Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 8
M ig dreymdi í nótt að ég var í gömlu íbúð afa og ömmu í Vogahverfinu. Þar hafði safnast sam- an nokkur mannfjöldi og eins og vanalega þegar mig dreymir húsnæði sem ég hef búið í birtist íbúðin mér í allt annarri mynd en hún átti að sér. Þó herbergjaskipan væri svip- uð voru hlutföllin alröng og eldhúsið teygði sig einhver ósköp út í garðinn. Inngangurinn var þó sá sami. Nóttina þar á undan dreymdi mig að ég bjó í húsi sem var svolítið laust á grunninum og hafði tilhneigingu til að renna til í vindhviðum. Líklega vegna þess að þetta er byggt á mýri, sagði einhver í draumnum við mig. Mér fannst þetta alls ekki svo óþægi- legt og sætti mig við orðinn hlut, fyrir öllu að eiga þak yfir höfuðið. Og þetta eru ekki einu (freudísku) draumarnir sem ég á um hús og húsnæði: mig dreymir oft að ég sé stödd í nýrri íbúð sem ég hef tekið á leigu, yfirleitt erlendis, og þegar gestir koma og fara að gera athugasemdir við hvað þetta sé nú lítið, þá segi ég: hvað, það er nóg pláss hér og opna al- veg nýtt og fremur stórt herbergi, sem ég hafði alls ekki áður vitað af. Í enn öðrum draumum stend ég við stóra glugga í stóru fremur auðu einbýlishúsi og finnst að allir sjái inn, í gegnum þunnar gardínur. Áður en varir hefur safnast saman dálítill hópur fólks fyrir utan gluggana. Ég rifja upp útgönguleiðir í hasti. Það eru engar. Kannski var það eftir einn af þessum húsa- draumum mínum sem ég fór og skoðaði ljós- myndir Hrafnkels Sigurðssonar af nýbygg- ingum. Allavega höfðuðu þær sterkt til mín í sinni tæru formfegurð og fullkomnum ein- manaleik. Grípa þessar myndir ekki einmitt á skemmtilegan hátt inn í kenningar Freuds um heimilið og hið óheimilislega? Skoðum þetta nánar. (Eftir að hafa séð sýninguna og farið að pæla frekar í þessari freudísku teng- ingu dreymdi mig enn einn húsadrauminn: ég var á einum af mínum fjölmörgu gömlu heimaslóðum í einbýlishúsahverfi í Breiðholt- inu og sá öll húsin í ljósi mynda Hrafnkels: sem form, auða kassa, engar gardínur í glugg- um, bara steinveggi og rúður.) Freud Þegar ég var nýflutt á núverandi heimili mitt fór ég að rifja upp margvíslega merkingu húsa og hlutverk þeirra í bíómyndum. Mér til þónokkurrar hrellingar (ánægjuhrollur niður bakið) reyndust flestar húsamyndir sem ég mundi eftir vera hrollvekjur um draugahús þarsem nýir eigendur og ábúendur ýmist andast (og bætast í draugaflóruna) eða neyð- ast til að flýja með hárbeitta búrhnífana fljúg- andi á eftir sér. Hver man ekki eftir Polter- geist-myndunum þarsem húsið hreinlega hrundi rétt í því að fjölskyldan brunaði burt á ílanga ameríska tekkbílnum sínum. Gott ef gatan féll ekki saman líka. Hús hafa ekki bara karakter, þau hafa margvíslega merkingu. Húsið er tákn fjölskyldunnar og í Texas Chainsaw Massacre er skemmtilega snúið uppá þessa fjölskylda=hús-myndhverfingu, þarsem mannætufamílían býr í þessari líka huggulegu borgaralegu villu, með svölum og allt. En húsið er ekki bara tákn um fjölskyldu, það er líka tákn einstaklingsins. Ef þig dreymir hús, þá er þig að dreyma sjálfa þig. Þú ert húsið þitt, og persónuleika þinn má lesa í gegnum hvernig þig dreymir það. Í kjallaranum er hið bælda, að sjálfsögðu, og stundum líka á háaloftinu. Draugagangur í húsum er þannig ákaflega