Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.12.2003, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. DESEMBER 2003 SJALDGÆFAR bækur á borð við Gutenberg-biblíuna eru venjulega vel faldar í einka- söfnum safnara og innan veggja örfárra stofnana þar sem einungis fáum útvöldum er veitt heimild til að nota þær. Bókasafn bandaríska þingsins vinnur nú hins vegar að því að gera safn sitt að- gengilegra almenningi og sem lið í því átaki hafa safna- yfirvöld látið gefa Gutenberg- biblíuna, 15. aldar dýrgrip sem metinn er á rúmlega 2,1 millj- arð króna, út á geisladiski. Biblían, sem er einar 1.300 blaðsíður að lengd, var ljós- mynduð síðu fyrir síðu og sett á diskinn. Biblíuna má virða fyrir sér í smæstu atriðum því hægt er að stækka upp einstök atriði til að skoða betur. „Við erum að gera eina af óað- gengilegustu bókum heims að- gengilega,“ hafði International Herald Tribune eftir Mark Dimunation, yfirmanni forn- bókadeildar safnsins, en ein- takið af biblíunni á geisladiski kostar um 80 dollara, eða tæp- ar 5.700 kr. Fortíð í nútíð SÝNING á verkum listamanns- ins Alain Fleischer stendur þessa dagana yfir í Maison Européenne de la Photog- raphie í Par- ís. Sýningin nefnist La vi- tesse d’évas- ion og má þar finna fjölda verka Fleischer sem notið hefur mikilla vin- sælda í Frakklandi sem og víða annars staðar. Í myndum sínum sam- einar Fleischer brotakenndar myndir fortíðar nútíðinni og er að sögn gagnrýnanda Daily Telegraph jafnan erfitt að greina raunveruleikann í verk- um Fleischers sem lætur áhorfandann um að draga fram skynjanir myndanna eina á eftir annarri. La Fenice risið á ný ENDURBYGGING á La Fenice óperuhúsinu í Feneyjum er nú langt komin, en ein átta ár eru nú liðin frá því að húsið stór- skemmdist í eldsvoða. Yfirvöld í Feneyjum hétu því sam- stundis að húsið yrði end- urbyggt í upprunalegri mynd og á sama stað. Byggingin hef- ur engu að síður tekið langan tíma og hafa framkvæmdir þar oft fallið í skuggann af laga- deilum og pólitískri orrahríð borgarráðsmanna. Útlit La Fe- nice hefur að mestu fengið að haldast óbreytt að sögn Fin- ancial Times þó ýmsar betr- umbætur hafi verið unnar á tæknibúnaði, auk þess sem um 150 sætum var bætt við óp- eruhúsið, en áætlað er að fyrsta sýningin í endurbættum salarkynnum verði sett upp í nóvember á næsta ári. Gutenberg- biblían gerð aðgengileg ERLENT Salarkynni La Fenice. Eitt verka Alain Fleischers. STAÐA og hlutverk listasafna hefur skipað stóran sess í myndlistarumræðunni á Íslandi þetta árið. Þær eru misjafnar skoðanirnar og þarf auðvitað að taka mið út frá íslenskum veru- leika þegar hugað er að þessum málefnum. Þar sem ekki hefur skapast grundvöllur fyrir fram- sækinn gallerírekstur hérlendis hafa listasöfn jafnan verið rekin sem sýningarsalir fyrir mynd- listarmenn sem leggja inn umsóknir um einka- sýningar eða hugmyndir að samsýningum. Lítið fjármagn til safna gerir safnstjórum ekki kleift að leggja út í stór sýningarverkefni. Einu söfnin sem hafa úr einhverju fjármagni að moða eru Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Þau eru líka einu söfnin sem hafa eitthvert fé til lista- verkakaupa. En það fjármagn er ekki ýkja mikið. Árlegt fjárframlag til listaverkakaupa hjá Lista- safni Reykjavíkur hefur farið stighækkandi síð- astliðin ár og er í kringum 13,5 milljónir en Lista- safn Íslands hefur aftur á móti haft 12 milljónir til listaverkakaupa á ári óbreytt síðan 1991, að mig minnir, til þessa árs. Eðlilega ætti að vera búið að hækka þessa upphæð fyrir löngu en þess í stað hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að lækka hana og á næsta ári fær safnið 10,8 milljónir til innkaupa á listaverkum. Er þetta afmælisgjöf ráðuneytisins til safnsins sem verður 120 ára á komandi ári. Þessi þróun er ekkert minna en óviðunandi og ástæða fyrir myndlistarmenn og listunnendur að mótmæla harðlega. Með litla peninga er hætta á að listasöfn kaupi ekki lyk- ilverk á sýningum heldur