Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 BÓK sagnfræðingsins Michael Wood um véfréttir og spádóma þeirra er heillandi lesning að mati gagnrýnanda Daily Tele- graph. Bókin nefnist The Road to Delphi: The Life and After- life of Oracles, eða Leiðin til Delfi: ævi og framhaldslíf vé- frétta og má rekja uppruna hennar til jafn ólíkra verka og Ödipusar Sófóklesar og Mac- beths Shakespeares. Wood fléttar hins vegar inn í skrif sín fjölda samtímaviðburða og vek- ur upp fjölda áhugaverðra spurninga sem hann þykir nálgast á hárnákvæman og skynsamlegan máta. Leikmannahjónabandið RITHÖFUNDURINN Anne Tyl- er sendi nýlega frá sér bókina The Amateur Marriage, eða Leikmanna- hjónabandið eins og út- leggja mætti heiti hennar á íslensku. Bókin mun að mati gagn- rýnanda Daily Telegraph falla aðdáendum rit- höfundarins vel í geð en Tyler fjallar þar um kunnuglegt við- fangsefni, enda hjónabandið og erfiðleikarnir og viðkvæmnin sem því kunna að fylgja hennar sérsvið. Að þessu sinni fjallar sagan um Pauline og Michael sem kynnast í pólsku fátækra- hverfi New Yorkborgar á fimmta áratug síðustu aldar og samskipti þeirra, auk þess sem Tyler leitast við að draga upp lifandi mynd af umhverfi þeirra og aðstæðum. Undir pálmatrjánum RITHÖFUNDURINN Robert Louis Stevenson, höfundur hinnar þekktu sögu Dr. Jekyll og Mr. Hyde, er viðfangsefni nýjustu skáld- sögu Alberto Manguel. Bókin nefnist Steven- son Under the Palm Trees og gerir höfund- urinn sér mat úr síðustu dög- um Stevenson, sem hann eyddi á eyjunni Samóa. Manguel tekur á drama- tískan hátt á viðfangsefni sínu að mati gagnrýnanda Guardian en við gerð sögunnar styðst hann m.a. við bréf Stevenson og ýmsa raunverulega atburði úr ævi hans. Ævi Jung SÁLFRÆÐINGURINN Carl Jung er viðfangsefni ævisögu Deirdre Blair, Jung – A Bio- graphy eða Jung – ævi- saga, en Blair hefur þegar skrifað ævisög- ur Samuel Becketts, Anais Nin og Simone de Beauvoir. Við skrif ævisögu Jung, sem er að mati New York Tim- es ítarleg, lenti Blair hins veg- ar í sömu vandræðum og aðrir hinir fjölmörgu ævisöguhöf- undar Jung, en fjölskylda sál- fræðingsins hefur allt frá láti hans 1961 harðneitað að veita aðgang að skjalasafni hans og hefur það bann gilt jafnt fyrir rithöfunda sem og kollega og vini Jung. ERLENDAR BÆKUR Leyndardómar véfrétta Anne Tyler Carl Jung Robert Louis Stevenson J akob F. Ásgeirsson ævisöguritari, stjórnmálafræðingur og pistlahöfund- ur hefur farið mikinn á síðum Við- skiptablaðsins undanfarna mánuði. Í pistlinum „Af ritdómurum og kalda- stríðsstimpli“ sem birtist rétt fyrir jól fjallar Jakob F. Ásgeirsson um illt inn- ræti bókagagnrýnenda, svart-hvítan heim kaldastríðsáranna, ólíka ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins og Þjóðviljans á öldinni sem leið, sigur lýðræðisaflanna á Vesturlöndum og niður- lægjandi og ómálefnalegar uppnefningar sem not- aðar eru til að þagga niður í frelsisunnandi fólki. Heimsósómaádrepu þessa má rekja til fremur hófstilltrar gagnrýni Páls Björnssonar sagnfræð- ings um bók Jakobs, Valtýr Stefánsson – Ritstjóri Morgunblaðsins, en verkið er útnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Páll fjallaði um verkið í Kastljósinu fimmtudaginn 18. desember 2003, en viðmælandi hans var Svanhild- ur Hólm Valsdóttir. Í dómi sínum, sem finna má á heimasíðu