Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 V erkið Archive – endangered waters sem Rúrí sýnir á Fen- eyja Biennalnum 2003 er í beinu framhaldi af fyrri verk- um hennar. Verkið er gagn- virk fjöltækni – innsetning, óð- ur til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum. Það er eins konar gagnabanki um fossa sem Rúrí hefur ljósmyndað á hálendi Ís- lands og sem eru í stórkostlega ósnortinni nátt- úru. Hún sameinar hér eindregna afstöðu sína til umhverfismála, skrásetningarþörfina, tilfinn- ingaríka nálgun við efniviðinn, höfuðskepnuna vatnið og tímann. Verkið samanstendur af 52 stórum ljósmyndum á filmu, sem er komið fyrir á milli tveggja glerja í rennibrautum og er þeim rennt inn í breiðan stálgrindarstrúktúr, eins konar hirslu eða vél sem minnir jafnvel á gríð- arstórt vatnsbúr. Myndirnar eru merktar skipu- lega og hverri mynd fylgja upplýsingar í mynd- formi á einum vegg salarins. Þegar mynd er dregin út fer sérstakt hljóðkerfi í gang sem spil- ar nið fossins, skrifar Laufey Helgadóttir list- fræðingur í sýningarskrá sem fylgdi sýningu Rúríar á Feneyjabíennalnum á síðasta ári. Verkið vakti gríðarlega athygli sýningargesta – og er ekki á leiðinni heim í bráð. Archive – en- dangered waters er sýnt í Museum Het Domein í Sittard í Hollandi um þessar mundir, fer síðan til Parísar og beðið hefur verið um það til fjöl- margra annarra landa. Það er óhætt að segja að verkið hafi gleypt upp líf Rúríar frá því að hún byrjaði á því, eða eins og hún segir sjálf: „Ég helgaði mig alfarið þessu verki frá ársbyrjun 2002, allt annað varð að víkja, og það er ekki allt búið enn.“ Drynjandi fossar Það var eins og þú hefðir horfið af yfirborði jarðar. „Já, það er nú gjarnan svo að fólk heldur að maður sé horfinn af sjónarsviðinu þegar maður leggst í vinnutarnir. En, sem sagt, í ársbyrjun 2002 hóf ég undirbúningsvinnu að þessu verki sem ég sýndi á Biennalnum árið 2003. Ég var allt sumarið uppi á hálendi að mynda fossa, vegna þess að ég vildi vinna áfram með það þema sem ég hef unnið með undanfarin ár, íslenska fossa. Og þar sem ekki er hægt að mynda vatnsflaum- inn í fossum á Íslandi að vetrarlagi, „fókuseraði“ ég á að klára myndatökurnar um sumarið. Síðan hélt vinnan áfram allan veturinn.“ Hvernig verk er þetta? „Verkið byggist á sömu hugmynd og flest ef ekki öll fyrri verk mín, það er hugmyndafræði- legum gildum. „Það má segja að þetta sé hugmyndafræðilegt listaverk („conceptual“) þar eð inntak þess, framtíð fossa og náttúru, er mjög veigamikið. Það mætti líka segja að þetta séu 52 risastórar slides-myndir af fossum, (hver þeirra er einn fer- metri á stærð) sem hægt er að draga út. Í hvert sinn sem mynd er dregin út, fer hljóðkerfi í gang og það heyrist í viðkomandi fossi – og hver foss hefur sinn sérstaka hljóm, sína „rödd“. Hægt er að draga út allt að fimm myndir í einu og þá hljóma fossarnir saman. Hljóðkerfið í verkinu er mjög vandað, þannig að fossdynurinn getur orð- ið gríðarlega magnaður. En margir fossanna í verkinu verða hljóðnaðir og horfnir eftir örfá ár. Það er mjög misjafnt hvernig fólk skoðar verkið. Sumir draga út eina