Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 ur (þau fjölluðu um bók Jakobs Valtýr Stefáns- son – Ritstjóri Morgunblaðsins í Kastljósinu) með ómálefnalegum hætti er ég vitaskuld að koma pólitísku höggi á hann: „Guðni siglir undir því falska flaggi að vera „hlutlaus“ póstmódern- ískur athugandi. Í raun er hann harðsvíraður „Samfylkingarkrati“, svo sem Ármann Jakobs- son benti á í Morgunblaðsgrein sl. haust þegar hann svaraði árás Guðna á Sverri bróður hans, en hann hafði leyft sér að hafa aðrar skoðanir en Guðni og þeir Samfylkingarkratar á ágæti þeirrar ráðstöfunar að loka bréfasafni Halldórs Laxness fyrir einum manni, Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni.“ Af orðum Jakobs má ráða að ég sé einhvers konar pólitískur grímumaður sem vegur að réttsýnu fólki. Fyrri hluta vikunnar snerust deilur á síðum Morgunblaðsins um það verufræðilega vanda- mál hvort ég væri Samfylkingarkrati eða ekki. Kannski væri nær að segja að tekist hafi verið á um það hvort Ármann Jakobsson hafi kallað mig Samfylkingarkrata í grein sinni, „Líf í skot- gröf“ frá því í október á síðasta ári. Ármann neitar að hafa lýst mér á þann hátt og Sverrir bróðir hans tekur undir þá staðhæfingu. Jakob, sem getur bráðlega birt greinaflokk um efnið, gefur sig ekki frekar en fyrri daginn og segir í „miðvikudagsathugasemd“ sinni við „þriðjudag- sathugasemd“ Ármanns að það sé augljóst mál að Ármann setji samasemmerki milli mín og Samfylkingarkrata, „a.m.k. í afstöðunni til Hall- dórs Laxness“. Ég var ósammála ýmsum af þeim skoðunum sem Ármann gerði að mínum í októberskrifum sínum en ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki fyrr en nú að hann hefði lýst mér sem Samfylkingarkrata og að Samfylkingar- menn hefðu tekið upp samræmt viðhorf til nób- elskáldsins á síðasta flokksþingi sínu. Annars finnst mér þessar flokkspólitísku vangaveltur Jakobs jafnast á við það vandamál miðaldaguð- fræðinnar hversu margir englar geti dansað á títuprjónshaus. Á Íslandi verður sú tilhneiging æ algengari að flokksbinda allar mannlegar athafnir og það er hálfdapurlegt að sjá Jakob, þennan forkólf frjálsrar hugsunar, hugsa í niðurnjörvuðum lög- málum. Nú hef ég frá því á mánudag verið krati vegna þess að ég gagnrýndi einstaklinga úr Sjálfstæðisflokknum. En ég var líka af sumum talinn frjálshyggjumaður í menntaskóla því að margir félagar mínir tilheyrðu þeim armi stjórnmálanna og gáfu m.a. út frjálshyggju- tímaritið Frímann. Þegar ég var í framhalds- námi í Bandaríkjunum töldu síðan ýmsir mig vera repúblikana vegna þess að ég var eini nem- andinn af 200 sem neitaði að skrifa undir skjal gegn þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að halda í Flóastríðið. Jakob verður einfaldlega að sætta sig við þá staðreynd að til eru einstaklingar í þessu sam- félagi sem hugsa þvert á pólitíska flokkadrætti, eru þverir þegar kemur að flokkspólitík. Jakob segir líka að ég þykist vera „hlutlaus“ póstmód- ernískur athugandi. Enn detta merkimiðarnir af, enda hefur lítil hugsun farið í þá. Ég hef aldr- ei haldið því fram að ég sé póstmódernisti, en það er satt og rétt að ég hef varið þá tegund hugsunar fyrir óígrunduðum árásum. Ein grundvallarkenning póstmódernismans vegur að hugmyndinni um fræðilegt hlutleysi og því er innbyggð merkingarleysa í