Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 7 K olskeggur Ásbjarnarson hinn fróði eða hinn vitri, eins og sumir höfðu nafnauka hans, var ættaður úr Seyðisfirði á Austurlandi. Ekki vitum við hvenær hann var fæddur en hér er það metið svo að hann hafi fæðst um 1070. Er það í samræmi við áætlaðan aldur þess fólks sem hér er nefnt í ættartölum, en þar er fæðingarár hvers og eins áætlað og miðað við heilan tug ára. Kolskeggur var einn af höfundum Frum- landnámu ásamt Ara fróða Þorgilssyni, en tal- ið er að sú bók hafi verið sett saman fyrir níu öldum, laust fyrir 1104. Þá hefur Kolskeggur verið um þrítugt. Vitneskju um þátt Kolskeggs í ritverkinu höfum við úr einni setningu í Land- námu. Þar stendur: „Nú hefir Kolskeggur fyr- ir sagt héðan frá um landnám.“ Ekki er alveg ljóst hvernig þessi orð ber að skilja staðfræði- lega, en af þeim má ráða að Landnáma geymi ættartölur sem Kolskeggur samdi. Í mikilli ættdreif 2 frá Þorgeiri Vestarssyni er ætt Kolskeggs að finna. Þorgeir var faðir þriggja landnámsmanna á Austurlandi. Tveir þeirra koma hér við sögu, Brynjólfur gamli og Herjólfur. Okkur ætti að vera óhætt að gera ráð fyrir því að ættartölur frá þessum manni, Þorgeiri, hafi Kolskeggur samið. Sá hluti þeirra sem mestu máli skiptir í samhengi þess- arar greinar kemur fram þegar rakin er ætt frá Þorvaldi Ásröðarsyni en þar segir um aðra dóttur hans: „… önnur Ástríður, móðir Ás- bjarnar loðinhöfða, föður Þórarins í Seyðis- firði, föður Ásbjarnar, föður Kolskeggs ins fróða og Ingileifar, móður Halls, föður Finns lögsögumanns.“ [Landn., I, 181, Íslsútg.] Þessa ættartölu skilja menn ekki eins og vera ætti, og enginn veit hve lengi svo hefur staðið. Virtustu fræðimenn þjóðarinnar á þessu sviði glímdu við þetta verkefni á síðustu öld og birtu niðurstöður sínar í ættarskrám, sem þeir létu fylgja útgáfum sínum, með ár- angri sem var í samræmi við þekkinguna eða skilninginn sem þeir höfðu. Til þess að fá skýra mynd af því sem í ættartölunni stendur og til þess að setja hana í víðara samhengi hefur Ættskrá3 I verið gerð. Til vinstri er rakin framætt Kolskeggs. Þar er hann áttundi liður frá nefndum Þorgeiri. Til hægri er karlleggur frá sama manni í sjö raðtengdum ættliðum, þegar Finnur er talinn með. Af þessari skrá sést að Hallur og að ein- hverju leyti Finnur sonur hans eru sameig- inlegir liðir í báðum ættleggjum. Það gefur vís- bendingu um að Ingileif Ásbjarnardóttir hafi verið kona eða barnsmóðir Órækju Hólm- steinssonar. Á þessu byggir Íslendingabók á neti sinn skilning á ættartölunni. Hún telur Órækju fæddan um 1020, nær lagi er 1010, og flytur Ingileifu á sama ár með því að þjappa saman liðum í framætt hennar en gáir ekki að því að með Ingileifu flytur hún einnig Kol- skegg „bróður“ hennar. Í tíma er hann færður fram um tvö kynslóðabil eða um 60 ár, skv. Ættskrá I. Það fær ekki staðist þegar miðað er við ritunartíma Frumlandnámu. Varla hefur Kolskeggur staðið í því ritverki á tíræðisaldri. Samsvarandi ættarskrár sem fylgja Land- námu og Austfirðinga sögum [Íslensk fornrit I og XI] eru í aðalatriðum eins og Ættskrá I, að því fráteknu að þar er ekkert sagt um fæðing- arár manna. Um Finn Hallsson í Hofteigi á Jökuldal er vitað að hann var lögsögumaður 1139–45 og dó 1145. Ef miðað er við fæðing- arárin í Ættskrá I ætti Finnur að hafa orðið lögsögumaður 9 ára og dáið 15 ára gamall. Af þessum dæmum og mörgum öðrum má ljóst vera að réttar tengingar milli ættliðanna átta sem hér hafa verið til umfjöllunar munu seint nást ef einblínt er á það að Kolskeggur og Ingileif hafi verið systkin. Úr flækjunni greið- ist hins vegar fljótt og auðveldlega ef við trúum því að Kolskeggur hafi sett greinarmerki (kommu) á eftir nafni sínu þegar hann ritaði ættartöluna, nánar til tekið á milli þess og sam- tengingarinnar ‘og’ í setningunni til að sýna að Ingileif var ekki hans systir.4 Greinarmerki á slíkum stað er að finna í sambærilegri ætt- rakningu annarri sem ætla má að Kolskeggur hafi samið en það er ættrakning frá Ljóti Hallssyni til Skarðverja. Þegar ‘komma’ Kolskeggs er komin aftur á sinn stað flytur samtengingin ‘og’ næsta nafn, Ingileifu, fram um tvö sæti í ættliðaröðinni (tvö kynslóðabil) og með fylgja sonur hennar og sonarsonur. Eftir sem áður er hún Ásbjarn- ardóttir en nú er það Ásbjörn loðinhöfði sem er faðir hennar því hann er maðurinn sem rakið er frá. Margt hefur nú færst í réttar skorður. Ingileif hefur nú eignast nýjan bróður (Þórarin í Seyðisfirði), er afasystir en var áður systir Kolskeggs, og nú ná þau Órækja og Ingileif saman eftir margra alda aðskilnað. Við þetta má bæta því að nú eru þeir Kolskeggur og Finnur orðnir þremenningar og eru báðir rétt staðsettir í því tímatali sem við notum en það er mikilvægt í sambandi við þessa lausn máls- ins. Allt þetta sýnir Ættskrá II okkur og meira til því nú höfum við að öllum líkindum fyrir framan okkur ættartölu Kolskeggs eins og hún mun hafa verið í Frumlandnámu fyrir um 900 árum. Í ættartölu Kolskeggs, sem hér er unnið með, vantar greinarmerkið sem gerir kleift að skilja textann. Ekki veit sá er þetta ritar hvernig á því stendur en getur sér þess til að það hafi máðst út, gleymst af afritara eða til dæmis verið látið hverfa til „leiðréttingar“ sem gerð var ófyrirsynju en með þeim afleiðingum að grindin í verki meistarans hrundi og ættliðir rugluðust. Það sem hér hefur komið fram í umfjöllun um fræðimanninn Kolskegg Ásbjarnarson eykur vonandi einhverju við þá litlu þekkingu sem fyrir var um þennan speking sem notaði eitt lítið greinarmerki til að halda uppi og styðja við ritlistarverkið sem hann setti saman með vitrænum stílbrögðum um forfeður sína og átti að standa um aldur. Neðanmálsgreinar: 1) Ekki er nú vitað hvernig greinarmerkið, sem Kol- skeggur notaði, leit út. 2) [Ættdreif kemur fyrir í Skáld-Helga rímum.] 3) Ættskrá, hér notað til aðgreiningar frá ættarskrá í fræðiritum. 4) ‘Hans systir’: ekki er nýnorsk áhrif. Sjá nánar „… né þinn sonur“, Íslsútg., IX 300. UM ÆTTARTÖLUR Í LANDNÁMU KOMMA1 KOLSKEGGS VITRA OG SAMTENGINGIN ‘OG’                  !"   # " $" % %   % &  # % ' ( )  ' *+   ,  & -. )/*    % % 01) % %  % &   %                            % %   % &     ' *+   ,  & -. )/*    % % 01) % &   % 23  % '  % '  %%   %%   E F T I R G U Ð M U N D H A N S E N F R I Ð R I K S S O N Í þessari grein er því haldið fram að samtengingin ‘og’ hafi ruglað ættfræðinga í ríminu þegar þeir hafa lesið Landnámu. Það hafi valdið því að fólk hafi verið talið systkin án þess að vera það. Höfundur er áhugamaður um ættfræði. S aartjie Baartman bjó í Höfða- borg í Suður-Afríku, en um tví- tugt tók líf hennar stakkaskipt- um. Hún var færð í skip árið 1810 sem sigldi til London. Sara (Saartjie) stóð á þilfarinu og horfði heim en grunaði ekki að hún kæmi aldrei til baka, né að hún yrði táknmynd um viðhorf nýlendu- herranna til Afríku. Sara hafði búið í Höfðaborg í nokkur ár og átt þar börn og eiginmann. Tímarnir voru erf- iðir, m.a. sökum uppskerubrests. Enska skips- lækninum William Dunlop, sem þar var stadd- ur, tókst því að sannfæra Söru um að ef hún kæmi með honum í sýningarferð til Evrópu yrði hún rík á skömmum tíma. Það sem vakti fyrir Dunlop var að Sara Baartman var ekki vaxin eins og dæmigerðar evrópskar konur, og hann hugðist græða á því fé. Útlit hennar var í samræmi við aðrar Kho- ikhoi- og San-konur sem voru með mikinn sitj- anda. Sara fór til Evrópu með honum og var sýnd á Piccadilly í Lundúnum sem viðrini. Hann kom fram við hana eins og dýr og aug- lýsti sem týnda hlekkinn milli manna og apa. Samtök gegn kynþáttahatri kærðu þessar sýn- ingar, en yfirvöld töldu