Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2004, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 2004 11 LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 Er rangt að tala um að opna eða loka hurð? SVAR: Í málfarsbanka Íslenskrar mál- stöðvar segir þetta um orðin dyr og hurð: Orðið dyr merkir op eða inngangur, t.d. inn í hús, her- bergi eða bíl. Hurð er hins vegar einhvers konar fleki sem nota má til að loka op- inu, inngang- inum. Við þetta er síðan bætt at- hugasemd um æskilegt mál- far: Því er eðli- legt að tala um að opna og loka dyrunum sem maður fer inn um (eins og talað er um að opna og loka gati eða opi). Síður skyldi segja: „opna hurðina, loka hurðinni.“ Ástæðan fyrir þessari orðanotkun er sú að það er rökréttara að opna/loka dyrum heldur en að opna/loka hurð. Fáir flaska lík- lega á sambærilegri orðanotkun um líkama sinn. Við opnum til að mynda augun og lok- um munninum. Enginn reynir að opna var- irnar né loka augnlokunum. En af hverju eru þá margir í vandræðum með orðalag um dyr og hurð? Sennilega er ástæðan sú að ýmislegt í orðfæri okkar um þá hluti og aðra tengda er alls ekki rökrétt og þess vegna eigum við erfitt með að sætta okkur við að ekki megi loka hurðum af þeirri ástæðu einni að það sé rökleysa. Fyrsta dæmið um þetta er orðalag um glugga. Orðið gluggi merkir það sama og dyr, það er op á húsi, bíl eða öðru. Glugg- arnir eru oftast með einhverju gagnsæju efni í eins og gleri og stundum eru þeir með opnanlegu fagi. Orðið gluggi samsvarar þess vegna dyrum, það er op sem oft er hægt að opna og loka. En stundum notum við orðið gluggi í sömu merkingu og orðið hurð, til dæmis þegar við segjumst ætla að taka gluggann af hjörunum. Þá einfaldlega fjar- lægjum við umbúnaðinn sem er fyrir gluggaopinu og höldum þá á tréramma með gleri í sem við köllum sama nafni og opið sem tréramminn lokaði, það er að segja glugga. Ýmis föst orðasambönd um dyr sem flest- ir kannast við eru alls ekki rökleg ef við höf- um muninn á dyrum og hurðum í huga. Ef dyr eru raunverulega inngangur eða op þá hlýtur eitthvað að vera bogið við það þegar við ‘drepum á dyr’, ‘kveðjum dyra’ eða ‘berj- um að dyrum.’ Öll merkja þessi orða- sambönd að slá með hendinni á hurðina, enda yrði seint opnað fyrir þeim sem drepur á dyr í merkingunni í að berja í op eða gat. Þar sem ekki er dyrabjalla er stundum svonefndur dyrahamar en hann notum við engu að síður til að slá á hurðina. Ekki er víst að alltaf hafi verið gerður greinarmunur á hugtökunum hurð og dyr. Í 35. kafla Lax- dæla sögu segir þetta: „Auður gekk að dyr- um og var opin hurð.“ Í þriðju útgáfu Ís- lenskrar orðabókar segir við uppflettiorðið ‘hurð’ loka hurðinni. Ef rökvísin ein réði því hvernig við tölum, myndum við ‘drepa á hurð’ og ‘berja að hurðum’ en hér hefur sitt að segja hljómfall tungumálsins, vegna stuðla er fallegra að ‘drepa á dyr’. