Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 U ppfærsla Leikfélags Reykjavíkur á Chicago var frumsýnd um síðustu helgi af miklum krafti. Þeir sem barið hafa sýn- inguna augum hafa síðan keppst við að lofa upp- færsluna og frammistöðu listamannanna sem að henni standa. Og víst er að sýningin er fagmannlega unnin, enda valinn maður í hverju rúmi. Það verður varla á nokkurn hallað þótt haldið verði fram að dansahöfundur sýning- arinnar, Jochen Ulrich, hafi unnið mikið af- rek og átt stóran þátt í því hvað hún er fal- leg fyrir augað. Jochen Ulrich er okkur Íslendingum að góðu kunnur. Hann er einn af fremstu nú- tímadanshöfundum Þjóðverja og brautryðj- andi í nýrri þróun danslistar í Evrópu. Hann var einn af stofnendum Tanz-Forum Köln árið 1971, sem var meðal fyrstu nú- tímadansflokka Þýskalands og vakti mikla athygli fyrir sjálfstæða listræna stefnu og framsæknar sýningar. Jochen hefur samið hátt í hundrað dansverk sem hafa verið sýnd um heim allan, auk þess sem hann hef- ur sett upp óperusýningar, söngleiki og leik- verk. Hann vann fyrst með Íslenska dans- flokknum þegar hann setti upp verkið Blindisleikur við tónlist Jóns Ásgeirssonar árið 1980. Næst sviðsetti hann Ég dansa við þig, vinsælustu sýningu Dansflokksins frá upphafi, árið 1987, og dansverkin La Cabina 26, Trúlofun í St. Domingo, Ein og nú síðast Diaghilev: Goðsagnirnar í febrúar árið 2000.“ Höfum allt leiksviðið fyrir dansarana Oft er það svo þegar færðir eru upp heimsfrægir söngleikir að heildin er stöðluð, það er að segja, allir listamennirnir verða að fara nákvæmlega eftir sköpun þeirra sem upphaflega hönnuðu sýninguna. Svo er þó ekki með Chicago. Þar hafa listamennirnir nokkuð frjálsar hendur með uppfærsluna. Jochen Ulrich var því frjálst að semja dans- ana fyrir sýninguna samkvæmt eigin hug- myndum. „En auðvitað geng ég út frá þeim grunn- hugmyndum sem upphaflegi dansahöfund- urinn hafði,“ segir Jochen. „Mín sköpun er virðingarvottur við hann. Það má hins vegar segja að ég sé að semja inn í allt aðrar að- stæður. Þegar Chicago var fært upp í fyrsta sinn, þá sat hljómsveitin á sviðinu sjálfu þannig að það voru takmörk fyrir því hvað dansahöfundurinn gat gert. Hér í Borg- arleikhúsinu erum við með hljómsveitina uppi á palli uppsviðs og getum því nýtt allt sviðið fyrir dansana – og það gefur svo sannarlega allt aðra og meiri möguleika.“ Þú segist vinna út frá grunnhugmyndum en hvernig setur þú þitt mark á uppfærsl- una? „Ég sem dansana út frá karakter hvers og eins. Ef við tökum, til dæmis, lögfræð- inginn Billy, þá er mikill húmor í hans per- sónu. Hann er mjög upptekinn af því að hann sé mestur og bestur – og kemst upp með það. Karakter hans í dansinum byggir fremur á hreyfingum sem fela í sér húmor en dansi. Samt er þetta dans til þess að styðja við sönginn, þótt alltaf sé spurning um hversu mikið fólk geti dansað þegar það er að syngja.“ „Mesta vinnan hjá mér hefur þar af leið- andi verið með þeim þremur leikurum sem eru í aðalhlutverki. Þau syngja mikið í sýn- ingunni og dansinn er til þess að hjálpa þeim að skapa karakterinn. Það felst lítill karakter í því að standa bara á sviðinu og syngja. En dansinn er á abstrakt plani. Verkið fjallar um glæpi og hvernig persón- urnar komast upp með þá í gegnum spill- ingu og með orðaflækjum. Dansinn getur aldrei fjallað um slíkt, heldur um draum kvennanna í fangelsinu um að verða frægar í Chicago eftir að hafa framið hrottafengin morð – sem er andstæðan við það sem lífið á að vera. Og auðvitað hef ég þessa dásam- legu tónlist til þess að semja við.