Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 7 I Í teiknimyndasögunni Tinni í Kongó fer Tinni til Afríku sem ferðalangur og blaðamaður, en Kurtz í bók Josephs Conrads, Innstu myrkur, er umboðs- maður stórfyrirtækis sem verslar með fílabein, og eru hans bækistöðvar í Kongó, landinu sem nú heitir Zaire. Kannski Hergé hafi haft bók Conrads í huga þegar hann valdi Kongó sem sögusvið bókar sinnar um Tinna, en þó er sennilegra að það hafi verið vegna þess að Belgar réðu yfir Kongó um langt skeið. Hvað Conrad varðar er líklegt að hann hafi notað Kongó sem sögu- svið sökum þess hversu lítið var vitað um landið. Það er svo í mannlegu eðli að auðvelt er að vekja ugg og ótta við það sem menn þekkja ekki. Hins vegar var Conrad sjómaður á flutningaskipum til margra ára og sigldi um öll heimsins höf og því er ekki ólíklegt að ætla að hann hafi einhvern tímann siglt upp eftir hinu mikla Kongófljóti og gert sér í hugar- lund aðstæðurnar á þessum myrku slóðum. Tinni er aðalpersónan í teiknimyndasög- unni, enda ber hún nafn hans, þótt Tobbi, hundurinn hans trygglyndi, hafi veigamiklu hlutverki að gegna. Það bætast ekki við auka- persónur fyrr en nokkrum bókum seinna eins og Kolbeinn kafteinn, prófessor Vandráður, Skapti og Skafti og fleiri kúnstugir fírar sem draga úr vægi Tinna þótt hann glati aldrei hlutverki sínu sem aðalpersóna. Í Innstu myrkrum má ef til vill deila um hver sé hin raunverulega aðalpersóna bók- arinnar. Er það sögumaðurinn Marlow sem greinir frá hinum viðburðaríka leiðangri sín- um upp fljótið í leit sinni að Kurtz í tengslum við hið nýja starf sitt eða er það Kurtz, sem kemur frekar lítið við sögu í eigin persónu en er þeim mun meira talað um? Þau áhrif sem Kurtz hefur á fólk eru þess eðlis að þegar manni verður hugsað til bók- arinnar er það hann sem kemur fyrst upp í hugann. Löngu áður en Kurtz kemur til sög- unnar tala menn um hann sem framúrskar- andi mann sem eigi eftir að ná langt og því verður návist hans nokkurn veginn alltum- lykjandi: Einn daginn sagði hann, án þess að líta upp: „Inni í landi áttu eflaust eftir að hitta Kurtz.“ Þegar ég spurði hver þessi Kurtz væri fékk ég það svar að hann væri framúrskarandi umboðsmaður, og þegar bókhaldarinn sá vonbrigði mín yfir þessum upplýsingum lagði hann frá sér pennann og bætti við með hægð: „Hann er afskaplega merkilegur maður.“ (32) „Já, hann á eftir að ná langt, mjög langt,“ byrjaði hann aftur. „Hann verður valdamikill í yfirstjórn- inni áður en langt um líður. Yfirmennirnir – stjórnarnefndin í Evrópu – ætla honum að verða það. (33) Það er því ekki nema von að Marlow fái mikinn áhuga á persónu Kurtz, sökum alls þess lofs sem á hann er hlaðið. Að sumu leyti má segja að ferð Marlows upp fljótið breytist úr leit að áfangastað í leit að persónu. Smám saman verður það ekki lengur hið nýja starf Marlows sem er miðpunktur ferðarinnar heldur það að hitta þennan umtalaða og að því er virðist áhrifaríka mann, Kurtz. II Tinni heldur til Kongó á eigin vegum, öfugt við Marlow, og virðist helsta markmið hans vera það að komast á ljónaveiðar. Hann starf- ar sem blaðamaður og sem slíkur hefur hann aflað sér heimsfrægðar, enda er honum fagn- að sem þjóðhetju við komuna þangað. Hann er heldur ekki