Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S . EFNI Immanúel Kant skrifaði litla bók sem heitir Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni en hún átti eft- ir að hafa gríðarlega mikil áhrif á siðfræði seinni tíma. Nú hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson þýtt bókina á íslensku. Krist- ján G. Arngrímsson ræðir við hann. Don DeLillo er einn af fremstu rithöfundum Bandaríkj- anna um þessar mundir. Þröstur Helgason skrifar um nýjustu skáldsöguna hans, Cosmopolis, en hún er skrifuð í skugga at- burðanna 11. september 2001. Bláa gullið er umfjöllunarefni Rúríar um þessar mund- ir. Súsanna Svavarsdóttir ræðir við hana um list hennar og eftirmál Feneyjabíennals- ins sem hún tók þátt í fyrir hönd Íslands á síðasta ári. Franz Liszt er einn af mestu píanósnillingum fyrr og síðar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir rifjar upp sögu Liszt og fjallar um tónmyndum hans. FORSÍÐUMYNDIN er af hluta verks eftir Hörð Ágústsson sem nú heldur sýningu í anddyri Hall- grímskirkju á myndaröð er hann nefnir „Myndflokkur um mannsson“. Þ að var vægast sagt vandræða- legt að fylgjast með ágætum útvarpsstjóra, Markúsi Erni Antonssyni, halda því fram í Kastljósi í vikunni að Rík- isútvarpið/Sjónvarp sé ekki á nokkurn hátt að bregðast skyldu sinni sem einn af mátt- arstólpum íslenskrar menningar. Útvarps- stjóri getur með nokkrum rétti varið góðan málstað þar sem í hlut á menningarleg dag- skrárgerð Rásar 1, fréttaskýringarefni út- varps og frumkvöðlastarf Rásar 2 við að kynna, miðla og varðveita nýgilda tónlist. Þegar hins vegar kemur að hlut Sjónvarps- ins – sterkasta og mikilvægasta miðils landsins – varð þessum rabbhöfundi ósjálf- rátt hugsað til keisarans og nýju fatanna. Eitt mikilvægasta hlutverk ríkisrekins Sjónvarps er að safna heimildum um sam- tímann eins og hann er á hverjum tíma. Næst í röðinni kemur að hvetja til lýðræð- islegrar umræðu með því að vera gagn- rýnið og kryfjandi á þau málefni, sem ber hæst hverju sinni – leiða áhorfendur inn á nýjar og áður óþekktar brautir. Metnaður stjórnenda svo kraftmikils miðils hlýtur jafnframt að standa til þess að hann verði uppvaxtarstöð fyrir hæfileikafólk í fram- leiðslu, dagskrárgerð, listum, blaða- mennsku og jafnvel fræðimennsku. Hvað verður til í gagnasafninu árið 2024 þegar við viljum skoða svipmynd af ís- lenskri menningu eins og hún var árið 2004? Gætum við til dæmis fengið sæmi- lega heildstæða mynd af menningarlegum frumkröftum eins og Smekkleysu, Sigur Rós eða Björk – myndum við í gegnum heimildaöflun Sjónvarpsins geta séð hvern- ig íslensk myndlist var í upphafi 21. aldar, hvernig Listahátíð í Reykjavík eða borg- arhátíðir fóru fram, hvaða hönnun fólk var að sýsla við, hvers konar mannlífsflóra fannst í byggðum landsins? Ég leyfi mér jafnvel að efast um að Sjónvarpið hafi fest Sinfóníuhljómsveit Íslands almennilega á filmu nema á einstaka hátíðartónleikum, sem segja okkur afar lítið um fólkið og framtíðarsýn þessa óskabarns þjóðarinnar, sem RÚV tekur meira að segja þátt í að reka. Við hefðum ef til vill dágott úrval fólks í viðtalsþáttum, sem væri að segja okkur frá því hvað hefur átt sér stað, muni eða ætti að gerast; hafsjór af talandi höfuðum í myndveri sem skiptast á skoðunum, segja okkur fréttir eða laufléttar skemmtisögur á laugardagskvöldum. Allt harla gott til af- þreyingar en þunnur þrettándi í dýpri skilningi. Miðað við núverandi dagskrár- stefnu er Spaugstofan sá spegill sem við helst getum horft í eftir 20 ár. Ég ætla ekki að rekja þessi dæmi lengra. Það sem er þó hvað ergilegast í þessu máli er að enn og aftur virðast menn reyna að draga gagnrýni á meint menningarleysi Sjónvarpsins niður á gamalkunnugt plan. Þetta er gert með því að stilla upp menn- ingunni gegn íþróttum; hinum hatrömmu andstæðingum og keppinautum um dag- skrárkrónurnar dýrmætu. Með því að fá menningarliðið til segja að of vel sé gert við íþróttaliðið – er