Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 2004 MARGRÉT H. Blöndal opnar sýningu á nýj- um verkum á þriðju hæð í Safni, Laugavegi 37, kl. 14 í dag. Þá mun einnig verða opnuð sumarsýning á verkum úr safneigninni í öllu húsinu. „List Margrétar er nánast ómögulegt að lýsa með orðum og ljósmyndir af verkunum gefa meir að segja af þeim óskýra mynd. Hún setur þau þannig fram að mikilvægt er að berja þau með eigin augum, gaum- gæfa frá ýmsum hliðum og gefa nægan tíma. Annars er hugsanlegt að manni yfir- sjáist hluti þeirra eða afgreiði sem eitt- hvert dótarí sem slysast hefur inn í sýning- arrýmið. Í Safni sýnir hún skúlptúra á gólfi og hangandi úr lofti en líka mynd sem hún litar beint á vegg. Hlutirnir eru eins og Margrétar er von og vísa samsettir úr fundnum leifum einhvers sem áður hafði annað gildi, veggfóður, blöðrur og gúmmí- slöngur. Úr loftinu hangir viðkvæmnisleg róla, stærðar bolti er hálfuppblásinn á gólf- inu og innan um veggfóðursrifrildi má finna dúnmjúka unga. Úti í horni eru gaml- ir sundkútar skreyttir teygjum og á vegg eru málaðir fætur sem stingast undan sæng,“ segir í frétt frá Safni. Margrét hefur sýnt víða, í Evrópu, vest- anhafs og hér heima og m.a. unnið til Rich- ard Serra-verðlaunanna árið 2002. Sýning- in stendur til 20. júní. Safn er styrkt af Reykjavíkurborg. Það er opið án aðgangseyris miðvikudaga til sunnudaga kl. 14 – 18. Á laugardögum gefst gestum kostur á að fá leiðsögn starfs- fólks allan daginn. Á efstu hæð er að finna bókasafn með nettengdri tölvu sem er öll- um opið. Einnig stendur nú yfir sýning Finns Arnars, „Cod“ á annarri hæð og lýk- ur henni 9. maí.Innsetning Margrétar H. Blöndal í Safni, Laugavegi 37. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Á haustmisseri árið 2000 var ég svo heppinn að fá að fylgjast með starfi Drengjakórs Kaupmanna- hafnar í fjögurra mánaða námsleyfi mínu. Mig lang- ar í þessum pistli að leyfa lesendum að kynnast lítil- lega þessum konunglegu söngvurum og skól- anum þeirra Sankt Annæ. Á endurreisnartímanum voru klaustur- og kirkjuskólar nær eingöngu fyrir drengi, því þá var talið að menntun stúlkna væri óþörf, heim- ilis- og uppeldisstörf væru þeirra og hægt að nema þau í heimahúsum, en drengirnir skyldu læra. Söngur var stór hluti námsins og tengd- ist skyldum þeirra við messugjörð og tíða- gjörð. Allt frá Ítalíu til Bretlands urðu til drengja- kórar og myndaðist sterk hefð í söng og ekki síður í tónsköpun endurreisnartónskáldanna. T.d. var King’s College skólinn í Bretlandi stofnaður 1441 af Hinriki sjötta og má leiða að því líkum að söngur hafi verið iðkaður þar frá stofnun hans. Margir drengjakórar á megin- landinu hafa verið þekktir í gegnum aldirnar og má þar nefna Regensburger Domspatzen og Dresdner Kreuzkórinn í Þýskalandi og allir þekkja Vínardrengjakórinn. Thomanerkórinn í Leipzig var kór sjálfs meistara Johanns Seb- astians Bachs. Sönglífið í Thomanerskólanum á tímum Bachs var með ólíkindum og má nefna að kórinn söng í messu í kirkjum Leipzig hvern helgan dag ársins, kantötur eftir meist- arann sjálfan og aðra