mynd og hlusta á fossniðinn vel og lengi, áður en þeir draga út þá næstu. Aðrir hafa gaman af því að hlusta á fossa- föllin drynja fimm og fimm saman. En á sýning- unni í Feneyjum var greinilegt verkið höfðar sterkt til barna, það er að segja barna á öllum aldri, því margir verða glaðir sem börn þegar þeir skoða verkið, en um leið djúpt snortnir. Alls sóttu hátt í þrjú hundruð þúsund gestir Feneyja-biennalinn á síðasta ári og lætur nærri að allir hafi komið í íslenska skálann til þess að skoða verk Rúríar – en það hefur aldrei gerst áð- ur. „Það var mjög gaman að verkinu skyldi vera tekið svona vel,“ segir hún og viðurkennir að ekki hafi heldur verið leiðinlegt að safna úrklipp- um frá netmiðlum og fagtímaritum sem fjallað hafa gríðarlega mikið um sýningu hennar. Rúrí hefur í fórum sínum tvær, stórar og þykkar möppur með úrklippum. Þegar hún er spurð hvernig gestir hafi brugðist við verkinu, segir hún það æði misjafnt. „Við vorum með gestabók, þar sem fólk tjáði sig. Þar er mikið af orðum sem enda á „issimo“ eins og t.d. bellissimo, og margt jákvætt skrifað. En sumir hafa aðra skoðun, sem er hið besta mál. Ég yrði nokkuð skelfd ef svo væri ekki. Hins vegar hefur umfjöllun verið mikið á þann veg að þetta hafi verið í hópi bestu verka sýning- arinnar.“ Kynningarmál skipta sköpum Hvað áttu við með að „þið“ hafið verið með gestabók? „Jú, sjáðu til, ég er líka að tala um Laufeyju Helgadóttur listfræðing, sem var sýningarstjóri íslensku sýningarinnar.“ Hún hefur búið áratug- um saman í París og hefur því ákaflega góða yf- irsýn á hvernig skuli standa að sýningum á al- þjóðlegum vettvangi, og það skipti sköpum. Hún vildi standa faglega að kynningarmálum og lagði mikið upp úr því að kynningarefni væri gott og því komið tímanlega til safnstjóra, tímarita, fjöl- miðla og fagaðila sem þurfti að ná til áður en sýn- ingin yrði opnuð. Þarna höfum við Íslendingar yfirleitt flaskað þegar listin er annars vegar. Hvort sem um er að ræða leiksýningu, myndlistarsýningu eða bóka- kynningar, þá höfum við oftast flaskað á for- kynningunni. Það er ekki nóg að setja upp sýn- ingu án þess að gera grein fyrir henni, hversu góð sem verkin sjálf eru, heldur þarf líka að vekja athygli á henni á áhugaverðan hátt þannig að fólk taki eftir og vilji sjá hana. Það er svo mik- ið framboð í heiminum að fólk þarf stöðugt að velja hvað það vill sjá og heyra. Í Feneyjum er þriggja daga opnun; fyrsta daginn er hin almenna fjölmiðlaopnun á öllu svæði Biennalsins, annan daginn eru opnanir í þjóðaskálunum og þriðja daginn er formleg aðal- opnun Biennalsins. Í ár tóku yfir þrjú hundruð ÞAÐ VERÐUR BRÁÐUM FARIÐ AÐ TALA UM BLÁA GULLIÐ Nánast öll verk mín byggjast á ákveðinni hugmyndafræði, en á henni eru margir fletir, segir myndlistarkonan Rúrí í samtali við SÚS- ÖNNU SVAVARSDÓTT- UR. Verk hennar Archive – endangered waters sem vakti mikla athygli á Fen- eyjatvíæringnum í fyrra, er nú sýnt í Museum Het Domein í Hollandi og er á leiðinni á sýningar víðar. Ljósmynd/Rúrí Verk Rúríar Archive – endangered waters á Feneyjatvíæringnum 2003.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.