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að margir eigi erfitt með að sætta sig við að ekki eigi að loka eða opna hurðum af þeirri ástæðu að það sé ekki röklegt. Þegar við notum þessi föstu orðasambönd erum við í raun að beita svonefndum nafn- skiptum (e. metonymy) en það merkir að eitt orð er sett í stað annars orðs sem hefur skylda merkingu. Dæmi um þetta væri setn- ingin ‘hún þýddi Halldór Laxness’ þegar við er átt að ‘hún hafi þýtt verk skáldsins’, eða ‘ hann drakk heila flösku á Mímisbar’ þegar sá hinn sami ‘drakk innihald flöskunnar á barnum’. Þegar við opnum og lokum hurðum beit- um við þess vegna nafnskiptum af sama toga og í fasta orðasambandinu ‘að drepa á dyr’. Orðið hurð kemur í stað dyra. Í sjálfu sér er þess vegna ekkert rangt við það að opna eða loka hurðum alveg eins og það er ekkert rangt við það að ‘drepa á dyr’. Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur. Hvert er strjálbýlasta land í heimi, er þorskurinn hrææta, hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni og hvað er vitað um fiskinn vogmey? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að und- anförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.vis- indavefur.hi.is. VÍSINDI Hurðin fyrir Arnarhváli. Morgunblaðið/Þorkell ER RANGT AÐ TALA UM AÐ OPNA EÐA LOKA HURÐ? 1903: Ísland fyrir Íslendinga Í blaðinu Norðurlandi 7. febrúar 1903 var grein um þá hættu sem Íslendingum stafaði af erlendum þjóðum. Þar sagði ritstjórinn, Einar Hjörleifsson Kvaran: „Ekki er mörg til- hugsun óskemmtilegri þeirri að auðs- uppsprettur landsins verði dregnar úr hönd- um þjóðarinnar, einmitt þegar þess má vænta að hún fari sjálf að hafa rænu á að færa sér þær í nyt.“ Hér átti hann meðal annars við botnvörpuveiðar Englendinga og hvalveiðar og síldveiðar Norðmanna. Hann hvatti til þess að hin væntanlega innlenda stjórn færði vald- ið yfir landinu, jörðinni og sjónum inn í landið. „Ef vér gerum það ekki þá getum vér verið þess fullvissir að það lendir í höndum ann- arra.“ 1912: Húsin í bænum „Úr hverju eru húsin í Reykjavík byggð?“ Þannig var spurt í Vísi 7. febrúar 1912 og því svarað að af 1186 húsum væru timburhúsin 1006, stein- steypuhús 18, steinhús 76, steinbæir 72 og torfbæir 14. „Steinbæirnir eru flestir (10) á Bræðraborgarstíg og torfbæir flestir (4) í Kaplaskjóli.“ Blaðið sagði að árið 1909 hefði brunabótavirðingarverð húsanna í bænum verið 10,8 milljónir króna en þinglýstar veð- skuldir 7,0 milljónir eða 65%. „Í einni götunni (Rauðarárstíg) voru öll hús veðsett yfir virð- ingarverð.“ Samkvæmt byggingasamþykkt frá 1904 mátti ekki lengur byggja torfbæi í Reykjavík en sá síðasti mun hafa verið rifinn árið 1981. 1925: Auðlegð í orðlist „Fjöldi manna hefur þakkað Morgunblaðinu fyrir þá framtakssemi að safna lausavísum og kviðlingum sem verið hafa á vergangi manna á milli ára- tug eftir áratug,“ sagði í blaðinu 7. febrúar 1925. „Það væri ekki vansalaust ef við létum allan þann fjársjóð hagmælsku, orðlistar og hugsanaauðlegðar sem falinn er í lausavís- unum sumpart týnast og gleymast og sum- part flækjast manna á milli án þess að um þær sé hirt.“ Bent var á nauðsyn þess að gefa út alþýðuvísnabók Íslendinga og sagt að það hefði „vakað fyrir blaðinu að ryðja allverulega veginn fyrir þeim sem síðar hefjast handa og ganga í gullnámu alþýðuvísnanna“. 