Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Side 7
um í Tímanum 4. febrúar 1989 birti hún jafn- framt bréf frá Baldri Steingrímssyni, skrif- stofustjóra, þar sem hann tilgreinir hvern hann telji að verið sé að stæla í hverri vísu og hvar fyrirmyndarinnar muni í flestum tilvik- um vera að leita. Þerriblaðsvísurnar birtast hér með ásamt fyrirmyndunum sem Baldur fann. Nú þegar öld er liðin frá því að Hannes samdi þessar vísur og ólíklegt verður að telja að þær verði oftar notaðar til að kanna þekk- ingu manna á skáldum nítjándu aldarinnar finnst mér við hæfi að lyfta hulunni af þessum vísum. Hannes Hafstein orti vísur sínar á þerriblað og það þerriblað er ennþá til. Faðir minn, Sig- urður, eignaðist það eftir lát Hannesar, föður síns, árið 1922 og eftir lát Sigurðar, árið 1985, eignaðist ég þetta blað. Mynd af báðum hlið- um þessa þerriblaðs fylgir hér með. Fyrirsögnin á blaðinu er „Íslensk anthologi rituð á þerriblað“. Orðið „anthologi“ er úr grísku og þýðir safnrit ljóða ýmissa höfunda. Í handritinu er tölusetning vísnanna önnur en í ljóðabók Hannesar, sem fylgt er í þessum skrifum. Neðan við hverja vísu hefur Hannes skammstafað nafn þess skálds sem hann stæl- ir og er því hin endanlega og rétta lausn sem hér segir: I. Sigurður Breiðfjörð; II. Bjarni Thor- arensen; III. Jónas Hallgrímsson; IV. Bólu- Hjálmar; V. Grímur Thomsen; VI. Benedikt Gröndal; VII. Páll Ólafsson; VIII. Gísli Brynj- úlfsson; IX. Steingrímur Thorsteinsson; X. Matthías Jochumsson; XI. Valdimar Briem; XII. Jón Ólafsson; XIII. Einar Hjörleifsson (Kvaran); XIV. Hannes Hafstein; XV. Einar Benediktsson; XVI. Þorsteinn Erlingsson. AR HAFSTEIN Greinarhöfundur er forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 7 eða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaldsvali okkur í gegn ofan úr háreistum jöklasal. (Hannes Hafstein) XV Það ber við tíðum hjá lenskum lýð, að leturgjörðin vill þorna síð. Þerriblöð hafa því hlutverk að inna, ef höfð eru rétt, verja klessu’ og blett. Og einatt úr huganum hugsjón má detta, ef hægt er ei blaðinu strax við að fletta og áfram halda og skrifa í skyndi þá skáldafjörið er best í lyndi. Vor fátæka þjóð má við minna, en missa hugsjónir skáldanna sinna. Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hérað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú hefst á hlutverk að inna – sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur; að hér er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal Ísland á öldinni finna – fá afl þeirra hluta’, er skal vinna. (Einar Benediktsson) XVI Frá Englum og Þjóðverjum gæfan oss gaf hin gagndræpu blöðin, sem þerra. Það blek, sem þau leirburði uppsugu af, það er ekki smáræði, herra. Sem Danskurinn útsýgur íslenska þjóð, og andann þurrkar upp trúin, sem ígla sýgur upp sjúks manns blóð, svo sjúga þau. – Nú er ég búinn. Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf, og glöggt er það enn, hvað þeir vilja. Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af, það orkar ei tíðin að hylja. Svo tókst þeim að meiða’ hana meðan hún svaf og mjög vel að hnupla og dylja; og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf – það gengur allt lakar að skilja. (Þorsteinn Erlingsson) munar-girnd svala, egna ungs kala, annars grip fala, hæða hróp kvala, hundlaus fé smala. (Matthías Jochumsson) XI „Ég á blaðið.“ „Sei, sei, sei.“ „Svei mér þá.“ „Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“ „Nei.