búinn að vera nema eina nótt í Kongó þegar fulltrúar stærstu blaða heimsins eru mættir á hótelið hans í því skyni að bjóða honum háar fúlgur fyrir að fá að birta ferða- sögu hans. En Tinni er ekki maður sem metur hlutina eingöngu til fjár og hann blandar ekki saman vinnu og skemmtun og segir því þvert nei við þessum freistandi tilboðum: Virðulegu fulltrúar heimspressunnar. Kæra þökk fyrir vináttuna. En við Tobbi erum engar kvígur á uppboði og svo er ekki víst að ljónin gefi mér frið til skrifta … (11) Að sumu leyti má segja að Tinni og Kurtz hafi svipaðan hugsanagang. Báðir fara þeir sínu fram og gera það sem þeim sýnist þó að með ólíkum formerkjum sé. Gjörðir Kurtz tengjast hugmyndum um mannlegan guðdóm og mikinn óhugnað í myrkri veröld. Hann kemst upp með allan fjandann í krafti per- sónutöfra sinna. Tinni vill að sjálfsögðu vera sinn eigin herra en hann vill upplifa eitthvað nýtt með ævintýralegum og jákvæðum hætti. Tinni getur þó vart talist eingöngu ævin- týramaður í leit að skemmtun í framandi um- hverfi. Hann kemur inn í þennan nýja heim sem maður mikillar þekkingar og dómgreind- ar. Hann er ávallt tilbúinn að leysa úr hinum ýmsu vandamálum er á vegi hans verða. Á einum stað í bókinni lendir hann í því að festa bíl sinn á járnbrautarteinum. Í þann mund kemur lest full af blökkumönnum aðvífandi. Úr verður harður árekstur þar sem lestin, þótt ótrúlegt megi virðast, skemmist mikið en bíllinn lítið sem ekkert. Áreksturinn er al- gjörlega Tinna að kenna, en vegna þess að hann býður upp á þá lausn að draga lestina með bílnum á leiðarenda er honum ekki ein- ungis fyrirgefið heldur er hann allt að því tignaður og tilbeðinn og honum býðst að dvelja þarna sem gestur í góðu yfirlæti sem hann og þiggur. Þetta er ágætt dæmi um hvernig höfundur lítur á blökkumennina í samanburði við hinn hvíta Evrópubúa og ráð- snilld hans. Blökkumennirnir eru þakklátir þótt í raun og veru sé gert á hlut þeirra. Fyrir rás atburðanna verður Tinni nokkurs konar afhjúpari; honum tekst að afhjúpa töframann blökkumannanna sem fyrir bragð- ið verður óvildarmaður hans. Þetta tekst hon- um vegna þess hve mjög hinir svörtu dá hann og virða: Þessi hvíti væskill ætlar að ræna mig öllum völd- um. Babbanar eru hættir að hlýða mér, seið- karlinum. Hvað á ég að gera? (24) Töframaðurinn kemur þeirri sök á Tinna að hann hafi vanvirt heilagt skurðgoð og stolið því. Tinni er því hnepptur í fjötra og nú bíður hans líflát. En vestræn tækni og hugvit reyn- ast yfirsterkari ráðabruggi töframannsins. Tinni losnar úr fjötrunum og notar kvik- myndavél og hljóðupptökutæki til að afhjúpa töframanninn sem sjálfur hafði vanvirt skurð- goðið. Eftir þá sýningu er Tinni enn meira í hávegum hafður og í raun er hann orðinn nokkurs konar hálfguð í augum blökkumann- anna: Blökkumaður: Þú ert góður hvítur maður! Viltu vera mikill trúarhöfðingi Babbana? Tinni: Það er þó heiður. (27) Með þessum atburðum er Tinni því í raun og veru kominn í sömu aðstöðu og Kurtz gagnvart hinum innfæddu. Þeir félagar geta nú báðir gert nokkurn veginn það sem þeim sýnist; báðir hafa þeir völdin, en þróun þeirra og vinnubrögð eru ólík. Í kjölfar valdsins hjá Kurtz verður óhugnaður og sálarmyrkur alls- ráðandi, en Tinni verður í