Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.2004, Side 17
J
acques Prévert fæddist aldamótaárið
1900 og lést úr lungnakrabba sjötíu
og sjö árum og allnokkrum gaulois-
es-sígarettum síðar.
Faðirinn vann hjá trygginga-
félagi og missti vinnuna þegar Jacq-
ues var sex ára. Fjölskyldan þurfti
að flytja í minna húsnæði, skuldirn-
ar hlóðust upp og fjárnámsmenn tóku búslóð-
ina. Þau fluttu þá til Toulon í Suður-Frakk-
landi þar sem faðirinn bjóst við að fá vinnu en
fékk ekki. Sagan segir að hann hafi reynt að
kasta sér í sjóinn í örvæntingu sinni en hinn
ungi Jacques hafi fengið hann ofan af því. Þeg-
ar þau komu aftur til Parísar 1907 fékk André
Prévert loks vinnu við eftirlit hjá Fátækra-
hjálp Parísarborgar. Hlutverk hans var að
heimsækja fátæklingana til þess að fá það á
hreint að þeir væru ekki að svindla á kerfinu.
Gjarnan var hans opineygi sonur með í för og
kynntist Jacques Prévert þannig barn að aldri
kjörum þeirra sem voru neðan við fátæktar-
mörk.
Kynslóðin sem fædd er kringum aldamótin
fékk fyrri heimsstyrjöldina í fermingargjöf,
stríð sem er kannski eitt mesta áfall sem vest-
ræn siðmenning hefur orðið fyrir. Eftir tak-
markalausa bjartsýni aldamótanna kom nú
viðurstyggileg slátrun ungu kynslóðarinnar í
Evrópu, slátrun í ofsafengnu návígi í skotgröf-
unum. Prévert er einn þeirra listamanna sem
alla tíð voru merktir þessu áfalli enda þótt
hann væri ekki sjálfur á vígvellinum enda lauk
stríðinu um það leyti sem hann mátti búast við
að vera sendur á vettvang.
„Best að láta ykkur vita það strax gamlingjar
best að láta ykkur vita það strax fjölskyldufeður
þeir tímar þegar þið gáfuð föðurlandinu syni ykkar
eins og að fleygja brauðmolum í dúfurnar
þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur …“
Þannig byrjar eitt af þeim mörgu ljóðum
Préverts sem lýsa andúð á hernaðarhyggju og
raunar hvers kyns stirðnuðum valdkerfum,
hvort sem um er að ræða her, kirkju eða skóla.
Enda leið ekki langur tími frá stofnun súrreal-
istahreyfingarinnar á þriðja áratugnum þar til
Prévert var komin í slagtog með forystumönn-
unum, André Breton og félögum. Súrrealism-
inn var eitt af skilgetnum afkvæmum fyrri
heimstyrjaldarinnar, uppreisnarhreyfing knú-
in áfram af hryllingi á því sem svonefndar sið-
menntaðar þjóðir lentu í. Þegar félagar í hreyf-
ingunni ætluðu á tímabili að víkka út rammann
og setja þjóðfélagsbyltingu á dagskrá með því
að ganga í Kommúnistaflokkinn, þá fylgdi Pré-
vert ekki félögum sínum. Raunar stóðu all-
flestir hinna ungu súrrealista stutt við í flokkn-
um, ýmist gengu þeir út eða voru reknir enda
þótt lykilmaður í fylkingu súrrealista yrði síðar
lykilmaður hjá kommúnistum allt til æviloka,
Louis Aragon. En það er önnur saga.
Í stuttu máli var Jacques Prévert of óhlýð-
inn, írónískur og uppreisnargjarn til þess að
rekast nokkurs staðar vel í flokki, jafnvel ekki
hjá súrrealistum enda þótt margir þeirra væru
alla tíð hans nánustu vinir.
Jacques Prévert átti tvo bræður, Jean, sem
var tveimur árum eldri og Pierre, sex árum
yngri. Jean dó úr taugaveiki aðeins sautján ára
en Jacques og Pierre voru nánir vinir og sam-
starfsmenn en sameiginlegan vettvang á lista-
sviðinu fundu þeir á fjórða áratugnum; hand-
ritaskrif fyrir kvikmyndir. Jacques Prévert
skrifaði handritið (stundum bara samtölin) að
mörgum af þekktustu kvikmyndum Frakka
frá þriðja áratugnum og þeim fjórða, ýmist
einn eða í félagi við bróður sinn Pierre.
Meðal þeirra má nefna Le Crime de Mon-
sieur Lange, Drôle de Drame, Quai des Brum-
es, Les Visiteurs du Soir, Les Enfants du
Paradis, Les Portes de la Nuit...
Einnig skrifaði hann fjölmarga texta fyrir
baráttuleikhús ýmiss konar frá því snemma á
fjórða áratugnum. Sumir þessara texta voru
ljóð og þau birtust hér og hvar í hverfulum
tímaritum, blöðum eða dreifiritum. Höfundur-
inn hélt að þau væru týnd og tröllum gefin og
hafði af því litlar áhyggjur. En hann vissi ekki
að mörg þessara ljóða voru orðin eftirlætisljóð
margra út um allt Frakkland.
