Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 7
Þ
að voru oftast tónskáldin sjálf
sem fluttu verk sín fyrr á tím-
um og fengu þá stundum
sæmdarheitið virtúósar. Þetta
hefur mikið breyst og nú fást
tónskáldin við tónsköpun en
hljóðfæraleikarar og söngvar-
ar flytja verk þeirra og túlka.
Þessi þróun hefur átt sér stað á löngum
tíma. Þegar tónskáld flytur verk sín er það
beintengt við sköpunarverk sitt og táknmál
tónlistarinnar þ.e. nóturnar eru ekki dulkóð-
aðar eins og hljóðfæraleikarar hafa stundum
á tilfinningunni þegar þeir fást við tónverk
hvort sem það er gamalt eða nýtt. Í viðleitni
sinni til þess að nálgast innihald tónverksins
verður flytjandinn að tileinka sér hvað vakti
fyrir tónskáldinu, geta í eyðurnar og láta
það síðan streyma í gegnum sína eigin
skynjun eða flæði. Ekki skal fullyrt neitt um
það hvort er vænlegra til árangurs, en víst
er að nálgunin hlýtur að verða ólík. Sá sem
eyðir stórum hluta tíma síns í að ná góðum
tökum á hljóðfæri sínu hefur það forskot að
vera mjög hæfur hljóðfæraleikari og þess
vegna ætti túlkun verksins ekki að líða fyrir
tæknilegar takmarkanir. Það er svo nálgun
flytjandans og auðmýkt gagnvart verkinu
sem ræður því hvort túlkunin verður sann-
færandi. Ef til vill hafa flytjendur ekki mis-
munandi stíl heldur eru þeir einungis mis-
langt frá verkinu sjálfu. Víst er að
flytjendur bera ekki allir jafnmikla virðingu
fyrir tónverkunum sem þeir flytja og falla
stundum í þá gryfju að baða sig í þeim til að
sýna tæknilega yfirburði sína á hljóðfærið.
Slíkt getur vissulega verið mjög áhrifaríkt
og nánast ofurmannlegt þótt eitt og sér
skilji það ef til vill lítið eftir nema hrifningu
augnabliksins. Sá hljóðfæraleikari er lán-
samur sem lærir að heyra eigin rödd og
gera hana samhljóma verkinu.
Goðsögnin um Liszt og snilli hans
Franz Liszt var ef til vill fyrsti píanóleik-
arinn sem þótti vera virtúós. Hann var
gjarnan kallaður Örninn við hljóðfærið og
hefur tilkomumikið nef hans án efa haft þar
sitt að segja. Hann var mikið glæsimenni og
margir þekkja sögurnar af því þegar konur
féllu í yfirlið þegar þær hlustuðu á hann
spila og geymdu jafnvel ómerkilegustu hluti
innanklæða sem meistarinn hafði snert. Carl
Czerny, nemandi Beethovens, heyrði Franz
Liszt leika á píanó árið 1819, þá átta ára, og
lýsir því svo: „Hann var fölur og viðkvæmn-
islegur. Þegar hann lék hallaðist hann eins
og drukkinn í stólnum og ég hélt á hverri
stundu að hann myndi detta í gólfið! Leikur
hans var fullkomlega ójafn, skeytingarlaus
og án allrar stefnu. Hann hafði svo litla
þekkingu á fingrasetningu að hann hentist
til og frá um hljómborðið. Samt sem áður
var ég nær orðlaus af undrun yfir þeim gríð-
arlegu hæfileikum sem honum voru gefnir.
Ég lét hann lesa nokkur verk af blaði og það
gerði hann af tilfinningunni einni saman. Þá
varð mér ljóst að hann hafði til að bera
óvenjulega hæfileika og var efni í mikinn pí-
anista. Ég vissi af reynslunni að þeim sem
er gefin snilligáfa, sem er þroska þeirra
æðri, hættir til að vanrækja hana.“ Carl
Czerny tók Liszt ungan í læri og sagði síðar:
„Það var afar mikilvægt að byggja upp og
styrkja tækni hans svo vel að engin hætta
yrði á því að hann freistaðist til að falla aft-
ur í gryfju fyrri mistaka. Hann lærði verk á
stuttum tíma og varð afburðagóður í því að
lesa af blaði (prima vista). Hann var fær um
að leika mjög erfið verk þannig að þau
hljómuðu eins og hann hefði æft þau í lengri
tíma.“ Það hefur án efa verið mikið lán fyrir
Franz Liszt að komast til kennara sem kom
auga á gáfur hans, en um leið kunni að aga
hann og þroska. Hæfileikar Liszts til þess
að leika verk sem hann hafði aldrei séð voru
einstakir. Sagan af því þegar hann las pí-
anókonsert Griegs af blaði er vel þekkt, en
söguna af því þegar þeir hittust í fyrsta sinn
þekkja færri. Grieg fór á fund Liszts og
hafði með sér eina af fiðlusónötum sínum.
