Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 7 V erður bókaársins 2003 minnst sem árs uppgjörsins? Er þetta árið sem íslenskir rit- höfundar gerðu upp við sjálfa sig, náungann, samtíð- ina og söguna? Ýmislegt styður þá tilgátu. Lítum á nokkur dæmi: Linda Vil- hjálmsdóttir gerir upp við sjálfa sig og sína lífslygi í skáldsögunni Lygasögu. Hlín Agnars- dóttir gerir upp áhrif alkóhólisma á aðstand- anda í bókinni Að láta lífið rætast og byggir þar á persónulegri reynslu. Þráinn Bertelsson og Bjarni Bjarnason gera upp æsku sína í skáldævisögunum, Eins konar ég og Andliti og er í báðum verkum tekið á ýmsum viðkvæmum vanda á athyglisverðan máta. Guðmundur Andri Thorsson gerir upp við síðustu sósíal- istana og brostnar vonir þeirra í skáldsögunni Náðarkrafti. Einar Kárason gerir upp við ákveðna manngerð sem „allir þekkja“ í skáld- sögunni Stormi og vera kann að í því uppgjöri sé einnig fólgið annað og persónulegra upp- gjör. Sigurjón Magnússon gerir upp við með- ferð íslenskra menningarvita á Kristmanni Guðmundssyni í skáldsögunni Borgir og eyði- merkur. Ólafur Gunnarsson gerir upp við með- ferð íslenskra valdhafa á Jóni biskupi Arasyni og sonum hans í skáldsögunni Öxin og jörðin. Og Vigdís Grímsdóttir gerir upp við söguper- sónurnar úr tveimur síðustu skáldsögum sín- um – eða kannski mætti allt eins segja að per- sónurnar geri upp við höfundinn í Þegar stjarna hrapar. Þá eru vitaskuld ótalin öll þau uppgjör sem finna má í ævisögum, sjálfsævi- sögum og viðtalsbókum ársins; uppgjör við einelti, alkóhólisma og vímuefnaneyslu, and- legt og líkamlegt ofbeldi; uppgjör við samherja og andstæðinga í pólitík, við nóbelskáld, við hjónabandið og „konurnar í lífi sínu ...“. 2003 virðist vera ár hinna miklu skuldaskila í ís- lenskum samtímabókmenntum. Einhverra hluta vegna hefur orðið „upp- gjör“ á sér heldur neikvæðan blæ í bók- menntaumræðunni. Sama gildir um önnur orð tengd uppgjörinu, orðið „játningar“ hefur til að mynda verið notað í niðrandi merkingu um nokkrar þeirra bóka sem nefndar eru hér að ofan. Auðvelt er að veitast að slíkum textum með háðið að vopni og margar standast ekki þá freistingu, eins og vel kom fram núna fyrir jól- in. Flestir hafa eflaust hlegið að gríni Spaug- stofumanna um rithöfundinn sem vissi ekki lengur hvað hann hét eftir áralangt sukk og svínarí. Hins vegar var erfiðara að brosa að háðslegri úttekt bókmenntadoktors á bókum um „kúgaðar konur“ sem birtist á vefritinu Múrnum í nóvember þar sem settar eru undir einn hatt sögur erlendra kvenna af ofbeldi, kúgun og frelsisskerðingu og lífsreynslusögur innlendra kvenna og fyrrnefndu bækurnar túlkaðar sem skilaboð til vestrænna kvenna í dag um að sætta sig við hlutskipti sitt þar sem konurnar í „múslímsku löndunum“ hafi það verra. Eftir að hafa fjallað um „volæðisbækur“ kvenna í fátækum löndum segir Ármann Jak- obsson: „Að öðru leyti er fátt um tíðindi á jólabóka- markaðnum í ár. Sögur af vímuefnaneyslu, hjónabandsörðugleikum og ýmsu öðru beisku hlutskipti ríka og fræga fólksins eru orðinn fastur liður, munurinn er kannski fyrst og fremst að fólkið sem fjallar um er rétt orðið þrítugt [svo], en meiraaðsegja það er sosem ekkert nýtt. Ömmur hafa nú rétt á að segja ævisögu sína, hvort sem þær eru sjötugar eða 35 ára.