Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 11 hraður og hugmyndaríkur, spontant og hárnákvæmur. Hann var í stöðugri framþró- un og varð á endanum sannkallaður bassa- snillingur og í raun eina hljóðfæra“hetjan“ í bandinu. Ringo spilaði að ég held alltaf á Ludwig-trommusett. Hann var þéttari en það sem þéttast er, hjá honum var engu ofaukið og hvert slag hafði tilgang. Þó að stíll hans væri hógvær var það hann sem keyrði hljómsveitina áfram í gegnum þykkt og þunnt sama hvað á dundi. En Bítlarnir voru ekki síður raddband en gítarband. Á köflum vék hljóðfæraleikurinn nánast alveg fyrir söngnum sem gat hljómað eins og strengjatríó; þrjár ólíkar raddir í einum hljómi – ómblíðum, ómstríðum og/eða allt þar á milli. Hvert lag bar þess merki að valinn hafði verið raddblær og raddsetning af ýtrustu nákvæmni í þeim tilgangi einum að þjóna tónlistinni sem best. Þó að í text- unum kenndi ýmissa grasa voru þeir á heild- ina litið hluti af sándinu, eins og eitt hljóð- færi í viðbót. Þeir spönnuðu allt frá því sem virtist vera hreint rugl („Maxwell Edison, majoring in Medicine…“) yfir í djúpar vangaveltur („The farther one travels the less one knows…“) en alltaf virðast orðin hafa verið valin með hljóman þeirra að leið- arljósi og augljóst þannig að þeirra hlutverk var að þjóna laginu en ekki öfugt. Ekki er hægt að segja skilið við umfjöllunina um hljóðfæraleikinn án þess að minnast á tvo ásláttareffekta sem voru eitt af vörumerkj- um Bítlanna á öllum plötunum – annars veg- ar klappið sem aðallega var notað á fyrstu plötum þeirra og hins vegar „maracas“ – hristurnar sem tóku að mestu við í kringum plötuna Help! hvoru tveggju var blandað inn í hljóðmyndina af talsverðum styrk og gaf það henni mjög einkennandi og „bítlalegt“ yfirbragð. Hljómurinn á bítlaplötunum var alltaf heitur og þéttur, mjög ágengur í nálægð sinni og ber þess merki að hvert minnsta rými á tónbandinu hefur verið nýtt til hins ýtrasta. Krafturinn í tónlistinni felst m.a. í þessu, það er eins og maður finni fyrir því hversu mikið þeim lá á hjarta en tækni þess tíma bauð ekki upp á að allt kæmist fram – ólíkt því sem er í dag þar sem allt er mögu- legt í hljóðverinu. Kannski hefur þetta síað út það sem minna máli skipti, hverja hug- mynd hefur þurft að slípa til og þaulhugsa og útkoman orðið þannig einungis það besta úr smiðju þessara óvenju kraftmiklu lista- manna. Þegar svo allir þessir hæfileikar eru sam- fara þrotlausri vinnu má vel vera ljóst að af- raksturinn hlýtur að verða góður, og sú varð raunin. Bítlarnir eru að mínu mati besta hljómsveit sem komið hefur fram í sögu dægurtónlistar og urðu reyndar miklu meira en hljómsveit eins og allir vita. Í mínum hug skipa þeir tónlistarlega séð álíka sess fyrir popptónlistina eins og Beethoven gerir fyrir klassíkina og að þessum orðum mæltum er kannski í raun ekki mikið meira um þetta að segja. En áður en ég læt þessari grein lokið langar mig samt til að varpa fram annarri spurningu sem mér finnst jafnáleitin og sú sem leitast hefur verið við að svara hér og hefur sótt á huga minn í þessu samhengi lengi, en hún er á þessa leið: Fyrir utan allt það sem tíundað er hér að ofan, hvar er stóri punkturinn yfir i-ið? Hvers vegna eru þeir svona einstakir? Fyrir mitt leyti er svarið fólgið í enska orðinu „timing“ (ís- lenskað „tæming“), þ.e. snilldin sem felst í því að spila eða syngja nótur eða semja lag þar sem hljómar eða laglínunótur koma allt- af á „hárréttu“ en jafnframt „óvæntu“ augnabliki. Þannig geta þær stytt sér leið að innstu afkimum sálarinnar og hitt hlustand- ann beint í hjartastað. Frávik í tæmingu eru varla eða ekki greinanleg en í réttum hönd- um getur útkoman orðið hreinn galdur. Í til- felli Bítlanna kemur þetta til dæmis fram í hraðavali – tempóin sem þeir velja lögum sínum láta mann ýmist ekki í friði eða þau halda manni föngnum, eru sífellt „á mörk- unum“, liggja á svæði sem maður býst ekki við og á ekki að venjast. Það sama á við í söngnum, laglínurnar eru oft mótaðar á óvæntan og ófyrirsjáanlegan hátt og sungn- ar þannig á móti hljóðfæraleiknum sem sjálfur býr yfir sama galdri. Gleymum því ekki að þegar Bítlarnir slá í gegn eiga þeir að baki mörg ár í bransanum, eru firnavel „samspilaðir“, og eru þá þegar farnir að leika eins og einn hugur, algerlega áreynslu- laust. Spilamennska þeirra býr enda yfir fá- gætum ferskleika og gleði, kannski einmitt vegna þess að í raun voru þeir – að McCart- ney frátöldum – ekki virtúósískir hljóðfæra- leikarar heldur var það hljómsveitin, heildin, sem var virtúós í sjálfri sér. Þannig var allt- af stutt í frumkraftinn sem er heillandi og hið óvænta var auk þess jafnan á næsta leiti. Að mínu mati felst snilld Bítlanna þegar öllu er á botninn hvolft einmitt í þessu. Höfundur er gítarleikari. Eflaust er erfitt fyrir þá sem upplifðuekki þá stemmningu sem ríkti þegarBítlarnir voru og hétu, að skilja til fullshvaða þýðingu þeir höfðu á þeim tíma. Heimavinnandi húsmæður kölluðu á krakka sína til að hlusta ef lag með Bítlunum heyrðist í útvarpinu, jafnvel þó krakkarnir væru fyrir utan hús. Og fjölskylda í ökuferð uppi í sveit nam staðar þar sem hlustunarskilyrði í bíla- útvarpinu voru þolanleg til að hlusta á Bítla- lag. Aðstæður voru allt aðrar en þær eru í dag og atburðir sem tengdust Bítlunum voru svo stórir og áhrifamiklir. Þannig er minnisstætt þegar Hey Jude var í fyrsta skipti flutt í Rík- isútvarpinu síðla sumars 1968. Að minnsta kosti í einu frystihúsi á höfuðborgarsvæðinu lögðu þeir sem unnu þar í móttökunni niður vinnu til að hlusta, í allar þær tæpu sjö mín- útur sem lagið tekur í flutningi. Áhrifin voru einstök. Þetta var viðburður. Bítlarnir, The Beatles, voru auðvitað frá- bærir hljóðfæraleikarar, hver með sína sér- stöðu, og náðu nánast ótrúlega vel saman. Þeir voru einnig stórkostlegir lagahöfundar sem komu hvað eftir annað á óvart og tókst að þróa tónlist sína með undraverðum hætti á skömm- um tíma. En þeir voru líka heillandi einstak- lingar sem áttu auðvelt með að fá fólk til að hrífast með þeim. Þegar allt þetta fer saman í einni og sömu hljómsveitinni er ekkert skrítið við það hver útkoman varð. Þetta er þó líklega ekki nóg til að varpa ljósi á það hvers vegna Bítlarnir voru eins góðir og raun ber vitni. Fleiri en þeir hafa verið og eru góðir tónlistarmenn og lagahöfundar og jafn- vel heillandi. Það sem þó gerir gæfumuninn og kemur til viðbótar einstökum hæfileikum þeirra John, Paul, George og Ringo, er að að- stæður voru sérstaklega heppilegar fyrir þá. Það var þörf fyrir þá sprengingu eða byltingu sem Bítlarnir voru valdir að. Aðstæðurnar höfðu sitt að segja um hvað áhrif