Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 9 FYRST kemur upp í hugann kærkomin og óhefðbundin pólitísk sýning Óskar Vilhjálms- dóttur í Galleríi Hlemmi snemma á árinu, þar sem hún velti upp ýmsum spurningum varð- andi samfélagslegt hlutverk og ábyrgð bæði listamanns og listaverks. Ósk kom reyndar aft- ur við sögu seinna á árinu með sýningu í Ás- mundarsal þar sem hún fór með sýningarsal- inn í ferðalag út í samfélagið. Semsagt „listin til fólksins“ í tvígang. Þá minnist ég flottra sýninga í Kúlunni í Ásmundarsafni, þar sem gerðar voru tilraunir með kúlurýmið, saman- ber innsetningar þeirra Tuma Magnússonar, Eyglóar Harðardóttur og Finnboga Péturs- sonar. Gallerí Kling og Bang á Laugaveginum stóð undir væntingum sem framsækinn sýn- ingarstaður á árinu og Jón Sæmundur Auð- arson opnaði Nonnabúð sl. sumar við Smiðju- stíg. Margir málarar voru með stórsýningar, Helgi Þorgils í Listasafni Reykjavíkur og Georg Guðni í Listasafni Íslands, Guðrún Ein- arsdóttir og Eggert Pétursson með svolítið minni sýningar í Galleríi i8. Jafnvel þótt Ólafur Elíasson reyni ítrekað að benda á að það skipti ekki máli hvaðan maður komi, þá voru tveir stjúpsynir Íslands óneitanlega mjög áberandi í sýningarflórunni, Matthew Barney leiddi okk- ur inn í kviðarhol karlmanns í Nýlistasafninu sl. sumar og Ólafur Elíasson nánast inn í himnaríki með dásamlegri sýningu í London. Stærsta undrunin á árinu er hins vegar hvernig málverkafölsunarmálinu lyktaði, að ekki skyldi takast að hreinsa málið út eftir gíf- urlega vinnu og mikla fjármuni sem farið höfðu í að upplýsa málið. Þannig að nú streyma föls- uðu verkin aftur upp á veggi fyrri eigenda sinna og þaðan á nýjan leik inn á brothættan listaverkamarkað. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki einu sinni leyfilegt að afmá sannanlega falsaðar áritanir af verkunum, hvað þá að stimpla þau fölsuð. Væntanlega mun málið síðan fara aðra umferð í dómskerfinu að nokkrum árum liðn- um og þá ekki kosta samfélagið minna, ímynda ég mér. Auður Ólafsdóttir lektor í listfræði Kærkomin og óhefðbundin pólitísk sýning ÁNÆGJULEGT að sjá Þjóðleikhúsið rumska til þess veruleika að hér þarf að rækta hóp leik- skálda, en talsvert betur má ef duga skal. Her- móður er hættur að elska eftir Sigtrygg Magnason, Pabbastrákur eftir Hávar Sigur- jónsson og tvö fyrirtaks kammerleikrit Ólafs Hauks, Viktoría og Georg og Græna landið. Geta verður Veislunnar þar sem frábær leik- hópur sýndi hvers hann er megnugur. Mér fannst bragur að Sölumanninum og Púntila í Borgarleikhúsinu, en sakna þar nýsköpunar og peningaleysi LR er óþolandi. Hreifst af The Match og afmælissýningunni hjá Íslenska dansflokknum, Dýrlingagenginu í Egg-leik- húsinu og unglingaóperunni Dokaðu við eftir Messíönu Tómasdóttur og Kjartan Ólafsson í Íslensku óperunni. Loksins var efnt til fag- verðlauna í leiklist, en Gríman er stærri áfangi en menn gera sér almennt grein fyrir. Árni Ibsen leikskáld Þjóðleikhúsið rumskar menningarlífs landsmanna á árinu. Lagt var fyrir þátttakendur að nefna listamann/menn, urstöðurnar birtast á opnunni ásamt myndum af nokkrum viðburðum sem nefndir voru. ADAPTATION. Charlie Kaufman virðist vera eini handritshöfundurinn í Hollywood. Ótrú- lega snjallt og margslungið verk. Þrjár myndir í einni. Önnur athyglisverð: 28 days later. Alex Garland með frábæra hugmynd og nokkuð gott handrit. Hér heima var það Nói Albínói. Hún var full nostalgísk fyrir minn smekk en lofar góðu fyrir framtíðina. Ég missti af Lilju 4ever, gekk út af Dogville, skil ekki Matrix og hlakka mikið til þegar við fáum loks frið fyrir því ofmetna og sálarlausa fyrirbæri sem Hringadróttinssaga er. Hallgrímur Helgason rithöfundur Kaufman eini handrits- höfundurinn í Hollywood nefna hlut kvenna í leikhúsunum. Það má í raun segja að svokölluð „kvennaverk“ séu komin í tísku. Það sönnuðu Píkusögur á sínum tíma og nú síðast Björk Jakobsdóttir með sýningu sinni Sellófón. Þjóðleikhúsið stefnir á að sýna nokkur ný verk eftir íslenska höfunda í vetur og er það sannkölluð rós í hnappagatið. Um leið og ég smelli inn einu hrósi til