Jacques Prévert hefði líklega aldrei gefið út
bók af sjálfsdáðum og það er ekki fyrr en vinur
hans, René Bertelé, var búinn að smala helstu
ljóðunum saman í bók, að eitt frægasta ljóða-
safn tuttugustu aldarinnar varð til, bókin
Paroles, margföld metsölubók árum og ára-
tugum saman. Hún kom út árið 1946 og sama
ár fæddist þeim Janine og Jacques dóttirin
Michèle, eina barn þeirra hjóna.
Síðar komu út margar ljóðabækur eftir Pré-
vert og ekkert lát er á vinsældum þeirra, þær
halda stöðugt áfram að seljast í miklu upplagi á
hverju ári. Sum ljóðanna eru samt börn síns
tíma, mörg þeirra eru tækifærisljóð, ort af
skýrt ákveðnu tilefni. Eigi að síður vísa þau
greinilega langt út fyrir upphafstíma sinn því
nýjar kynslóðir virðast tengjast þessum ljóð-
um nánum böndum.
Einkenni þessara ljóða er hversdagslegt
orðfæri en jafnframt er víða einstakur leikur
með tungumálið. Óvenjuleg skynjun á hvers-
dagsleikanum verður stundum nokkuð súr-
realísk. Víða má greina djúpa samúð og sam-
stöðu með þeim sem eru ástfangnir, einir með
unga ást sína í illa hönnuðum heimi þar sem
fjandsamleg bælingaröfl reyna alltaf að ná
völdum. Þrá, frelsi, frelsisþrá; allt eru þetta
lykilorð í skáldskap Prévert. Mikið er ort um
fugla, þeir eru frjálsir, táknmyndir frelsis.
Lengi vel þótti fræðingum Jacques Prévert
ekki nógu djúpt skáld en smám saman hafa
þeir áttað sig á því að þótt hann sé yfirleitt ein-
faldur er hann aldrei einfeldningslegur og bak
við léttúðina og orðaleikina leynist eitt helsta
ljóðskáld síðustu aldar. Hann er semsé orðinn
tuttugustu aldar klassík og því til staðfestingar
kom hann nýlega út í Pléiade-ritröðinni hjá
Gallimard á biblíupappír í hinu fallega sniði út-
gáfunnar með gylltum röndum á kili. Að koma
út í Pléiade er í Frakklandi talin ótvíræð stað-
festing á því að höfundur sé klassík.
Sem þýðandi ljóða Prévert get ég vottað að í
fyrstu vanmat ég hann. Ég hélt að þetta myndi
maður þýða milli matar og kaffis. En hann
kenndi mér lexíu auðmýktar og virðingar
gagnvart þessum einföldu, djúpu og einstak-
lega nákvæmu ljóðum. Þau eru gjarnan kæru-
leysisleg á yfirborðinu en það kæruleysi er
þaulhugsað, slípað, fágað, yfirvegað. Mér tókst
á endanum að þýða meirihluta ljóðanna í
Paroles og kom safnið út árið 1987 hjá Máli og
menningu og var kallað Ljóð í mæltu máli. Þó
svo upplag hafi verið stórt af ljóðabók að vera
hefur bókin verið uppseld um nokkurt skeið en
verður vonandi endurútgefin svo nýjar kyn-
slóðir fái notið.
NOKKUR ORÐ UM
JACQUES PRÉVERT
Leikhópurinn Á senunni frumsýnir uppfærslu á
kabarettverkinu „Paris at night“, byggt á ljóðum
franska ljóðskáldsins Jacques Prévert, annan
sunnudag, 28. mars, á Litla sviði Borgarleik-
hússins. Hér er sagt frá skáldinu. Lengi vel þótti fræðingum Jacques Prévert ekki nógu djúpt skáld.
E F T I R S I G U R Ð PÁ L S S O N
Höfundur er skáld.