staðhæfingu Jak- obs. Það er ekki hægt að lýsa yfir greining- arlegu hlutleysi innan póstmódernisma. En lát- um það vera, þar sem ég nálgast eins og áður sagði viðfangsefni mín venjulega ekki á póst- módernískum forsendum. Og hvað þá um óyf- irlýst hlutleysi mitt? Ég hef aldrei leynt því í skrifum mínum að ég tek afstöðu til atburða í samtíma mínum. Hvort það dregur úr hlutleysi mínu skal ósagt látið, en afstaða mín er ekki flokkspólitísk hvað annað sem hún kann að vera. Ég er líka á þeirri skoðun að upptrekktu flokks- brúðurnar séu færri en Jakob getur ímyndað sér, hvort sem menn horfa til hægri eða vinstri, eða bara fram á veginn. Hvað á barnið að heita? Áður en spennan gerir út af við lesendur mína er rétt að upplýsa þrennt. Ég er ekki krati, ég er ekki í Samfylkingunni og ég er ekki Samfylking- arkrati. Vindhögg – í safnið Inntakið í Lesbókargrein minni síðasta laug- ardag snerist um mannasiði. Páll Björnsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir fjölluðu um bók Jakobs F. Ásgeirssonar í Kastljósinu og hann svaraði dómi þeirra með níðskrifum sem afla honum ekki trausts. Ég segi hvergi að dómur Páls sé réttmætur eða að Jakobi sé ekki frjálst að svara þessum dómi málefnalega og sýna fram á óréttmæti hans. Jakob velur þá leið að sækja vörn sína m.a. í viðtöl sem hann hefur úr Vikunni og í slúðursögur úr Séð og heyrt (eins og kemur fram í Morgunblaðsgrein hans frá 19. janúar). Hann ver sig með því að sverta mann- orð Páls og Svanhildar sem getur ekki talist málefnaleg vörn. En Jakob virðist ekki alveg skilja í hverju andmæli mín liggja. Hann segir og vitnar einnig í mig: „Guðni Elísson segir að ég hafi skrifað grein mína vegna þeirrar skoð- unar „Páls [Björnssonar] að gagnrýna megi þá túlkun að Morgunblaðið hafi verið jafn hlutlaus fréttamiðill og Jakob vill vera láta“. Þetta er hin mesta firra. Ég hef aldrei haldið því fram að Morgunblaðið hafi verið hlutlaust blað í rit- stjórnartíð Valtýs Stefánssonar – og hlýt því að krefjast þess að háskólakennarinn geri lesend- um blaðsins grein fyrir því hvaðan hann hefur þessa staðleysu.“ Mér er skylt að verða við þeirri bón Jakobs að gera lesendum Morgun- blaðsins grein fyrir því hvaðan ég hef þessa staðleysu. Ef Jakob hefði lesið tilvitnunina í mig betur hefði hann séð að ég hef skoðunina um hlutleysið eftir Páli (reyndar stendur jafn hlut- laus fréttamiðill). Í sömu tilvitnun geri ég ráð fyrir að það sé einmitt þessi skoðun Páls sem Jakob sé ósáttur við. Jakob tekur undir þá kenningu mína því hann segir hugmynd Páls um hlutleysið vera hina mestu firru og að hann hafi aldrei haldið slíku fram, en í stað þess að þakka mér fyrir að hitta naglann á höfuðið er hugmyndin nú einhverra hluta vegna allt í einu orðin mín og Jakob eyðir mörgum dálksenti- metrum í að hrekja hana og benda mér á að lesa bókina í stað þess að „byggja álit [m]itt á efni hennar á rangtúlkunum í illviljaðri sjónvarps- gagnrýni.“ Svargreinin „Vindhögg – í safnið“ hefði orðið þriðjungi styttri ef Jakob greindi á milli þess sem ég segi og þess sem ég hef eftir Páli. Líf í skotgröf Í athugasemd sinni um athugasemd Ármanns (hér eftir „miðvikudagsathugasemdinni“) hefur Jakob eftir Ármanni eftirtalda fullyrðingu úr greininni „Líf úr skotgröf“: „Íslendingar hafa áhuga á fólki fremur en hugmyndum. Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. En er ekki klént þegar sá áhugi verður svo altækur að veist sé að mönnum fyrir að taka afstöðu öðruvísi en á grundvelli persóna? Eða þegar háskólakennar- ar [þ.e. Guðni Elísson – innskot Jakobs] harma það sérstaklega að menn nenni ekki að búa um alla ævi í skotgröf?“ Hér misskildi Ármann gagnrýni mína. Mikið var deilt á fjölskyldu Hall- dórs Laxness fyrir að meina Hannesi Hólm- steini aðgang að óbirtu bréfasafni skáldsins, en gefa svo tveimur öðrum fræðimönnum kost á að kynna sér safnið. Hannes gagnrýndi sjálfur þessa ákvörðum harðlega, lýsti því margoft yfir að Landsbókasafnið hefði ekki heimild að lögum til að takmarka aðgang að skjölum og krafði stjórn Rithöfundasambandsins um aðstoð. Hann varpaði m.a. fram þeirri spurningu hvort fjölskylda Halldórs eða Þjóðarbókhlaðan væru ekki skaðabótaskyld vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á starfi hans. Megininntakið í pistli mínum „Frá Gljúfra- steini að Hólmsteini“ snerist um það hvernig helsti forkólfur eignaréttarins á Íslandi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, krefðist aðgangs af auðlind sem tilheyrði honum ekki. Erfingjar Halldórs Kiljans hafa rétt á að ráðstafa eigum sínum eins og þeim hentar. Þó að þeir hafi af- hent Landsbókasafni bréfin hlýtur óútgefið innihald bréfanna enn að vera þeirra eign. Erf- ingjarnir kusu að takmarka aðgang að bréfun- um við tvo fræðimenn. Það kann vel að vera að slíkt sé ósanngjarnt en er okkur ekki í frjálst vald sett hverjum við bjóðum í hádegismat og hverjum við lánum bílinn okkar eins og Hannes spyrði eflaust sjálfur undir öðrum kringum- stæðum? Afhverju á að takmarka eignarétt erf- ingjanna í þessu eina tilviki? Ég hefði haldið að allir réttþenkjandi hægri menn tækju undir rök mín. Í grein minni stóð ég vörð um eignaréttinn sem Hannes krafðist að ýtt yrði til hliðar um stundarsakir svo að hann gæti stundað rann- sóknir sínar í friði. Mig var því ekki að finna í þeirri skotgröf vinstri manna sem Ármann gerir að umræðuefni sínu. Ég hafði aldrei skriðið ofan í hana. Með sannleikann að vopni Í pistlinum „Frá Gljúfrasteini að Hólmsteini“ velti ég því jafnframt fyrir mér afhverju fjöl- skylda Halldórs Laxness tók þá ákvörðun að meina Hannesi aðgang að bréfasafni Halldórs. Ein augljós ástæða er erindi sem Hannes flutti á aldarafmæli Halldórs. Þar fjallaði hann um lyg- ar í skrifum kommúnistans Halldórs Kiljans um Sovétríkin og máli sínu til áréttingar sýndi hann á tjaldi ljósmynd af sovéskri fjöldagröf. Myndin var á tjaldinu nokkra hríð og hafði tilætluð áhrif. Ég var ekki viðstaddur en það var álit allra sem ég spurði út í fyrirlesturinn að myndirnar hefðu verið margar og sýningin varað í um 20 mínútur. Sama dag og pistillinn birtist fann ég erindi Hannesar, „Myrkur heimsins“, á heimasíðu hans og sannreyndi að Hannes hafði aðeins sýnt eina ljósmynd af fjöldagröf. Í ljósi þessa sendi ég Morgunblaðinu strax leiðréttingu og bað Hannes velvirðingar á mistökunum. Birtist hún í blaðinu skömmu eftir útgáfu pistilsins. Jakob fjallar um þessa leiðréttingu mína tvisvar í stuttum pistli sínum og ætlar augljós- lega að gera sér mat úr henni. Fyrst segir hann: „Varð Guðni að biðjast opinberlega afsökunar á frumhlaupi sínu og rangfærslum“ og svo „[æ]tla hefði mátt