“ (murinn.is > úr glerhúsinu, 18.11.2003) En uppgjörsbækur geta verið af ýmsu tagi og játningar eru bókmenntagrein sem á sér aldalanga hefð og mörg meistaraverk tilheyra þessari tegund bókmennta. Játningar Ágúst- ínusar og Játningar Rousseaus ólu af sér sjálfsævisöguna sem er kannski eitt allra vin- sælasta bókmenntaform tuttugustu aldarinn- ar. Og það er kannski einmitt innan sjálfsævi- söguformsins sem markverðustu fréttirnar koma úr nýafstöðnu bókaflóði. Það afbrigði sjálfsævisögunnar sem nefnt hefur verið skál- dævisaga virðist blómstra um þessar mundir. Það er líkast því að þetta nýyrði Guðbergs Bergssonar hafi leyst úr læðingi þessa bók- menntagrein (sem rekja má aftur til Þórbergs Þórðarsonar) þar sem frásögn af eigin ævi er færð í listrænan búning skáldsögunnar og lög- mál skáldskaparins látin ríkja yfir öðrum lög- málum textanum (svo sem kröfum um veru- leikaendursköpun og „sannleika“). Á nýliðnu hausti komu út a.m.k. fjórar sögur sem allar má fella undir skáld- ævisöguhugtakið og í öllum tilvikum er um gæðaskáldverk að ræða. Hér á ég við bækur þeirra Bjarna Bjarnasonar (Andlit), Jóns Kalmans Stefáns- sonar (Snarkið í stjörn- unum), Lindu Vil- hjálmsdóttur (Lygasaga) og Þráins Bertelssonar (Eins konar ég). Jón Kalman Stefánsson hóf að rækta þetta form með bók sinni Ýmislegt um risafurur og tímann (kom út 2001), en hún var nýverið tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og á það vonandi eftir að vekja athygli lesenda á þeirri bókmenntaperlu og opna augu manna fyrir möguleikum þessa forms, sem reyndar koma vel fram á skemmtilega ólíkan hátt í þeim fjór- um verkum sem nefnd eru hér að ofan. En Íslendingar hafa ekki bara áhuga á ævi- sögum, sjálfsævisögum og skáldævisögum. Þeir hafa líka áhuga á Íslandssögu og „Sagan“ (með stóru S-i) hefur alltaf verið gjöful upp- spretta fyrir íslenska rithöfunda. Hin „sögu- lega skáldsaga“ hefur lengi átt góðu gengi að fagna á Íslandi, en henni hefur einnig vaxið nokkur fiskur um hrygg á allra síðustu árum. Örlagaríkir atburðir í sögu þjóðarinnar, eins og Vesturferðirnar á nítjándu öld og Tyrkja- ránið á þeirri sautjándu hafa getið af sér skáld- skap af hæsta gæðaflokki eins og bækur þeirra Böðvars Guðmundssonar og Steinunnar Jó- hannesdóttur eru dæmi um. Það er merkileg tilviljun að tvær miklar bækur um Tyrkjaránið skuli líta dagsins ljós með árs milli – Reisubók Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur í fyrra og Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson nú í haust – og eftir að hafa notið þeirrar fyrr- nefndu er ekki annað hægt en hlakka til lest- ursins á þeirri síðarnefndu, þannig styðja bæk- ur einnig hver við aðra, ánægðir lesendur vilja meira ... og hefð verður til. Ekki veit ég hvort skáldsaga Ólafs Gunnarssonar Öxin og jörðin opnar nýja æð fyrir íslensk skáld, sem hingað til hafa lítið leitað í kaþólska arfleifð þjóðarinn- ar eftir skáldlegum innblæstri. En saga Ólafs mun vafalaust heilla marga, enda tekst honum að umbreyta þurrpumpulegu efni úr skólabók- um íslenskra barna í heillandi skáldskap í magnaðri frásögn sinni af Jóni biskupi Arasyni og sonum hans. Þegar litið er yfir bækur síðasta árs í svip- hendingu er varla hægt annað en álykta sem svo: Misjafn er sauður í mörgu fé og ástæðu- laust að reka allt í sömu kví. Meðan íslensk skáld og rithöfundar nenna að gera upp við sjálfa sig, þjóðina, söguna og samtímann geta lesendur vel við unað. Bókmenntir Soffía Auður Birgisdóttir Skuldaskil í samtíma- bókmenntum? Þegar litið er yfir bækur síðasta árs í sviphend- ingu er varla hægt annað en álykta sem svo: Misjafn er sauður í mörgu fé og ástæðulaust að reka allt í sömu kví. Meðan íslensk skáld og rithöfundar nenna að gera upp við sjálfa sig, þjóðina, söguna og samtímann geta lesendur vel við unað. Morgunblaðið/Þorkell „En Íslendingar hafa ekki bara áhuga á ævisögum, sjálfsævisögum og skáldævisögum. Þeir hafa líka áhuga á Íslandssögu og „Sagan“ (með stóru S-i) hefur alltaf verið gjöful uppspretta fyrir íslenska rithöfunda.