þau verk sem eru minni og ódýrari. Sérstaklega þar sem markmið safn- anna virðist oft vera að kaupa frekar af fleiri en færri listamönnum. Þessi tvö söfn sjá jú að miklu leyti um að skrá listasögu Íslands. Sú saga hefur t.d. ekki verið skráð eða gerð á henni marktæk úttekt í riti síðan Björn Th. Björnsson fékkst við slík skrif. Ef söfnin taka svo ekki inn lykilverk samtímalistamanna verður hin sjáanlega skrá- setning á yfirstandandi tímabili ekki heldur marktæk. Nýlistasafnið Það er þó ekkert bókað að innkaup þessara listasafna komi til með að gera fullnægjandi skil á tímabilinu. Gott dæmi um það er SÚM-tímabilið sem Nýlistasafnið á hvað besta safn yfir. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, benti sjálfur á þetta í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu og tek ég undir með honum hve brýnt það er að greiða úr þeim steypuvandamálum sem Nýlista- safnið á í. Fjárskortur háir safninu og varðveita þarf safneignina sem hrúgað er niður í kjallara- holu, liggur þar undir skemmdum ef ekki finnst lausn á málinu. Ef ekki væri fyrir tilkomu Ný- listasafnsins væri lítið sem ekkert til af fyrstu verkum SÚM-aranna, sem kalla má fyrstu list- hreyfinguna á Íslandi sem er í einhverjum raun- verulegum takti við alþjóðlegan myndlistarheim. Nýlistasafnið á líka listaverk eftir þekkta alþjóð- lega myndlistarmenn eins og Dieter Roth, Franz Graf, John Armleder og Douwe Jan Bakker. Spurning er hvort okkur sé alveg sama um þessa safneign. Eigum við að láta hana grotna niður eða gera eitthvað til að viðhalda henni. Til þess þarf fjármagn og aðstöðu. Það eru allnokkur árin liðin síðan hætt var að bæta við safneign Nýlistasafnsins, enda hefur safnið ekki ráð á að geyma listaverk. Nýlistasafn- ið er sjálfseignarstofnun, félag myndlistar- manna, og er ég ekki frá því að þetta sé þekktasta myndlistarstofnun Íslands á erlendum vettvangi. Safnið heldur nú upp á 25 ára afmæli með sýn- ingu sem Gunnar J. Árnason sá um að setja sam- an. Það er enginn sérlegur hátíðarblær yfir sýn- ingunni, enda ástandið, eins og ég hef greint frá, heldur báglegt. Annars vegar er það tómleg sýn- ing í neðri salarkynnum þar sem sagan og safn- eignin er tekin fyrir. Við sjáum safneignina í sjónvarpi gegnum eftirlitsmyndavélar þar sem hún er lokuð niðri í kössum. Á myndbandi sjáum við sýnishorn úr ýmsum gjörningum sem framdir hafa verið í safninu og að lokum er langur nafna- listi þeirra sem hafa sýnt í safninu sem sýning- argestir geta leiðrétt eða bætt við heimildir þar sem skráning á sýningum hefur oft farið á mis. Á efri hæðinni er svo sýning á verkum 11 ungra listamanna sem hafa látið á sér bera í ís- lenskum myndlistarheimi eftir að safnið hætti að taka inn listaverk í sína eigu. Þykir mér þessi leið sýningarstjórans að vinna út frá sögu, safneign og samtíma nokkuð vel hugsuð. Sýningin er reyndar frekar sundurslitin, en mörg verkin eru góð og má tengja flest þeirra við ástandið og um- ræðuna um „Nýló“ ef maður vill, s.s myndband Þórodds Bjarnasonar sem sýnir listamanninn brjóta niður vegg í nýju fokheldu húsi, safnverk Öldu Sigurðardóttur, „óklárað“ verk Helga Hjaltalín með tilheyrandi sjúkrakassa og svo má telja áfram. Kjarvalsstaðir Önnur afmælissýning um þessar mundir er sýningin „Myndlistarhúsið á Miklatúni“, þar sem fagnað er 30 ára sögu Kjarvalsstaða sem nú til- heyrir Listasafni Reykjavíkur. Þetta er sem sagt heimildarsýning sem spannar sögu þessa húss allt frá fyrstu skóflustungunni sem Jóhannes Kjarval tók 18. ágúst árið 1966 til síðustu sýn- inga. Alls hafa verið um 500 sýningar á Kjarvals- stöðum. Ég ætla þó ekki að rekja þá sögu hér, mæli frekar með því að áhugasamir kynni sér hana á sýningunni. Mikið til eru þetta plaköt, ljósmyndir og sýningarskrár ásamt nokkrum listaverkum í eigu safnsins. Ég verð að játa að við fyrstu sýn þótti mér ekki mikið til þessarar sýn- ingar koma, en þegar ég hafði gefið henni nægan tíma til að sökkva inn var ég farinn að hafa tals- verða