nokkurs konar Sal- ómonshlutverki; hann leysir deilur innfæddra með einföldum hætti: Tinni: Ojæja! Þið eruð að berjast um stráhatt, tekur ekki langan tíma að kippa því í lag … Blökkumaður: Hvíti maður mikið réttlátur. Hann gera tvo hatta úr einum. (27) Segja má að Tinni sé einnig í nokkurs kon- ar Kristshlutverki því það er ekki nóg með að hann vísi hinum innfæddu veginn með því að leysa úr deilum þeirra og vandamálum heldur læknar hann einnig sjúka. Að vísu læknar hann ekki með kraftaverkum heldur með vestrænni lyfjaþekkingu sem afhjúpar enn meira hinar afrísku töfralækningar og allt sem þeim er tengt: Tinni: Er maður þinn veikur? Blökkukona: Fárveikur! (Úhú-hú.) Hann deyr! Illir andar hafa tekið sér sæti í honum (úhú- húhú). Tinni: Þetta er nú ekki svo slæmt. Aðeins hita- vella. Taktu þessar kínín-töflur og sjáðu hvort þér ekki batnar! Ertu strax eitthvað skárri? Veikur blökkumaður: Ég er stálsleginn! Ég skrepp aðeins á veiðar! (28) III Þótt þeir Tinni og Kurtz séu að sumu leyti í sömu aðstöðu hvað varðar völd og áhrif þá eru þeir algjörar andstæður eins og áður hef- ur verið nefnt. Tinni er táknmynd hins góða. Hann er sá sem upplýsir. Hann stuðlar að vel- ferð fólksins og lausn þess úr viðjum ótta og fáfræði. Kurtz er hins vegar táknmynd hins illa og í honum má sjá að margur dimmur af- kiminn getur leynst í mannshuganum. Þar með er ekki sagt að Tinni sé syndlaus maður, öðru nær, en viðhorf hans eru andstæða þeirra viðhorfa sem ráðandi eru í hegðun og lífi Kurtz. Hvað varðar óhugnað tengdan Kurtz þá eru þess mýmörg dæmi í bókinni og það er svo margt bæði í beinum og óbeinum lýs- ingum honum tengdum sem gera það að verk- um að maður ósjálfrátt tengir hann við slíkar gjörðir: Áhrifavald hans var einstakt. Búðir þessara manna umkringdu staðinn og höfðingjarnir komu á hverjum degi til að hitta hann. Þeir komu skríð- andi … „Ég vil ekki heyra orð um þá siði sem þeir viðhafa þegar þeir koma til Kurtz,“ æpti ég. Und- arleg þessi tilfinning sem greip mig, að nákvæm frásögn af slíku mundi vera illþolanlegri en þessir hausar sem verið var að þurrka á staurunum und- ir gluggum Kurtz. (105) En eins og áður var nefnt er Tinni ekki al- veg syndlaus hvað óhugnað varðar þótt ekki komi hann fram gagnvart mönnum. Á einum stað í bókinni er Tobbi fangaður af apa og Tinni gerir sér grein fyrir því að það þýðir ekki að reyna að hlaupa apann uppi, heldur verður hann að beita kænsku. Hann tekur því það til ráðs að finna annan apa, aflífa hann og flá og klæðast síðan feldi hans svo hann geti þóst vera api og bjargað Tobba, sem og hann gerir. Á öðrum stað í bókinni ætlar Tinni að taka ljósmynd af gíröffum en sökum styggðar þeirra tekur hann það til bragðs að aflífa einn gíraffa, flá og klæðast feldi hans líkt og hann gerði með apann. Með þessu móti nær hann góðum myndum af gíröffunum. Þriðja dæmið um slíkt er í lok bókarinnar er Tinni vegur villi-buffalla einnig í þeim tilgangi að ná af þeim ljósmyndum. Það er spurning hvað dýraverndunarsamtök nútímans myndu segja um meðferð Tinna á þessum dýrum. Það má því segja að Tinni og Kurtz séu að því leytinu líkir að þeir víla ekki fyrir sér að drepa til að ná markmiðum sínum þótt teg- undirnar sem þeir vega séu ekki þær sömu. Sagt