Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 H versu góðir voru Bítlarn- ir?“ Er ekki best að svara þessu strax: Snillingar saman, umtalsvert slakari hver í sínu lagi. Þessi spurning hefur reyndar verið mér talsvert hug- leikin að undanförnu fyrir þær sakir að enn þann dag í dag er ég að kenna nemendum sem rétt hafa lokið grunn- skóla en eiga þá ósk heitasta að geta spilað bítlalögin á gítar. Þá vekur það hjá mér furðu að sjá að margir þeirra búa yfir sér- fæðiþekkingu um hljómsveitina sem gæti auðveldlega gert hvaða miðaldra poppskrí- bent eða félagsfræðing grænan af öfund. Oft eru Bítlarnir í umræðunni spyrtir saman við aðra mestu rokksveit þessa tíma, The Roll- ing Stones, og hafa aðdáendur hvorrar sveit- ar fyrir sig löngum eldað grátt silfur saman. Enginn vafi leikur á því að „Stónsararnir“ voru líka frábær hljómsveit en til gamans má geta þess að enn hefur enginn komið til mín sem hefur beðið um að fá að læra lag með þeim. Ekki ætla ég mér að særa tilfinn- ingar Stones-aðdáenda með þessari stað- reynd en hún segir okkur samt sem áður töluvert um þann gífurlega kraft sem tónlist Bítlanna býr yfir og í ljósi þess verður ofan- greind spurning þeim mun athyglisverðari. Það fyrsta sem blasir við þegar litið er yf- ir feril Bítlanna eru hin gríðarlegu afköst hljómsveitarinnar. Aðeins liðu tæp sjö ár frá því fyrsta smáskífa þeirra, Love Me Do, leit dagsins ljós í október 1962 og þar til Abbey Road, síðasta platan sem þeir tóku upp, kom út í september 1969. Þetta er stuttur tími þegar litið er til alls þess sem þeir áorkuðu: út komu 13 breiðskífur, þar af ein tvöföld, og tugir smáskífna, auk þess sem farnar voru fjölmargar tónleikaferðir um allan heim, fjórar bíómyndir gerðar og ein sjón- varpsmynd. Hér var augljóslega á ferðinni hljómsveit sem sagði sex, og þá ekki aðeins í fjölda titla sem komu út heldur einnig og miklu frekar í listrænni framþróun sem var stöðug allan þennan tíma. En lítum nú nán- ar á þessa ótrúlegu hljómsveit: Fjórir ólíkir og frumlegir tónlistarmenn ganga í eina sæng, þar af þrír frábærir laga- smiðir og söngvarar. John Lennon, for- sprakki bandsins, gefur tóninn strax á fyrstu breiðskífunni með flutningi sínum á laginu Twist and Shout, röddin er í molum eftir tólf tíma stanslausar upptökur og ekk- ert eftir nema löngunin til þess að ganga lengra en hægt er. Hann var sálin og sexið í bandinu, besti söngvarinn að mínu mati, lög- in sem hann samdi voru sterk, ágeng, full af sársauka og á köflum afar frumleg. Paul McCartney sýnir hér líka snilldartakta í lag- inu I Saw Her Standing There, styrkur hans kemur strax í ljós í firnagóðum bassaleik, söngurinn er tandurhreinn og í fullkomnu samræmi við kröftugt lagið og allt er þetta tekið upp „live“, þ.e. samtímis, í stúdíóinu. Hvað eftir annað kom hann á óvart með lög- um sem löngu eru orðin að „þjóðlögum“ um allan heim, hann var séní í lagasmíðum og fjölhæfasti meðlimurinn. Sólógítarleikarinn George Harrison kemur sterkur inn á næstu plötu með fyrsta frumsamda lagi sínu Don’t Bother Me, og átti upp frá því oftlega frum- legustu og framsæknustu lögin sem gáfu ósjaldan tóninn fyrir næstu plötu. Hann var eilítið síðri söngvari en hinir, en röddin seið- andi og mikilvægur hluti af heildarhljóm- num. Og að lokum Ringo – snillingur í ein- faldleika sínum og fyrirmynd margra af bestu trommuleikurum dagsins í dag. Lang- sísti söngvarinn en bætti það upp með sjarma og ómældum húmor. Ef lýsa ætti tónlist Bítlanna í einu orði kemur aðeins eitt til greina: Fjölbreytni. Þótt þeir hafi oftast unnið með frekar fáa hljóma og einfaldar laglínur koma lögin sí- fellt á óvart. Þau spanna allt frá einföldustu rokklögum og vögguvísum yfir í hálfgerðar hljómastúdíur og framsækin hljóðverk. Á fyrstu árum bítlaæðisins voru þeir m.a. kall- aðir „meistarar í I – III hljómaskiptum í dúr“ en það eru jafnan frekar tilfinninga- þrungin hljómaskipti eins og eiga sér til dæmis stað í laginu A Hard Day’s Night þegar sungið er „…when I’m home…“ Fyrstu 2–3 árin var því greinilegt að mark- hópurinn var öskrandi táningsstúlkur. Fljót- lega fóru þeir þó að semja tónlist á eigin forsendum og fyrr en varði birtust þeir sem feikna sterkir, óháðir