“ því vatt fram frá þorra fram til jóla. Í árs- byrjun blés reyndar óvenjulega byrlega fyrir kvikmyndaáhugafólk, því þá voru að skila sér inn á íslenskan markað þær bandarísku kvik- myndir sem framleiðendur höfðu sett í frum- sýningar tímanlega fyrir Óskarstilnefningar snemma árs. Hér má nefna kvikmyndir á borð við Gríptu mig ef þú getur eða Catch Me if You Can, Gangs of New York (Gengi New York- borgar), Óskarssmellinn Chicago, The Hours (Stundirnar), The Pianist (Píanóleikarinn), Adaptation (Aðlögun) auk áhugaverðra kvik- mynda á borð við Punch-Drunk Love (Ölvuð ást), Confessions of a Dangerous Mind (Játn- ingar hættulegs hugar) og The 25th Hour (Lokastundin). Úr nógu var að velja fyrir kvik- myndaáhugafólk, og ekki er hægt að kvarta yf- ir þeim fjórum kvikmyndahátíðum sem haldn- ar voru í Reykjavík áður en sumarið hófst. Lítil frönsk kvikmyndahátíð Alliance Francaise, Film Undurs og Góðra stunda var haldin í jan- úar og í mars var efnt til norrænna bíódaga, sem Háskólabíó og Íslenska kvikmyndasam- steypan stóðu m.a. að í samvinnu við norrænu sendiráðin og norræna sendikennara í HÍ. Sýnd var ein kvikmynd frá hverju „hinna“ Norðurlandanna, þar á meðal færeysk kvik- mynd, auk þess sem efnt var til fyrirlestra- halds um norræna kvikmyndagerð í tengslum við dagskrána. Auk þess að gefa Íslendingum tækifæri á að sjá nýjustu kvikmynd helsta leik- stjóra Finna, Aki Kaurismäki, Maður án for- tíðar, færði hátíðin hingað til lands eina merk- ustu kvikmynd sem sýnd var á árinu, Lilja 4-ever, eða Lilja að eilífu, eftir sænska leik- stjórann Lukas Moodyson. Kvikmynd Moody- sons vakti gríðarmikla umræðu í Svíþjóð og víðar fyrir að taka á mansali á beinskeyttan og vægðarlausan hátt, m.a. með því að benda á ábyrgð vestrænna velmegunarsamfélaga í því að þessi glæpastarfsemi viðgangist. Fyrrnefnd kvikmyndahátíð 101 í Regnbog- anum í apríl færði hingað margt áhugavert, m.a. hina umdeildu og óvænt vinsælu heilmild- armynd Michaels Moores, Bowling for Col- umbine og dogma-mynd dönsku leikstýrunnar Susanne Bier, Ég elska þig að eilífu. Í lok apríl var heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykja- vík Shorts & Docs haldin í annað sinn og allt útlit fyrir að þessi gróskumikla hátíð geti orðið árviss viðburður. Hátíðin, sem Félag kvik- myndagerðarmanna stendur fyrir, hefur ótví- rætt gildi fyrir íslenska kvikmyndagerð og -menningu, hún hefur afmarkað hlutverk, býð- ur upp á mikla breidd í kvikmyndaúrvali og byggist á samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofn- anir, þar á meðal Reykjavíkurborg, Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðinn og Evrópu- sambandið. Hin nýstofnaða Kvikmyndamið- stöð Íslands lét sitt ekki eftir liggja með aðild sinni að hátíðinni, en auk þessa kom miðstöðin að sænskri kvikmyndahátíð sem efnt var til í nóvember síðastliðnum í Regnboganum. Bíósumarið var eitthvert það dauðyflisleg- asta í manna minnum, og Hollywood-verk- smiðjan fyrst og fremst ábyrg fyrir því að gera kvikmyndaunnendum lífið leitt með holskeflu lágkúrulegra stórsmella og framhaldsmynda. Meðal fárra undantekninga voru hin vinsæla