ánægju af. Bara það að sjá breytt útlit og áherslur á hönnun sýningarskráa og plakata þessi 30 ár er út af fyrir sig forvitnilegt. Skemmtilegast og um leið lærdómsríkast þótti mér þó að hlýða á viðtöl sýnd á sjónvarpsskjám við fimm manns sem hafa gegnt mikilvægu starfi í safninu, þau Aðalstein Ingólfsson sem var fyrsti formaður listráðs árið 1976 og er, ásamt Eiríki Þorlákssyni, sýningarstjóri þessarar sýningar, Þóru Kristjánsdóttur og Einar Hákonarsson, fyrrum listráðunauta á Kjarvalsstöðum, Gunnar Kvaran, forstöðumann staðarins frá árunum 1989–1997, og Eirík Þorláksson, núverandi for- stöðumann. Öll hafa þau ólíkar skoðanir á rekstri safnsins og ólíkar sögur að segja. Kjarvalsstaðir hafa annars gengið í gegnum súrt og sætt. Ég hef ekki dregið dul á það í greinum mínum að mér þykir Kjarvalsstaðir hafa verið í lægð undanfarin ár, þ.e. síðan starfsemi listasafnsins fór í auknum mæli að beinast að Hafnarhúsinu og Errósafni. Fjárlög til Listasafns Reykjavíkur hafa jú hækk- að síðan Hafnarhúsið bættist við, en kannski ekki nógu mikið miðað við það umfang sem fylgdi þessu nýja húsnæði og viðurkennir forstöðumað- ur „fjárlagahalla“ í rekstri safnsins í áðurnefndu viðtali. Hér er því athyglisverð tillaga sem ég hef heyrt oftar en einu sinni í umræðum um ástandið. Hvernig væri ef Reykjavíkurborg léti húsið á Miklatúni eftir til Nýlistasafnsins? Kjarval fengi að halda austursalnum og Nýlistasafnið hefði vestursalinn og geymsluna. Væri þá ekki vandi Nýlistasafnsins og Kjarvalsstaða leystur? Ferðafuða Stefna núverandi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur í sýningarhaldi hefur verið sú „að spila á miðjunni“ eins og hann sjálfur orðaði það á fundi í ráðhúsinu í byrjun ársins þar sem fram- tíð Kjarvalsstaða var til umræðu. Miðjumoð hef- ur til þessa ekki þótt bera mikinn árangur í íþróttum og gerir það heldur ekki í myndlist. Byggist skipulagið á því að leyfa sem flestum að spila með og því á vel við að lokasýningin á gangi Kjarvalsstaða á þessu afmælisári samanstandi af verkum eftir162 myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi. Þetta eru ungir og aldnir, kons- eptúal og kitsch, ljósmyndir, málverk, skúlptúr, allt „spektrúmið“, ef svo má að orði komast. Þetta er sýning á miniatúrum eða smáverkum, ekkert stærra en 15x15 cm. Sýningin nefnist „Ferðafuða“ sem merkir „það sem lokar hringn- um“. Sýningin lagði af stað frá Reykjavík í sept- ember árið 2001 með um 20 verk eftir Íslenskar listakonur sem hafa svo fylgt sýningunni eftir. Hún var fyrst sett upp í Slunkaríki á Ísafirði og þar bættust við listamenn búsettir í firðinum. þaðan hélt sýningin til Akureyrar og við hana bættust listamenn búsettir þar í bæ. Síðan var það Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og svo lokast hringurinn nú í Reykjavík, í húsinu á Miklatúni. Sýningin er tilraun til að tengja saman listalífið á Íslandi og skapa umræður. Þetta er heilmikil framkvæmd sem fámennur hópur stendur fyrir og á hrós skilið. Bleikur litur hefur tengt saman sýningarnar utan listaverkanna sem hafa farið á milli staða. Liturinn hefur gefið sýningum fyllingu þegar verkin voru færri og skapað sterka heildarmynd eins og raunin er með sýninguna á gangi Kjar- valsstaða. Það er ekki fyrr en maður rýnir í ein- stök verk að hún tekur á sig aðra mynd. Verkin eru auðvitað misjöfn, fjölbreytnin mikil og furðu mikið góðum miniatúrum. Sýningin er þannig séð ágæt viðbót við heimildarsýninguna og ágætis yf- irlit eða kynning á samtímalist á Íslandi. Afmælis(s)ár listasafna MYNDLIST Nýlistasafnið NÝLISTASAFNIÐ 25 ÁRA Sýningu lokið 20. desember. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Kjarvalsstaðir HÚSIÐ Á MIKLATÚNI – KJARVALSSTAÐIR Í 30 ÁR Opið alla daga frá kl. 10–17. Sýningu lýkur 25. janúar. Kjarvalsstaðir – húsið á Miklatúni. Sýningin „Ferðafuða“ á gangi Kjarvalsstaða. Jón B.K. Ransu Húsnæði Nýlistasafnsins á Vatnsstíg 3.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.