Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 3 Matthías Viðar Sæmundsson lýkur Rúnamessu Lesbókar með grein um táknheim rúnanna en í greininni segir hann: „Rúnirnar kenna að mað- urinn sé hvorki aflmiðja alheimsins né mælikvarði allra hluta, heldur hluti af ævarandi heild. Sé til fullkominn maður þá er hann í senn tré og eldur, árstíðir hver af annarri – sá sem nú er, sem lið- inn er og óborinn. Hann er samrunninn öllum tíma, er allt, og er það allt í einu, nú og hér – töframeistarinn.“ Tíðarandinn á tuttugustu öld nefnist nýr efnisþáttur í Lesbók. Jónas Ragnarsson hefur safnað fréttum og tilvitnunum úr blöðum og tímaritum frá liðinni öld er lýsa anda hennar. Fréttirnar tengjast birtingardegi hverju sinni en þær spanna iðulega alla öldina. Ragnar í Smára er minnst í dag er öld er liðin frá fæð- ingu hans. Lesbók birtir grein um ævi hans og störf, bréf sem Ragnar sendi Matthíasi Johannessen er sá síðar- nefndi vann að samtalsbók sinni við Þórberg Þórðarson og einnig er birt er- indi sem Ragnar flutti um hlutverk lista í samfélaginu. Þorsteinn frá Hamri minnist og Ragnars. René Block er annar tveggja sýningarstjóra flúxus- sýningarinnar í Listasafni Íslands. Ein- ar Falur Ingólfsson ræðir við hann um sýninguna og flúxushreyfinguna. FORSÍÐUMYNDIN er af Ragnari Jónssyni en aldarafmælis hans verður minnst í dag. Ljósmyndari: Ólafur K. Magnússon. F yrir nokkrum árum las ég frétt af því í blaði að til stæði að hvíla einkabílinn í mörgum borgum Evrópu tiltekinn dag í september. Var átakinu gef- ið nafnið Bíllausi dagurinn. Þegar dagurinn nálgaðist og ég heyrði ekkert um þetta talað í höfuðborginni Reykjavík hingdi ég í Ráðhúsið og spurðist fyrir. Ekki man ég hvað ég talaði við marga fulltrúa í þeirri stofnun en enginn þeirra hafði heyrt að þetta stæði til og létu sér flestir fátt um finnast. Enda leið sá dagur svo að ekki var minnst einu orði á að taka þátt í þessu umhverfisvæna átaki vina okkar í Evrópu. Síðan hefur það verið árviss viðburður í Evrópu að efna til Bíllausa dagsins 22. september. Þetta framtak hefur ugglaust sprottið af áhyggjum borgarbúa hvar- vetna á þéttbýlum svæðum af sívaxandi mengun, hávaða og umferðarteppu sem rekja má til óhóflegrar notkunar einka- bílsins. Því hefur verið ætlað að vekja fólk til umhugsunar um það hvað hver og einn gæti lagt af mörkum til þess að gera borgirnar okkar lífvænlegar að nýju. Margir hafa spáð því að ef ekki verði að gert muni fljótlega verða ólíft í mörgum borgum enda þarf fólk nú þegar sums staðar að nota gasgrímur til að halda lífi. Þetta átak með Bíllausa daginn hefur vakið verðskuldaða athygli og aukið áhuga á að finna lausn á þessum knýjandi vanda. Ekki hefur þó farið mikið fyrir þessari vakningu hér á Íslandi. Aldamótaárið var rétt aðeins minnst á þennan dag og ýjað að því einhvers staðar að æskilegt væri að skilja einkabílinn eftir, en við nánast engar undirtektir. En síðastliðið haust var umferðarráð Reykjavíkur að burðast við að taka þátt í deginum og tilkynnti umferðarviku sem enda ætti með Bíllausa deginum 22. september. Þennan umrædda dag þurfti undirrit- aður að skreppa úr Breiðholtinu niður í Álfheima og fannst kjörið að nota til þess hjólhest sinn. Átti ég von á að hitta urmul af gangandi og hjólandi vegfarendum í veðurblíðunni. En það er skemmst frá því að segja að á þessari leið sá ég engan mann á gangi og aðeins einn á hjóli fyrir utan Glæsibæ, barnungan. Aftur á móti munaði ekki nema hársbreidd að ég yrði fyrir bíl í einni slaufunni í mannvirkinu mikla við Stekkjarbakka sem kennt er við mislæg gatnamót. Hið illa auga, sem bíl- stjórinn sendi mér um leið og hann gerði sér grein fyrir geimverunni sem líkamn- aðist allt í einu á malbikinu fyrir framan hann, fylgir mér enn og langar mig ekki að verða aftur á vegi þess manns. Ekki gat ég með nokkru móti séð að umferð einkabílsins væri neitt minni þennan dag en aðra daga og þessar núll komma eitthvað prósentur, eða hvað það nú var sem mælingarmeistarar átaksins hjá Borginni létu frá sér fara, eru í meira lagi ótrúverðugar, og ekki kæmi