Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 5
með athyglisvert dansverk af öðrum toga en
hún hefur áður gert. Í The secret life of a
wallflower tekur höfundurinn Ólöf Ingólfsdótt-
ir annan pól í hæðina en í flestum verkum sem
flutt voru á árinu og skapar eftirminnilega per-
sónu. Í Party eftir Guðmund Helgason varð
samspil dansara og leikara að hreinni skemmt-
un. Af dansverkum eftir erlenda höfunda þá er
Symbiosis eftirminnilegt fyrir frábæran flutn-
ing dansaranna á krefjandi dansverki. Verkið
rann saman í eina ljúfa heild tónlistar og hreyf-
inga í meðförum dansara Íslenska dansflokks-
ins. Black Wrap sem samið var fyrir Íslenska
dansflokkinn er athyglisvert fyrir stílhreinar
hreyfingar. Þar leggst tónlist, búningar, lýsing
og hreyfingar á eitt við að mynda sérstakt
dansverk, þar sem tærleikinn er allsráðandi.
Þróun í listdansi hérlendis helst í hendur við
þróunina í Norður-Evrópu. Undanfarin ár hef-
ur hún verið á hraðri leið frá klassíska ballett-
inum, þar sem hreyfiformið er fastmótað og
gríðarlega agað. Dönsurum í klassískum dans-
flokkum er oftast stjórnað af einum stjórnanda
og eru kynjahlutföllin oft upp á gamla mátann;
karlkynsstjórnandi og meirihluti flokksins
kvendansarar. Hlutverk dansaranna er yfir-
leitt að uppfylla listrænar kröfur stjórnandans
sem er allsráðandi. Í dag er öldin önnur og hef-
ur listrænt sjálfstæði listdansara hérlendis
aldrei verið jafnáberandi. Dansararnir virðast
eftir áralanga tæknilega dansþjálfun vera til-
búnir að hrifsa pensilinn og ákveða sjálfir hvað
og hvernig þeir mála list sína. Þau dansverk
sem höfundar semja og dansa sjálfir bera þess
glöggt vitni. Sólódansverkin báru höfundum
sínum vott um listrænt sjálfstæði, kjark og
þor. Það er uppgangur í listdansi hérlendis.
Dansflokkurinn hefur að einhverju leyti opnað
dyr sínar fyrir yngri dönsurum og danshöf-
undum. Hann virðist vera á góðu róli. Það er
einhver óræður lífsþróttur viðloðandi flokkinn.
Sú tilfinning að hann geti alltaf komið á óvart
er fyrir hendi. Þrátt fyrir ferðalög erlendis og
fjöldann allan af sýningum eftir erlenda höf-
unda er eitthvað mjög íslenskt við sálina í
dansflokknum. Einnig hafa dansarar sem lokið
hafa námi erlendis verið óragir við að finna list
sinni farveg og láta til sín taka í því að skapa
menningarlegt verðmæti.
Listdansinn þetta árið inniheldur sjálfstæði,
frumleika og djörfung. Afrakstur ársins lofar
góðu um framtíð listdans hér á landi.
Morgunblaðinu leita svara við þessari spurningu í jafnmörgum greinum um bókmennt-
ekki mögulegt að draga upp heildstæða mynd af menningarlífi ársins í stuttu yfirliti.
í árslok birtust dómar um íslensku diskana í
hverju erlendu tónlistarblaðinu af öðru, og
undantekningarlítið var þeim hrósað í hástert
fyrir góðan tónlistarflutning og vandaðar upp-
tökur.
Umræður um byggingu tónlistarhúss voru
enn heitar á þessu ári, og ljóst að tónlistar-
mönnum þykja tafir og frestun á að fram-
kvæmdir hefjist óviðunandi. Á árinu var það
skref stigið að stofnað var einkahlutafélag um
framkvæmdina í eigu ríkis og borgar. Ekki er
þó gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr
en 2006 og að húsið verið tilbúið fyrr en 2008.