er að drukknandi menn geti á örfáum augnablikum séð líf sitt og liðna atburði líða hjá fyrir hugskotssjónum sínum. Það má segja að Kurtz komist í svipaða aðstöðu þegar hann gerir upp líf sitt. Honum mætti líkja við mann sem lítur yfir farinn veg og kemst að því að það sem vó sterkast í lífi hans var hryll- ingurinn sem hann varð valdur að með einum eða öðrum hætti. Þegar menn komast í þá aðstöðu að leika guði fer illa. Nær undantekningarlaust verða þeir leiksoppar valdasýki, græðgi og grimmd- ar. Mannlegt eðli er nú einu sinni ekki full- komnara en þetta. Þannig er því einnig farið með Kurtz. Um hann er talað sem væri hann mikilmenni og nokkurn veginn óskeikull og hjá ættbálknum er hann nánast tekinn í guða- tölu. En þrátt fyrir velgengni hans og auð- sæld nær illskan og hryllingurinn yfirhönd- inni og steypa honum í glötun. Örlög hans eru í raun endurspeglun á þeim þætti mannkyns- sögunnar sem lýtur að einræði eða alræði; slíkt stjórnarform endar alltaf með því að morkna innanfrá og þegar öllu er á botninn hvolft skilur það lítið annað eftir sig en eymd og vonleysi. Á deyjandi degi virðist Kurtz komast að þeirri niðurstöðu að hryllingurinn hafi orðið öðrum þáttum í lífi hans yfirsterkari, það er að hann hafi, þegar á allt er litið, orðið nokk- urs konar niðurstaða eða einkunn sem hann fékk fyrir lífshlaup sitt. Ég sá í svipnum á þessu fílabeinslitaða andliti myrkt stolt, miskunnarlaust vald, kjarklausa skelfingu – ákafa og vonlausa örvilnun. Lifði hann lífi sínu aftur, alla þrá þess, freistingar og uppgjöf í smáatriðum á þessu yfirvættisandartaki algerr- ar vitneskju? Hann hvíslaði óp að einhverri mynd, að einhverri sýn, – hann æpti tvisvar en ópið var nánast hvískur – „Þetta er hryllingur! Hrylling- ur!“ (124) Ævi Tinna og örlög verða með gjörólíkum hætti. Dauðinn vitjar hans ekki í lok bók- arinnar; líf hans heldur áfram af fullum krafti og tekur nýja stefnu á nýjum vettvangi. Hann hafði unnið gott starf í Afríku, sjálfum sér og hinum dökku bræðrum til gagns og lífsfyll- ingar. Hann spurði ekki eins og Kain hvort hann ætti að gæta bróður síns heldur gerði það. Þess vegna bar dvöl hans í Afríku sam- félagslegan ávöxt. Hann ákveður þó að yf- irgefa Afríku og endar dvöl sína þar með því að uppræta hættulegan glæpahring. Afríku yfirgefur hann með sigurbros á vör og ákveður að halda til Ameríku á vit nýs lífs og nýrra ævintýra. Þar hyggst hann halda áfram uppteknum hætti í baráttu sinni við glæpi og spillingu. Hann hefur sem sé uppskorið í þessum kafla lífs síns í samræmi við það sem hann sáði. Heimildaskrá: Hergé. 1976. Tinni í Kongó. Fjölvaútgáfan, Reykjavík. Joseph Conrad. 1992. Innstu myrkur. Íslensk þýðing: Sverrir Hólmgeirsson. Uglan, Íslenski kiljuklúbburinn. „Þetta er ágætt dæmi um hvernig höfundur lítur á blökkumennina í samanburði við hinn hvíta Evrópubúa og ráðsnilld hans.“ Úr Tinna í Kongó. TINNI OG KURTZ – HETJA OG EKKI HETJA Höfundur er lausamaður í blaðamennsku. E F T I R S VA N M Á S N O R R A S O N Á Tinni, hugarfóstur belgíska teiknimyndahöfund- arins Hergé, eitthvað sameiginlegt með persónu Kurtz í bók Josephs Conrads, Innstu myrkur? Hér eru færð nokkur rök fyrir því að svo sé.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.