“ „Jú.“ „Á?“ Þannig rifust þegnar tveir um þerriblað, brýnt því þurftu báðir þeir að brúka það. „Ég á barnið.“ „Sei, sei, sei.“ „Svei mér þá.“ „Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“ „Nei.“ „Jú.“ „Á?“ Þannig háðu þernurnar þessa hríð; báðar lengi þrættu þar. Þvílíkt stríð! (Valdimar Briem) XII Vér skulum ei æðrast, þótt eilítið blek, eða annað sumt gefi á bátinn. Nei, ég ráð sé við því, ég mitt þerriblað tek og þurrka það upp. Það er mátinn. Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór, þó að endur og sinn gefi á bátinn. Nei, að halda sitt strik, vera í hættunni stór og horfa ekki um öxl – það er mátinn. (Jón Ólafsson) XIII Það tekur svo ákaft en öfugt við því orði’, er á pappírinn festist, og erfi drekkur að íslenskum sið þess alls, sem varð blautt og klesstist. Hann sendist áfram og syngur við. Það svellur und fótum hans engið. Hann drekkur nú erfi að íslenskum sið þess alls, sem í dauðann er gengið. (Einar Hjörleifsson Kvaran) XIV Ég vildi óska’ að það ylti nú blek í ærlegum straumi yfir blaðið hjá mér, svo ég gæti sýnt, hve mín framkvæmd er frek og fádæma gott mitt þerriblað er. Ég vildi óska að það yrði nú regn T erry Eagleton er sagður hafa snúið við blaðinu. Nú leiti hann sannleik- ans og algildis. Maður- inn sem var ef til vill öðrum fremur tákn- mynd hinnar óheftu, af- stæðissinnuðu og póst- módernísku „menningarfræði“, eða einfaldlega „fræði“, þetta tvennt virðist vera nokkurn veginn það sama, þótt áreiðanlega verði ein- hverjir ósáttir við þessa samjöfnun. (Á ensku kallast þetta „theory“, eða jafnvel „High Theory“). Seint á síðasta ári kom út í Bret- landi ný bók eftir hann og heitir hún After Theory, sem á íslensku gæti sem best verið Í kjölfar fræðinnar, og auk þess að vera grípandi gefur titillinn góða hugmynd um megin- boðskap Eagletons – að minnsta kosti eins og hann er útlagður af þeim sem fjallað hafa um bókina (sem kom út í Bandaríkjunum nú í janúar) í greinum sem finna má á netinu. The New York Times hefur eftir honum nýverið að hann örvænti um framtíð menn- ingarfræðanna. Dagar póstmódernísku ris- anna – Jacques Derrida og Roland Barthes – séu taldir. Þó hafi menningarfræðin alls ekki verið einskis nýt. Hún hafi gefið vinstrihyggj- unni kjarna á tímum síaukinnar íhaldshyggju. En fræðingarnir hafi gleymt því hve mik- ilvægt kerfið sé í lífi fólks, hefur blaðið enn- fremur eftir honum. „Háðsádeiluhöfundarnir og niðurrifsmennirnir eru nauðsynlegir,“ seg- ir Eagleton. „En maður verður líka að vera uppbyggilegur.“ Höfundur greinarinnar í The New York Times, Dinitia Smith, vitnar í nýju bókina hans: „Gullöld menningarfræðinnar er löngu liðin.“ Nú, á öld hryðjuverkanna, verði menn- ingarfræðin sífellt tilgangslausari, vegna þess að fræðingarnir hafi látið undir höfuð leggj- ast að takast á við stóru spurningarnar um siðferði, frumspeki, ást, trú, byltingu, dauða og þjáningu. Í háskólum séu doktorsnemar og prófess- orar á kafi í afstæðishyggjunni og skrifi um kynlíf og mannslíkamann í stað þess að fást við stóru spurningarnar. Þar sem lengst sé gengið hafi áhugi á franskri heimspeki snúist upp í vangaveltur um franska kossa. „Fordómar póstmódernistanna gagnvart venjum, eindrægni og samkomulagi hafa skelfilegar afleiðingar í stjórnmálum,“ segir Eagleton í nýju bókinni. Menningarfræðingar geti ekki lengur „leyft sér að tyggja aftur og aftur sömu frásagnirnar um