mér á óvart þótt einhverjir þar á bæ hafi farið sinna ferða á bíl daginn þann. Öll fram- kvæmd og undirbúningur átaksins af þeirra hálfu var með slíkum eindæmum að engu tali tekur. Engar auglýsingar, nánast engin hvatning, engin viðtöl við framámenn eða fólkið á götunni um hvað það hygðist fyrir á bíllausa deginum. Það var náttúrlega óþarfi, flestir voru einhuga um að hundsa átakið, enda hugmyndin runnin sunnan úr Evrópu og Íslendingar ekki ginnkeyptir fyrir hollráðum úr þeirri áttinni. Já, tortímandinn á gúmmískónum hef- ur sannarlega náð þrælslegu taki á þorra íslensku þjóðarinnar og mun þar oftar en ekki um hreðjatak að ræða. Íslendingar nota einkabílinn í stað yfirhafna. Ef skreppa þarf út í pósthús, banka eða ann- arra erinda í gráupplögðu gangfæri skríða þeir í málmskjólið í staðinn og setja í gang. Menn víla ekki fyrir sér að sitja tímunum saman að nauðsynjalausu í halarófu bíla sem spúa baneitruðum gufum beint inn í loftinntakið hver hjá öðrum. Fólk borgar tugi þúsunda króna fyrir að láta laga rispu eða dæld á bretti eða hurð og skyldutryggingar einkabíls- ins þar af leiðandi himinháar. Olíu- furstarnir stinga drjúgum hluta mán- aðartekna okkar í vasa sína, enda sleikja þeir út um á hverri bensínstöð. Og til að bæta gráu ofan á svart er engu líkara en að sumt fólk breytist í árásargjarnt og ill- skeytt vélmenni um leið og það sest undir stýri og ræsir maskínuna. Og vei þeim sem á vegi þess verða. Frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin rennur stríður málm- straumur um allar helstu umferðargötur höfuðborgarinnar og er alltaf að aukast. Mengunin af útblæstrinum er orðin svo hrikaleg að engum dettur lengur í hug að nota gangstéttarnar meðfram Miklubraut og Hringbraut, eins og það var nú einu sinni notalegt og skemmtilegt að spranga þar um í eina tíð. Lendi maður í því að þurfa að komast leiðar sinnar á bíl á álagstímum endar það yfirleitt með dúndrandi hausverk og titrandi taugum. Þegar göturnar taka ekki lengur við sjá hinir vísu verkfræðingar og ráðamenn ekki annað grænna en byggja rándýr mannvirki eins og við Stekkjarbakka, með brúm, slaufum, torgum og akreinum, svo helmingi erfiðara er að komast leiðar sinnar en áður. Ekki hefur blessuðum mönnunum dottið í hug að besta ráðið til að vinna bug á þessu umferðaröngþveiti í borginni kynni að felast í því að hafa frítt í strætó fyrir alla og ferðir á 15 mínútna fresti. Því þótt Íslendingar séu glysgjarnir nokkuð og veikir fyrir tækninýjungum eru þeir ekki svo skyni skroppnir að kunna ekki gott að meta. Þessi einfalda aðgerð myndi bjarga fjölda mannslífa, spara óhemju fjármuni og skapa hreinni, fegurri og manneskjulegri borg. Svei mér þá ef fólk byrjaði bara ekki að syngja af gleði í strætó á morgnana, sloppið úr stálkrumlu tortímandans. TORTÍMAND- INN Á GÚMMÍ- SKÓNUM RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N eystb@ismennt.is BYRON LÁVARÐUR Í CHILLON-KASTALA HELGI HÁLFDANARSON ÞÝDDI Þú frelsisást, sem fjötur engan ber, um fangans múr þinn ljómi bjartast skín, því þar er geiglaust hjarta háborg þín, sem hreinni tryggð er aðeins bundið þér. Og hvar sem þínum óskabörnum er með ógn í myrkvað hlekkjadíki steypt, við þeirra fórn er fjöregg þjóðar keypt og frelsisþytur yfir löndin fer. Dýflissa þín, svo heljarköld og hljóð, er helgur staður, gamla Chillon-höll! Í hellugólfið glöggt má kenna slóð, sem gengið hefði barn um bjarta mjöll. Bonnivard þessi spor í steininn tróð! Frá valdsins grimmd til guðs þau liggja öll. Sonnetta þessi er upphafið að hinu fræga söguljóði Byrons lávarðar (1788–1824), Bandinginn í Chillon frá 1816, en ljóðið hefur verið þýtt í heild sinni a.m.k. tvisvar á íslensku, af Steingrími Thorsteinssyni (útg. 1903) og Sturlu Friðrikssyni (útg. 1997). Chillon-kastali stendur við Genfarvatn, en Bonnivard var fangi í dýflissu kastalans frá 1530 til 1536 þegar hann var frelsaður úr haldi. Þýðingin birtist í Erlendum ljóðum frá liðnum tímum (1982). LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S : EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.