Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 Táknskriftir K alla má hvaða fyrirbæri sem er tákn svo lengi sem það telst merkja umfram sjálft sig, ýmist vegna sýnilegs skyldleika eða fyrir almennt samkomulag. Rúnir tilheyra sérstakri tegund táknana (ídeógröf/ídeógröm), þar sem hver mynd stendur fyrir óhlutkennt hugtak en er ekki tákn hlutkennds fyrirbær- is. Átt er við minnstu einingar táknmáls, til dæmis bókstaf, óháð útliti eða gerð, en slík leturtákn sýna hvernig menn hafa numið tengsl, starfshætti og samhengi einstakra fyrirbæra. Bókstafurinn A er til dæmis ekki aðeins tákn um hljóð heldur táknan um það sem kemur fyrst, er best eða fremst í flokki. Tilteknar táknanir, svo sem + og punktur í miðju hrings, voru sköpuð fyrir þúsundum ára við ákveðin söguleg skilyrði, en urðu miklu seinna að táknhlöðnum symbólum í vestrænni menningu. Menn telja sig jafnvel geta rakið þau til almennra frumgerða í dul- vitund mannkyns. Ekki má hræra saman myndletri og tákn- skrift af þessu tagi þótt svið þeirra skarist stundum. Myndletrið einkennist af líkingu forms og þess sem vísað er til, svo sem veg– vísar eru dæmi um, en merking þeirra er bundin tilteknu efni eða samhengi; mynd af kú innan þríhyrnings vitnar um kýr á næsta leiti. Táknskrift eins og rúnir öðlast merk- ingu með öðrum hætti, því gagnstætt menn- ingarlegum táknum (t.d. rós sem ást) er myndan þeirra grafísks eðlis; óhlutbundið form er tengt sértækri hugmynd með hug- lægum hætti, ekki í krafti sjónrænnar eða efnislegrar líkingar. Myndin sýnir til dæmis táknan þar sem hugmynd um sann- leika er komið fyrir í beinni línu, en hugmynd um ósannindi er lýst með bylgjulínu; línurnar tvær mynda form sem merkir tvær öndverð- ar fullyrðingar um sama veruleika. Tákn- skrift sem þessi á sér djúpar rætur í mann- legu sálarlífi og aðferð hennar hefur lítt breyst í tímans rás; menn hafa seilst til henn- ar frammi fyrir þverstæðum tilverunnar, þegar geta rökræns tungumáls brast og heimspekingum vafðist tunga um háls. Fræðimenn hafa auk þess bent á að ævaforn táknskrift feli oft í sér andstæðar merkingar sem ómögulegt sé að nema samtímis með vit- rænum hætti. Bein lína stendur til að mynda fyrir eitt og einstætt, en jafnframt það sem er samfellt, endalaust; kross vísar jafnt á dauða og sorg sem eilíft líf og hjálpræði; hringur merkir allt sem til er og óendanleika, en jafnframt neind, tóm og endanleika; þrí- hyrningur vísar ekki aðeins á efsta vald, auð- legð og eld, heldur einnig hættu, illt vald og vatn. Carl G. Liungman (1974) hefur í ljósi þessa sett fram reglu um að undirstöðutákn beri alltaf að minnsta kosti tvær andstæðar eða nær andstæðar merkingar. Þessi regla virðist ná til fornra og einfaldra forma, en jafnóðum og tákngerð verður flóknari þá riðlast andstæðureglan; punktur í miðju hrings stendur aðeins fyrir gull og sól; lóð- rétt strik innan þríhyrnings vísar einungis á hættu; tákn Sólar í rúnastafrófinu merkir hita og vald, en ekki veikleika og kulda. Rétt er samt að hafa andstæðuregluna í huga við könnun einstakra rúna. Upptök einstakra táknforma eru á huldu, en ljóst er að merking þeirra er ýmist algild eða bundin menningu; lóðrétt lína á Vest- urlöndum hefur til dæmis sömu merkingu og lárétt lína í