Í haust var ákveðið að Listahátíð í Reykja-
vík yrði hér eftir árlegur viðburður, en ekki á
tveggja ára fresti eins og hingað til hefur verið.
Á oddatöluári verður áhersla á myndlist, en
gera verður ráð fyrir því að tónlistinni verði
áfram sinnt af sama metnaði og gert hefur ver-
ið til þessa.
Umræður um framtíð Sinfóníuhljómsveitar
Íslands spruttu upp í kjölfar ákvörðunar
Reykjavíkurborgar um að óska eftir því að lög-
um um hljómsveitina verði breytt og borgin
taki ekki lengur þátt í því sem kallað var
„skylduáskrift að útgjöldum“. Ríkisútvarpið
fór einnig fram á það sama, en nokkur ár eru
síðan Seltjarnarnesbær óskaði eftir því að
komast hjá því að greiða með hljómsveitinni.
Ef af verður stendur ríkið eitt eftir, en hlutur
þess í rekstrarframlögum til hljómsveitarinn-
ar er nú 56%. Vinnuhópur skipaður af mennta-
málaráðherra skilaði á árinu skýrslu þar sem
fram kom að nauðsynlegt væri að endurskoða
lög um hljómsveitina.
En ennþá virðist bið á því að
við fáum hvunndags að heyra
eitthvað sem er betra en bara
hnökralaust og gott; – þessa
einstöku upplifun, sem hefur
gert tónleika margra erlendra
úrvalslistamanna svo minnis-
stæða.
begga@mbl.is
stuttum en afar at-
hyglisverðum leik-
stjóraferli.
Þó að miklar svipt-
ingar hafi verið í leik-
húsheiminum virðast
þær mesta hjóm í
samanburði við
starfsöryggi þeirra
sem starfa við að
skrifa umsagnir um
leiksýningar. Af því
fólki sem fjallaði
reglulega um ein-
stakar atvinnuleik-
sýningar í fjölmiðlum
í upphafi ársins
stendur undirritaður
einn uppi. Þorgeir
Tryggvason kom til
starfa hér á Morgun-
blaðinu í stað Soffíu
Auðar Birgisdóttur,
Hafliði Arngrímsson
sér nú um þessa hlið
mála hjá Ríkisútvarp-
inu og leikgagnrýn-
endur DV, Halldóra
Friðjónsdóttir, Silja
Aðalsteinsdóttir og
Halla Sverrisdóttir –
sem hafði nýhafið
störf á blaðinu – létu
allar af störfum þeg-
ar blaðið varð gjald-
þrota. Samkvæmt
nýjustu upplýsingum
er fyrirhugað að
hefja leikhúsgagn-
rýni til fyrri vegs og
virðingar á nýju DV
með umsögnum um
jólafrumsýningar
stóru leikhúsanna en
ekki fékkst upp gefið,
þegar þetta er ritað,
hver ætti að taka við
starfinu, en ósenni-
legt er talið að það
verði einhver kvennanna þriggja sem gegndu
því áður.
Ritstjórn DV mun hafa fullan hug á að
halda áfram veitingu menningarverðlauna
blaðsins. Á vettvangi verðlaunaveitinga bar
annars það til tíðinda að í fyrsta skipti í sögu
leiklistar í landinu tóku listamenn í þessum
geira sig saman um að velja úr bestu sýning-
arnar á þá nýloknu leikári og voru verðlaun
veitt við hátíðlega athöfn um miðjan júní.