Pirates of the Caribbean (Sjóræningjar Kar- íbahafsins) og þriðja myndin um Tortímand- ann illstöðvandi. Ef til vill má segja að Wach- owski-bræður hafi slegið tóninn fyrir lágkúru sumarsins með Matrix-vonbrigðunum miklu í maí, vonbrigðum sem snerust upp í travestíu með lokamynd þríleiksins í nóvember. Peter Jackson heldur þó heiðri stórmyndarinnar á lofti, með glæsilegum lokakafla Hringadrótt- inssögu Tolkiens, sem stenst fyllilega þær væntingar sem gerðar hafa verið til þessa mikla kvikmyndaverkefnis. Ekki amalegur endir á bíóárinu þar. Háskólabíó reif upp kvik- myndalífið í landinu með breskri kvik- myndahátíð í september, þar sem m.a. gaf að líta nýjustu kvikmyndir Ken Loach og Mike Leigh, og ekki löngu síðar skall á Kvik- myndahátíð Eddunnar, og með þeim bárust Cannes-verðlaunamynd Gus Van Sant, Eleph- ant (Fíllinn), nýjasta mynd Lars von Trier, Dogville eða Hundabær og hin kínverska Hetja. Þegar rýnt er í bíóflóruna á árinu má ekki gleyma framlagi þeirra margvíslegu grasrótar og áhugamannafélaga sem stóðu fyrir bæði reglulegri starfsemi og einstökum uppákom- um á árinu, má hér nefna félög eins og Lunda- bíó sem helgar sig tilrauna- og „öðruvísi“ kvik- myndagerð, Bíó Reykjavík sem ræktar m.a. hinn gróskumikla stuttmyndagarð í landinu og sýningarfélag sem kennir sig við Gagnauga og sýnir pólitískar heimildarmyndir, sumar stór- merkilegar, s.s. Chomsky-heimildarmyndina Manufacturing Consent (framleiðslusamráð) og hina baneitruðu The Trials of Henry Kiss- inger (Henry Kissinger fyrir dóm). Þá hóf Kvikmyndasafn Íslands reglulega sýningarstarfsemi á árinu, sem er fagnaðar- efni, og virðist þessi stofnun fyrst og fremst vera að marka sér stefnu sem safnabíó, þ.e. sýningarvettvangur sígildra og merkra verka úr kvikmyndasögunni, bæði þeirri íslensku og alþjóðlegu. Að lokum ber að víkja að þeim tíðindum er dró til í stjórnun kvikmyndamála á Íslandi er ný Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa, með nýrri reglugerð um úthlutun úr Kvik- myndasjóði. Líkt og nýráðinn forstöðumaður stofnunarinnar, Laufey Guðjónsdóttir, stað- festi í viðtali er mikilvægt að stofnunin móti sér á næstunni skýran starfsramma, sem hefur að leiðarljósi faglegt mat, ráðgjöf og gagnsæi í úthlutun styrkja til íslenskra framleiðslu- og þróunarverkefna. Eftir óvissuástand og tafir á fyrri hluta ársins var ráðist í afgreiðslu styrk- jaumsókna af krafti um sumarið og eru nú mörg verðug og spennandi kvikmyndaverkefni í burðarliðnum. Viðburður ársins í íslenskri kvikmyndagerð, var tvímælalaust frumsýning hinnar ágætu kvikmyndar Dags Kára, Nói Albínói, og sú við- urkenning sem myndin hefur hlotið á kvik- myndahátíðum og í umsögnum gagnrýnenda víða um heim. Af skrifum þessa fólks að dæma virðist íslensk kvikmyndagerð vera að marka sér sess í alþjóðlegu samhengi, sem margir líta reyndar á sem hluta af stærri norrænni kvik- myndahefð. Í slíkum tengslum gætu búið sóknarfæri fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað, þar sem norræn kvikmyndagerð, með leik- stjóra á borð við Lars von Trier, Aki Kaur- ismäki, Lukas Moodysson og Susanne Bier í fararbroddi, hefur verið að afla sér virðingar og aðdáunar, sem er fyllilega verðskulduð. Bíósumarið var eitthvert það dauðyflislegasta í manna minnum, og Hollywood- verksmiðjan fyrst og fremst ábyrg fyrir því að gera kvik- myndaunnendum lífið leitt með holskeflu lágkúrulegra stórsmella og framhalds- mynda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.