þeirra voru mikil. Og af því að þeir voru svo góðir þá höfðu þeir það sem þurfti til að nýta sér aðstæð- urnar. Rokkið á sjötta áratug síðustu aldar var undirstaða Bítlanna. Þetta var tónlistin sem þeir spiluðu út í gegn í gríð og erg á alls konar stöðum þar sem einhverja vinnu var að fá. Þetta var þeirra skóli þar sem þeir náðu færni sem hljóðfæraleikarar og tókst að ná vel sam- an sem hljómsveit, eins og upptökur frá fyrstu árum þeirra eru svo góður vitnisburður um. Þeir lærðu af því sem Buddy Holly, Little Richard, Chuck Berry, Carl Perkins, Elvis Presley, Everly Brothers og fleiri góðir höfðu gert. En Bítlarnir höfðu ýmislegt framyfir aðra. Þeir hermdu ekki eftir tónlist annarra því þeim hafði tekist að þróa sinn eign stíl sem var frábrugðinn því sem aðrir voru að gera. Þá höfðu þeir einnig hæfileika til að semja sína eigin tónlist sem byggðist á þeim grunni sem hljómsveitin var sprottin upp úr, en með glæsi- legum viðbótum sem oft brutu hefðirnar og venjurnar. Það sem þeir gerðu var því í raun- inni nýtt, en virkaði samt svo eðlilegt. Þess vegna er einfaldasta skýringin á því hvers vegna Bítlarnir voru svona góðir í rauninni sú sem svo oft hefur verið nefnd, þ.e. að þeir voru réttir menn á réttum stað á réttum tíma. Tónlist Bítlanna náði eyrum fleira fólks og í fleiri löndum í heiminum en tónlist annarra. En áhrif þeirra náðu langt, langt útfyrir tón- listina sjálfa, því þeir höfðu gríðarleg áhrif á tíðarandann, á hugsunarhátt fólks og lífs- viðhorf. Það leystist svo margt úr læðingi með Bítlunum. Það gerði að verkum að þeir voru því miklu meira en bara góðir tónlistarmenn og góð hljómsveit. George Martin, upptökustjóri Bítlanna, sem átti ekki lítinn þátt í að gera þá að því sem þeir urðu, hefur sagt að engir tónlistarmenn hafi haft eins mikil áhrif og verið eins dáðir og Bítl- arnir. Tónlist þeirra hafi haft meiri þýðingu fyrir fólk en tónlist annarra tónlistarmanna. Hann hefur jafnframt sagt að áhrif Bítlanna nái einnig til þeirra sem hafi ekki einu sinni verið fæddir þegar þeir hættu að spila saman árið 1970. Þetta sást til dæmis á tónleikaferð Paul McCartney um heiminn, Back in the World, sem lauk síðastliðið sumar. Þetta var eðlilega ekki tónleikaferð Bítlanna, en næstum því. Það átti allavega við um tónleikana í Park- en í Kaupmannahöfn í maí síðastliðnum. Þar var ekki annað að sjá en að börn miðaldra Bítlaaðdáenda, sem fengu í stórum stíl að fljóta með, hefðu þekkt hvert Bítlalagið á eftir öðru. Geðshræring þeirra virtist ekkert vera minni en þeirra sem eldri voru í áhorfenda- hópnum, sem eflaust sáu margir hverjir draum sinn um að sjá Bítlana næstum því ræt- ast. Bítlarnir voru ávallt leitandi og opnir fyrir alls konar hugmyndum og nýjungum. Það væri því ekki í anda þeirra að láta staðar num- ið og hlusta ekki á aðra tónlist. Fjölmargt af því sem gert hefur verið í framhaldi af Bítl- unum er auðvitað frábært, hvort sem um er að ræða Rolling Stones, Pink Floyd, Led Zeppel- in, Clash, Radiohead, Björk, Sigur Rós eða ýmislegt annað. Næsta víst er hins vegar að tónlist þessara hljómsveita og tónlistarmanna hefði ekki orðið það sem hún varð ef Bítlanna hefði ekki notið við. Og áhrif Bítlanna á þessa og aðra tónlistarmenn eru meiri en margir gera sér grein fyrir. Þeir mörkuðu stefnuna og þess vegna er hægt að hafa gaman