sig ekki geta stöðvað þær þar sem Sara hafði skrifað sjálfviljug und- ir samning við Dunlap. Margir efast þó um að Sara hafi séð þann samning sem Dunlop lagði fram fyrir rétti. Eftir dauða Söru Sara fór fjórum árum síðar til Parísar, var sennilega seld í hendurnar á spilltum sýning- arstjóra. Hann auglýsti hana sem La Venus Hottentote – Ástargyðju hinna blökku. Eftir þessa slæmu reynslu hóf Sara stífa drykkju og lenti fljótlega í ræsinu. Hún lést úr berklum og brjósthimnubólgu árið 1816, en hún fæddist á ári Frönsku byltingarinnar 1789 sem spratt fram af hugsjóninni um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Sagan er ekki öll. Áður en líkaminn var kruf- inn tók Georges Cuvier skurðlæknir Napo- leons, afsteypu af líkama hennar. Afsteypan sem var máluð húðlit Söru var til sýnis í Mann- kynssafninu (Musée de ĺHomme) í París til ársins 2002. Heili hennar og kynfæri voru sett í sýningarkrukkur. Beinagrindinni var raðað saman og flutt á sýningu í öðru frönsku safni. Þar var hún alveg til ársins 1974. Sara varð táknmynd fordóma hvítra og hefur aldrei horf- ið alveg úr sviðsljósinu. Suður-afríski kvikmyndagerðarmaðurinn Zola Maseko gerði vandaða heimildarmynd um hana sem nefnist The Life and Times of Sara Baartman, „The Hottentot Venus“. Hún fékk mjög fína dóma, þótti glæsileg og sterk. Í nýrri skáldsögu, Hottentot Venus (útg. Random House) eftir Barböru Chase-Riboud, kemur fram að Sara hafi misst mann sinn og barn, og að Englendingur hafi lofað henni gift- ingu og ríkidæmi. Karlinn græddi síðan á tá og fingri með sýningunum en tapaði Söru síðan í spilum yfir til Frakklands. Bókin kom út seint á síðasta ári og hefur vakið mikla athygli og fengið góða dóma. Önnur bók Chase-Riboud varð á sínum tíma metsölubók, en hún var um Sally Hemings. Nýja bókin hefur fengið góða dóma og sagt að höfundurinn vinni úr sannri sögu Söru á áhrifamikinn hátt. Saga Söru er svo lygilegri en skáldsaga og nefna má að margar lærðar greinar í ýmsum fræðigreinum hafa verið skrifaðar um hana og eru enn. Samt var ekkert óvenjulegt við persónu Söru Baartman þótt kom- ið hafi verið fram við hana af miskunnarleysi. Það sem virtist óvenjulegt við hana vakti ekki athygli í Khoikhoi- og San-þjóð- flokkunum. Höfuðástæða athyglinnar var að Evr- ópubúar bjuggu við þá ranghugmynd að þeir sjálfir væru algilt viðmið líkamsfegurðar. Uppreisn Söru Árið 1994 lofaði Franc- ois Mitterand forseti Frakklands, nýjum for- seta Suður-Afríku Nelson Mandela að jarð- neskar leifar Söru Baartman yrðu sendar til heimalands hennar. Leifar, líffæri og afsteypa Söru voru loks afhentar Thuthukile Skweyiyu, sendiherra Suður-Afríku í París, árið 2002. Franski ráðherrann Roger-Gerard Schwart- zenberg sagðist við þetta tækifæri vonast til að Sara myndi öðlast frið og endurheimta virð- ingu sína. Virðingin kom þó ekki fyrr en á 21. öldinni: Nokkrar afrískar konur sungu sálma yfir leifum Söru sem í þessari athöfn voru huldar fána og blettatígursskinni. Hálfum mánuði síðar var Sara jarðsett í Gamtoos-dalnum austan Höfðaborgar, þar sem hún fæddist fyrir rúmlega tveimur öldum. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, lýsti hvíld- arstað hennar þjóðarminnisvarða. Hann til- kynnti jafnframt að henni yrði reistur annar minnisvarði í Höfðaborg. Sara Baartman var komin aftur heim. Saga Söru Baartman er óvenju dramatísk, því for- dómar Evrópubúa bitnuðu harkalega á henni í byrjun 19. aldar. GUNNAR HERSVEINN gluggaði í skáld- sögu um hana sem Chase-Riboud gaf út í fyrra. Frönsk teikning sem sýnir niðurlægingu Söru undir fyrirsögninni:La Belle Hottentot. TENGLAR .......................................................... http://www.frif.com/new99/hottento.html www.amazon.com guhe@mbl.is FÓRNARLAMB FORDÓMA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.