Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 5
manninum sem skrifaði magnaðar sögur um
utangarðsmenn í Berlin Alexanderplatz. Stein-
beck datt hins vegar í það með utangarðs-
mönnunum í Kaliforníu. Útkoman er stórkost-
leg hjá þeim báðum.
Günter Grass talar um höfundinn sem
venjulegan borgara. Hann er þjóðfélagslega
virkur á þeim forsendum, sem borgari, ekki
höfundur. Verkin eiga að vera óháð persónu-
legum sjónarmiðum.
Þegar ég var staddur í Miðvesturríkjum
Bandaríkjanna skoðaði ég safnið um Sinclair
Lewis. Það er í bæ sem heitir Sauk Center.
Æskuheimili Sinclairs hafði verið breytt í safn
og hægt var að sjá heimildamynd um líf hans.
Bærinn byggðist talsvert upp á ferðamennsku
í kringum Sinclair Lewis, en á meðan hann var
á lífi hötuðu hann allir í bænum; og þegar mað-
ur horfði á heimildamyndina um Sinclair var
ekkert í lífi hans jafn spennandi og hjá Hem-
ingway, Sartre, Halldóri og Gunnari.
Önnur merkileg breyting sem verður á síð-
ari hluta tuttugustu aldar, og þá nálgumst við
meira tíma minnar kynslóðar, er hvernig múr-
arnir á milli lágmenningar og hámenningar
hrynja eða breytast.
Ég er spurður um safnið um mig. Ég veit
ekki hvort það á að byggjast á veröldinni í
verkum mínum eða mér sem persónu. Auðvit-
að skarast þessir heimar, höfundar eru alltaf
með einum eða öðrum hætti að fjalla um sjálfa
sig, en sú umfjöllun er vitaskuld ekki áhuga-
verð nema hún eigi líka við um aðra.
Þó er alltaf eitthvað sérstakt við uppvöxt
hvers og eins. Í mínum uppvexti rekast á tveir
heimar, hinn nýi sem er að ryðja sér til rúms
og hinn gamli sem er á undanhaldi. Okkur var
ætlað að verða súper Íslendingar, sannkölluð
lýðveldisbörn, en við gleyptum í okkur allt sem
kom að utan. Þessi spenna átti eftir að móta
okkur. Við bjuggum líka við ótrúlegt frjáls-
ræði, því ekki var búið að finna upp allar þær
stofnanir sem stjórna lífi barna í dag. Við átt-
um götuna og hún átti okkur. If ever you think
about the happiest days of your life …
Við lifðum í spennu, sem mótaði okkur, en
þannig eru allir tímar, spennandi.
Ég hóf þetta erindi á ljóðinu: Ég hugsa um
þig, og lýk því með ljóðinu um Hómer, sagna-
þulinn Hómer, Hómer sem alltaf kemst til
skila þó nútíma unglingar spyrji mig stundum
hvort ég sé að meina Hómer Simpson.
En gjöriði svo vel. Hér kemur Hómer.
Eitt regnþungt síðdegi,
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurleg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
„Hvernig er hægt að ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð?“
„Það er einmitt ástæðan,“ svaraði bílstjórinn,
„aldrei langar mann jafn mikið
að heyra góða sögu og þegar droparnir
lemja rúðurnar.“
þegar droparnir lemja rúðurnar
og þokan sem liðast inn flóann
hylur jafnt fjöllin og hafið,
ekkert í frásögur færandi
nema krapið á götunum,
enginn seiðandi söngur,
engin syngjandi sól,
aðeins fótspor sem hverfa
einsog regnið í hafið,
í tómið og vindinn
sem syngur og blæs ...
Sveipaður gráma
líður tíminn um stræti,
einstaka fugl svífur
draumlaust um bæinn,
regnslæður skýja
herpast um hálsinn
og náttmyrkrið hellist
sem net yfir heiminn.
Maður siglir í bát út á hafið,
það er syngjandi alda,
það er sofandi hús,
segl sem er undið í draumi,
heimurinn bylgjast
um svartan sæ
og ljósin líða
sem logar um stræti.
….
INN SEM SAFN
Morgunblaðið/Kristinn
„Ég sé fyrir mér auða ganga og sal þar sem tvær eldri konur rýna í handskrifuð blöð undir gleri. Og önnur segir: „Nú skrifaði hann svona illa.““
Höfundur er rithöfundur.