Austurlöndum. Sumt kann að tengjast sammannlegri skynjun enda nema menn sjónhring, hlutföll og áttir með svip- uðum hætti hvar sem er; punktur í miðju hrings merkir hið sama nú á dögum og til forna í Babýlon, Kínaveldi og í Ameríku fyrir daga Kólumbusar. Annað er háð sögu og að- stæðum því menn temja sér í æsku venjur og viðhorf sem ráða því hvernig grafísk form tengjast og hvaða merking er í þau lögð. Við höfum til dæmis vanist því að lárétt lína greini á milli efra og neðra gildis, það sem sett er ofar línu er í hugum okkar betra eða merkilegra en hitt sem situr neðan hennar. Þetta einfalda form mótar tengsl himins og jarðar, föður og sonar, orsakar og afleiðingar í hugum flestra. Vaninn ákvarðar einnig hvernig tíma er lýst – framtíð til hægri eða neðan línu, fortíð til vinstri eða ofan línu (á Vesturlöndum); hvernig við nemum mun hins ytra og þess innra – punktur utan hrings, punktur innan hrings, o.s.frv. Rúnastafrófið inniheldur eldgömul frum- tákn auk bókstafa úr stafrófum Grikkja, Rómverja og Etrúska, en þegar reynt er að rekja söguleg upptök þess, jafnvel inn í ár- dagaheim eða leifar jötnatilveru, eins og brugðið hefur við, þá hrannast upp efasemd- ir, enda eru dómgreind og söguþekking rúnaspekinga stundum korguð. Nefna má fleiri dæmi um takmörkun hinn- ar sögulegu aðferðar. Form gömlu jera-rún- arinnar átti sér til dæmis hliðstæðu í tákn- máli Hopi-indíána í Ameríku, í svigamerki sem stóð fyrir almennt bræðralag, en tengt form, )(, merkir að kljúfa eða sundra í forn- kínversku táknmáli. Svigamyndin hefur fundist í forsögulegum steinaristum í Evr- ópu, en þar sem örðugt er að draga hana upp hafa menn hliðrað helmingum hennar líkt og í rúnastaf Germana. Ómögulegt er að segja með vissu hvort germanska táknið og það ameríska tengjast kínverska tákninu með sögulegum hætti, en það er heillandi mögu- leiki, skrifaði Carl G. Liungman. „Maður get- ur vart varist þeirri hugsun að amerísk sið- menning hafi á einhvern hátt tengst siðmenningu annarra meginlanda löngu fyrir tíð Kólumbusar og Leifs Eiríkssonar. Sé svo ekki þá kann C.G. Jung að hafa haft rétt fyr- ir sér um að ákveðin tákn væru sameiginleg sálarlífi alls mannkyns.“ Liungman taldi sennilegra að Grikkir, Fönikíumenn, Egypt- ar og Kínverjar hefðu kynnst amerískum þjóðum fyrir tíð Kólumbusar því hugmyndir um frumtákn eða erkimyndir voru ótrúverð- ugar að hans dómi. Form Óss (ansuz) og Þurs (thurisaz) hafa til dæmis fundist í suðurevrópskum hellum og rist á kletta í miðri eyðimörk Sahara. Hið sama gildir um form Sólar (sowilo) og örv- arform Týs (tiwaz) en merking þess virðist iðulega tengjast stefnu eða karlmennsku; seinna varð það allt í senn tákn sigurs, lög- hlýðni, sverðs, orrustu og dauða. Um er að ræða táknskrift sem fylgt hefur mannkyni óháð stund og stað, úr einni sögu í aðra frá örófi alda. Heimspeki rúna: Þríundir og ættarsögur Heimsmynd rúna tengist norrænum frá- sögnum um sköpun og endalok heims, en gæta verður þess að finna má svipaðar hug- myndir um heim allan. Óðinn fann ekki upp rúnir, heldur nam þær upp æpandi; þær voru til staðar, enda má greina drög þeirra, jafn- vel nákvæmar hliðstæður víðsvegar um heim. Rúnastafrófið býr yfir innra samhengi, sem fyrr getur, jafnt um form sem hug- myndir; form