf- undar eða dansarar. Það er gott og þarft fram- tak. Vita, verk Katrínar Ingvadóttur innihélt dulúð og drunga og minntu dansararnir á dökkálfa úr ævintýrum. Lífsbrunnurinn var útgangspunkturinn í verkinu en nokkuð vant- aði upp á flæði í hreyfingum dansaranna. Vis- ion, kammerdansverk Lovísu Óskar Gunnars- dóttur og Sigurðar Halldórssonar var frumlegt samspil dans og tónlistar, dansara og tónlistarmanns. Einfalt, vel uppbyggt og áhugavert dansverk. Í Fló eftir Jóhann Frey Björgvinsson eru byggðir upp stuttir kóreo- grafískir kaflar með getu dansaranna í huga og áttu þeir góða spretti í verkinu. Viðutan eftir Irmu Gunnarsdóttur var af öðrum toga. Verkið er skrautlegt með mörgum ólíkum persónum, í anda söngleikja djassballettsins. Með tilkomu Dansleikhússins eykst fjölbreytnin að ógleymdri fjölgun verðmætra tækifæra fyrir unga listdansara til að koma list sinni á fram- færi. Það er óskandi að framhald verði þar á. Í byrjun september var Nútímadanshátíðin eða Reykjavík dancefestival haldin hátíðleg í annað sinn. Þar sýndu sex dansarar verk eftir sig sjálfa. Hátíðin var sérstök að því leyti að öll voru verkin sóló dansverk. Sveinbjörg Þór- hallsdóttir reið á vaðið í verki sínu For I Am. Verkið sem var hlaðið trega, þjáningu og sorg vakti enga sérstaka athygli þrátt fyrir öryggi dansarans og gott vald yfir hreyfingunum. Í Transitions Nadiu Banine hangir kaðall niður úr loftinu. Dansarinn togast á við kaðalinn og myndar togstreitu og innri átök. Einföld hug- mynd og framsetning sem hefði mátt vinna meira í. Skissa Ástrósar Gunnarsdóttur fjallar um konu sem býr í vatni en finnur sig ekki í heimi kvenna á landi. Frumlegar, vel útfærðar hreyfingarnar vöktu athygli og er fyrri hluti dansverksins eftirminnilegur. Rammar prýða sviðið í Portretti Jóhanns Freys Björgvinson- ar. Efnistökin voru fátækleg en verkið vel dansað. Out of Body eftir Cameron Corbett hefst á að dansari rúllar plasti utan af líkama sínum. Verkið sýnir hreyfiþroska mannsins að 1. aldursári. Stutt og hnitmiðað dansverk. The secret life of a wallflower eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur fjallar um konu sem lætur lítið á sér bera innan um aðra en blómstar í einrúmi. Markviss uppbygging persón- unnar, húmorinn í verkinu ásamt öryggi í dansi og leik- rænni tjáningu var eftirminni- legt. Í október rak Íslenski dans- flokkurinn endahnút á sýning- ar ársins með flutningi á þrem- ur dansverkum. Þau voru Symbiosis eftir Itzik Galili sem var endurflutt. Guðmundur Elías Knudsen kom nýr inn og var verkið ekki síðra en þegar það var sýnt í febrúar á þessu ári. Það var ljúft að sjá þetta fallega dansverk aftur með nýjum dansara. Party, gleði- verk Guðmundar Helgasonar sá undirrituð í fyrsta sinn á sýningu dansflokksins en það var frumsýnt í Borgarleikhús- inu í júní síðastliðnum ásamt fleiri dansverkum. Verkið var grípandi og gáskafullt og upp- bygging þess hnitmiðuð. Gestahöfundur þess- arar sýningar var Hollendingurinn Lonneke van Leth. Verk hennar Match fjallar um lands- leik í fótbolta milli Íslands og Hollands. Hreyf- ingarnar í verkinu eru eins konar tilvitnun í hreyfingar fótboltamanna. Dansararnir voru sannfærandi í þessu aðgengilega dansverki. Af þeim sextán dansverkum sem undirrituð sá á árinu þá eru fjögur