Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 13 R ússneski píanóleikarinn Igor Kamenz heldur tónleika í Salnum í tónleikaröðinni Tíbrá á sunnudaginn. Óhætt er að segja að koma þessa mikla listamanns sé hvalreki fyrir tónleikagesti á Íslandi. Fyrstu kynni mín af Igor Kamenz voru á tónleikum sem hann hélt í Freiburg í júlí árið 2000. Tónleikar þessir voru ein magnaðasta stund sem undirritaður hefur upplifað í tónleikasal. Á efnisskrá kvöldsins var: Chopin: Noct- urne c-moll op. 48/1, Etíða a-moll op. 25/11, Andante spianato et Grande Polonaise Es- Dúr op. 22. Liszt: Sonate h-moll. Beethoven: Sónata no 29 op. 106 í B – dúr „Hammerklav- ier“. Chopin: Etíða í c-moll op. 10/12. Schu- mann: Carnaval op. 9. Ætti hverjum þeim sem til þessara verka þekkir að vera ljóst að hér er veglega veitt af veisluföngum píanóbókmenntanna. Tónleik- arnir voru miklir að umfangi, bæði gríðarlega erfið verk og löng. Þó var ekki að sjá að nein- um tónleikagestanna hafi þótt þeir of langir, því ekki fékk Kamenz að yfirgefa sviðið fyrr en hann hafði leikið ein 7 aukalög. Þau voru af ýmsum toga, allt frá Scarlatti sónötum til Chopin Etíða, og Islamey eftir Balakiriev, sem er einhver mesti fingurbrjótur píanóbók- menntanna. Viðbrögð tónleikagesta létu held- ur ekki á sér standa og voru meira í líkingu við múgæsing sem sést oftar á rokktónleikum en á klassískum píanótónleikum. Þarna mætti segja að ofurmenni við hljómborðið hafi verið að verki. Hver er Igor Kamenz? En hver er þessi Igor Kamenz ? Igor Kamenz fæddist í Chabarowski í Síb- eríu árið 1968. Hann hóf snemma nám við tón- listarskóla í Nowosibrisk og lagði þar stund á hljómsveitarstjórnun, píanóleik og á fiðluleik. Kamenz þótti strax í upphafi sýna afburða hæfileika og árið 1976, aðeins átta ára að aldri, hóf hann nám við tónlistarháskólann í Nowosibrisk. Ári seinna kom hann fram sem gestastjórnandi með útvarpshljómsveit Moskvuborgar og hljómsveit hins fræga Bolshoi-balletts. Sama ár kom Kamenz fram í sjónvarpi um gervöll Sovétríkin þar sem hann stjórnaði sjónvarps- og útvarpshljómsveit sov- éska ríkisins. Á þessum árum var Kamenz einnig tíður gestur á tónleikasviðum víða í Sovétríkjunum sálugu sem konsertpíanisti. Þegar Kamenz var þrettán ára stjórnaði hann hljómsveit Bolshoi-ballettsins, verkum eftir Shostakovich, fyrir æðstu ráðamenn Sovét- ríkjanna, þeirra á meðal var Leonid Breshn- ev. Árið 1978 fluttist Kamenz ásamt fjölskyldu sinni til Þýskalands, þá tíu ára gamall, og hóf nám við tónlistarháskólann í Hamborg. Þar voru námsgreinarnar sem fyrr hljómsveitar- stjórnun, píanóleikur og fiðluleikur. Kamenz var einnig nemandi hjá hinum virta kennara og konsertpíanista Vitaly Margulis í Frei- burg, og hinum heimsfræga hljómsveitar- stjóra, Sergiu Celibidache í München. Hin síð- ari ár hefur Kamenz einbeitt sér að hljómborðinu fremur en hljómsveitarstjórnun og fiðluleik. Tekið þátt í yfir 60 keppnum Á námsárum sínum var Kamenz mjög iðinn við að taka þátt í píanókeppnum um allan heim, en segja má að ekki hafi hann einungis haft það markmið að fanga athygli umboðs- manna og útgáfufyrirtækja, tilgangurinn var einnig að framfleyta sér og fjölskyldu sinni með verðlaunafénu. Alls hefur Kamenz tekið þátt í yfir 60 píanókeppnum og unnið til 18 fyrstu verðlauna og 15 sinnum hlaut hann önnur verðlaun. Á meðal þeirra keppna sem Kamenz hefur unnið til verðlauna í eru Franz Liszt-keppnin í Ungverjalandi og Busoni- keppnin á Ítalíu og hefur hann alls hlotið um 60 verðlaun og viðurkenningar af ýmsu tagi. Það sem er merkilegt við þennan árangur Kamenz í píanókeppnum er að hann hefur al- gerlega sinn eigin stíl og er óhræddur við að treysta á sitt listræna innsæi. Segja má að framan af hafi það verið honum til trafala í hinum harða heimi tónlistarinnar, þar sem markaðslögmál ráða oftar en ekki ferð og gildir þar að skera sig ekki um of úr hvað