tónlist þess tíma. Það var einmitt Thomanerkórinn í Leipzig sem varð fyrirmynd Drengjakórs Kaup- mannahafnar, því eftir heimsókn hans árið 1919 til Kaupmannahafnar fór Danska kóra- sambandið og Músikforlagið Wilhelm Hansen fram á að stofnaður yrði drengjakór í Kaup- mannahöfn og með stuðningi þeirra var kórinn stofnaður árið 1924. Fyrsti stjórnandi kórsins var Mogens Wöldike. Mogens Anker Wöldike fæddist árið 1897. Ungur að árum lærði hann píanóleik hjá móður sinni Christine og seinna hjá Ögdu Holmberg, en þær höfðu báðar lært hjá Franz Neruda. Faðir hans Uffe Wöldike var einnig tónlistarmaður og skólastjóri að auki. Ungur að árum varð Wöldike fyrir mikl- um áhrif frá Carli Nielsen og Thomasi Laub, sem voru á þeim tíma þekktustu tónskáld Danmerkur. Þá lærði Wöldike tónvísindi við Kaupmannahafnarháskóla. Árið 1918 fékk svo Wöldike sitt fyrsta starf sem organisti við fransk- þýsku mótmælendakirkjuna í Gothersgade í Kaupmannahöfn. Allt frá þeim tíma til dauðadags var Mogens Wöldike mjög virkur tónlistarmaður og eftir hann liggja margar tónsmíðar og kóra- og hljómsveitar- upptökur. Þau tímamót verða árið 1929 að stofnaður er á vegum Kaupmannahafnar söngskóli sem hlaut nafnið Sankt Annæ. Voru nemendur úr allri Kaupmannahöfn teknir inn í þriðja bekk, að undangengnu inntökuprófi. Eftir tveggja ára þjálfun, þar sem daglega er iðkuð tónlist, fara nemendurnir svo í hinn eiginlega drengja- kór eða stúlknakórinn. Þar sem Sankt Annæ er líka menntaskóli þá er í skólanum sérstakur kór sem heitir „Gymnasium kórinn“ og eftir að strákarnir fara í mútur þá halda þeir áfram að þeim loknum og syngja þá tenór og bassa í drengjakórnum. Auk þess eru í skólanum starfandi minni sönghópar og hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum. Þótt Sankt Annæ sé nefndur söng- skóli, þá fer allt almennt nám fram þar eins og í öðrum skólum. Í skólanum er iðkuð tónlist á hverjum degi. Í Sankt Annæ skólanum eru starfandi margir aðrir kórar auk drengjakórs- ins sem eru mjög virkir, svo sem Gymnasium- kórinn, sem kom hingað til Íslands árið 2001, karlakór með eldri drengjum og stúlknakór. Allir þessir kórar eru frábærir og hafa gert garðinn frægan. Afköst drengjakórsins eru með ólíkindum. Á þeim stutta tíma sem ég staldraði við þá var mikið að gera. Þeir sungu í Dómkirkjunni við messur, frumfluttu nýtt verk við texta úr Völu- spá eftir Andy Pape, komu fram á tónleikum í útvarpshúsinu, héldu tónleika í dómkirkjunni með mótettum eftir Bortniansky og Tsjajk- ovskí, allar sungnar á rússnesku, barokktón- leika með kantötum eftir Buxtehude ásamt Barokksveitinni Concerto Copenhagen og síð- ast en ekki síst var Jólaóratoría Bachs flutt í desembermánuði. Nú á páskaföstunni flutti kórinn Mattheusarpassíu Bachs í fyrsta sinn og fékk mikið lof fyrir. Í raun má segja að Drengjakórinn hafi mörg nöfn. Fyrir utan að vera skólakór í St. Annæ er hann nefnilega virkur sem dómkór í Vor frúarkirkjunni og syngur þar a.m.k. einu sinni í mánuði og flestir tónleikar hans með kirkju- legu efni fara fram þar. Þann 29. júní árið 1998 var kórinn svo út- nefndur