Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 BÓK suður-afríska rithöfundar- ins Marlene van Niekerk Triomf var nýlega gefin út á ensku í fyrsta skipti, en van Niekerk þykir þar takast einkar vel upp með að draga fram róstur- kennda mynd af útslitinni suður- afrískri sveita- fjölskyldu sem á í miklum erfiðleikum með að laga sig að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Triomf, sem var frumraun van Niekerk, kom fyrst út í Suður-Afríku fyrir tíu árum – á sama tíma og fyrstu lýðræð- islegu kosningarnar voru haldnar í landinu í kjölfar loka aðskilnaðar stefnunnar. Sögu- sviðið í Triomf er Sophiatown, staður sem hafði mikil áhrif á þróun mála í landinu á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, en bókin hefst í október 1993 er kosningarnar nálgast óð- fluga. Afvopnun Íraks HANS Blix, sem flestum er ef- laust best kunnur sem fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits Sam- einuðu þjóðanna, hefur sent frá sér bók um að- draganda Írakstríðsins. Bókin nefnist Disarming Iraq: The Search for Weapons of Mass Destruct- ion, eða Af- vopnun Íraks: Leitin að ger- eyðingarvopn- unum eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Líkt og heiti bókarinnar gefur til kynna fjallar Blix þar m.a. um ferð vopnaeftirlitsnefndarinnar til Írak haustið 2002, en þá voru fjögur ár liðin frá því eftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna voru þar síðast á ferð. Stjórn George Bush, Bandaríkja- forseta, sagði þá nefndina ekki fá að vinna störf sín í friði og bendir Blix í skrifum sínum á að margir nánustu samstarfs- menn forsetans hafi ekki viljað að Saddam Hussein leyfði nefndinni að sinna störfum sín- um, auk þess sem hann lýsir því hvernig Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, sann- færður um réttmæti fullyrðinga leyniþjónustumanna, reyndi aft- ur og aftur í aðdraganda stríðsins að fá Sameinuðu þjóð- anna til að álykta um málið að nýju. Dýrslegt eðli FYRSTA smásagnasafn Hannah Tinti Animal Crackers þykir heillandi lesning, og er höfund- urinn sagður hafa náð að vefa þar saman góða spennusagna- hefð og tilraunakenndan prósa sem skipar bókinni í raun í al- veg sérstakan flokk. Sögurnar tengjast innbyrðis með notkun Tinti á dýrum til að kanna frekar hinar ýmsu mannlegu tilfinningar. Í sögunni Gallus Gallus er vandamálum hjóna til að mynda lýst með slæmri með- ferð eiginmannsins á verð- launahana sem er í miklu uppá- haldi hjá konu hans. Með því að tengja sögupersónur sínar svo náið við dýraríkið þykir Tinti takast einkar vel að sýna fram á frumeðlið sem finna má undir jafnvel snyrtilegasta glæsi- klæðnaði. ERLENDAR BÆKUR Í aðdraganda kosninga Hans Blix Marlene van Niekerk Þ au skipti sem athygli mín er nokkurn veginn óskert í skoð- anavaðli og afstöðukaupmennsku upplýsingasamfélagsins, verður mér stundum á að undrast hversu auðveldlega menn kok- gleypa án umhugsunar skoðanir sem aðrir hafa komið sér upp til að þjóna sínum hagsmunum. Aldrei verða undrunarefni af þessari sort fleiri en þegar kosningabarátta ríður röftum samfélagsins. Þannig hefur mér t.a.m. þótt undarlegt í að- draganda tvennra sveitarstjórnarkosninga að einungis stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi talað á móti grjótnámi í Geld- inganesi og einungis stuðningsfólk R-lista hafi talað með því. Er allt dæmt til geldingar sem varðar þetta lítilsiglda nes? Nú er Geldinganesið enn og aftur orðið bit- bein og það á miðju kjörtímabili. Sú fregn barst í vikunni að samstaða væri um að sam- eina í eitt fyrirtæki hafnirnar í Reykjavík, á Akranesi, Grundartanga og í Borgarnesi. Jafnframt skyldi hætt við svokallaða Geld- inganesshöfn, enda ljóst að hún yrði aðþrengd. Í Kastljósþætti í vikunni höfðu þær sest til skrafs andspænis hvor annarri, Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) og Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir (R). Tilefnið var að ný hugsun hafði brotist upp á yfirborðið í málefnum Reykja- víkurborgar og hafnarinnar og hlotið víðtækan stuðning. Fréttin um sameiningu hafnanna er vita- skuld mikið fagnaðarefni og leysir væntanlega margvíslegan vanda. Samtal þeirra stallsystra hófst enda ósköp elskulega, nú var tími til að gleðjast að því er ætla mátti, og leggjast á eitt um að beita skynsemi og koma skikki á hlut- ina. En, nei; það var ekki því að heilsa. Þær fjandvinkonurnar duttu nær umsvifalaust ofan í pytt hins steingelda pólitíska karps, þar sem deiluaðilar arta sig eins og þeim beri að vinna til stiga fyrir sitt lið í íþróttakeppni. Þarna svömluðu þær í blindni og tróðu hvor aðra nið- ur í svaðið á víxl, uns umræðuefnið var orðið bæði fáránlegt og óskiljanlegt. Fyrir framan sjónvarpsskjáina heima fyrir sátu svo vænt- anlega stuðningsmenn hvorrar um sig og skráðu stigin í huga sínum eins hlutdrægt og frekast var unnt. Auðvitað er svona sjónvarpshasar með öllu gagnslaus og engum til sóma, og nær að ætla að hann valdi fremur skaða. Framganga á borð við þá sem sjá mátti í umræddum Kast- ljósþætti horfir að minnsta kosti ekki til fram- fara og ekki sæmir hún lýðræðinu. Má jafnvel ætla að svona leikbrúðusprikl geri almenning frábitinn lýðræðinu. „Sannleikurinn er lygi“, er staðhæfing sem var Pablo Picasso afar kær og er óþægilega nösk lýsing á svonefndri stjórnmálaumræðu hér á landi eins og hún gerist verst. Þjark þeirra Steinunnar Valdísar og Hönnu Birnu er því miður ekkert eins- dæmi. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir til þess að þoka framfaramálum áleiðis, en hitt er verra að talsmenn stjórnmálaflokka eiga það allt of oft til að líkjast meir glötuðum sálum sem hafa gengið í geldingabjörg flokkshollust- unnar og tala aldrei öðru vísi en sem vélrænn endurómur af meginhugsun flokksins síns. Vald er þeim mikilvægara en heilindi. Þess vegna örlar svona sjaldan á sjálfstæðri hugs- un, furðulítill vottur finnst um sköpunargáfu, naumast hæfileiki til þess að rökræða með virðingu fyrir andstæðingnum, hvað þá að vart verði hæfileikans til þess að horfa til víðara samhengis. Með þessu háttarlagi er lýðræðið lítillækkað; talað er niður til kjósenda, sem er reyndar ekki alls varnað, eins og stjórnmála- menn hafa stundum mátt þola – sjálfum sér til hinnar mestu furðu. FJÖLMIÐLAR Ó GÆFU VORRAR GELDINGANES! Framganga á borð við þá sem sjá mátti í umræddum Kast- ljósþætti horfir að minnsta kosti ekki til framfara og ekki sæmir hún lýðræðinu. Á R N I I B S E N Við daglega iðkun innhverfrar íhugunar, upplifir iðkandinn tæra vitund, kyrrláta uppsprettu orku og greindar, sem liggur til grundvallar starfsemi hugans. Huganum opnast ótakmarkað grunneðli sitt. Með tím- anum verður upplifun þessi fyllri og greinilegri við reglulega iðkun inn- hverfrar íhugunar. Maharishi lýsir tærri vitund sem sviði allra mögu- leika, uppsprettu orku og greindar. Innhverf íhugun Íslenska íhugunarfélagið var stofnað árið 1974 sem hluti af al- þjóðahreyfingu Maharishi Mahesh Yogi. Íhugunarkerfi Maharishi, inn- hverf íhugun, er einhver áhrifarík- asta tæknin sem völ er á til að öðl- ast djúpa slökun og uppræta streitu. Innhverf íhugun, sem er iðk- uð af rúmlega fjórum milljónum manna um allan heim, er einföld og auðveld huglæg tækni. Áhrifa- máttur hennar hefur fengist stað- festur í ljósi fjölda vísindarann- sókna sem margar hverjar hafa birst í virtum vísindatímaritum. Shikar Þau trúarbrögð sem öðrum frem- ur grundvallast á valdi gurusins, rekja upphaf sitt til loka 14. aldar í því ríki sem þá hét Punjab og ligg- ur á mörkum norð-vestur Indlands og Pakistans. Á þeim tíma átti sér stað mikil blöndun múslíma og hind- úa í Punjab og varð þar til þessi trúarhreyfing sem kallast shikismi. Það er kannski á mörkunum að hægt sé að flokka shika meðal ann- arra