að Guðni Elísson hefði lært eitthvað á því þegar hann þurfti að biðjast opinberlega af- sökunar vegna árása sinna á Hannes Hólmstein Gissurarson […] en Guðni hafði ekki sótt fyr- irlestur Hannesar og studdist því við frásagnir ósannorðs fólks þegar hann skrifaði grein sína“. Jakob hefur rangt fyrir sér þegar hann segir að ég hafi stuðst við frásagnir ósannorðs fólks. Þeir einstaklingar sem ég spurði út í fyrirlesturinn töldu sig vera að segja satt og rétt frá og voru á engan hátt að ljúga upp sögum um Hannes Hólmstein Gissurarson. Jakob hefur aftur á móti rétt fyrir sér þegar hann segir að ég hafi orðið að biðjast afsökunar á rangfærslu minni. Það var þó ekki alveg á þann máta sem hann gefur í skyn. Það kom enginn til mín og sagði mér frá villunni í pistlinum og af þeim sökum var það algerlega undir mér komið að leiðrétta þessa rangfærslu. Auðvitað kom aldrei til greina að láta Hannes sitja undir henni degi lengur en hann þurfti. Slíkt er grundvallar- skylda allra sem skrifa á opinberum vettvangi. Það reynir lítið á þá einstaklinga sem alltaf hafa rétt fyrir sér. Sannleikurinn ver þá fyrir allri gagnrýni sem eðli sínu samkvæmt hlýtur þá að vera óréttmæt. Það er til marks um þankagang Jakobs F. Ásgeirssonar að þegar Ármann Jakobsson neitar að hafa kallað mig Samfylkingarkrata í grein sinni frá því í haust hafnar Jakob þeirri fullyrðingu. Ármanni, sem er með doktorspróf í bókmenntum, er ekki treystandi til að vita hvað stendur í hans eigin texta og hann er ófær um að skilja merkinguna að baki skrifum sínum án hjálpar Jakobs. Jakob stendur líka við hvert orð í pistli sínum „Af rit- dómurum og kaldastríðsstimpli“. Það kemur varla á óvart. Ég bjóst þó ekki við því að hann héldi uppteknum hætti og réðist aftur á Pál Björnsson sagnfræðing á þann veg sem hann gerir í svargrein sinni til mín. Hvað stendur eftir? Ég efast um að nokkur hafi brotist í gegnum þessa langloku mína annar en Jakob F. Ásgeirsson og ég er hræddur um að þessi ritdeila skilji afskaplega lítið eftir sig. Jak- ob telur skrif mín vera pólitískar ofsóknir harð- svíraðs Samfylkingarkrata. Ég hélt að ég væri að skrifa pistil um mannasiði. Lesendur Morgunblaðsins geta nokkurn veg- inn bókað að þeir fá nýja greinargerð frá Jakobi í blaðinu einhvern næstu daga. Honum er vel- komið að eiga lokaorðið. Ég segi ekki meira um þetta mál. FIMM DAGAR Í SAMFYLKINGUNNI E F T I R G U Ð N A E L Í S S O N Í fjölmiðlapistli sem ég skrifaði í Lesbók- ina í síðustu viku gagnrýndi ég Jakob F. Ásgeirsson fyrir persónuárásir í skrifum sínum og sagði hann mega taka sér til fyrirmyndar þá varfærni sem Morgun- blaðið sýnir gjarnan í umfjöllun: „Því þegar öllu er á botninn hvolft eru mannasiðir stundum mikilvægari en pólitík.“ Tilefnið var pistill Jakobs í Viðskipta- blaðinu nú skömmu fyrir jólin, „Af ritdómurum og kaldastríðsstimpli“, en hann snýst öðrum þræði um þá staðreynd að Morgunblaðið sé og hafi ætíð verið mjög kurteist blað. Nú vill svo einkennilega til að pistill Jakobs í Viðskipta- blaðinu er svo dónalegur að Morgunblaðið hefði sennilega aldrei birt hann. Offors og fordómar Svar Jakobs, „Vindhögg – í safnið“, birtist svo mánudaginn 20. janúar og sýnist mér á öllu að forsendur Jakobs í svargreininni séu tvíþættar. Að pólitískar hvatir búi að baki öllum skrifum mínum og „offors og rangfærslur“ séu vöru- merki mitt. Að mati Jakobs eru fjölmiðlapistlar mínir því marki brenndir að „greinarhöfundur skrifar nær aldrei um „fjölmiðla“ heldur notar tækifærið til að viðra fordóma sína um ýmislegt sem er í fréttum eða ráðast að fólki sem brugðið hefur fyrir í fjölmiðlum.