“ Er uppfærslan á einhvern hátt lík kvik- myndinni sem svo vinsæl varð um allan heim fyrir einu til tveimur árum. „Nei, í rauninni ekki. Við ákváðum að fara þá leið að setja sýninguna upp í anda raun- veruleikasjónvarpsins sem er svo vinsælt nú til dags. Þar fyrir utan er aldrei hægt að bera saman kvikmynd og sviðsuppfærslu. Í kvikmyndinni er hægt að taka upp aftur og aftur og klippa sundur og saman þar til leik- stjórinn hefur fengið þá útkomu sem hann vill fá. Það er allt annað uppi á teningnum í leikhúsinu. Leikhúsið er annars konar tján- ingarmiðill, sem krefst annars konar upp- byggingar og úthalds. Ég er ekki viss um að þeir leikarar sem leika í kvikmyndinni gætu haldið út þessa þriggja tíma erfiðu sýningu á sviði.“ Gott að vinna aftur með listamönnum sem ég þekki Er einhver munur á því að semja dansa fyrir ballett og söngleiki? „Já, söngleikir eru „show“ sem kallar á mörg glansatriði. Í ballettinum er dansinn hins vegar tjáning á sálarlífi, tjáning á fjöl- skyldunni, þjóðfélaginu og afleiðingunum fyrir einstaklinginn. En það má segja að Chicago sé söngleikur sem er nokkuð skyld- ur því þema sem við finnum í ballettinum. Fyrir mér er hann hinn fullkomni söng- leikur, vegna þess að hann er svo vel byggð- ur – og svo óraunverulegur.“ Hefurðu samið dansa við Chicago áður? „Nei. Ég hef samið dansa við þó nokkuð marga söngleiki en ekki Chicago. Ég verð að segja eins og er að mér fannst alveg dásamlegt að fá þetta tækifæri. Það var líka svo ánægjulegt að fá að starfa aftur með El- ínu Eddu búningahönnuði, Sigurjóni Jó- hannssyni leikmyndahönnuði og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra. Þetta eru lista- menn í fremstu röð. Það er líka svo gott að vinna með listamönnum sem maður er far- inn að þekkja vel. Við þekkjum möguleika, hæfni og takmarkanir hvert annars og það er gott. Þá er svo auðvelt að tala saman.“ Hvað með leikarana? „Þeir eru einstaklega góðir, einkum þau þrjú sem leika aðalhlutverkin. Jóhanna er frábær listamaður en til þess að valda hlut- verkinu þurfti hún að missa um átján kíló – og það gerði hún. Árangurinn er eins og best verður á kosið. Steinunn byrjaði á því að tilkynna mér að hún gæti ekki dansað – en hún dansar nú samt. Sveinn er gífurlega hæfileikaríkur leikari – en það þarf að beisla alla þessa hæfileika. Ég er nokkuð viss um að okkur hefur tekist það í þessari sýningu.“ Ertu sáttur við útkomuna? „Já, ég er fullkomlega ánægður. Ég er líka svo ánægður og stoltur af Íslenska dansflokknum – sem tekur þátt í sýning- unni. Dansararnir studdu leikarana svo vel og hjálpuðu þeim að byggja upp sjálfs- öryggi. Það bar aldrei á neinni afbrýðisemi eða leiðindum. Fyrir mig hefur þessi upp- færsla verið afar góð reynsla og mikill inn- blástur.“ HINN FULL- KOMNI SÖNGLEIKUR Einn þekktasti dansahöfundur Evrópu, Jochen Ulrich, samdi dansana í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á söngleiknum Chicago. SÚSANNA SVAVARS- DÓTTIR ræddi við Jochen um forsendurnar og vinnuna með íslensku listamönnunum. Morgunblaðið/Eggert „Ekki viss um að leikararnir í kvikmyndinni gætu haldið út þessa þriggja tíma erfiðu sýningu.“ JIm smart „Ég sem dansana út frá karakter hvers og eins,“ segir Jochen Ulrich. Morgunblaðið/Eggert „Gott að vinna með listamönnum sem maður er farinn að þekkja vel,“ segir Jochen Ulrich.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.