Kastljóssins, rekur Páll í stuttu máli efni bókarinnar, kosti hennar og galla. Páll lofar glæsilegan fráganginn og bendir á að langar til- vitnanir í bréf og blaðagreinar Valtýs geri verkið að heimildaútgáfu. Þetta er þó jafnframt einn af göllum verksins vegna þess að langar tilvitnanirn- ar (sú lengsta er hátt í 10 síður) draga úr rennslinu og gera verkið á köflum langdregið. Jafnframt segir Páll að það sé umdeild túlkun að Morgun- blaðið hafi verið hlutlaus fréttamiðill á meðan hin fréttablöðin hafi verið áróðursmálgögn sem svif- ust einskis. Jakob komi þó til dyranna eins og hann er klæddur í túlkun sinni og feli á engan hátt tengsl sín við blaðið, eftirmáli bókarinnar heiti einfaldlega „Morgunblaðssaga mín“ þar sem Jak- ob segir frá störfum sínum og tengslum við Morg- unblaðið. Ekkert í dómi Páls gefur tilefni til þess heift- úðuga reiðilesturs sem Jakob dembir yfir lesend- ur Viðskiptablaðsins. Jakob byrjar á því að lýsa því yfir að ekki sé „hægt að skrifa almennilega skammagrein svo skömmu fyrir jólin“. Þó að næg séu tilefnin „hljótum við að halda aftur af okkur í fögnuði jólanna“. Hann fer því miður ekki að eigin ráðum. Þess í stað setur hann fram þau gamal- kunnu og margreyndu sannindi að þeir sem fjalli um bækur séu allir misheppnaðir rithöfundar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar „sem þrátt fyrir mikinn vilja og risavaxin egó er með öllu fyrirmunað að skrifa bækur sem almenningur vill lesa en fá útrás fyrir mislukkun sína og van- metakennd með því að gagnrýna bækur höfunda sem geta skrifað“. Jakob færir rök fyrir máli sínu með því að vitna í ljóð skáldsins frá Fagraskógi um ritdómarann, sem aldrei var „seinn til svifa,/ef særa þurfti góð- an dreng“. Jakob er augljóslega í hlutverki góða drengsins í pistli sínum og ef marka má orðin úr ljóði Davíðs Stefánssonar býr í honum sú him- invídd sem er sál skáldsins. Svo er því miður ekki um Pál Björnsson sagnfræðing og viðmælanda hans, Svanhildi Hólm dagskrárgerðarmann en Jakob lýsir þeim með svo óviðurkvæmilegum hætti að ekki er hægt að hafa það allt eftir hér í þessu blaði: „Í hugann kemur mynd af pari nokkru í sjónvarpinu að ræða um nýútkomnar fræðibækur. Það stafar ekki þokka af þessu pari. [...] Allt var tal þessa pars eins og við var að búast á neikvæðum nótum, það dæmdi bækurnar eftir innræti sínu og var þar margra ára starf rithöf- unda vegið og léttvægt fundið á örfáum mínút- um.“ Hvað er það svo sem orsakar þessi feikilegu við- brögð, þessa heilögu bræði Jakobs? Það er fyrst og fremst sú skoðun Páls að gagnrýna megi þá túlkun að Morgunblaðið hafi verið jafn hlutlaus fréttamiðill og Jakob vill vera láta. Jakob svarar Páli fullum hálsi og segir að svívirðingarnar hafi dunið á Valtý og öðrum málsvörum vestrænnar samvinnu nær daglega á síðum Þjóðviljans. Valtýr og samherjar hans í stjórnmálum voru kallaðir „landráðamenn, auðvaldsleppar, kvislingar, lyg- arar, skósveinar, bullur, þjóðníðingar, landsölu- menn“ og fleira í þeim dúr. „Enga sambærilega orðaleppa var að finna í Morgunblaðinu. Morg- unblaðið var þá sem nú mjög kurteist blað,“ segir Jakob máli sínu til stuðnings. Mig skortir þekkingu til að meta þessa staðhæf- ingu Jakobs, en eftir að hafa lesið pistla hans verð ég að viðurkenna að ég þori ekki að hafa eftir hon- um neina fullyrðingu aðra en þá sem ég hef