og sjálfstæðir lista- menn. Bestu lögum þeirra mætti lýsa sem stuttum, hefðbundnum tónsmíðum frekar en dægurlögum. Undir lokin er ljóst að á örfá- um árum höfðu þeir þanið dægurlagið til hins ýtrasta og í raun sprengt það tónlistar- form utan af sér. Á ferli sínum sendu Bítl- arnir 27 lög í efsta sætið á helstu vinsælda- listum Bretlands og um allan heim og segir það meira en mörg orð um gæði lagasmíð- anna. Bítlarnir voru alla tíð „gítarhljómsveit“ ef undan er skilið stutt tímabil í kringum plöt- una Magical Mystery Tour þar sem notkun á gítarnum er hverfandi. Hann er fremstur hljóðfæra í bítlasándinu, enda hafði hljóm- sveitin á að skipa tveimur frábærum gít- arleikurum auk snilldar „bassagítarleikara“. Harrison notaði upphaflega Gretsch, síðan tólfstrengja Rickenbacker en breytti fljót- lega yfir í Fender Stratocaster, Gibson SG og Epiphone ES-týpu, sást svo seinna með Gibson Les Paul og Fender Mustang og undir lokin notaði hann einnig Fender Tele- caster. Eins og sést á upptalningunni var hér ekki riðið við einteyming frekar en fyrri daginn. Eðli málsins samkvæmt var hann langmest áberandi hljóðfæraleikari Bítl- anna, og stóð fullkomlega undir merkjum alla tíð. Hann var einstaklega smekklegur og útsjónarsamur músíkant, sannkallað sjentilmenni hljóðfærisins og sannast það best á því að eitt sinn vék hann til hliðar og bað kollega sinn Eric Clapton, sem var mun flinkari gítarleikari, að taka að sér gítarleik- inn í lagi eftir sig. Í byrjun byggði George á hefð sér eldri gítarleikara en persónulegur stíll hans fór fljótt að mótast. Stundum orkestreraði hann raddaðar línu í gegnum heilu lögin, og sólóin, sem voru þaulsamin og aldrei impróvíseruð, voru stutt, hnit- miðuð og melódísk. Spruttu þau oft fram sem rökrétt framhald af nánast kontra- púnktísku samspili. Hann var maður sánd- sins, litanna, notaði gítarinn eins og máln- ingarpensil, þaulhugsaði öll „lick“ og tengingar, hafði „artíkúlasjón“ (fingranotk- un, spilamáta) sem var mjög persónuleg og erfitt að líkja eftir og minnir stundum ein- kennilega á það hvernig hann talaði sjálfur. Lennon virðist ekki hafa skipt eins ört um hljóðfæri, notaði í upphafi lítinn Ricken- backer en hélt sig síðan við Epiphone ES- týpurnar. Hann var afbragðs ryþmagítar- leikari en þróaði leik sinn í gegnum árin yfir í mjög persónulegan og expressífan sólógít- arleik sem varð áberandi á síðustu plötum þeirra. Lögin sem hann samdi voru gjarnan í A-dúr en það er sérstaklega „heit“ tónteg- und fyrir gítarinn og hæfði Lennon því vel. Eins og rauður þráður í gegnum öll tímabil- in var svo notaður Gibson-kassagítar með feiknarlega þéttum hljómi „á la Lennon“ og skóp hann mjög sannfærandi bakgrunn fyrir rafgítarana. Einnig má geta þess að á stöku stað leikur Harrison sérlega fallega á klass- ískan gítar sem smíðaður var af Spánverj- anum José Ramirez. McCartney studdist lengi við Hofner fiðlubassann fræga en skipti um miðbikið yfir á Rickenbacker sem gaf bassahljómnum öllu afmarkaðra yfir- bragð. Síðar greip hann þó aftur í gamla fiðlubassann sem honum þykir augljóslega vænt um því það gerir hann enn! Bassa- leikur hans var kraftmikill og margslunginn, SNILLINGAR SAMAN, UMTALSVERT SLAKARI HVER Í SÍNU LAGI E F T I R P É T U R J Ó N A S S O N Hversu góðir voru Bítlarnir? Sjálfsagt eiga allir sitt svar við þessari spurningu. Bítlarnir eru sennilega umdeildasta eða réttara sagt umræddasta hljómsveit allra tíma – það virðast jú allir vera sammála um að þeir voru góðir, spurningin er bara hversu góðir. Leitað var til þriggja aðdáenda um svar við þeirri spurningu. Ef lýsa ætti tónlist Bítlanna í einu orði kemur aðeins eitt til greina: Fjölbreytni. Þótt þeir hafi oftast unnið með frekar fáa hljóma og ein- faldar laglínur koma lögin sífellt á óvart. Þau spanna allt frá einföldustu rokklögum og vögguvísum yfir í hálfgerðar hljómastúdíur og framsækin hljóðverk. Á fyrstu árum bítlaæð- isins voru þeir m.a. kallaðir „meistarar í I – III hljómaskiptum í dúr“ en það eru jafnan frekar tilfinningaþrungin hljómaskipti eins og eiga sér til dæmis stað í laginu A Hard Day’s Night þegar sungið er „…when I’m home…“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.