1933: Handa öreigabörnum Stjórnmálaskoðanir lituðu blaðaskrif um bækur á kreppuárunum, eins og sjá mátti í Verklýðsblaðinu 7. febrúar 1933, þar sem fjallað var um barnabókina Einu sinni var. Sagt var að bókin væri ekki ein af þeim sem borgaraleg öfl gefa út til að kæfa alla sjálf- stæða hugsun hjá ungu kynslóðinni heldur væru í þessari bók ævintýri, skrifuð handa ör- eigabörnum til að opna augu þeirra fyrir því ranglæti sem viðgengst í þjóðfélagi auðvalds- ins. Ævintýrin „leitast við að vekja trú barns- ins á betra og réttlátara skipulag, sem koma mun innan skamms og sýna því fram á að sameining allra kúgaðra gegn kúgurunum sé skilyrði þess að þetta megi verða“, sagði í blaðinu. 1948: Frosið grænmeti „Oft og lengi hefur verið kvartað hér undan græn- metisskorti og að líkindum vantar okkur mjög græn- meti í fæðuna,“ sagði í Alþýðublaðinu 7. febr- úar 1948. Síðan var þess getið að Bretar væru farnir að framleiða fryst grænmeti. „Er þetta tiltölulega nýr iðnaður þar, en gefst ákaflega vel. Grænmetið er ljúffengt og hefur ekki tap- að við frystunina neinu af bætiefnum sínum.“ Nefnt var að fryst grænmeti væri tilvalið fyr- ir sjúkrahús, gistihús og skip. „Ef við gætum flutt þessa vöru inn myndi hún breyta mjög til bóta mataræði okkar, en í þessu efni veltur allt á gjaldeyriseign okkar, hvort við höfum ráð á því að kaupa þessa ágætu vöru til lands- ins.“ 1967: Hægri og vinstri? Ekki voru allir sammála um nauðsyn þess að skipta yfir í hægri umferð. Í Alþýðu- blaðinu 7. febrúar 1967, rúmu ári áður en breytingin átti að taka gildi, birtist lesendabréf þar sem sagði að 800 millj- ónir manna hefðu vinstri umferð og að við hefðum engan ávinning af þessu brölti nema slysfarir og hörmungar. Bréfritari sagði að allir virtust vera á móti þessu og enginn gæti komið auga á hvaða tilgangi þetta þjónaði. Hann skoraði á fólk að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu svo að hægt yrði að stöðva þessa framkvæmd. 1976: Fjarritar til heimilanna Morgunblaðið sagði 7. febr- úar 1976 frá skýrslu þar sem birt var „spá um tækniþróun á rafeindasviði hér á Íslandi og er þar m.a. rætt um raf- eindatæki til heimilisnota og skemmtunar“. Því var spáð að litsjónvarpið yrði mikilvæg- asti miðillinn fyrir skemmtiefni en að fleiri sjónvarpsdagskrár yrðu þó ekki komnar fyrr en eftir miðjan níunda áratuginn (Stöð 2 tók til starfa 1986). „Búast má við því að þörf fyr- ir lítil, flytjanleg sjónvarpstæki fari vaxandi,“ sagði í skýrslunni. Og þar var óljós spá um Internetið: „Til greina kemur einnig að dreif- ing upplýsinga um fjarrita til heimilanna verði staðreynd innan ekki mjög margra ára. Kæmi þessi nýi fjölmiðill í stað núverandi dagblaða að miklu eða öllu leyti.“ TÍÐARANDINN Á TUTTUGUSTU ÖLD „Borgarljósin, City Lights, hin fræga mynd Chaplins, er mest umtal hefur vakið í heiminum síð- astliðið ár.“ Þannig var þessi fræga kvikmynd auglýst í Morgunblaðinu 7. febrúar 1932, en þá var hún sýnd í Nýja bíói í Reykjavík. „Aðdáun sú er mynd þessi hefur hlotið á ekki rót sína að rekja til skrautsýninga eða íburðar. Ekki til galdraverka ljósmyndarans eða því líks. Það er eins og Chaplin hafi með vilja forðast allan íburð til þess að reyna hvort list hans sjálfs sé ekki nægi- lega mikils virði til þess að bæta áhorfendunum þetta upp og viðtökurnar hafa sýnt að honum var þetta óhætt. Myndin verður ógleymanlegt listaverk öllum þeim er hana sjá.“ J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.