Í LOKAORÐUM doktorsritgerðar sinnar, Túlkun Íslendinga-
sagna í ljósi munnlegrar hefðar, segir Gísli Sigurðsson um þá
sem skráðu sögur eftir munnmælum: „Fyrirrennarar þeirra
hafa um aldir sagt frá sama fólki og sömu atburðum, hver með
sínu lagi, og kannski ekki alltaf logið eins miklu og okkur hætt-
ir á stundum til að halda.“
Þessi athyglisverða ályktun kom mér í hug þegar ég las
nokkrar vel valdar tilvitnanir Jónasar Ragnarssonar í íslensk
blöð frá síðustu öld (Lesbók 13. mars 2004). Ein tilvitnunin
hljóðar svo:
„Þingmaður Vestur-Húnvetninga vekur enn á sér eftirtekt
með nýstárlegum hætti,“ sagði Ísafold 13. mars 1928. „Á nætur-
fundi aðfaranótt þess 1. mars sótti þingmanninn svefn svo mikill
að hann féll fram á borðið og sofnaði. Tók hann síðan að hrjóta
svo hátt að hroturnar heyrðust að forseta. Hringdi forseti bjöll-
unni til þess að vekja þingmanninn. Er þetta bar eigi tilætlaðan
árangur sendi forseti þingskrifara einn sem æfður er í hnefa-
leik og skipaði honum með nokkrum þunga að stjaka við þing-
manninum svo hann vaknaði. Tókst skrifara að inna þetta verk
af hendi.“
Nú vill svo til að Bernharð Stefánsson alþingismaður Eyfirð-
inga sagði mér frá þessum sama atburði fyrir 47 árum. Hann
sagði að á þessum næturfundi hefði Hannes Jónsson þingmaður
Vestur-Húnvetninga grúft sig fram á borðið, en tók reyndar
ekki fram að hann hefði sofnað. Þá læddist Ólafur Thors á bak
við hann, settist á hækjur sínar og fór að hrjóta. Það heyrði for-
seti deildarinnar, Benedikt Sveinsson afi núverandi alþingis-
forseta, kallaði á starfsmann þingsins og mælti á fornmáli eins
og honum var tamt ef hann hafði dreypt á guðaveigum: „Vil-
helm, greið þú þingmanni Vestur-Húnvetninga högg nakkvart
svá at hann vakni.“ Ekki tók Bernharð fram hvort Vilhelm
hefði tekið skipunina bókstaflega eða gegnt henni með mildi-
legri aðförum.
Þessum tveimur frásögnum ber allvel saman í meginatriðum,
en þó er blær þeirra nokkuð ólíkur. Sýnilega ætlar Ísafold að
gera heldur lítið úr Hannesi þingmanni (afa okkar fallegu
Hófíar). Það hefði ekki tekist eins vel ef sagt hefði verið frá
þætti æringjans ágæta, Ólafs Thors, og því síður hefði mátt
hafa skipun forsetans orðrétt eftir honum eða skýringu Bern-
harðs á fornu orðalagi. En sú athugasemd Ísafoldar að Vilhelm
hafi æft hnefaleika er góð viðbót og ágætt tilefni þeirra orða
sem Bernharð segir forsetann hafa viðhaft, og um leið til vitnis
um góðan húmor Benedikts. Mér er tjáð á Alþingi að Vilhelm
Jakobsson hafi verið þingskrifari árið 1928 en ekki þingsveinn
eins og mig minnti að Bernharð hefði sagt. Það er trúlega mitt
misminni.
Mér sýnist að af þessu megi draga þá ályktun að 76 ára gömul
munnmæli sem hafa gengið frá manni til manns geti verulega
betrumbætt skráða samtímafrásögn og fært okkur ekki aðeins
fyllri og safaríkari sögu, heldur líka að flestu leyti trúverðugri.
Það er íhugunarefni fyrir sagnfræðinga og styður þau ummæli
Gísla Sigurðssonar sem ég gat um í upphafi þessa greinarstúfs.
Vegna mágsemda þekkti ég Bernharð vel, en hann var
langafi fréttakonunnar góðkunnu Berghildar Erlu Bernharðs-
dóttur. Hann var fastmæltur og íhugaði alvarlega hvert orð sitt,
en var um leið húmoristi sem hlífði ekki alltaf sjálfum sér. Á
flugi til Akureyrar í vondu veðri sagði hann eitt sinn við Hrefnu
konu sína sem var honum gamansamur verndarengill: „Nú för-
umst við, og ég ódrukkinn og það er þér að kenna góða.“ Þau
lentu heilu og höldnu, enda hefðu þessi ummæli annars ekki lif-
að.
MUNNMÆLI OG SAMTÍMAHEIMILDIR
E F T I R PÁ L B E R G Þ Ó R S S O N
Höfundur er veðurfræðingur.
Hann gengur út úr húsi sínu
Mjög snemma morguns
Þessi maður er mjög dapur
Það blasir við í andliti hans
Allt í einu sér hann gamla
Símaskrá í ruslatunnu
Gott að drepa tímann þegar maður er dapur
Og maðurinn tekur símaskrána
Hristir hana flettir henni annars hugar
Hlutirnir eru bara eins og þeir eru
Þessi dapri maður er svo dapur af því hann heitir Fáni
Og hann flettir
Og heldur áfram að fletta
Og svo staðnæmist hann
Við stafinn F
Og hann skoðar síðuna með FÁ
Og dapurlegt augnaráðið verður glaðlegra bjartara
Enginn
Ekki nokkur maður heitir sama nafni
Það er enginn annar Fáni til
Muldrar hann með sjálfum sér
Og fleygir bókinni slær rykið af höndum sér
Og heldur stoltur áfram leiðar sinnar
JACQUES PRÉVERT
SIGURÐUR PÁLSSON ÞÝDDI
EINHVER