auðvelt að úthrópa það fyrrnefnda sem kverúlanta og anti- sportista um leið og veifað er áhorfstölum, kostunartölum, vottorði frá SÁÁ, Tóbaks- varnarnefnd, Barnaheill og Guð veit hvaða tölfræði um forvarnargildi, mannrækt- argildi, að ég segi ekki trúarlegt gildi – íþrótta. En hefur menningarliðið eitthvað til síns máls þegar það kvartar undan ójafnri stöðu gagnvart íþróttaliðinu? Lítum á forgangsröðunina eins og hún birtist áhorfendum í Sjónvarpi allra lands- manna. Útsendingar frá Evrópumóti í fót- bolta er þjóðarviðburður. Sáluhjálparatriði fyrir íslenska menningu eru einnig sumar- og vetrar-ólympíuleikar, heimsmeist- arakeppni, undanúrslit, riðlakeppni, smá- þjóðakeppni, Formúla 1, NBA, enski bik- arinn, þýski bikarinn, sá ítalski, spánski, Mörk vikunnar, Mjólkurbikar, Mysubikar, bara einhver BIKAR... Rabbhöfundur hef- ur í gegnum árin átt í nokkrum fjörlegum rökræðum við forsvarsmenn íþróttadeildar Sjónvarpsins og stuðningsmenn þeirra – og þekkir því röksemdir þeirra herbúða harla vel. Og þetta er eflaust allt saman rétt. Menn snúa sig á fæti og hendi, þjálfarar eru reknir og endurráðnir, liðsmenn hand- teknir fyrir kynferðislegt ofbeldi, lið eru keypt og seld. Íþróttir eru einfaldar. Menn keppa að settu marki, bera sig saman við þá bestu, úrslitin liggja fyrir. Hvernig getur menningin keppt við svo safaríkt fréttaefni? Staðreyndin er sú að fréttamenn elska tvennt: átök og tölur. Góð frétt þarf helst að innibera hvort tveggja. Hér tapar menningin svo sannarlega hverjum einasta kappleik sem háður er um mínúturnar í fréttatímanum – og ekki nema von. Sjáið fyrir ykkur að íþrótta- fréttamaðurinn í lok kvöldfrétta sem á hverju kvöldi segir 4–5 íþróttafréttir – um- breytist í menningarfréttamanninn. Þá gætu kynningarnar verið einhvern veginn svona: ,,Ljóðabók Ingibjargar Haralds- dóttur inniheldur 30 ljóð. Útgáfustjóranum var skipt út í miðri bók, en henni tókst þó að ljúka bókinni á mettíma og vinna bók- menntaverðlaunin í ár.“ – eða – ,,Ólafur Elíasson er í óða önn við að undirbúa stærstu sýningu sem hann hefur haldið til þessa. Hún krefst meira rafmagns en nokk- ur önnur sýning og mun því eflaust slá öll aðsóknarmet.“ Það er rétt að geta þess sem vel er gert: Mósaík er vel unninn og metnaðarfullur þáttur – en einn og sér nær hann ekki að vera aflausnari Sjónvarpsins í menningar- málum. Í brennidepli og Pressukvöld standa ágætlega fyrir sínu. Kastljósfólk er flest afburðafínt sjónvarpsfólk. En hvar eru heimildarþættirnir um stóru tíðindin í okkar samtíma, leikna efnið og stuttmynd- irnar, framleiddu menningarþættirnir sem bjóða upp á meira en að viðmælandi mæti með kassagítar í föstudagsþáttinn, hvar er spegillinn á samtímann? Á vel þekktu lík- ingamáli vina minna á íþróttadeildinni – þá hefur þetta verið hikandi sókn, klaufaleg fyrirgjöf og stöngin út. Menning er ekki alltaf fréttnæm – frekar en íþróttirnar – og þegar síðasta frétt og sýning undir kreditlista kvöldfrétta er að verða einn sterkasti vettvangur lifandi heimildavinnslu um íslenska menningu – þá er fokið í flest skjól. Það er ekkert annað en vísir á einhvers konar helför menningar- legrar varðveislu og miðlunar í þessum sterkasta miðli landsins. Hér er kallað eftir nýrri hugsun og dirfsku. RÚV hefur um allt of langt skeið verið eins og villuráfandi munaðarleysingi sem hvergi á raunverulegt skjól. Það skort- ir pólitískt þor til að taka á málum; setja allt undir og móta skýra framtíðarstefnu fyrir þennan riðandi máttarstólpa íslenskr- ar menningar. STÖNGIN ÚT RABB S V A N H I L D U R K O N R Á Ð S D Ó T T I R skonn@mi.is JÓHANN SIGURJÓNSSON HEIMÞRÁ Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, – hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. – Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Jóhann Sigurjónsson (1880–1919) varð þekktur víða um Evrópu fyrir skáldverk sín sem voru í anda nýrómantíkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.