stéttir, kynþætti og kynferði, þótt allt séu þetta mikilvæg mál- efni“. Smith segir að nú vilji Eagleton, „einn fárra Marxista sem enn eru uppi“, leita svara við því sem hann nefni „grundvallarspurn- ingar um sannleika og ást, í því augnamiði að geta brugðist við brýnustu heimsmálum sam- tímans“. Menningarfræðin teygði anga sína víða. Ef til vill fór hvað mest fyrir henni í bókmennta- fræði og heimspeki, en hún seildist líka inn í stjórnmálafræði, sálfræði og jafnvel víðar. Fræðingarnir voru ekki að eyða tíma sínum og orðum í að útskýra skáldsögur – fræðin sjálf, með öllum sínum flóknu fagorðum og skírskotunum, urðu aðalatriðið. Í The Chronicle of Higher Education 23. janúar rifjar Elaine Showalter, fyrrverandi enskuprófessor við Princeton, upp sögu frá tímum menningarfræðinnar. Það var seint á níunda áratugnum sem femínistinn Sandra Gilbert var að taka atvinnuviðtal við umsækj- anda um stöðu við enskudeildina í Princeton. „Hvernig námskeið myndirðu helst af öllu vilja kenna?“ spurði Gilbert. „Ég myndi helst af öllu vilja kenna námskeið um fræði og ekki-fræði,“ sagði umsækjandinn. „Hvað áttu við með ekki-fræði?“ spurði Gilbert. „Ég meina ljóð, sögur og leikrit,“ svaraði umsækj- andinn. Showalter segir ennfremur að á þessum árum hafi framvarðasveit fræðinnar komist að þeirri niðurstöðu að hver einasti lesandi tæki bókmenntafræðilega afstöðu, þótt sumir lesendur væru of heimskir til að átta sig á því hver afstaða sín væri. Það hafi ekki síst verið Eagleton sem lagði línurnar með bókinni Inngangur að bókmenntafræði (Literary Theory: An Introduction) sem kom út 1983. Með því að glugga í þá bók hafi almennir les- endur getað áttað sig á sínum eigin bók- menntakenningum. Inngangur að bókmenntafræði varð „met- söluleiðbeiningabók um hina nýju hugsun“, segir Showalter. Að mati Eagletons hafi menningarfræðin (þar sem blandað var sam- an stjórnmálum, menningarmálum, heim- speki og sálgreiningu) ekki aðeins verið vís- indalegri en bókmenntarýni. Menningarfræðin hafi líka verið róttækara viðfangsefni en skáldskapur vegna þess að menningarfræðin efist um sjálfa sig, en skáldskapnum fylgi alltaf ómeðvituð hug- myndafræði. En Showalter er ekki sérlega hrifin af nýju bókinni hans Eagletons, og segir hana gjalda mjög fyrir innri mótsagnir. Eagleton hvetji til djúpra hugsana en leyfi sínum eigin for- dómum að blómstra. Hann vari við ofur- einföldunum og yfirborðslegum útlistunum en virðist hæstánægður með að Bandaríkja- menn séu útlistaðir á yfirborðslegan máta – einkum ef um sé að ræða Texasbúa. Eagleton „virðist halda að menningarfræðingarnir geti sigrast á George Bush með því einfaldlega að bölsótast yfir mannfjandsamlegum hroka hans“, segir Showalter. Smith hefur eftir gagnrýnanda Times Lit- erary Supplement að bókin „geri ekki annað en að staðfesta þá ranghugmynd almennings að menntamaður sé maður sem vill óður og uppvægur láta vaða á súðum um hvað sem er með örskömmum fyrirvara“. Hún segir Eagleton bara yppta öxlum yfir gagnrýninni og segja hana „þessa venjulegu gagnrýni sem kemur frá vinstrimönnum“. STÓRT VERÐI SPURT „Það er kominn harla mannlegur tónn í gamla uppivöðslusegginn,“ sagði gagnrýnandi The Guardian um nýjustu bók Terrys Eagleton. KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON leitaði á Netinu að fleiri umsögnum um bókina og Eagleton sjálfan. Terry Eagleton Morgunblaðið/Golli kga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.