sérstakur kór dönsku hirðarinnar og fékk nafnbótina „Det Kongelige Kantori“. Sem konunglegir söngvarar hafa þeir opinber- ar skyldur svo sem að syngja við athafnir hirð- arinnar. Í nóvember árið 2000 sungu þeir við útför Ingiríðar drottningar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Núverandi stjórnandi kórsins er Ebbe Munk. Hann fæddist árið 1950 og var sem drengur félagi í Drengjakór Kaupmanna- hafnar. Eftir nám í Kaupmannahafnarháskóla var hann í framhaldsnámi í Munchen, Búda- pest og Dresden. Árið 1985 stofnaði hann kór sem hlaut nafnið „Vox Danica“ sem undir hans stjórn vann til fjölda verðlauna og viðurkenn- inga. Ebbe Munk hefur verið við St. Annæ söngskólann síðan 1982 og aðalstjórnandi Drengjakórsins frá árinu 1991. Hann hefur stjórnað mörgum stórum verkum tónbók- menntanna í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Kaupmannahafnar, Concerto Copenhagen auk barokksveitanna Dufay Collective í London og Ensamble Lascaris í Nice. Árið 2002 fékk hann dönsku Grammy-verðlaunin fyrir upp- tökur á kantötum Buxtehudes. Að mínu áliti er Ebbe Munk frábær stjórnandi og gerir miklar kröfur til kórsins, bæði í túlkun og raddbeit- ingu. Það var þess vegna mjög lærdómsríkt að fá að fylgjast með æfingum þessa frábæra kórs og sjá og heyra hversu góð tök stjórnand- inn hafði á 80 strákum. Hægt er að velta fyrir sér hvers vegna strákar eru svona tregir til að syngja í kórum hér á Íslandi. Er það kynjamunur sem orsakar trega þeirra í söng? Eða er það kannski fót- boltinn sem heillar meira? Eða getur verið að strákarnir þurfi einfaldlega að vera sér saman í kór. Drengjakór Laugarneskirkju, sem nú heitir Drengjakór Neskirkju, er gott dæmi um það að allt er hægt í músíkinni hér á Íslandi. Einn- ig er starfandi Drengjakór í Kársnesskóla. Það vantar bara fleiri. Nánast öll kórtónlist endurreisnartímans og barokktímans er sam- in fyrir drengjakóra. Með þeim er hægt að nálgast enn betur tónlist þess tíma og vonandi verða til fleiri drengjakórar hér á Íslandi. Drengjakór Kaupmannahafnar verður með tvenna tónleika hér. Í Selfosskirkju miðviku- daginn 5. maí kl. 20 og í Hallgrímskirkju föstu- daginn 7. maí kl. 20. Á metnaðarfullri efnis- skrá er fyrst verkið A Noone of the Night eftir danska verðlaunatónskáldið Palle Mikkelborg, sem er á ferð með kórnum og leikur á trompet í verkinu ásamt Helen Davies sem leikur á hörpu. Næst syngur kórinn Ave Maris Stella eftir Edvard Grieg. Þá kemur nýtt verk eftir norska tónskáldið Knut Nystedt Transfigur- ing Hope sem er samið fyrir Drengjakór Kaupmannahafnar og var frumflutt nú í mars í Kaupmannahöfn. Að síðustu syngur kórinn söngva og ballöður eftir danska tónskáldið Carl Nielsen. Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Drengjakór Kaup- mannahafnar er hiklaust með bestu kórum sinnar tegundar og óhætt er að segja að tón- leikarnir verða örugglega mikil upplifun. KONUNGLEGIR SÖNGVARAR „Drengjakór Kaupmannahafnar er hiklaust með bestu kórum sinnar tegundar,“ segir í greininni. E F T I R H E L G A B R A G A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.