af svo mörgu sem gert er, því það má heyra bítl svo víða. Í lok Anthology-bókar Bítlanna, sem kom út árið 2000, þar sem þeir segja sjálfir frá ferli hljómsveitarinnar, er haft eftir George Harri- son, að hann vilji sjá að gömlu Bítlaaðdáend- urnir hafi vaxið úr grasi og fullorðnast. Hann vildi að aðdáendurnir hefðu stofnað sína fjöl- skyldu og væru ábyrgari einstaklingar, en að Bítlarnir ættu enn stað í hjarta þeirra. Ætli það megi ekki gera ráð fyrir því að gamall Bítlaaðdáandi, sem kallar á krakka sína og bendir þeim á að hlusta þegar það heyrist Bítlalag í útvarpinu, sé með Bítlana á réttum stað. BÍTLAR Á RÉTTUM STAÐ Höfundur er blaðamaður. E F T I R G R É TA R J . G U Ð M U N D S S O N Bítlarnir eru bestir. Sýknt og heilagt erþessu slegið fram. Vanalega af mönn-um sem ólust upp með sveitinni og þá ísamanburði við „draslið“ í dag. Það er því ekki nema von að þetta séu orðin tóm í huga margra. En það merkilega er að þetta er hreina satt. Höfundur þessarar „sönnunar“ ólst ekki upp með Bítlunum, er fæddur fjórum árum eftir svanasönginn Let it Be, og hóf ekki að hlusta alvarlega á sveitina fyrr en fyrir fimm árum eða svo. Viðhorf mitt til Bítlanna er engan veginn mengað af fortíðarþrá. Það snýst um að hafa hlustað á tónlistina þeirra og að hafa lesið sér til um sögu þeirra. Upp úr því spratt bjargföst trú um að Bítlanir séu fremsta dægurtónlistarsveit sem nokkru sinni hafi komið fram – til þessa. Og ég verð aldrei þreyttur á því að breiða út fagnaðarerindið. Það virðist ótrúlegt í dag – þegar það tekur hljómveitir oft þrjú, fjögur ár að koma út nýrri plötu – að Bítlarnir voru ekki virkir nema í um sjö ár. Á þessum tíma umbyltu þeir geiranum sem þeir störfuðu innan og til urðu viðmið sem enn eru í heiðri höfð. Bítlarnir komu því t.d. á að sjálfsagt þykir fyrir rokk- og poppsveitir í dag að semja sitt eigið efni. Þegar sveitin hóf starfsemi voru hljóðverin líkt og skurðstofur, eldri menn í hvítum sloppum sneru þar tökkum á meðan tónlistarmönnum var úhlutaður ákveðinn tími þar sem þeir áttu gjöra svo að spila sína tónlist og ekki skipta sér af neinu öðru. Þremur árum eftir að Bítlarnir heimsóttu Abbey Road-hljóðverið í fyrsta sinn voru þeir búnir að taka öll völd, stýrðu upptökum sjálfir og gerðu það sem þeim sýndist. Allt í krafti þeirra ógurlegu vinsælda sem þeir nutu og þeirrar miklu virðingar sem þeir voru farnir að njóta sem skapandi listamenn. Bítlarnir voru vinsælasta hljómsveit heims um leið og hún var hiklaust sú framsæknasta. Í dag virðist þetta óhugsandi. Ef þú ert vinsæll gerir þú málamiðlun til að höfða til fjöldans og þar með eru listræn heilindi fyrir bí. Ef þú ert góður – þ.e.a.s. ert að gera merkilega hluti tón- listarlega séð – ertu iðulega litinn hornauga af „venjulega“ fólkinu. Menningarlegar aðstæður á sjöunda áratugnum voru nefnilega þannig að það er erfitt að ímynda sér að ævintýri líkt því sem Bítlarnir lentu í eigi nokkurn tíma eftir að endurtaka sig. Vinsældirnar héldust síðan stöðugar allt fram til enda, alltaf voru þeir skrefi á undan öllum öðrum og alltaf jafnfærir í því að matreiða allar þær nýjungar sem þeir komu fram með ofan í fjöldann (jæja, „Revolut- ion 9“ er kannski á skjön við þessa fullyrðingu!) Það er magnað að hlusta á hvernig hljóm- sveitin tekur stöðug stökk fram á við á ferl- inum. Strax