Sýning á Kvetch eftir Steven Berkoff í leik-
stjórn Stefáns Jónssonar, framleidd af Felix
Bergssyni, hlaut flest verðlaunin og hefur
enda verið sýnd áfram í haust. Þessir yf-
irburðir Kvetch á þessu sviði undirstrika hvað
frjálsir leikhópar hafa sótt í sig veðrið und-
anfarið á meðan stofnanaleikhúsin hafa haldið
sig nokkuð til hlés. Sumir þessara hópa, m.a.
sá sem stóð að Kvetch, hafa átt visst athvarf í
Borgarleikhúsinu, sérstaklega þar sem dregið
hefur nokkuð úr umfangi starfsemi Leik-
félags Reykjavíkur og fleiri tækifæri gefist á
að nýta hin ýmsu svið hússins. Ein ástæðan
fyrir þessari stöðu er að aðstandendum Vest-
urports, sem höfðu sett upp afar nýstárlega
sýningu á Rómeó og Júlíu Shakespeares í
samvinnu við leikfélagið, bauðst að sýna í
Young Vic-leikhúsinu í London í nokkrar vik-
ur í haust. Þetta setti töluvert strik í reikn-
inginn enda framtíðarplön óljós og gerir þetta
Leikfélagi Reykjavíkur erfiðara um vik en
ella að skipuleggja langt fram í tímann. Þessi
ferð Vesturportsliða í víking í Lundúnum
hlýtur að teljast frétt ársins í íslensku leik-
húslífi, aldrei hefur jafn stór hópur frá Íslandi
sýnt jafn viðamikla sýningu jafn lengi – og
það í höfuðborg leiklistar í heiminum.
Það er fjölmargt sem kemst ekki fyrir í jafn
stuttu yfirliti, t.d. stórkostlegur kraftur og
innlifun Theodórs Júlíussonar í hlutverki
Púntila í Púntila og Matti eftir Brecht hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, vandræðalegasta
sýning ársins, Rauða spjaldið, eftir Kjartan
Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmunds-
dóttur í Þjóðleikhúsinu auk fjölmargra at-
hyglisverðra sýninga smærri leikhópa, t.d.
Lab Loka sem kom mjög sterkt inn á árinu.
Ekki má heldur gleyma að leikritaútgáfa hef-
ur tekið mikinn kipp á árinu. Þetta hefur ver-
ið viðburðaríkt tímabil, staða Leikfélags
Reykjavíkur og jafnvel Þjóðleikhússins hefur
veikst og hvað á þá að segja um Leikfélag Ak-
ureyrar sem er í mikilli lægð nú um stundir af
ýmsum ástæðum. Á meðan gefst tækifæri
fyrir hópa af ýmsu tagi, jafnt atvinnu- sem
áhugaleikara, að blása nýju lífi í grasrótina og
taka ef til vill höndum saman um að breyta
valdajafnvæginu sér í hag.
Þ
au tíðindi er helst að segja úr
leikhúslífinu hér á landi að
frumsýningum stærstu lista-
stofnananna í þessum geira,
Þjóðleikhússins, Leikfélags
Reykjavíkur og Leikfélags Ak-
ureyrar, hefur fækkað nokkuð á
árinu borið saman við næstliðin
ár. Orsökin er m.a. sú að spara þarf fé og að
meira er lagt upp úr því að láta vinsælar sýn-
ingar ganga yfir á næsta leikár ef aðsókn leyf-
ir. Því fleiri sýningar sem færðar eru yfir frá
fyrra leikári þýðir að sífellt verður algengara
að nýir leikarar ganga í hlutverk þeirra sem
verða að hverfa í önnur verkefni. Einstaka
sinnum gefur þetta nýja og ferska sýn á sýn-
ingu sem gengið hefur lengi með svipaðri
áhöfn. Gott dæmi um þetta er þegar Hilmar
Jónsson tók við aðalhlutverkinu af Hilmi Snæ
Guðnasyni í Veislunni í vor. Önnur dæmi, og
mun fleiri, eru um að sýning sem unnin var í
samstarfi við ákveðna leikara missi dampinn
þegar mjög ólíkir kollegar þeirra hlaupa í
skarðið.
Mest var frumsýningarfæðin áberandi nú á
haustmánuðum. Þó að Lína Langsokkur hafi
heppnast vel, sýningin sé kröftug og afar vel
sótt, þá nægir hún ekki til að halda uppi
merki Leikfélagsins Reykjavíkur ein og sér.