Nauðar og Árs, Manns og Ýrs, Fés og Óss spegla hver önnur, auk þess sem ættirnar þrjár kunna að mynda merking- arklasa sem lesa má líkt og ljóð eða sögu. Þetta hafa rúnaspekingar eins og Edred Thorsson (1987) og D. Jason Cooper (1986) bent á í ljósi hins eldra germanska fúþarks, en þegar kenningar þeirra eru metnar verð- ur að hafa hugfast að um dulfræði er að ræða. Athuga þarf hvar mörk tilgátna og heimilda liggja, hvort brotið sé í bága við varðveitt gögn, hvort túlkanir tengist sögu- legri vitneskju með rökrænum hætti. Thorsson heldur því fram að Freysætt, f-w, lýsi leyndardómum, hæfni og kröftum, sem rúnameistarinn hlýtur að nema og ná valdi yfir áður en haldið er upp þroskaveg Óðins. Rúnirnar vísi á orku, skilning, fram- kvæmd, innsæi eða innblástur, helgiathöfn, einbeittan vilja, örlæti og vináttu eða sam- félag. Næsta ætt felur að mati Thorsson í sér tvískipta röð andstreymis, þolrauna og sig- urs. Sú fyrri (h-j) er hlutlægs eðlis, lýst er líkamlegri eða náttúrulegri sigurbraut (jera), en hin seinni (ei-s) nær yfir andlega þraut og sigur (sowilo). Þriðja ættin lýsir loks starfs- vídd rúnameistarans. Hann horfir um heima alla af tindi heimssúlunnar (tiwaz), vekur sér vald eftir rásum trésins (berkano) í samræmi við sitt sjálfskapaða og heildstæða guðlega „ego“ (mannaz). Hann getur ferðast um öll lög tilverunnar (laguz) og orðið sjálfstætt, sí- breytilegt guðmenni (ingwaz), upplýst af „ljósi“ dagsins (dagaz), nátengt hinum ytra heimi þótt hann búi fyrir ofan og handan því sem efnislegt er (othala).1 Þetta kerfi ber af öðrum svipuðum kerfum þótt því sé ekki fylgt eftir í þessu riti. Munurinn á aðferðum felst kannski í lífsafstöðu. Annars vegar er trú á kerfi, heildstæð, efalaus mynd, en hins vegar efasemdir og leikir ólíkra táknkerfa. Það breytir því ekki að skrif Thorssons á sviði rúnaspeki ber eins og hjartarhorn við himin í samanburði við flest háskólaskrif um merkingu fornrúna. Hér hefur verið gengið út frá 16-stafa rúnastafrófi og önnur leið farin, en sé bygg- ing þess könnuð koma í ljós ýmis merkingar- mynstur. Hér hefur til dæmis verið reynt að ráða „stafróf alheimsins“ úr fyrstu ætt rún- anna. Rætt er um framrás frá rúnum frum- orku (Úr) og frumefnis (Þurs), um rúnir frumvitundar (Óss) og frumtíma (Reið) til skipulegs alheims (Kaunar). Túlka má næstu ættir með svipuðum hætti, því sé Fésætt sett saman úr alheimsrúnum, þá felur Hagalsætt í sér náttúrurúnir, en Týsætt mannsrúnir. Lýst er framvindu frá stigi alheims um stig náttúru til manns og samfélags. Rúnaröðin sem heild kann jafnframt að lýsa andlegri þroskaraun, „snúðugri ferð“, svo sem upp- festingu og vafurlogareið í fornum heimild- um, en raun þessi felur öðru fremur í sér hugarflug, einbeitni og íhugun. Skipta má hugarflugi rúnanna í þrjár „frá- sagnir“ sé tekið mið af ættarskipan þeirra. Freysætt kann að lýsa skírn eða vígslu: Við erum samankomin til blótþings (Fé) og heit- um á frjóvaldandi náttúrumögn (Úr) sem GOÐMÖGN „Rúnirnar kenna að maðurinn sé hvorki aflmiðja alheimsins né mælikvarði allra hluta, heldur hluti af ævarandi heild,“ segir í þessari lokagrein Rúnamessu Lesbókar en hér er samhengið í táknheimi rúnanna útskýrt. E F T I R M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.