táknrænn fyrir allskonar innri óreiðu og umstang. Fyrir sálgreinandann Sigmund Freud var heimilið beinlínis staður hins óhugnanlega, en í grein um ókennileikann frá 1919, „Das Un- heimliche“ (á ensku „The Uncanny“), rekur hann sig í gegnum orðabókaskilgreiningar á orðunum „heim“ og „unheimlich“ (heimili og ókennileiki, óhugnaður) og fellir að lokum saman hið ókennilega eða óheimilislega við hið huggulega eða heimilislega. Hann bendir á að þrátt fyrir að þessi orð virðist í fyrstu andstæður séu þau í raun hliðstæður; á þeim forsendum að heimilið er einkasvæði, lokað og afmarkað, og sem slíkt uppspretta leynd- armála sem ber að vernda innan lokaðra veggja heimilisins. Þannig tekur heimilið á sig ógnvænlega mynd og verður í raun óheim- ilislegt: ókennilegt. Ekki nóg með það (Freud lætur nú ekki staðar numið hér) heldur vísar húsið okkar, hið heimilislega – nú óhugnanlegt – beinlínis í heimili heimilanna, móðurkviðinn, þaðan sem við öll komum og þangað sem okkur ‘alla’ langar (líkt og vanalega miðar Freud kenn- ingar sínar við karla), jafnframt því að þess- um stað fylgir óttinn mikli, sem er einskonar stef við geldingaróttann, en það er óttinn við að vera lifandi grafinn. (Samkvæmt þessu fela samfarir alltaf í sér ókennileika fyrir karlinn.) Hér birtist síðan ákveðinn samsláttur húss/ heimilis og konu, þarsem líkami konunnar er myndhverfður í húsi og þetta tengist svo aft- ur vangaveltum um heimilið og fjölskylduna, en eins og áður sagði er vinsælt að túlka draugagang sem fjölskylduvandræði; eitt- hvað er rotið við fjölskyldusamsetninguna. Grunnkenning Freuds í þessari grein er sú að hið kunnuga verður ókennilegt þegar það snýr aftur: það sem við höfum bælt (til dæmis þráin eftir að skríða aftur upp í legið, komast ‘heim’) kemur aftur í ókennilegu formi; og hann tekur dæmi um leikföng sem við álítum lifandi þegar við vorum börn, en þegar við sem fullorðin sjáum gerviveru hreyfast fáum við óþægindatilfinningu, því það minnir á þessa gömlu hugmynd, sem við höfum nú hafnað eða bælt. Kannast ekki allir við það að horfa á gínu og halda að hún hafi hreyft sig eða finnast hún vera of eðlileg? Þannig geng- ur kenning Freuds út á að það sem stendur manni næst er uppspretta óhugnaðar, en ekki hið fjarlæga, óþekkta eða óvænta; ókennileik- inn skapast þegar hið kunnuglega snýr aftur í nýju formi, laust úr viðjum bælingar breytist það í óhugnað. Hrafnkell Myndirnir á sýningunni í Nýlistasafninu nú í febrúar og mars voru fimm og sýna hús sem eru mislangt komin í byggingu. Eitt virðist fullklárað, á annað vantar bara svalir, hin eru frumstæðari, utan um sum er enn slegið timbri, veggirnir nýsteyptir og mótar fyrir gluggum. (Það er allt önnur tilfinning að sjá mótatimbur og steinsteypu á nýju húsi en gömlu: nú er verið að gera upp húsið mitt og það er einmitt slegið timbri, en það er allt annað: ég upplifi þetta sem aðhlynningu, svona eins og að hlúa að sjúklingi, húsið mitt er veikt og það þarf að lækna það. En má þá ekki líta svo á að sperrurnar um hús Hrafn- kels séu minjar um návist fólks, fólks sem er að taka þátt í uppvexti húsanna, skapa þau.) Myndirnar eru mjög formfastar, sjónarhorn- ið er beint og mér liggur við að segja fer- kantað og húsin stilla sér upp í miðjum mynd- fletinum. Einmanaleikinn