eftirfarandi eftirminni- legust innlendra verka. Þau eru Vision þeirra Lovísu Óskar Gunnarsdóttur og Sigurðar Halldórssonar. Verkið var frumlegt og hug- myndir höfunda vel útfærðar. Agaðar og frum- legar hreyfingar Ástrósar Gunnarsdóttur í fyrri hluta verks hennar Skissa var kærkomið innlegg í listdansflóruna. Þessi reynslumikli djassdansari fór sína eigin leið og kom fram Sjálfstæði, frum- leiki og djörfung „Það er einhver óræður lífsþróttur viðloðandi [Íslenska dans- ]flokkinn. Sú tilfinning að hann geti alltaf komið á óvart er fyrir hendi.“ Atriði úr verkinu The Match eftir Lonneke van Leth sem Íslenski dansflokkurinn sýndi á árinu sem er að líða. Þróun í listdansi hérlendis helst í hendur við þróunina í Norður-Evrópu. Undanfarin ár hefur hún verið á hraðri leið frá klassíska ballettinum, þar sem hreyfiformið er fast- mótað og gríðarlega agað. Danslist Lilja Ívarsdóttir Hvað bar hæst í íslensku menningarlífi á árinu? Sex blaðamenn og gagnrýnendur á ir, dans, kvikmyndir, leikhús, myndlist og tónlist. Stiklað er á stóru í greinunum enda Morgunblaðið/Jim Smart E nn bólar ekkert á því einstaka og sérstaka sem auglýst var eftir í áramótauppgjöri tónlistarinnar fyrir réttu ári, með örfáum und- antekningum þó. Allt er við það sama, blómstrandi tónleika- hald, góð aðsókn að jafnaði, og undantekning ef tónleikar eru ekki í það minnsta þokkalega góðir. Lang oft- ast eru tónleikar talsvert meira en það. Tón- listin nýtur þess að eiga afar gott fagfólk, og enginn ætti að verða svikinn af því að sækja tónleika og hlusta á það besta sem þar fer fram. En ennþá virðist bið á því að við fáum hvunndags að heyra eitthvað sem er betra en bara hnökralaust og gott; – þessa einstöku upplifun, sem hefur gert tónleika margra er- lendra úrvalslistamanna svo minnisstæða. Sá tónlistarviðburður ársins sem líklegastur er til að verða í minnum hafður um ókomna tíð, er vafalítið uppfærsla Íslensku óperunnar á óp- erunni Macbeth eftir Verdi. Stóra sigurinn þar unnu söngvararnir í aðalhlutverkum, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Elín Ósk Óskarsdótt- ir, sem skilaði einum besta performans sem sést hefur og heyrst á íslensku óperusviði. Í tónsmíðum hafa nokkur tónskáld notið sviðsljóssins öðrum fremur á árinu. Slagverks- konsert eftir Áskel Másson fyrir tvo slagverks- leikara og hljómsveit var frumfluttur í Dan- mörku í byrjun árs með snillingana Evelyn Glennie og Gert Mortensen í einleikshlutverk- um. Áskell er trúlega það tónskáld okkar sem víðast fór á árinu, en verk hans voru flutt á tón- leikum og tónlistarhátíðum víða um heim, nú síðast um miðjan desember á tónleikaferðalagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Þýskaland, þar sem hljómsveitin lék nýtt verk hans, Frón. Hróðmar Sigurbjörnsson átti líka frjótt ár, en verk hans, Hjörturinn, fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, var frumflutt á fyrri hluta ársins við mjög góðar undirtektir. Jóhann G. Jóhannsson úr orgelkvartettnum Apparati er þó líklega það tónskáld sem vakti mesta athygli á árinu með verkum sínum. Í Borgarleikhúsinu flutti Eþos-kvartettinn frá- bæra tónlist hans úr leikriti Hávars Sigurjóns- sonar, Englabörnum, og mánuði síðar tróð Jó- hann upp í Hallgrímskirkju ásamt hljómsveit með verkið Virðulegu forsetar, en