Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004 9
listamenn þátt í sýningunni og það segir sig sjálft
að fjölmiðlar og safnstjórar urðu að velja og
hafna. Þeir geta ekki grandskoðað mörghundruð
listaverk á þessum tíma.
Kynningarátakið skilaði sér tvímælalaust
vegna þess að tveimur dögum fyrir fjölmiðlaopn-
unina var farið að birtast fólk sem vildi fá að
mynda og taka við okkur viðtöl – á meðan við
vorum að setja upp verkið. Daginn sem fjöl-
miðlaopnunin var haldin var skálinn troðfullur
nánast allan daginn eins og reyndar alla sýning-
ardagana og höfum við enga tölu á þeim blaða-
og sjónvarpsviðtölum sem við fórum í á þessum
þremur opunardögum, enda hafa birst greinar
um verkið í meira en 18 þjóðlöndum og þá er ég
bara að tala um þær greinar sem við höfum kom-
ist yfir.“
Ferskasti skálinn í orðsins
fyllstu merkingu
Þáttur sýningarstjórans er mjög mikilvægur
og það má sjálfsagt segja að hér hafi verið brotið
blað í kynningarmálum varðandi þátttöku Ís-
lendinga í Biennalnum, enda hafa komið fyrir-
spurnir um að fá þetta verk og önnur verk eftir
mig á sýningar víða um heim. Archive – en-
dangered waters er t.d. núna sýnt á einkasýn-
ingu í Het Domein safninu í Hollandi, fer síðan til
Frakklands og kannski þaðan til Bretlands. Það
hafa einnig borist umsóknir frá Lettlandi,
Suður-Ameríku og Þýskalandi.
Ég held að svona vinna hljóti alltaf að skila sér
til þjóðarbúsins. Því þegar fólk hrífst af lista-
verki verður það einnig forvitið um bakgrunn
þess, ekki bara listamanninn sem skapaði það,
heldur líka um menninguna, þjóðina og landið
sem verkið er sprottið úr.
Það voru svo margir sem sögðu að þeir yrðu að
sjá landið þar sem væru allir þessir fögru fossar.
Það dró ekki úr áhrifum verksins að í sumar
var gríðarlegur hiti í Feneyjum. Fólki fannst
fossarnir svalandi. Þetta er eitthvað sálrænt.
Það var talað um það í einhverri umfjölluninni að
þetta hefði verið ferskasti skálinn í orðsins
fyllstu merkingu. Það fannst okkur fyndið,
vegna þess að við vorum sjálf að kafna úr hita
inni í skálanum.
Annað atriði sem greinilega spilar inn í það
hve sterk áhrif verkið hafði á gestina er hve fólk í
Evrópu á orðið lítinn aðgang að óspilltri náttúru.
En svona verk verður ekki til nema fyrir gott
samstarf, ekki frekar en kvikmyndir. Ég naut
mikillar og dyggilegrar aðstoðar frá fjölda fag-
manna, og var innsti kjarninn um 10 manns; vél-
smiðir, verkfræðingar og tölvufræðingar ásamt
Þór Vigfússyni og Pétri Erni Friðrikssyni sem
eru frábærir myndlistarmenn, miklir völundar
og góðir í hugmyndafræðinni. Það eru forrétt-
indi að fá að starfa með svona listamönnum – og
einn af stóru kostunum við að búa og starfa á Ís-
landi. Þótt erfitt geti verið að reka sig héðan, þ.e.
að hafa Ísland sem bækistöð en starfa á alþjóð-
legum vettvangi, þá er mikill sveigjanleiki í sam-
félaginu. Erlendis eru menn e.t.v. meira að passa
sinn sólóferil en að leggja öðrum lið. En þetta er
ekkert sjálfgefið og mér finnst það heiður að fólk
skuli vilja vinna með mér.“
Á ferðalagi um heiminn
Rúrí segir óvíst hvenær verkið verði sýnt hér á
landi. Á meðan áhugi sé fyrir því erlendis, telur
hún mikilvægt að sinna þeim áhuga. „Það er ekki
svo oft sem íslensk verk fá slík tækifæri. Það er
dýrt að ferja þau til landsins og frá, þannig að ég
ætla að bíða og sjá til hvernig gengur,“ segir hún.
Sem fyrr segir opnar Rúrí einkasýningu í Par-
ís í haust á Archive – endangered waters. Sýn-
ingin opnar 3. september en daginn á undan opn-
ar hún aðra einkasýningu á nýjum verkum.
Þegar hún er spurð um þema þeirrar sýningar
segist hún ennþá vera að vinna með fossa.