“ Í því skyni hef ég að mati Jakobs ráðist með svæsnum hætti gegn ut- anríkisstefnu Bandaríkjastjórnar, á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Hannes Hólm- stein Gissurarson, Egil Helgason og með reglu- bundnum hætti á Bush Bandaríkjaforseta. Af þessum sökum tel ég rétt að eftirtalin atriði komi fram: 1) Fjölmiðlapistlar Lesbókarinnar snúast margir um eðli fjölmiðla en þeir eiga líka að snú- ast um það sem er á döfinni í fjölmiðlum. Þó að ég kjósi að fjalla um fréttnæm málefni líðandi stundar er ég á engan hátt að misnota aðstöðu mína eða fara út fyrir verksvið mitt. Umsjón- armaður Lesbókarinnar, Þröstur Helgason, hefur staðfest að pistlar mínir séu innan skil- greinds verksviðs pistlahöfunda. 2) Ég hef skrifað pistla gegn stríðinu í Írak og í þeim hefur m.a. komið fram gagnrýni á þær ákvarðanir sem teknar hafa verið af ráðamönn- um í Washington. Um þessa skoðun er ég ekki einn og nægir að vísa í ummæli ýmissa forseta- frambjóðenda demókrata og fjölda virtra sér- fræðinga í öryggismálum. Ég vil í þessu samhengi minna á að í leiðurum Morgunblaðsins hefur t.d. oftar en einu sinni mátt finna gagnrýni á þær leiðir sem Banda- ríkjastjórn hefur valið í baráttunni við hryðju- verk. Þetta þýðir ekki að Morgunblaðið sé óvin- veitt Bandaríkjastjórn eins og Jakob gefur til kynna að ég hljóti að vera. 3) Ég er ósammála því að ég hafi ráðist með svæsnum hætti gegn þeim nafngreindu einstak- lingum sem Jakob telur upp. Ég er vissulega krítískur á Bush Bandaríkjaforseta sem ég hef fylgst með allt frá 1988. Í pistli mínum, „Enn bíður Björn“, um Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra, deili ég á ráðherrann fyrir að hafa ekki sýnt flokkssystkinum sínum þá hollustu að taka afdráttarlausari afstöðu í framboðsmálun- um fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2002, en hann lét sjálfstæðismenn bíða í tæpt ár eftir svari um það hvort hann ætlaði í borgarpólitík- ina. Pistillinn er skrifaður rúmum þremur mán- uðum fyrir sjálfar kosningarnar og ég er enn þeirrar skoðunar að hikið í Birni hafi veikt Sjálf- stæðisflokkinn út á við og átt stóran þátt í óför- um hans. 4) Jakob minnist ekki á þá pistla sem fólu í sér gagnrýni á ákvarðanir R-listans í borgarstjórn og mótmæli mín við skrifum vinstrimanna. Og ansi oft snúast skrif mín ekki um pólitísk við- fangsefni. Í síðasta mánuði skrifaði ég um skyggnilýsingar í sjónvarpi og þar á undan grein um mávastell eftir að hafa lesið forvitni- lega umfjöllun um það næstum séríslenska fyr- irbrigði á síðum Morgunblaðsins. Er ég Sam- fylkingarkrati? Jakob á ekki erfitt með að skipa mér í flokk í ljósi skrifa minna í Lesbókinni. Að hans mati á sú fullyrðing mín að mannasiðir séu stundum mikilvægari en pólitík sér vitaskuld pólitískar rætur. Þegar ég mótmæli því að hann skuli vega að Páli Björnssyni og Svanhildi Hólm Valsdótt- Höfundur er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og skrifar fjölmiðlapistla í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.