Um fund þeirra sagði hann: „yður ber að
hafa í huga að Liszt hafði aldrei hvorki
heyrt né séð sónötuna. Þar að auki var verk-
ið með fiðlurödd til viðbótar við píanórödd-
ina. Og hvað gerði Liszt? Hann lék allar
raddirnar bæði fiðlu og píanó og þar að auki
með fylltum hljóm og sannfærandi. Hann
lék bókstaflega á allt hljóðfærið samtímis og
missti ekki úr nótu, og hvílík spilamennska!
Allt með reisn, snilli og undraverðum skiln-
ingi. Ég gat ekki annað en hlegið, hlegið
eins og barn“.
Velgengnin sóttist eftir honum
Í hugum margra var Liszt andhetja og
rómantísk goðsögn. Til voru píanistar og svo
var það Franz Liszt. Hann var einstakur og
umdeildur. „Að vera frábrugðinn öllum öðr-
um,“ sagði Hallé eitt sinn um hann „að láta
sér fátt um finnast hvernig aðrir lifa lífinu,
virðist vera takmark hans og tilgangur.“ Að-
eins Wagner fékk álíka mikla athygli og
Liszt og þótt hann væri aðeins tveimur ár-
um yngri átti Liszt síðar eftir að verða
tengdafaðir hans þegar Wagner gekk að
eiga dóttur hans Cosimu. Allt sem Liszt tók
sér fyrir hendur var fréttnæmt. Allir keppt-
ust við að skrifa um hann og hann gaf þeim
vissulega góðan efnivið. „Liszt sóttist aldrei
eftir velgengni,“ sagði Berlioz einhverju
sinni, „velgengnin sóttist eftir honum!“ Fyr-
ir daga Franz Liszt léku píanóleikarar ekki
heilar efnisskrár á tónleikum án þátttöku
annarra tónlistarmanna. Hann varð því
fyrstur allra píanista til að halda einleiks-
tónleika. Efnisskrá hans var fjölbreytt. Auk
eigin verka flutti hann verk samtímamanna
sinna, Chopins, Schumanns og Mendels-
sohns auk verka Beethovens, Schuberts og
Bachs. Einnig var Liszt víðfrægur fyrir um-
ritanir sínar sem þóttu afar glæsilegar.
Verk hans gáfu píanótónsmíðum og píanó-
tækni nýja vídd og þóttu þau vera mun
meira krefjandi en áður hafði þekkst. Það
var ekkert sem Liszt gat ekki gert á píanó-
ið. „Í samanburði við hann,“ sagði Anton
Rubinstein „erum við öll börn“. Hann hafði
sömu þýðingu fyrir píanótækni og píanóleik
og Paganini hafði haft fyrir fiðluleik. Það
var einmitt þegar Liszt heyrði Paganini
leika á fiðlu, þá sextán ára, að hann strengdi
þess heit að verða jafnfær á píanóið og Pag-
anini var á fiðluna. Saint-Saens skrifaði árið
1893, skömmu eftir dauða Liszts: „Áhrif
hans á komandi kynslóðir píanóleikara eru
óviðjafnanleg. Ég get aðeins líkt þeim við
áhrif Victors Hugo á franska tungu. Þær
miklu framfarir sem urðu í tónmyndun og
hljómgæðum fyrir hans tilstilli eru stór-
brotnar og eiga eftir að hafa áhrif um
ókomna tíð.“
Miklvægi tónmyndunar á píanó
Það er víða mikið skrifað um þann mikla
og fyllta hljóm sem Liszt bjó yfir og ef til
vill eru það einmitt gæði tónsins sem píanó-
leikarar laða fram úr hljóðfærinu sem skilur
þá að hvern frá öðrum. Til að mynda var
Edwin Fischer víðfrægur fyrir sinn breiða
syngjandi píanótón, Gilels þótti hafa ein-
staklega ljóðrænan tón og Gieseking var
þekktur fyrir óvenjulega glitrandi tón sem
hafði mikið „klang“. Árni Kristjánsson hafði
einn fegursta tón á hljóðfærið sem ég hef
heyrt og það var töfrum líkast hvaða blæ-
brigði honum tókst að laða fram með leik
sínum. Saint-Saens sagði um Liszt: „minn-
ingin um píanóleik hans er mér eilíf huggun
og gerir mér það bærilegt að vera ekki ung-
ur lengur“. Án efa hefur Liszt haft mikil
áhrif á mótun píanóleikara og víst er að
mikilvægi tónmyndunar á píanó verður seint
ofmetið. Það verður ekki hjá því komist að
gefa henni gaum þegar leikið er á strengja-
hljóðfæri, þar sem hver nóta er mynduð svo
að segja frá grunni. Bæði þarf strengjaleik-
arinn að huga að því nótan sé rétt staðsett á
gripbrettinu til að hún sé hrein og svo þarf
hann að huga náið að samhæfingu strengs,
boga og vibratós til þess að gefa tóninum
blæbrigði og fegurð. Á píanóinu er búið að
stilla strengina og fyrir framan píanóleik-
arann eru margir tugir hvítra og svartra
lykla. Hver þeirra er lykill að ákveðinni
nótu sem heyrist um leið og slegið er. Nót-
urnar eru því réttar manni upp í hendurnar,
svo að segja, en þar með er ekki öll sagan
sögð. Þar sem auðveldara er að fá nótuna til
að hljóma á píanóinu en á strengjahljóðfær-
inu er mögulegt að fara þá leiðina að láta
hjá líða að hlusta með gagnrýni á tóninn.