„Það finnst sumum erfitt að sjá myndrænu
tenginguna í verkum mínum, þar til þeir fara að
skoða innihaldið. Ég er alltaf að vinna með sama
þemað, hugmyndafræðileg gildi, en mismunandi
fleti á þeim. Mikilvægi vatnsins og fossanna ein-
skorðast ekki við Ísland, þetta er miklu stærra
mál en svo. Vatn verður mikilvægasta málefni
framtíðar í hnattrænum skilningi. Það verður
bráðum farið að tala um „bláa gullið“. Sýning-
argestir bregðast við verkinu á svo margvíslegan
hátt, á tilfinningalegum forsendum, formrænum
forsendum, mekanískum forsendum, hugmynda-
fræðilegum forsendum, umhverfisforsendum, og
jafnvel afþreyingarforsendum. Þar að auki var
það eitt af vinsælustu verkunum meðal barnanna
sem sóttu Biennalinn, ásamt verki Ólafs Elías-
sonar. Kannski erum við Íslendingar bara svona
mikil börn; að minnsta kosti náttúrubörn, það er
þá bara ágætt því það að varðveita barnið innra
með sér viðheldur vissum huglægum hreinleika.
Einn stærsti ljóður á ráði okkar Íslendinga er
sá að átta okkur ekki á því að það verður að um-
gangast náttúruna af varfærni til að spilla henni
ekki, og á sama hátt, að vatnið er ekki óþrjótandi.
Ef við spillum því með mengun og ágangi, þá
hverfur það hvorutveggja. Þetta er auðlind sem
við getum ekki bætt ef of langt er gengið. Eftir
að hafa horft á viðbrögð fólks við þessu lista-
verki, er ég ekki í nokkrum vafa um að hin hreina
og tæra náttúra landsins, og þar með vatnið, er
mikilvægasta auðlind okkar Íslendinga.“
Vantar meira fjármagn
til menningar
Auk sýninganna í París opnar Rúrí einnig sýn-
ingu í Tókýó í haust og verk eftir hana eru síðar á
leiðinni á sýningu í Arabísku furstadæmunum.
Þegar hún er spurð hvort árangur hennar á
Tvíæringnum í Feneyjum sé ekki upphaf að
miklu ævintýri fyrir hana, segir hún:
„Ég er afskaplega glöð yfir viðbrögðunum – en
ég vona að þetta skili sér ekki síður til annarra ís-
lenskra listamanna. Hér er þónokkuð af frábær-
um listamönnum en það þarf meira fjármagn til
þess að styðja við þá. Menn þurfa að eiga þess
kost að takast á við ögrandi og verðug verkefni
til að ná að þroskast. Slík verkefni hafa verið af
skornum skammti hér á landi og hefur það haldið
aftur af eðlilegri þróun. Sumir hafa því fundið sig
tilneydda að leita til annarra landa, en það geng-
ur ekki að ungir listamenn flytji burtu af landinu
til þess að geta lifað af list sinni, verði eins konar
hugmyndafræðilegir flóttamenn.
Til að breyta þessu þarf þrennt; skilning,
áhuga og fjármagn. Með skynsamlegri áherslu-
breytingu í þjóðfélaginu væri hægt að ná miklum
árangri. Ef við förum að meta menninguna
meira, og styðja við hana á skipulegri hátt en
verið hefur munu skapast mikil verðmæti. Fyrst
og fremst er ég að tala um menningarverðmæti
sem eru ómissandi hverri þjóð. Menningarverð-
mæti eru jú ekki bara eitthvað sem er geymt á
Árnasafni, Þjóðminjasafninu og listasöfnum.
Menning er lifandi, hún vex og þróast.Við meg-
um ekki gleyma því að án menningar er engin
þjóð – þá er bara um að ræða hóp fólks. – En
jafnframt munu þannig skapast fjárhagsleg
verðmæti, og velta þjóðarbúsins mun aukast því í
heilbrigðu samfélagi er list atvinnuskapandi.
Nokkur fyrirtæki hafa nýverið sýnt áhuga á
því að taka þátt í þessari grein samfélagsins og
hafa veitt fjármagni inn í listalífið, til dæmis
veitti Menningarsjóður Íslandsbanka styrk til
Archive – endangered waters. Þessi þátttaka er
gífurlega mikilvægt skref í rétta átt – og er von-
andi merki um það sem koma skal.
Við Íslendingar megum ekki sofna á verðinum
því þótt við sjáum ekki verðmætin í okkar eigin
listamönnum og menningu, höldum að okkur
höndum og veitum ekki fjármagni til listsköp-
unar, þá mun myndlistin halda áfram að þróast
erlendis. Við verðum bara ekki með í þeirri þró-
un, og hvern ætlum við þá að senda á Biennalinn
í framtíðinni? Menn verða að átta sig á því að
þáttaka í Biennalnum jafngildir þáttöku í Ól-
ympíuleikunum á sviði íþrótta. Fólk lendir í mjög
stífum samanburði og við fáum enga samúð út á
það að vera lítil þjóð. Þarna eru það bara gæðin
sem gilda.“
Ljósmynd/Valdimar Sverrisson
Fossniður hljómar um leið og myndirnar eru skoðaðar.
Ljósmynd/Friðþjófur Helgason
Rúrí við undirbúning sýningarinnar í Feneyjum.