þeir tón- leikar voru gagnrýnanda ein magnaðasta mús- íkupplifun ársins. Orgeltónleikar Harðar Áskelssonar í haust voru með eftirminnilegri tónleikum ársins. Mjög hefur kveðið að Herði sem frábærum kórstjóra, en með orgeltónleikunum staðfesti Hörður enn hve hann er fjölhæfur tónlistar- maður, og örugglega í hópi okkar fremstu tón- listarmanna. Það var ekki bara Sinfóníuhljómsveitin sem fór í reisu á árinu; Kammersveit Reykjavíkur fór í afar vel heppnaða tónleikaferð til Belgíu og Rússlands í boði Vladimirs Ashkenazys, og lék meðal annars á tónleikum í heimabæ hans. Það er orðið hversdagslegt að íslenskir tón- listarmenn leggi land undir fót. Það þarf ekki að spyrja að því hve hollt það er þeim, og víst að ávinningurinn skilar sér vel í spilamennsku hér heima. Nýr kammerhópur, blásaraoktettinn Hnúkaþeyr, kvaddi sér hljóðs á fyrri hluta árs, og eftirtektarvert var hve góður og samstilltur hópurinn var í tónleikaeldskírninni. Aldrei hafa fleiri sumartónleikahátíðir verið haldnar en í ár, og sífellt fjölgar þeim stöðum á landsbyggðinni sem efna til slíkra viðburða. Í sumar bættust Vestfirðir í hópinn með hátíð sem Pétur Jónasson og Guð- rún Birgisdóttir skipuleggja á Ísafirði, í Bolungavík og Súða- vík, í samvinnu við heima- menn. Sumartónleikar í Reyk- holti, Skálholti og á Kirkjubæjarklaustri tókust vel að vanda, en ef einstakir tón- leikar þessara hátíða eru vegn- ir og metnir, eru það kannski allra minnstu tónleikar ársins á hátíðinni á Berjadögum á Ólafsfirði sem uppúr standa, en það voru einleikstónleikar Kristins H. Árnasonar gítar- leikara í gömlu kirkjunni að Kvíabekk. Af heimsóknum erlendra listamanna hingað til lands eru þrjár sem uppúr standa, og þær jafn ólíkar og svart og hvítt. Finnski söngvarinn Jorma Hynninen sem nýtur vinsælda og viðurkenningar um allan heim söng í Salnum með píanóleikara sínum, Gust- av Djupsöbacka, og þóttu tón- leikarnir stórkostleg upplifun. Í svipuðum flokki er ein fræg- asta óperusöngkona heims, Kiri te Kanawa, sem heillaði íslenska tónleikagesti er troð- fylltu Háskólabíó. Hún kom flestum á óvart með því að syngja ljóð, en ekki óperuarí- ur. Hún jafn fáguð og elegant og hægt er að hugsa sér; – þeir eins jarðneskir og best getur orðið, kapparnir í blásaraflokknum Fanfare Ciocarlia frá Rúm- eníu. Þessir einstöku og kátu karlar léku eigin átthagatónlist á Nasa um miðjan júlí, og tón- leikagestir slepptu sér bókstaflega af fögnuði og gleði og fjörugum dansi. Tónlistarútgáfa hefur verið talsverð í sí- gildri tónlist á árinu, en nú ber svo við að það er nánast einn útgefandi sem þar á í hlut: Smekkleysa. Að vísu á fyrirtækið í samstarfi við Íslenska tónverkamiðstöð, Ríkisútvarpið og fleiri, en engu að síður má segja að eld- móður Ásmundar Jónssonar ráði mestu um hve Smekkleysuútgáfan er öflug og voldug. Nú Ár Macbeths, Jó- hanns G. og góðra erlendra gesta Morgunblaðið/Sverrir „Sá tónlistarviðburður ársins, sem líklegastur er til að verða í minnum hafður um ókomna tíð, er vafalítið uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni Macbeth eftir Verdi.“ Elín Ósk Óskars- dóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson í hlutverkum Lafði Mac- beth og Macbeths í sýningu Íslensku óperunnar. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.