nýtrúarhreyfinga, a.m.k. ef miðað er við 200 ára regluna. En hér er um ný trúarbrögð að ræða sem náðu endanlegri mótun á ný- öld. Stofnandi hreyfingarinnar var gúrúinn Nanak (1469–1539) sem einbeitti sér að því að leita uppi og skilgreina nærveru guðs í lífinu hér og nú. Ananda Marga Hreyfingin var stofnuð í Bihar á Indlandi árið 1955. Stofnandi og gúrú hennar er Shrii Anandamurti. Hreyfingin nær nú um allan heim og er mjög vel skipulögð og vand- lega stýrt. Nýir meðlimir eru teknir inn í gegnum kynni af eldri fé- lögum. Hreyfingin leggur mikla áherslu á hugleiðslu, yoga. Í hug- leiðslunni er notuð töfrum hlaðin setning (mantra). Hún er endurtekin oft til að hreinsa meðvitundina og undirbúa farveginn fyrir það sem kallast æðri meðvitund. www.speki.net Ýmis speki Morgunblaðið/Ásdís Heimurinn skoðaður. ÝMIS SPEKI I Don DeLillo benti á það í skáldsögu sinni MaoII, sem kom út árið 1991, að hryðjuverkamenn hefðu tekið við því hlutverki af skáldsagnahöf- undum að breyta innra lífi menningarsamfélaga. Og það er satt að segja auðvelt að trúa þeim orð- um, að minnsta kosti virðist varla vera hægt að sinna mörgum jafn fánýtum störfum nú um stundir og að skrifa skáldsögu. Að setja orð á hvítan pappír um tilbúnar sálir, um mannlegar tilfinningar, um ástand heimsins, um hugmynda- líf samtímans – lýsingin ein hljómar meira að segja innantóm. Nei, sennilega er ekki hægt að hugsa sér neitt jafn fánýtt og að skrifa skáldsögu þegar ógnarverkin hafa talað. Skáldsagan verður meira eins og sníkjudýr á tímanum, á lesendum, á fjölmiðlum, í mesta lagi eins og pirrandi kláði. II En sennilega varir þetta ástand einungis umstutta stund. Áður en langt um líður verðum við búin að taka skáldsöguna í sátt á ný. Hún mun halda áfram því verkefni að varpa ljósi á menningu okkar og samtíma en ólíklegt er að hún muni fá einhverju breytt sem máli skiptir. Skáld- sagan er, eins og allt prentað mál um þessar mundir, algjörlega áhrifalaus miðill, hún er sak- laust listform, erkitýpískt tákn sem er orðið svo inngróið í okkur að það er löngu hætt að koma á óvart. Það var rétt hjá DeLillo að það eru ekki skáldverkin sem tala nú heldur ógnarverkin, og þau tala mál sem við fáum engan veginn skilið, sem kemur okkur alltaf á óvart. Einmitt vegna þess eru ógnarverkin öflugasti og áhrifamesti mið- ill samtímans. Ólíkt skáldsögunni breyta þau því hvernig við hugsum, hvernig við tölum, hvernig við hegðum okkur, hvernig við lifum lífinu. Það er ekkert eins og það var eftir ógnarverkið. Það er allt eins og það var eftir skáldverkið. III En við munum samt sem áður halda áframað deila um þetta listform, við munum samt halda áfram að tala um það hvernig best sé að lýsa þessum áhrifum af ógnvarverkunum, hvernig best sé að orða á hvítum pappír það sem við ekki skiljum. Og alltaf skal einn og einn maður skjóta upp kollinum sem orðar hlutina á einhvern þann hátt að okkur finnst við sjá í gegnum móðuna. DeLillo er sannarlega einn af þeim höfundum. Hann er með loftnetið uppi. Hann er strákpjakk- urinn sem stendur upp úr þvögunni öllum á óvart, bendir á keisarann og segir hátt og snjallt: Þú ert allsber! Og það er einmitt málið. Ef skáld- sagan hefur eitthvert hlutverk í samtímanum þá er það að afhjúpa blindu samtímans á sjálfan sig, að rjúfa þögnina sem samþykkir alla vitleysuna ... að benda og segja, svona eru hlutirnir í raun og veru. IV Stendhal sagði að skáldskapur væri spegillsem ferðast væri með eftir alfaraleið. Spegill- inn er sennilega raunsæjasti miðill sem til er. Þeg- ar sprengjur hafa verið sprengdar þar sem þús- undir manna fara daglega um í sakleysi sínu þarf að líta á hlutina með raunsæjum hætti. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort nokkur maður þolir að sjá það sem spegillinn sýnir okkur eftir það sem á undan er gengið. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.