sann- reynt sjálfur. Skrif hans afla honum varla trausts því hann hefur tekið upp þann leiða ósið Þjóðvilj- ans að uppnefna fólk og svívirða þegar honum mislíkar eitthvað. Þannig kallar hann tvo einstak- linga sem hafa það eitt til unnið að ræða opinber- lega um verk hans „þokkapar“, „hið óyndislega par“, „sagnfræðinginn fúllynda“ og „þáttastjórn- andann sem lagði illt eitt til“. Þetta er ómarktæk umræða sem lítillækkar aðeins þann sem skrifar. Morgunblaðið er enn vitaskuld pólitískt blað. Sá sess sem blaðið skipar í mínum huga er þó á engan hátt mótaður af pólitískri sannfæringu minni hver svo sem hún kann að vera. Það sem ég met mest við Morgunblaðið sem fjölmiðil er sú varfærni sem það sýnir gjarnan í dómum sínum. Þetta einkenni blaðsins má vera Jakobi Ásgeirs- syni og öðrum til eftirbreytni. Því þegar öllu er á botninn hvolft eru mannasiðir stundum mikilvæg- ari en pólitík. FJÖLMIÐLAR HVAR DRÖGUM VIÐ MÖRKIN? Ekkert í dómi Páls gefur tilefni til þess heiftúðuga reiðilesturs sem Jakob dembir yfir lesendur Viðskiptablaðsins. G U Ð N I E L Í S S O N Þetta varðar starfsmann skólans (Háskóla Íslands) og heiður skólans því að sá höf- undur sem nú situr undir ásökunum um ritstuld og óheiðarleg vinnubrögð hefur áður verið dæmdur hæfur til að gegna æðstu kennarastöðu við skólann. Sá maður sem reynist sekur um það sem H[annes] H[ólmsteinn] G[issurarson] er sakaður um í þessu máli getur ekki talist hæfur til að gegna prófessorsstöðu. [...] Áróðursbragð HHG um að 16 hundr- uð tilvísanir séu alveg yfirdrifið í ævisögu handa almenningi er óforsvaranlegt. [...] Þó að það hafi tíðkast á miðöldum að menn nýttu sér eldri rit þegar þeir settu saman nýjar bækur, þá er ekki hægt að nota sömu aðferðir nú á dögum vegna þess að við lítum öðru vísi á höfunda og höfundarrétt en þá var gert. Þess vegna er það óverjandi að segja sem svo, þeg- ar maður hefur ákveðið að skrifa bók um tiltekið efni: „Ja, ég mun ekki geta skrifað læsilegan texta um þetta efni þannig að ég fæ hann bara lánaðan hjá næsta manni og nota í minni bók. Og þar með er mín bók orðin læsileg.“ Þetta er ekki eðlilegt. Þetta er þvert á móti óverjandi [...] Gísli Sigurðsson Kistan www.visir.is/kistan Orsök gagnrýninnar? En af hverju segir Vefþjóðviljinn að ákafi nokkurra fjölmiðlamanna nú þurfi ekki að koma á óvart? Jú, fólk þarf ekki að hafa fylgst lengi með íslensku þjóðlífi til að vita að ákveðin þjóðfélagsöfl hrein- lega umhverfast þegar Hannes Hólm- steinn Gissurarson er annars vegar. Ofs- inn undanfarnar vikur er kjörið dæmi um það. Dettur kannski einhverjum í hug að fréttamenn eða fræðimenn hefðu látið eins og þeir gerðu ef einhver annar en Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefði átt í hlut? [...] Ekki dettur Vefþjóðviljanum í hug að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé galla- laus og að verk hans séu hafin yfir gagn- rýni. Auðvitað getur fólk haft sína skoðun á því hvort að hann hefði átt að hafa fleiri eða færri tilvísanir í bók sinni um Halldór Laxness, og slíkar skoðanir geta vel verið sprottnar af heilbrigðum áhuga á heim- ildanotkun í fræðiritum. Það er vitaskuld ekki þannig að Hannes Hólmsteinn verði ekki gagnrýndur af betri hvötum en hatri. En hver getur svarað því fyrir sig hvað sé líklegast til að hafa ráðið för ýmissa síð- ustu vikurnar. Vefþjóðviljinn www.andriki.