Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 13
unum: meðvitund og hugi.“ Fyrirbæratil-
veran, er orð sem Einar Þorsteinn notar
mikið. „Í minni vinnukenningu höfum við
fyrirbæraheim andstæðnanna; – gott og
vont, heitt og kalt, plús og mínus, en í þess-
um fyrirbæraheimi andstæðnanna rýmast
þrjár víddir okkar í einni.“
Við tölum gjarnan um líkama og sál, hug
og hönd, andlega tilveru og veraldlega, – og
teljum okkur þá vera að tala um okkur sjálf
sem heild tveggja þátta. Því kemur á óvart
að Einar Þorsteinn skuli segja að við lifum í
þremur víddum en ekki tveimur. „Jú“, segir
hann, „við gerum það.“ Holdið er augljós-
lega ein þessara vídda; – líkamlega víddin, –
sem við köllum stundum hulstur, eða jafnvel
farartæki. Þetta er það sem við sjáum. En
hulstur utan um hvað? Við tölum um hug,
meðvitund, persónuleika, greindarvitund,
þegar við tölum um það sem innra með okk-
ur býr. Þar spila saman líkaminn sjálfur, og
eitthvað sem við köllum tilfinningar eða
kenndir. En erum við meira en þetta? Einar
Þorsteinn kallar til sögunnar, auk sýnilegu
líkamlegu víddarinnar tvær órýmisvíddir.
Þegar víddirnar þrjár koma saman í einni
manneskju kallar Einar Þorsteinn það fjöl-
víddatilveru. „Í innsta kjarna fyrirbæra-
heims andstæðnanna rýmast þessar þrjár
Þ
etta er bók sem hefur þann
hæfileika að geta lesið sig sjálf
fyrir þig; bók Einars Þor-
steins, arkitekts og framúr-
stefnu-vísindamanns, gefin út
af honum sjálfum, á geisla-
diski. Og titillinn, – einkar
áhugaverður: Dauði þinn, mun
breyta lífi þínu ... Bókin kemur út á ensku
og íslensku, og bráðum á þýsku líka. Það er
enska útgáfan sem les sig sjálf með þar til
gerðu forriti, en enn er einhver bið á því að
tölvan ráði við íslenskuna, en að því er unn-
ið grimmt, vestur á fjörðum.
Einar Þorsteinn bauð til blaðamannafund-
ar á i8 um daginn, til að kynna bókina, og
þar sátum við og spjölluðum um þessa
heima og geima sem honum eru augljóslega
afar hugleiknir. „Vísindin hneigjast til þess
að hegða sér eins og trúarbrögð,“ segir Ein-
ar Þorsteinn. Jú, nýr „sannleikur“ er algild-
ur þar til annar betri fæst, þótt stundum
virðist okkur þeir vera allt of fáir vísinda-
mennirnir sem virðast hafa tækifæri til að
helga sig gagnrýnni hugsun og leita nýrra
sanninda til að útskýra margt skringilegt í
hegðun okkar mannanna. Einar Þorsteinn
nefnir stríðin. Öll viljum innst inni að friður
ríki alls staðar, og að við getum lifað í sátt
hvert við annað, en samt berumst við á
banaspjótum, enn þann dag í dag, þótt við
kunnum svo margt og vitum svo margt og
getum svo margt; – við förum meira að
segja bráðum til Mars. Við virðumst skelfi-
lega ófullkomin að svo mörgu leyti. Hvar
týndum við þræðinum, – hvar fórum við
framúr sjálfum okkur?
Vísindin eins og maurar í tré
„Það má kannski líkja þessu við maura í
tré. Mér finnst eins og vísindin hafi komist
hálfa leið upp tré, eftir stórum bolnum, – en
á einhverjum tímapunkti er eins og þau hafi
sveigt af leið, og farið út á einhverja grein-
ina, í stað þess að halda áfram upp eftir
stofninum. Eftir því sem lengra er haldið út
á greinarnar verða þær smærri og smærri
og um leið viðkvæmari. Kannski þurfum við
hreinlega að bakka, og finna aftur leiðina
upp stofninn,“ segir Einar Þorsteinn.