Það hefur alltaf verið eðlilegra í mínum
huga að hugsa um píanóið sem strengja-
hljóðfæri en ekki ásláttarhljóðfæri. Það hef-
ur áhrif á nálgunina og ef höfð er í huga
tónfegurð og tónmyndun strengjahljóðfæra
hefur það sitt að segja í baráttunni við að
láta píanóið hljóma fallega. Það er erfitt að
lýsa því nákvæmlega hvað hefur áhrif á
þann tón sem píanóleikarinn skapar. Að
heyra fyrir sér ákveðinn hljóm áður en nót-
an er sleginn vegur þar þungt. Hljómurinn
verður þannig fyrst til í ímyndunaraflinu
sem hefur síðan áhrif á það hvernig höndin
nálgast nótuna. Hraði hennar og þungi
skipta máli og einnig það hvort slegið er
beint niður eða í átt að strengjunum með
dálítilli hnoðhreyfingu sem gerir tóninn
mýkri og meira syngjandi. Þessi tegund
innri hlustunar og samstillingar hljóms og
handar er grunnurinn að tónmyndun píanó-
leikarans. Það hefur mikið að segja að pí-
anónemendur umberi ekki grófan tón hjá
sjálfum sér, sem er ekki samboðin tónlist-
inni, til þess að þeir geti tileinkað sér fal-
legan tón á hljóðfærið. Á sama hátt og engir
tveir tónlistarmenn túlka sama verkið ná-
kvæmlega eins eru engir tveir píanóleikarar
með nákvæmlega sama „tóninn“, þótt erfitt
geti verið að setja fingurinn á hvað það er
sem veldur því. Fram að tímum Franz
Liszts hafði sú píanótækni ráðið ríkjum sem
krafðist þess að píanóleikarinn sæti hreyf-
ingarlaus við hljóðfærið með olnboga þétt
upp að líkamanum. Aðeins nauðsynlegar
hreyfingar framhandleggs voru leyfðar og
handarbakið átti að vera alveg kyrrt. Arthur
Schnabel lýsir píanótíma úr bernsku sinni
þannig: „settur var silfurpeningur á hand-
arbak mitt á meðan ég lék eina Czerny-
æfingu og ef mér tókst að halda honum þar
fékk ég að eiga hann. Nú hef ég breytt
handstillingu minni svo mikið að ég ætti í
mestu vandræðum með að leika örfáar nótur
án þess að glopra peningnum niður. Ég hef
ekki trú á því að leika með hreyfingarlausri
hendi en líklega hafa byrjendur gott af því.“
Kennari hans síðar var Leschetizky og hann
var honum sammála: „gefið eftir og látið
handlegginn ráða ferðinni, líkt og knapinn
sem fylgir hreyfingum reiðskjóta síns“.
Liszt krafðist virðingar sem listamaður og
þótti stundum ósvífinn í þeirri viðleitni
sinni. Einhverju sinni á tónleikaferð í St.
Pétursborg hitti hann hershöfðingja sem
spurði hann hvort hann hefði ekki einhvern
tímann verið í hernum. Liszt svaraði: „Nei,
herra minn, hefur þú einhvern tímann leikið
á píanó?“ Það má velta því fyrir sér hvort
færni Franz Liszts hafi haft þá yfirburði
sem sagan segir og hvernig píanisti hann
þætti á okkar tímum. Það væri vissulega
ómetanlegt að geta hlustað á leik hans á
upptöku, en hann lést skömmu áður en sú
tækni kom til sögunnar. Til er upptaka á pí-
anórúllu, þar sem Brahms leikur nokkra
takta úr Ungverskum dansi sínum og lengi
hafa verið á kreiki sögusagnir um að ein-
hvers staðar sé til rúlla með leik Frans
Liszts. Líklegast eru þær sögusagnir byggð-
ar á óskhyggju því að upptakan hefur aldrei
komið fram. Liszt verður því ávallt sveip-
aður dulúð og goðsögnin um yfirburði hans
og snilli aldrei hrakin.
GOÐSÖGNIN UM LISZT
Höfundur er tónlistarmaður.
Franz Liszt var ef til vill fyrsti píanóleikarinn sem þótti
vera virtúós. Hann var gjarnan kallaður Örninn við
hljóðfærið og hefur tilkomumikið nef hans án efa haft
þar sitt að segja. Hér er saga hans rakin og fjallað um
hinn mikla og fyllta hljóm sem hann bjó yfir.
„Leikur hans var fullkomlega ójafn, skeytingarlaus og án allrar stefnu. Hann hafði svo litla þekk-
ingu á fingrasetningu að hann hentist til og frá um hljómborðið.“
Liszt var glæsilegur á velli.
E F T I R S T E I N U N N I B I R N U
R A G N A R S D Ó T T U R