stóru leikhúsanna fyrir að opna húsin fyrir hugmyndaríkum höfundum þá ber ég fram einlæga ósk mína um að hlutur kvenna í leikritun eigi eftir að stækka á komandi ári. ÞAR eð ég fluttist ekki til Íslands fyrr en í sept- ember, er augljóst að ég hef ekki yfirsýn yfir allt árið. En af þeim tónlistarviðburðum sem ég sótti á árinu vil ég benda sérstaklega á uppsetningu Ís- lensku óperunnar á Macbeth eftir Verdi, ljóða- tónleika finnska baritonsöngvarans Jorma Hynn- inen og tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á tónleikum Hynninens mátti heyra ljóðasöng í sinni fegurstu mynd hjá alþjóðlega viðurkennd- um listamanni, en meðan tónleikar hans sýndu hvað erlendir gestir geta boðið upp á, eru Mac- beth og Sinfóníuhljómsveitin dæmi um ósvikinn árangur íslenskra listamanna og bera vott um há- an standard í klassískri tónlist hér á landi. Því Kurt Kopecky tónlistarstjóri Íslensku óperunnar Macbeth og Sinfóníu- hljómsveitin undarlegra kemur það fyrir sjónir þegar Sinfón- íuhljómsveit Íslands hefur nú einnig lokið vel heppnaðri tónleikaferð til Þýskalands, að hún hafi ekki að öðru að hverfa en Háskólabíó, þar sem hljómburður er algerlega óviðunandi og að Íslenska óperan skuli ekki geta haldið áfram á sömu braut og gert var með Macbeth, vegna fjár- skorts. Það þarf að leggja mikla áherslu á að Sinfón- íuhljómsveit Íslands fái þann tónleikasal sem hún á skilið, og að íslenskir söngvarar fái óperusvið sér samboðið í heimalandi sínu. ÞETTA er samkvæmisleikur, það skiptir engu máli hvað mér finnst hafa staðið upp úr í bók- menntalífinu á árinu. En sá sem flöskustútur- inn lendir á gæti fyrir mína parta til dæmis ver- ið þýðing Guðbergs Bergssonar á Don Kíkóta eftir Cervantes sem kom út á þessu ári og því síðasta. Eitt helsta þema samtímaskáldskapar er samband skáldskapar og veruleika og allur prósi, hefur verið sagt, er tilbrigði við stef Kík- óta; það er ómetanlegt að eiga hann á íslensku og í frábærri þýðingu. En úllen dúllen doff. Gyrðir Elíasson, tvær bækur, alvöru höfundur, almennilegir textar, er kannski reglan sú að því almennilegri sem bækur eru því verra er að fjalla um þær? Gagnrýnendur skelltu Gyrði í Aristótelesarmaskínuna, hann féll á því prófi, Hermann Stefánsson bókmenntafræðingur Ómetanlegt að eiga Kíkóta það hefði Cervantes sennilega gert líka: kol- ómögulegt plott, tóm endurvinnsla, engin fram- vinda, uppbygging á spennu núll, engar sam- tímavísanir – en samt er mesti samtíminn í Kíkóta. ÉG hef í nýlegu Viðhorfi í Morgunblaðinu haldið fram skáldsögu Ólafs Gunnarssonar; Öxin og jörðin, og þroskasögu Þráins Bertelssonar; Ein- hvers konar ég. Báðar þessar bækur urðu mér fagnaðarfundur; ævisaga Jóns Arasonar og sona hans fyrir stórbrotna frásögn með réttu andrúmi og saga Þráins fyrir fágæta blöndu af harmi og húmor. Þriðji höfundurinn, sem ég get nefnt að eigi allt gott skilið fyrir bók sína, er Einar Kárason. Í Stormi er hann upp á sitt bezta frá a til ö. Sagan er kostuleg karakterflóra í himneskri atburða- rás; mikill skáldskapur og skemmtun. Úr torfbæjum inn í tækniöld nefnist þriggja binda ritverk um mannlíf á Íslandi á millistríðs- árunum, sem Örn og Örlygur gefur út. Ég er ekki kominn til botns í þessum bókum, en það sem ég hef kynnzt er hafsjór af fágætum fróðleik og skemmtilegum í máli og myndum. Loks langar mig að geta þess, að ég er á kvöld- in að lesa fyrir konu mína kafla úr bók Flosa Ólafssonar; Ósköpin öll. Við hlæjum bæði. En eins og formaður Flosi myndi orða það: Ég keypti bókina – fyrir hana! Freysteinn Jóhannsson blaðamaður Hafsjóir í bókaflóði Morgunblaðið/Sverrir ndi fimm balletta á stóra sviði Þjóðleikhússins í byrjun sumars en sýningin samanstóð af bæði klassískum ballett og nútímaballett. Morgunblaðið/Kristinn Edda Heiðrún Backman, Atli Rafn Sigurðarson og Valdimar Örn Flygenring í Pabba- strák eftir Hávar Sigurjónsson í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir sdóttir setti upp Leikverkið Common Nonsense á Nýja sviði Borgar- eikhússins í nóvember og þótti þar óvenjuleg sýning á ferð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.