Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 3 Níunda sinfónía Beethovens verður flutt á tvennum tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í næstu viku. Árni Heimir Ingólfsson fjallar um verkið og manninn á bak við það. Hrafnkell hittir Freud nefnist grein Úlfhildar Dagsdóttur þar sem hún les í húsamyndir Hrafnkels Sigurðs- sonar myndlistarmanns með aðstoð kenn- inga Freuds. Kvikmyndahátíðin í Rúðuborg fór fram í mars síðastliðnum. Einar Már Jónsson sótti hana og segir frá því sem fyrir augu bar. Mynd af ósýni- legum manni er nýútkomin íslensk þýðing á bók eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster. Í henni fjallar Auster um látinn föður sinn. Gunnþórunn Guðmundsdóttir rýnir í bók- ina. FORSÍÐUMYNDIN er af Sólveigu Samúelsdóttur í hlutverki Mirabellu, fóstru Arsenu, og Árna Gunnarssyni í hlutverki Carnero greifa, umboðsmanns konungs, í gaman- óperunni Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss sem Óperustúdíó Listahá- skóla Íslands og Íslensku óperunnar frumsýndi í gærkvöldi og sýnir yfir helgina. Ókeypis er inn á sýningarnar og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ljósmyndari: Sverrir Vilhelmsson. F yrir síðustu jól kom út seinna bindið af ævisögu Stephans G. Stephanssonar (1853–1927) eftir Viðar Hreinsson. Þetta er vel gerð ævisaga um ein- stakan mann sem varð einn merkasti listamaður og hugs- uður meðal Íslendinga af sinni kynslóð þótt hann hafi alist upp við þröng- an kost, flutt til Ameríku rétt fyrir tvítugt og byrjað þar vinnumennsku með tvær hendur tómar og aldrei haft efni á að sækja skóla eða helga lærdómi og listum óskipta krafta sína. Þótt Viðar geri ævi skáldsins þau skil sem vænta má er sagan um kveð- skap Stephans langt frá því að vera full- sögð og verður það seint. Í kvæðum hans speglast stór hluti af hugmyndasögu nítjándu aldar og líklega hafa fá rit haft meiri áhrif á hugmyndir Íslendinga um sið- ferði, stjórnmál og trúmál á fyrri hluta tuttugustu aldar. Á nokkrum stöðum í ævisögunni nefnir Viðar að Stephan hafi orðið fyrir áhrifum frá Bandaríkjamanninum Ralph Waldo Emerson (1803–1882) og hrifist af ritum hans. Margt er sameiginlegt með hug- sjónum Stephans og Emersons. Báðir voru fylgjandi jafnrétti karla og kvenna, lögðu áherslu á mikilvægi þess fyrir menn að halda tengslum við náttúruna og beittu sér gegn klerkaveldi og tilhneigingu manna til að láta kreddur og kennivald stjórna hugs- un sinni í stað þess að skoða málin með eig- in augum og hugsa sjálfstætt. Frægasta ritgerð Emersons heitir Sjálfstraust og er stefnuskrá þeirrar djörfu og bjartsýnu einstaklingshyggju sem mót- aði samfélög Norður-Ameríku á seinni hluta nítjándu aldar. Emerson hvetur les- andann til að láta af fylgispekt við almenn- ingsálit og kennivald en treysta heldur sinni eigin dómgreind. Hann segir: „Grein- armunurinn á stórmennsku og smásál- arskap er í þessu fólginn, að láta sig engu varða hvað aðrir halda, aðeins hvað manni sjálfum ber að gjöra. Eftir þessu er erfitt að lifa og jafn erfitt að hugsa. Þú mætir sí- fellt fólki sem telur sig vita betur en þú sjálfur hver skylda þín er. Í mannheimi er auðveldast að fylgja þeim skoðunum sem þar eru viðteknar. Í einverunni er hins veg- ar auðvelt að fylgja eigin sannfæringu. Stórmenni er sá sem varðveitir sjálfstæði einbúans með óskertum sætleika þótt hann lifi í miðjum mannfjöldanum.“ Kvæði Stephans kynntu Íslendingum hugsjónir um stórmannlegt sjálfstæði af þessu tagi. Þeim bregður fyrir í kvæðum um afreksmenn eins og Illuga bróður Grettis og Sigurð Trölla. Þar lofar Stephan þá sem ekki fara alfaraveg en eru trúir hugsjónum sínum. Þær koma líka fyrir í heimspekilegum ljóðum eins og til dæmis kvæðinu Fullkomleikinn þar sem heiðarleg viðleitni er meira metin en dyggðir sak- lausra sauða. Þegar fyrstu þrjú bindin af ljóðasafni Stephans, Andvökum, komu út á árunum 1909–1910 voru umbrot í íslensku þjóðlífi. Verkafólki fjölgaði og markaðshagkerfi með fyrirtækjum og fjármagnseigendum var að taka við af bændasamfélaginu. Stjórnmálahugsjónir sprottnar upp í iðn- væddum löndum voru teknar að móta við- horf menntaðra manna. Ólafur Friðriksson og fleiri kynntu jafnaðarstefnuna fyrir landsmönnum og róttækar skoðanir áttu vaxandi fylgi að fagna. Við þessar aðstæður fundu ljóð Stephans sér hljómgrunn og höfðu ómæld áhrif á hugsunarhátt landans. Ég held að allt frá þessum mótunarárum íslenskra stjórnmála hafi einstaklings- hyggja og stórmannlegt sjálfstæði Steph- ans blandast saman við hugsjónir manna bæði til hægri og vinstri og þetta eitt dugi til að skipa honum á bekk með merkustu frumkvöðlum í íslenskri stjórnmálahugsun. En áhrif Stephans voru ekki aðeins fólgin í þessu. Hann átti líka sinn þátt í því, ásamt Þorsteini Erlingssyni og Ágústi H. Bjarna- syni, að koma Íslendingum í skilning um að vantrú og efi geta opnað mönnum leið að andlegum verðmætum. Kvæði hans Vantrúin hefst á vísuorðunum: „Hún kom eins og geisli í grafarhúm kalt, / og glóandi birtuna lagði yfir allt.