á þriðju plötunni, A Hard Days Night, eru komin fram dæmi um að McCartn- ey og Lennon eru ekkert venjulegir lagasmiðir („I’ll Be Back“ t.d.) jafnframt því að öll lögin þar eru frumsamin og aðeins rétt rúmt ár frá því að það fór að kveða eitthvað að sveitinni. Rubber Soul, sem kemur út ári síðar, er svo fyrsta meistaraverkið. Enn verða skil með hinni frábæru smáskífu „Paperback Writer“/ „Rain“ árið 1966 og býr hún í haginn fyrir breiðskífuna Revolver. Nú voru allir vegir orðnir færir, allar reglur foknar út í veður og vind. Auðheyranlegasta breytingin er þó þegar Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band kemur út árið 1967. Hljómur, lagasmíðar og bara heildarpakkinn er með sanni ótrúlegur. Besta dægurtónlistarplata sem nokkurn tíma hefur verið gerð. Nokkrum mánuðum fyrr kom lagið „Strawberry Fields Forever“ út á smáskífu, og þar er komið besta dægurlag sem nokkurn tíma hefur verið gert. Á meðan Sgt. Pepper… speglar óneitanlega þann tíma og þann tíð- aranda sem hún er gerð á er platan þar á eftir, The Beatles eða Hvíta platan frá 1968, tíma- laus og hefði þess vegna getað komið út í gær. Og það er kjaftæði að platan væri betri ef hún væri einföld. Hvílík og önnur eins dægurtónlistarveisla hefur aldrei verið haldin, hvorki fyrr né síðar. Bítlarnir luku ferlinum með mikilli reisn. Síðasta platan sem þeir gerðu saman, Abbey Road (Let it Be var tekin upp á undan) og kom út árið 1969 gefur meist- araverkum þeirra frá árunum á undan ekkert eftir. Bítlarnir voru alltaf að teygja og toga formið eins og þeir gátu, þeim var hreinlega lífsins ómögulegt að staðna. Í Bítlunum voru tveir lagasmiðir með hreina náðargáfu fyrir þeirri iðn og einn frábær. Tón- listin sjálf segir þetta auðvitað best. Ótrúlega falleg lög eins og „Julia“, „The Long And Winding Road“, „Long, Long, Long“, „In My Life“ og „I Will“. Súr snilldarverk eins og „Lovely Rita“, „Ob-La-Di, Ob-La-Da“, „It’s All Too Much“, „A Day In The Life og „Tomorrow Never Knows“. Óendanlega grípandi rokkarar eins og „Hard Days Night“, „Get Back“, „Back In The U.S.S.R.“, „All My Loving“ og „Tax- man“. Þær eru ekki margar hljómsveitirnar sem eiga eiginlega ekki til lélegt lag í fórum sínum (Tja … hugsanlega, kannski, mögulega „I’ll Get You“). Bítlarnir eru líka dásamleg sönnun á því hvernig innlegg fjögurra ólíkra einstaklinga dregur fram einhvern galdur, eitthvað sem þeir hafa að mestu verið ófærir um hver í sínu horninu. Vinnumagnið var gífurlegt þegar sveitin starfaði og ótrúlegt að hún hafi hangið saman allan þennan tíma. Fyrstu árin var stað- allinn tvær breiðskífur og fjórar smáskífur á ári. Á tónleikaferðalögum komust þeir ekki út af hótelunum fyrir ágangi aðdáenda og heyrðu ekki í sjálfum sér uppi á sviðinu. Seinni hluta ferilsins voru það kvikmyndir og aðrar list- greinar sem héldu liðsmönnum uppteknum meðfram hefðbundinni plötuvinnu. Það má í raun sæta furðu hversu vel þeir sluppu úr úr þessu öllu saman. Ef einhver efast um að popp geti ekki verið list ætti hann að hlusta á Bítlana. Bítlarnir eru bestir – langbestir. Og allra þeirra orða, gæsahúða og tára virði sem á þá hefur verið eytt í gegnum tíðina. BÍTLARNIR ERU BESTIR – LANGBESTIR Höfundur er blaðamaður. E F T I R A R N A R E G G E RT T H O R O D D S E N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.