Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 9 um virðist hún á myndum sínum ná að færa dauðann í metafóru, gera hann óraunveruleg- an. Hið rétta er þó að eins og margir stríðs- ljósmyndarar í seinni heimsstyrjöldinni náði Lee Miller sér aldrei eftir martröðina; fjöl- margir stríðsljósmyndarar urðu að utangarðs- mönnum, þegar heim var komið. Þau urðu ör- lög Miller, hún sneri alfarið baki við ljósmyndun árið 1948. Hún varð nú gagntekin af öllu því er laut að eldamennsku, safnaði uppskriftum, matreiðslubókum, tók viðtöl við fjöldann allan af matreiðslumönnum og hélt dýrindis veislur. Hún vann þó með manni sín- um, Penrose, við gerð kunnra bóka hans um líf og list Picasso og Man Ray, sá um allar myndatökur, tók m.a. portrettmyndir af Pi- casso árið 1954 sem eru með þeim sterkustu sem teknar hafa verið af meistaranum. Sonur Lee Miller, Antony Penrose, segir opinskátt frá þeim erfiðleikum sem móðir hans þurfti að kljást við. Hún barðist alla ævi við geðhvarfasýki og eftir stríð lagðist hún í djúpt þunglyndi sem tengdist beint áfalli og streitu og varð til þess að veikindi hennar ágerðust. Lee Miller tók það ákaflega nærri sér að eldast, sjá fegurð sína fölna, hafði megnustu andúð á sjálfri sér, eins og sonur hennar segir frá: „Hún drakk af því hún sagði engan elska sig og enginn elskaði hana af því hún drakk.“ Lee Miller sýndi engan áhuga á sínu fyrra lífi sem ljósmyndari og var þvert á móti fjandsamleg þeim sem leituðu eftir því að fjalla um ljósmyndir hennar. Hún faldi myndasafn sitt og gerði í raun allt til að gleymast. Þessa sjálfsfyrirlitningu og afneitun á eigin list má ef til vill að hluta til tengja við eilífan sjálfsflótta Miller og hér verður að minnast á tvo skelfilega atburði úr æsku hennar sem ásóttu hana sem djöflar væru alla tíð: hún var misnotuð aðeins 7 ára að aldri af „fjölskylduvini“ og smitaðist af kynsjúkdómi. Þá varð hún á unglingsárum vitni að því van- máttug þegar kærasti hennar drukknaði. Í rauninni lýsir Lee Miller afar vel líðan sinni á sama tíma og hún var eftirsótt fyrirsæta, róm- uð fyrir fegurð sína: „Ég var undurfögur á þessu tímabili, eins og engill, en innra með mér var ég djöfullinn sjálfur og mér leið þann- ig.“ Lee Miller ávann sér aðgang að lokuðu úr- valsliði súrrealistanna en var einnig mikilvægt vitni í fremstu víglínu skelfilegra viðburða 20. aldar þar sem hún sýndi fádæma hugrekki; myndir hennar eru ekki einvörðungu ómet- anlegar heimildir heldur frumleg verk ein- stakrar listakonu. Nálgun í anda súrreal- istanna er að finna í öllum verkum hennar, nærri óháð viðfangsefninu sjálfu, en Lee Mill- er tileinkar sér einnig stíl sem er algjörlega hennar eigin. Í tískuljósmyndum gæðir hún einnig verk sín súrrealísku brennimerki sem hafði áhrif á alla tískuljósmyndun 20. aldar og það er fyrst nú sem Lee Miller er í þeim efn- um talin til helstu frumherja. Lee Miller lést árið 1977. Ári áður hafði hún farið á ljósmyndahátíðina í Arles í Frakklandi, sem fulltrúi Man Ray sem var heiðursgestur hátíðarinnar; enn í skugga Man Ray þó að hann sjálfur mæti verk hennar mikils.4 Stigið inn í ljósið Lee Miller er í hópi á þriðja tug stórkost- legra kvenljósmyndara í París á árunum 1920–1940. Á undanförnum árum hefur hul- unni verið svipt af þeim Lee Miller og Doru Maar, einstökum sjálfstæðum kvenlistamönn- um sem má segja að sé hreint með ólíkindum hversu vanmetnar hafa verið þar til nú. Í flestum yfirlitsritum er núna minnst á Miller og Maar og aðgengi að verkum þeirra auð- veldara með útkomu ævisagna þeirra og sýn- inga á verkum þeirra sem þó mættu vera meira áberandi. Ekki bara menntagyðjur, fyr- irsætur og ástkonur, uppspretta andagiftar, heldur listamenn sjálfar. Úr skugga Picasso og Man Ray stíga inn í ljósið sólþyrstar lista- mannssálir Lee Miller og Doru Maar. Neðanmálsgreinar: 1 Penrose, Antony: Les Vies de Lee Miller, Arlea/Le Seuil, Paris 1994; bókin kom fyrst út á ensku undir titl- inum The Lives of Lee Miller, Londres, Thames & Hud- son, 1985. 2 Caws, Mary Ann: Les Vies de Dora Maar. Bataille, Pi- casso et les surréalistes“, Thames & Hudson, Paris 2000. 3 Prose, Francine: The Lives of the Muses, Aurum Press, 2003; Penrose, Antony: Les Vies de Lee Miller, Paris 1994. 4 Penrose, Antony: Les Vies de Lee Miller, Paris 1994. Höfundur er listfræðingur. David E. Scherman, Lee Miller í baði í íbúð Hitlers og Evu Braun í München, maí 1945. Lee Miller og Scherman fundu mannlausa einkaíbúð foringjans af tilviljun í stríðslok. Þau bjuggu í íbúðinni þegar tilkynnt var að Hitler væri allur. Lee Miller, Fallinn þýskur hermaður í síki í Dachau, apríl 1945. Þessi ljósmynd er nánast íkon af hryllingi stríðsins og af mörgum álitin ein sterkasta ljósmyndin úr seinni heimsstyrjöldinni. Picasso, Lee Miller en arlésienne, 1937. Pic- asso málaði portrettmyndina 20. september í Mougins í Suður-Frakklandi þar sem hann eyddi sumarleyfinu m.a. með Doru Maar, Lee Miller og Man Ray. Musée Réattu, Arles. Lee Miller, Dansandi skógarbjörn og hljóðfæra- leikarar í Rúmeníu, 1938. Lee Miller var víðför- ul, fór m.a. til Rúmeníu árið 1938. Næmi hennar á hið furðulega og kímilega var einstakt eins og þessi grátbroslega uppákoma sem verður á vegi hennar gefur glöggt til kynna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.