“ Upplýsingastefnan sem varð til á sautjándu öld og mótaði hugsun og sam- félagshætti Vesturlandabúa á þeirri átjándu fól í sér trú á vísindi og framfarir, mannréttindi, jafnrétti og frelsi en umfram allt var hún uppreisn gegn klerkaveldi, rit- skoðun og andlegri ánauð. Immanuel Kant, sem var einn af merkustu boðberum upp- lýsingarinnar í Þýskalandi, sagði í grein sem birtist árið 1784 og nefnist Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing að kjör- orð hennar væru: „Hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit.“ Það sem Emer- son sagði um sjálfstraust er í anda þessarar upplýsingar og Stephan og samtímamenn hans sem gerðu hugsjón Emersons að sinni hljóta að teljast upplýsingarmenn. Frá upphafi skiptust talsmenn upplýs- ingarinnar í tvær fylkingar: þá hófsömu sem fylgdu John Locke (1632–1704) og vildu laga trúarbrögðin að vísindalegri hugsun og frjálsmannlegum samfélags- háttum og þá róttæku sem höfnuðu öllum hefðbundnum trúarbrögðum. Mikilvægasti upphafsmaður hinnar róttæku og guðlausu upplýsingar var Hollendingurinn Baruch Spinoza (1632–1677). Hugsjónir Stephans eru grein af meiði þessarar róttæku stefnu. Ekki veit ég hvort Stephan las rit Spin- oza. Mér þykir þó trúlegt að hann hafi haft einhver kynni af þeim, því tæpast getur það verið hrein tilviljun að kvæðið Tíundir er nánast eins og endursögn á helstu kenn- ingum Spinoza. Í kvæðinu segir t.d. að efn- isheimurinn sé allur veruleikinn og allt sem gerist fylgi ófrávíkjanlegum lögmálum, hugmyndir manna um æðri máttarvöld séu „Okkar stundar útsýn“ (þ.e. ekki orðnar til fyrir guðlega opinberun heldur af því hvernig menn með takmarkaða yfirsýn upplifa tilveru sína) og mannlegt siðferði sé afsprengi hagsmuna okkar og þarfa. Allt þetta gæti svo sem verið ættað úr ritum veraldlega þenkjandi nítjándu aldar manna fremur en torskildum heimspekiritum frá 17. öld. En ef ég skil Stephan rétt heldur hann því fram í þessu sama kvæði að allt sem er í heiminum hafi sál. Hann segir: „Sál er svipull logi / samankveiktra afla, / ljós, sem stafar upp af / efnismagni á hreyf- ing. / Ekkert er um veröld / andar þeirrar vana.“ Þessi kenning er frá Spinoza. En hann áleit að allt sem er til sé hægt að skoða sem efni og líka sem hug. Það er óljóst hvort Spinoza átti aðeins við að hægt sé að líta á öll fyrirbæri sem upplýsingar eða hvort hann áleit að sérhver hlutur hafi meðvitund með einhverjum hætti. Kenn- ingar hans um þetta efni eru álíka tor- skildar og vísuorðin „Ekkert er um veröld / andar þeirrar vana.“ Barátta upplýsingarmanna stendur enn og manni virðist stundum „sem framfara skíman sé skröksaga ein / og skuggarnir enn hafi ei þynnst“ svo notað sé orðalag Stephans úr kvæðinu Kveld. Enn hafa kreddufesta, hindurvitni og bókstafstrú vond áhrif á siðferði manna og samfélags- hætti og enn er til fólk sem beygir sig undir kennivald og þorir ekki að hugsa sjálfstætt hvort sem það er vegna eiginlegrar skoð- anakúgunar eða af vesaldómi. Vantrú Stephans og hvatning til að hugsa sjálf- stætt á því ekkert minna erindi við fólk nú en fyrir hundrað árum. STEPHAN G. RABB A T L I H A R Ð A R S O N VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON ÍSLENSK ELLI, 2002 eftir hálfan mánuð og mikla áreynslu kemur hún loksins til hans, einsog tófa svæld úr greni, minningin sem hann hafði saknað svo mjög: grindhoruð eftir langan og harðan vetur hið innra þar sem engin voru lömbin til að næra hana, aðeins horn af hrúti sem eitt sinn átti það skráð skýrum stöfum að hann hefði skilað hlutverki sínu með sóma og konan strýkur honum yfir handarbakið, einsog til uppörvunar, og brosir af því hún hefur fyrir löngu sætt sig við að lesa sömu blaðsíðuna í sömu bókinni aftur og aftur, án þess að gera sér minnstu vonir um að það hafi eitthvað uppá sig við eldhús- borð sem er jafn óhjákvæmilegt og það er hreint þegar hann er sofnaður hádegislúrnum staulast hún útí garð til að vökva blóm sem bera sömu nöfn og kindur á bænum þar sem hún var fóstruð, kotinu sem er, ekki síður en trén í garðinum sem nú heita í höfuðið á kúnum, enn að stækka og skýrast hið innra já rísa upp með hverju nýju vori og glataðri tönn Vésteinn Lúðvíksson (f. 1944) hefur gefið út skáldsögur, leikrit og ljóð. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.