spilamennsku varðar. Útgáfufyrirtækið Ars-Musici hefur gefið út tvo geisladiska með leik Kamenz og hafa báðir diskarnir fengið afbragðsdóma og eru gagn- rýnendur ekki sparir á hástemmdar lýsingar. Tónleikarnir í Salnum Á Tíbrár-tónleikunum í Salnum verður efn- isskráin eftirfarandi: Ludwig van Beethoven (1770–1827): Sónata í D-dúr, op. 10/3, nr. 7, Sónata í cís-moll op. 27/2, nr. 14. Alexander N. Scriabin (1872– 1915): 2 Poèmes op. 32. Franz Liszt (1811– 1886): Sónata í h-moll. Píanósónöturnar sem tónskáldið Ludwig van Beethoven samdi eru 32 talsins og teljast til þess markverðasta sem samið hefur verið fyrir hljóðfærið. Þær spanna allan tónsmíða- feril Beethovens og má glöggt sjá á þessum sónötum þá þróun sem átti sér stað í tón- smíðum hans. Tónsmíðaferli Beethoven er gjarnan skipt í 3 tímabil og teljast báðar són- öturnar sem leiknar verða á tónleikunum til fyrsta tímabilsins. Fyrri sónatan er samin á árunum 1797– 1798 og er tileinkuð barónessu að nafni Anne Margarete von Browne. Sónatan er í fjórum þáttum, og er sónata þessi gjarnan nefnd „sonate grande“, enda mikil tónsmíð. Þekkt- asti kafli sónötunar er án efa annar kaflinn enda ægifagur, hægur og tregafullur Largo e mesto kafli. Seinni sónatan eftir Beethoven er hin fræga Tunglskinssónata. Hún er samin árið 1801 og er einkum þekkt fyrir upphafið, en sónatan hefst á hægum draumkenndum inngangi. Form þessarar sónötu er frekar frjálst, enda ber sónatan yfirskriftina Sonate quasi una fantasia, eða sónata sem er eins og fantasía. Tekið skal fram að þetta verk er óvanalega framúrstefnulegt sé horft til þess á hvaða tíma það er samið. Nafn sónötunar, Tungl- skinssónatan, er ekki komið frá Beethoven heldur þýska rithöfundinum og skáldinu Lud- wig Rellstab, sem fannst inngangur verksins minna sig á hægferðuga bátsferð í tunglskini á Luzern-vatninu í Sviss. Eftir rússneska tónskáldið Alexander N. Scriabin liggur fjöldinn allur af verkum fyrir píanó, einar 10 píanósónötur auk gríðarlegs fjölda smærri verka. Verkin sem eru á efnis- skrá tónleikanna í Salnum á sunnudagskvöld eru tvö ljóð, eða poème opus 32, samin árið 1903. Ljóðin tvö eru ólík að gerð, hið fyrra blítt, jafnvel ljóðrænt, en hið seinna þyngra og ákveðnara að gerð. Hin stórkostlega h-moll sónata eftir ung- verska tónskáldið Franz Liszt er án efa eitt mesta píanóverk rómantíska tímabilsins. Són- atan var samin á árunum 1852–1853 og gerir gífurlegar kröfur til þess sem hana flytur. Form þessarar sónötu er óvenjulegt, því hún er í einum samfelldum þætti, sem aftur má greina í þrjá aðskilda kafla. Verkið spannar allan skala mannlegra tilfinninga, allt frá ljóð- rænni fegurð upp í mikla dramatík. Píanóleik- arinn prof. dr. Tibor Szász hefur sett þær kenningar fram í doktorsverkefni sínu, að í tónamáli þessa verks kristallist átök milli guð- legs máttar annars vegar og afla hins illa hins vegar. Það hefur hann rökstutt með því að benda á tilvísanir í önnur verk sem öll eru á einhvern hátt trúarlegs eðlis, og á einhvern hátt fjalla um baráttu góðs og ills. Í upphafi þessarar greinar minntist ég á mín fyrstu kynni af Kamenz sem listamanni. Síðan þá hef ég heyrt hann þrisvar á tón- leikum og hefur hann ávallt komið á óvart með hreint út sagt virtúósískum leik og per- sónulegri túlkun. Ég hvet því sem flesta að mæta og hlýða á þennan stórkostlega píanista á Tíbrár-tónleik- unum í Salnum. VEGLEGA VEITT AF VEISLUFÖNG- UM PÍANÓBÓKMENNTANNA Rússneski píanóleikarinn Igor Kamenz heldur tónleika í Tíbrá í Salnum annað kvöld kl. 20. HELGI JÓNSSON segir frá þessum virta listamanni. Höfundur er nemi í tónvísindum. Igor Kamenz: Hvalreki fyrir tónleikagesti á Íslandi. „Píanistískt undur, meðal ungra píanó- leikara skipar hann sérstakan sess, af- burða listamaður.“ – Süddeutsche Zeitung. „Óviðjafnanlegur píanisti sem á sér ekki hliðstæðu.“ – Badische Zeitung. „Ótrúleg tæknikunnátta og persónuleg túlkun.