áðurnefndi felst í því að umhverfið er eyðilegt, á sumum mynd- um sjást önnur hús í fjarska, en fólk er hvergi sýnilegt. Myndirnar, sem eru allar í lit, eru stórar og bjartar, næstum tærar í því sem við þekkjum strax sem íslenska birtu, og í því ljósi má skilja þær sem hugleiðingu um upp- byggingu borgarinnar á undanförnum árum, hina eilífu leit Íslendingsins að íbúð, húsi, sem stöðutákni; þörfinni fyrir að eiga sitt hús, byggja sitt hús. (Byggir fólk lengur eins brjálæðislega og það gerði hér fyrir tuttugu- þrjátíu árum? Eða er þetta liðin tíð?) Út af fyrir sig kalla þessar pælingar um húsbyggingakapphlaup landans á freudískar vangaveltur um húsið sem táknmynd hins heimilislega: fjölskyldan er ekki til án húss. En það er þó annað í þessum myndum sem snertir ókennileikann: hvað er húsið án íbúa? Autt hús er einmitt hin klassíska uppspretta óhugnaðar í hrollvekjunni: en það eru hús sem hafa verið yfirgefin, hús þarsem voðaleg- ir atburðir hafa gerst, hús sem eru hlaðin minningum og eru ókennileg vegna þess. Ég gleymi aldrei minni fyrstu upplifun af Írlandi: þegar ég gekk um götur miðborgar Dyflinnar voru auð hús svo víða, yfirgefin og í niður- níðslu, slegið fyrir glugga, garðurinn eins og ruslahaugur. Ég var rétt búin að venjast þessu þegar ég heimsótti Belfast og komst að því að þar var ástandið enn verra. Auðvitað sögðu þessi auðu hús sína sögu um þjóð- félagsástand, fátækt og átök, en fyrir Íslend- inginn, vanan því að húsnæði væri næstum heilagt, var þetta óþægilegt. En hvað með hús sem enginn er enn fluttur inní: kalla þau ekki á enn ókennilegri ókenni- leika, ef svo má að orði komast. Þau eru ein- hversstaðar á sviði hins óræða – draumsins – eru ekki orðin að veruleika enn, þau eru ‘ekk- ert’ án sinna íbúa. Eða allavega ekki hús, heimili, heldur bara byggingar, mótatimbur, steinsteypa og gler. Jón B.K. Ransu segir í Lesbók Morgunblaðsins, 28. febrúar 2004, að Hrafnkell hafi „lengi unnið með samspil hins manngerða og náttúrunnar“. Þetta mætti einnig orða þannig að Hrafnkell fjalli um skil og samspil hins lífræna og ólífræna, eða lif- andi og ólifandi, í verkum sínum. Og þessi auðu hús draga einmitt þessi skil fram og velta þeim upp á marga vegu: það er ekki bara hin freudíska tákngerving húsa og kvenna/fjölskyldu heldur einnig sá ókenni- leiki sem birtist þegar hinu lífræna og ólíf- ræna slær saman. Eins og dæmið með leik- föngin, nema öfugt: það sem okkur finnst eiga að vera lifandi, húsið, heimilið, fjölskyldan, er það ekki og af því skapast – alveg einstök til- finning. Það fer undarlegur hríslingur um áhorfandann, sem hann getur ekki skilgreint vel, því þetta er jú svo hversdagslegt, hús í byggingu? Húsið, svo ég haldi áfram ótrauð inn á frekari fræðilegar brautir, er í raun og E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R Er ekki eitthvað skylt með þessum ókennilegu heimilapælingum Freuds og húsamyndunum mínum, spurði Hrafnkell Sigurðsson listamaður greinar- höfund og svarið var: Jú. Í þessari grein er að finna ýtarlegra svar við spurningunni. HRAFNKELL SIGURÐSSON HITTIR FREUD Myndirnir á sýningunni í Nýlistasafninu nú í febrúar og mars voru fimm og sýna hús sem eru mislangt komin í byggingu. Eitt virðist full HEIMA OG HEIMAN 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.