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hundeltur á hundavaði. DEILT UM HANNES INú þegar mikið er talað um innbrot af ýmsu tagiog menn eru hættir að hugsa um bókmenntir eftir stutta en fréttnæma vertíð er kannski ástæða til að rifja upp kynnin af Hávarði Knútssyni í Gæludýr- um Braga Ólafssonar. Hávarður þessi brýst inn í íbúð Emils, sem hann hafði kynnst lítillega fyrir fimm árum en ekki séð síðan. Tilgangurinn er ekki að ræna innbúinu, eins og þjófa er háttur, heldur að slökkva undir sjóðandi vatni á eldavél og koma hugsanlega í veg fyrir ískyggilegt brunatjón. En Há- varður veit ekki að Emil er heima þegar innbrotið er framið, nýkominn úr flugi frá London – Hávarð- ur veit ekki að Emil vill bara alls ekki hleypa hon- um inn vegna þess að kynni þeirra forðum höfðu ekki verið sérlega ánægjuleg. Og til þess að þurfa ekki að hitta þessa leiðindaskjóðu og láta hana hanka sig á því að vilja ekki hleypa henni inn þegar henni þóknast að banka upp á, þá grípur Emil til þess vanhugsaða ráðs að skríða undir rúm og fela sig, auðvitað í þeirri tálvon að óboðni gesturinn hafi sig á brott hið snarasta. En Hávarður er ekki kominn til að fara, heldur slær hann upp brjáluðu partýi sem Emil fylgist með undan rúminu, ber- skjaldaður fyrir öllu því sem fólk gerir óséð, van- máttugur og vanvirtur eins og allir sem fylgjast með atburðarás frá þröngu en afhjúpandi sjónarhorni. Hann þarf að horfa upp á Hávarð hægja sér og fróa, hnýsast í einkalíf hans og bjóða til veislu eins og hann væri húsbóndinn sjálfur, og á endanum liggja undir því að verða kannski kokkálaður í eig- in rúmi. II Bróðurhluti Gæludýranna er sagður frá sjón-arhorni Emils. Sagan fjallar öðrum þræði um eðli og hlutverk sögumanns í fyrstu persónu frásögn. Sífellt er rætt um takmarkað sjónarhorn hans, hvort hann heyri það sem fram fer og hvernig hon- um líði á sál og líkama við þennan þrönga aðbún- að. Plús Ex er þannig á vissan hátt líka í öndvegi undir rúmi, þótt honum hafi í raun verið úthýst úr sögunni, sinni eigin sögu, hann sé ekki með í partý- inu á sínu eigin heimili (180). En Emil er ekki einu sinni viss um að hann sé týndur og allir séu að leita hans jafn ákaft. Það læð- ast að honum grunnsemdir um að Hávarður viti af honum undir rúminu. Og það er raunar Hávarður sem hefur tögl og hagldir í lok sögu. Þótt efast megi um að Hávarður hafi höfundarvit er það hann sem kastar vænum bita á gólfið undir lok sögu og lokkar hundtryggan lesandann til að halda áfram þrátt fyrir snubbóttan endi sögunnar. Þótt lesandanum þyki lítið hafa gerst í bókinni, eins og flestir gagn- rýnendur bentu á, getur hann ekki annað en haldið áfram þar sem sagan skilur við Emil undir rúmi, Hávarð hálfnakinn uppi í því og berfætta vinkonu Emils í svefnherberginu að sparka af fótum sér klíst- rugum nærbuxum Hávarðar. Í þessum óvænta þrí- hyrningi er einhver merking fyrir lesandann að jóðla á meðan sagan vinnur sitt verk í hljóði og rennur hægt og hægt saman við bókmenntavitund- ina, sem skáldsaga um það hvernig saga er sögð og líka hvernig saga er lesin – eða hverslags reynsla það er að segja sögu og lesa, lituð af gægjuþörf, jafn- vel sadómasókisma – hvernig saga verður til í skap- andi samstarfi eða togstreitu skrifa og lesturs. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.