En um hvað er tölvubókin? Einar Þor-
steinn segir í eins konar formála á baksíðu
diskpésans: „Með þessari skýrslu er gerð al-
varleg tilraun til þess að leggja undirstöðu
undir nýjan skilning þess hver við í rauninni
erum, á auðskildu máli. Ástæða þessara
bakþanka er staða heimsmálanna, en hún
kemur mönnum helst til að álykta sem svo,
að eitthvað sé verulega rangt við það hvern-
ig við sjáum sjálf okkur. [...] Fræðilegur
grunnur umfjöllunarinnar hér er annars
vegar möguleiki fjölvíddartilveru fyrir alla
fyrirbæra-raunveruleika og á hinn veginn
endurkynning á fyrirbæralausum greindar-
kjarna, þ.e. á mannlegri sál, inn í mann-
legan veruleika. Þannig kemur smátt og
smátt í ljós víddarvíkkuð eðlisfræði, sem
nýr viðmiðunarrammi okkar. Ein afleiðing
þessa er sú að rýmisvídd okkar getur ekki
verið grunnur tilveru okkar, heldur einungis
ein af fleiri víddum sem við notum. Né held-
ur eru orkuform þeirrar vel þekktu víddar
grunnur sjáanlega alheimsins en öllu heldur
annað „orkuform“ sem er blanda af hugtök-
víddir okkar sem ein, – það erum við. Þar
fyrir utan er sálin. Þá erum við komin að
óhlutlægum veruleika okkar, sem tengist
þessu sterka afli, sem sumir kalla guð, en ég
kalla grunninn að öllu. Í þeirri skynjunartil-
vist er allt eitt. Í gömlum fræðum er þetta
kallað Nirvana. Þar er allt eitt.“
Kenningarnar mátaðar
við hversdaginn
Einar Þorsteinn segir að í vísindum og
listum sé talað um að ekkert gagn megi
vera af þeim. Þess vegna sé nytjalist til
dæmis aðgreind frá annarri list, og margir
vísindamenn sem leggi okkur til hávísinda-
legar uppgötvanir telji sig þrátt fyrir það
ekki hafa fundið neitt gagnlegt. „En þó get-
ur orðið gagn af hvoru tveggju. Tökum
þessa bók sem dæmi. Ef þú getur sam-
samað raunvitund þína, eða raunsæja hugs-
un, sem við höfum öll frá barnæsku þessum
kenningum, þá um leið ertu kominn með
lausn á mörgum málum, jafnvel þótt þú
samþykkir kenningarnar ekki, en ert tilbúin
til að taka þær til athugunar. Næstsíðasti
kaflinn í bókinni fjallar einmitt um það. Þar
tek ég fyrir, – samkvæmt þessum kenn-
ingum, hvað það er sem gerist við morð, –
eða sjálfsmorð; – í peningamálum og fleiri
þáttum daglegs lífs, sem skipta okkur máli.“
Einar Þorsteinn vinnur að því að vinna
hugmyndum sínum brautargengi í þýskum
skólum, en þar býr hann. „Í Austur-Þýska-
landi var fólk alið upp án trúarbragða. Það
fólk sem bjó við trúarbragðaleysi í fjörutíu
ár, og þeirra börn, hafa stofnað með sér
samtök um að börnin læri ekki trúarbrögð í
skóla, heldur læri það sem þeir kalla lífs-
leikni, og er svolítið annað en sú lífsleikni
sem kennd er hér og fer dýpra. Ég held að
þessar upplýsingar nái betur til barna og
unglinga, því þú þarft ekki að trúa neinu,
bara að læra eðlisfræðina þína.“
Einar Þorsteinn segir Kóreumenn, Kín-
verja og Japana tilbúnari en aðra til að tak-
ast á við nýjar hugmyndir af þessum toga.
„Þessar þjóðir hafa tekið inn á sig nýjar
upplýsingar og ný trúarbrögð, þannig að
þeim hefur verið bætt við það sem fyrir er.
Þeir nota jafnvel mismunandi trúarbragðas-
iði eftir því um hvers konar athöfn er að
ræða. Sama var þegar vestræn vísindi bár-
ust þangað; þá tóku þeir þau upp á þeim
sviðum sem það hentaði, en ýttu ekki öðru
út í staðinn, eins og gömlu læknisfræðinni.“
En nú hafa Íslendingar líka tækifæri til
að kynna sér hugmyndir Einars Þorsteins
um tilvist okkar og tilveru. Bókina má fá í
galleríi i8 á Klapparstíg.
Við erum þrjár víddir í fyrir-
bæraheimi andstæðnanna
Morgunblaðið/Þorkell
Útlínur nýrrar og víðari eðlisfræði dregnar í samhengi við fjölvíddartilveru mannlegs lífs.
RICHARD Wagner-fé-
lagið á Íslandi mun á
næstu vikum sýna óper-
urnar fjórar úr Niflunga-
hring Wagners af DVD-
mynddiskum í Norræna
húsinu. Fyrsta sýningin
verður á morgun kl. 13 á
Rínargullinu. Richard
Wagner sótti söguefni sitt
í Niflungahringnum að
verulegu leyti til íslenskra
fornbókmennta, einkum Eddukvæða og
Snorra-Eddu. Rannsóknir Árna Björnsson-
ar um tengsl Niflungahringsins og íslenskra
bókmennta birtust árið 2000 í bókinni
Wagner og Völsungar, sem út kom hjá Máli
og menningu og hefur nú einnig verið gefin
út í þýskri og enskri þýðingu.
Sýndar verða upptökur af uppsetningu
franska leikstjórans Patrice Chéreau, sem
valinn var ásamt hljómsveitarstjóranum,
Pierre Boulez, til að setja upp afmælissýn-
inguna í Bayreuth árið 1976, á aldarafmæli
hátíðarinnar. Upptökurnar voru gerðar árið
1980. Í helstu hlutverkum eru m.a. Donald
McIntyre, Gwyneth Jones, Peter Hofman,
Manfred Jung, Jeanine Altmeyer, Matti
Salminen og Heinz Zednik.
Sýningunni verður varpað á veggtjald og
er með enskum skjátexta. Aðgangur ókeyp-
is.
Niflungahringurinn í heild
Richard
Wagner