Þjóðleikhúsið á þó vinninginn hvað barnasýn-
ingar áhrærir því Dýrin í Hálsaskógi er sér-
staklega vel og útsjónarsamlega unnin sýning
hjá Sigurði Sigurjónssyni leikstjóra. Það væri
kannski hægt að kvarta yfir því að þetta leik-
ritaval sé fyrirsjáanlegt, og að tiltölulega
stutt sé síðan Lína sást á stóra sviðinu í Borg-
arleikhúsinu síðast en flest fyrirgefst þegar
svo vel er staðið að hlutunum. Það eru heldur
ekki mörg ár síðan Grease var sett upp síðast
í Borgarleikhúsinu af Leikfélagi Reykjavíkur
en samt varð sýningin sumarsmellur ársins að
tilstuðlan Bjarna Hauks Þórssonar framleið-
anda.
Þjóðleikhúsið hefur frumsýnt tvö ný íslensk
leikrit, mjög áhugaverð verk sem áttu sam-
eiginlega tilraunastarfsemi leikstjóra og
hönnuða með leikrýmið. Pabbastrákur Háv-
ars Sigurjónssonar hefur gengið á Litla svið-
inu í Þjóðleikhúsinu frá því í september og
Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson
mun væntanlega taka við af því á sama sviði
eftir áramótin, en verkið var frumsýnt í
Reykjanesbæ seint í október. Þetta eru bæði
bitastæð verk sem fjalla um átök innan fjöl-
skyldunnar og þá sérstaklega velta höfund-
arnir fyrir sér stöðu föðurins innan hennar.
Öllu umdeildari er sýning Þjóðleikhússins á
Ríkharði III eftir Shakespeare í leikstjórn
Rimas Tuminas, sem fékk mjög misjafna
dóma. Undirrituðum finnst Halla Sverrisdótt-
ir hafa hitt naglann á höfuðið þegar hún ritaði
um sýninguna í DV og fannst leikstjórinn
skripla á skötunni. Hvað sem það var þá er
upplifun áhorfenda af sýningunni mjög ólík,
allt frá því að hlæja allan tímann yfir í að æða
uppgefnir út í hléi.
Jólafrumsýningarnar hjá stærstu Reykja-
víkurleikhúsunum tveimur verða annars veg-
ar Jón Gabríel Borkmann eftir Ibsen í leik-
stjórn Kjartans Ragnarssonar í Þjóðleik-
húsinu og svo fyrsta verulega bitastæða
leikstjórnarverkefni Stefáns Jónssonar, Spor-
vagninn Girnd eftir Tennessee Williams.
Þetta eru spennandi verkefni og það verður
gaman að sjá hve sterk tilvísunin í íslenska
samtíð sem lofað hefur verið reynist í Ibsen-
verkinu og hvort Stefán stendur undir þeim
væntingum sem gerðar hafa verið til hans á
Hægfara
bylting
grasrótar-
innar
Morgunblaðið/Golli
„Þessi ferð Vesturportsliða í víking í Lundúnum hlýtur að teljast frétt
ársins í íslensku leikhúslífi, aldrei hefur jafn stór hópur frá Íslandi sýnt
jafn viðamikla sýningu jafn lengi – og það í höfuðborg leiklistar í heim-
inum.“ Hin ástföngnu í rólunni: Rómeó og Júlía - Gísli Örn Garðarsson og
Nína Dögg Filippusdóttir.
Það er fjölmargt sem kemst ekki fyrir í jafn
stuttu yfirliti, t.d. stórkostlegur kraftur og inn-
lifun Theodórs Júlíussonar í hlutverki Púntila í
Púntila og Matti eftir Brecht hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, vandræðalegasta sýning ársins,
Rauða spjaldið, eftir Kjartan Ragnarsson og
Sigríði Margréti Guðmundsdóttur í Þjóðleik-
húsinu auk fjölmargra athyglisverðra sýninga
smærri leikhópa, t.d. Lab Loka sem kom mjög
sterkt inn á árinu.
Leiklist Sveinn Haraldsson