“ – Hamburger Abendblatt. „Píanisti í úrvalsflokki, fullkominn flutningur.“ – Münchener Merkur. „Fínustu blæbrigði og tilfinning og ótrúleg tækni.“ – Frankfurter Algemeine Zeitung. „Kamenz er nafn sem þolir mörg upp- hrópunarmerki.“ – Die Welt. „Píanistísk hamingjustund.“ – Baumer Rundschau. Umsagnir um Kamenz AÐDRÁTTARAFL sögunnar af Sweeney Todd eins og hún er sögð í leikriti Christo- phers Bonds fyrir menntaskólaleikfélög er ekki erfitt að skilja. Þetta er safarík saga af blóðugri hefnd, uppfull af skrautlegum per- sónum og stórum tilfinningum. Þar að auki er skopið ekki langt undan. Verkið er byggt á gamalli sögn um rakara sem myrðir viðskipta- vini sína og losar sig við líkin í ógeðfelldu sam- komulagi við bökuseljuna á neðri hæðinni. Hér er sagan gerð dramatísk með því að gera hroðalega meðferð tveggja valdsmanna á morðingjanum og fjölskyldu hans að tilefni ódæðanna. Hefndarþorstinn drífur Sweeney áfram í byrjun, en fljótlega ræður blóðþorstinn einn ríkjum í sál hans og enginn er óhultur fyr- ir rakhnífnum beitta, og viðskipti frú Lovett með bökurnar blómstra. En þótt efnið sé skraut- legt er leikritið fremur illa hristur kokteill af þjóð- félagsádeilu, fornfálegu melódrama og nútímaleg- um svörtum húmor. Og þar sem allir þessir þræðir krefjast innlifaðrar leik- meðferðar og færni alls leikhópsins reynist verk- efnið í stórum dráttum of- viða Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri og leikstjóra þess. Það er helst skopið sem kemst til skila, en þau hafa tæpast myndugleika til að hella sér jafnframt af einlægni út í tilfinninga- rótið sem er hin hliðin á verkinu, og verður sýningin fyrir vikið lítt áhrifarík, hryllingurinn kemst ekki til skila þótt tæknibrellur séu í sjálfu sér býsna vel útfærðar. Skúla Gautasyni hefur að þessu sinni ekki tekist nægilega vel upp með mótun stíls sem hæfir efninu. Fyrir vikið tekst ekki nógu vel að nýta hæfileika lítt reyndra leikaranna á sann- færandi hátt. Þetta var áberandi í hópsenum, sem hefði þurft að vinna mun betur og skapa sterkari samvinnu aukaleikaranna. Staðsetn- ingar voru heldur ekki nægilega vel unnar og hjálpuðu lítt upp á sakirnar, þótt leikmynd Þórarins Blöndal sé ágætis verk í erfiðum að- stæðum í Menntaskólanum. Hópurinn er greinilega nokkuð mis-sviðs- vanur. Ævar Þór Benediktsson kemst nokkuð langt með titilhlutverkið innan þeirra tak- markana sem uppfærslan setur og staðfestir það sem hann hefur sýnt áður, að hann er leik- ari sem á framtíðina fyrir sér. Lilja Laufey Davíðsdóttir stóð sig einnig vel í þakklátu hlut- verki frú Lovett. Þær persónur sem eru minna gróteskar og krefjast meiri einlægni skiluðu sér síður í þessari sýningu, nokkuð sem reynsla og næmari leikstjórn hefði bætt úr. Eins dauði, annars brauð LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Höfundur: Christopher Bond, þýðandi: Davíð Þór Jónsson, leikstjóri: Skúli Gautason, leikmynd: Þór- arinn Blöndal. Menntaskólanum á Akureyri föstu- daginn 16. apríl. SWEENEY TODD Þorgeir Tryggvason Skúli Gautason Á VERALDARVEFNUM hefur verið opnað vefsvæðið gagnasafn.is. Þar gefst möguleiki á smásöluverslun rafræns efn- is á Netinu og er m.a. vettvangur fyrir orðabækur, fræðibækur, kennslubækur, uppflettirit og tímarit. Fyrstu verkin sem seld eru í áskrift eru Íslensk orðabók, Dönsk íslensk orðabók, Bókin um krydd, Laxnesslykill og Sagnalykill frá Eddu eða undirforlögum. Notendur geta gerst áskrifendur að hluta grunnsins eða hon- um öllum, til lengri eða skemmri tíma og bæði einstaklingar og fyrirtæki. Það er hugbúnaðarfyrirtækið Jaðar – Nethugbúnaður ehf. sem hannað hefur gagnagrunninn. Tekist hefur samstarf milli Eddu-útgáfu hf. og Jaðars og ríður Edda á vaðið og leggur til fyrstu fimm grunnana og um leið grunninn að gagna- safni.is. Orðabækur í áskrift á Netinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.